Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 41

Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 41
lækningastofu Pálma Möller í Þing- holtsstræti 11. Hafði Pálmi þá rekið þar stofu frá árinu 1948. Fékk hann mig til liðsinnis við sig og voru kaup- in gerð. Með þessu hófst nýr kafli í samvinnu okkar sem stóð í 7 ár. Er ég þakklátur Þorgrími fyrir að hafa fengið mig til liðs við sig, enda er ég búinn að vera starfandi þar síðan. En einmitt í ár eru 50 ár frá opnun stofunnar okkar. Á þessum árum var ekki auðvelt að afla fjár til hvers konar fram- kvæmda, auk stofukaupa þurfti að breyta og bæta húsnæðið, kaupa ný tæki og verkfæri. En með sameigin- legu átaki tókst þetta. Þessi fyrstu ár í baráttunni við Karíus og Baktus voru góð, ekki síst vegna okkar góða samstarfs. Starfið var ólíkt skemmtilegra með félaga eins og Þorgrím sér við hlið. Þorgrímur var hinn besti félagi, aflaði sér vinsælda með myndugri framkomu og ávallt var fagmennska, kímni og léttleiki í fyrirrúmi. Minnist ég margra góðra stunda með honum bæði í leik og starfi, hann hafði einstaklega góða frá- sagnargáfu, fróður um flesta hluti og hrókur alls fagnaðar í hópi koll- ega og vina. Tónlist, myndlist og reyndar allt sem tengdist listum var honum hugleikið. Einnig dáðist ég að því hve gott hann átti með að um- gangast börn og unglinga, enda hændust þau að honum. Eftir að samvinnu okkar í Þing- holtsstræti lauk, aflaði hann sér framhaldsmenntunar í Noregi, hóf síðan störf á eigin stofu á Bókhlöðu- stíg, en gegndi jafnframt starfi tryggingatannlæknis hjá TR. Var starf Þorgríms hjá TR þó ekki auð- velt né öfundsvert. Ég lærði margt af Þorgrími og minningin um góðan vin og félaga mun ávallt lifa. Við hjónin vottum Huldu, Önnu og öllum ættingjum innilega samúð. Guðmundur Árnason. Við Þorgrímur Jónsson kynnt- umst í 2. bekk Menntaskólans á Ak- ureyri haustið 1942. Urðum við fljótt góðir málvinir og áttum vel saman. Vegna veikinda var reglubundið skólanám Þorgríms rofið í 5. bekk. Las hann eftir það utanskóla, en lauk þó stúdentsprófi með okkur gömlum bekkjarsystkinum vorið 1947. Hann var alltaf einn af okkur, tryggur sambekkingur og góður fé- lagi. Við Þorgrímur drógumst hvor að öðrum fyrir það að ýmis áhugamál okkar voru lík, umhugsunarefnin svipuð. Þetta var einhvers konar húmanismi, hneigð til að grúska í listum og bókmenntum, þótt hvor- ugur græfi sig fastan í þá gröf þegar frá leið. Þegar út í lífið kom gekk hvor sína leið, starfsvettvangur ger- ólíkur og viðfangsefnin eftir því. En hvenær sem við hittumst stopult síð- ar á ævinni og tókum tal saman, urð- um við aftur ungir menntavinir og elskir að húmanískum hugsjónum! Fljótt veitti ég því athygli, að Þor- grímur, 16 ára unglingur, „krakki“ eins og nú er sagt – virtist þaullesinn í listasögu, einkum sögu sjónlista, málaralistar og húsagerðarlistar. Með skynsamlegu tali sínu tókst honum að beina áhuga mínum fyrir alvöru að menningarsögu þjóðanna, a.m.k. hins vestræna heims, ofan á þá stjórnmálasögu sem linnulaust var troðið í okkur og ég var upp- fullur af. Ekki nóg með það, hann stakk því að mér og sannfærði mig um, að ný „myndlistarstefna“, mód- ernismi, væri að ryðja sér til rúms á Íslandi, enda virt stefna erlendis, viðtekin í framsæknum listaheimi! Orðið „módernismi“ heyrði ég því fyrst af vörum jafnaldra míns, 16 ára gamals Reykvíkings, veturinn 1942- 43. – Hitt er annað mál að módern- ismi er nú, 2009, „saga blot“ og bannsettur póstmódernismi kominn í staðinn, nema þetta sé allt sama tóbakið! Þetta ræðum við Buddi, þegar við hittumst uppi í eilífðinni, spurninguna um „ismana“ sem komu og fóru, koma og fara. MA-stúdentar 1947 sakna vinar í stað þegar Þorgrímur Jónsson er fallinn frá. Ástvinum hans eru færð- ar samúðarkveðjur gömlu bekkjar- systkinanna og samstúdentanna. Ingvar Gíslason. Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu elskulegum manninum mínum, föður og afa, EINARI STRAND, Hraunbæ 49, Reykjavík, hjálpsemi í veikindum og fjölskyldunni samúð og hlýhug við andlát hans og útför. Virðing ykkar við Einar helgar minninguna um hann. Erla Strand, Einar Þór Strand, Ágúst Níls Einarsson Strand, Ásgerður Erla Einarsdóttir Strand, Ingibjörg Helga Ágústsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EGGERTS SNORRA SÍMONSEN. Brynja Símonsen, Ottó W. Eggertsson, Rut Guðmundsdóttir, Sigrún B. Eggertsdóttir, Hafdís L. Eggertsdóttir, Magnús G. Gunnarsson, Þórunn M. Eggertsdóttir, Böðvar B. Þorvaldsson, afabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRIÐRIKU MARGRÉTAR GUÐJÓNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík. Starfsfólki Dalbæjar eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Anna Jóna Friberg, Elsa Björg Friðjónsdóttir, Bjarni Oddsson, Sveinbjörn Friðjónsson, Sigrún Árnadóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, bróður, mágs og afa, HARÐAR HALLDÓRSSONAR, Furugrund 54, Kópavogi. Þórdís Sigtryggsdóttir, Eiríkur A. Harðarson, Haukur Harðarson, Sigtryggur Harðarson, Katrín Helga Reynisdóttir, Vildís Ósk Harðardóttir, Steindór Guðmundsson, Svanur Halldórsson, Jóhanna Jóhannsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI JÓNSSON flugvélstjóri, Strikinu 8, Garðabæ, andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 12. september. Útförin verður gerð frá Garðakirkju miðvikudaginn 23. september kl. 13.00. Lilja Bragadóttir, Sigþór Hákonarson, Hartmann Bragason, Örn Bragason, Ásdís Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hrafnhildur Þórólfsdóttir ✝ Hrafnhildur Þór-ólfsdóttir fædd- ist í Stórutungu í Bárðardal þann 15.12. 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þann 31.7. 2009. Foreldrar hennar voru Anna Guð- rún Sveinsdóttir, f. 2.9. 1908, d. 27.3. 2001 og Þórólfur Jónsson, f. 4.11. 1905. d. 16.5. 1991. Systkini hennar eru: 1) Aðalsteinn Þórólfsson, f. 31.5. 1928. Kona hans er Guðrún Jóna Jónmundsdóttir, f. 6.2. 1934. Þau eiga 7 börn, 29 barnabörn og 5 barnabarnabörn. 2) Jón Sveinn, f. 18.12. 1929. Kona hans er Sigríður Baldursdóttir, f. 5.4. 1933 og eiga þau 8 börn, 24 barnabörn og 10 barnabarnabörn. 3) Þórdís Vilborg Þórólfsdóttir, f. 4.3. 1932, d. 24.8. 1984. Maður hennar var Stefán Egill Jónsson, f. 10.10. 1927. Þau eiga 8 börn, 19 barnabörn og 9 barna- barnabörn. 4) Ragnheiður Þórólfs- dóttir, f. 24.4. 1936. Maður hennar er Guðni Þór Magnússon, f. 7.11. 1936, þau eiga 6 börn, 19 barnabörn og 4 barnabarnabörn. 5) Gunnar Þórólfsson, f. 13.3. 1938. Kona hans er Þorgerður Kjartansdóttir og eiga þau 4 börn, 15 barnabörn og 1 barnabarnabarn. Hrafnhildur giftist þann 10.2. 1972 Hermanni Sigurðs- syni, f. 28.11. 1933, frá Ingjalds- stöðum í Reykjadal. Foreldrar hans voru Kristín Elín Gísladóttir, f. 1.6. 1908, d. 28.3. 1975 og Sigurður Har- aldsson, f. 29.5. 1899, d. 15.12. 1980. Hrafnhildur og Hermann ættleiddu Olgu Hermannsdóttur innheimtufull- trúa sem fædd er 4.1. 1973. Hún er dóttir Oktavíu Halldóru Ólafsdóttur leikskólaliða, f. 4.10. 1954 og Birgis Bernódussonar sjómanns, f. 4.4. 1946, d. 1.3. 1979. Maður Olgu er Friðrik Brynjarsson lögreglumaður, f. 13.4. 1973. Dætur þeirra eru: 1) Birgitta Ósk, f. 25.2. 2004, d. 25.2. 2004. 2) Thelma Líf, f. 8.6.2005. 3) Alexía Líf, f. 23.5. 2009. Fyrir átti Olga soninn Sæþór Örn, f. 25.7. 1993 með Þórði Guðna Hreinssyni, f. 26.9. 1965. Hrafnhildur átti fyrir soninn Gunnþór Hákonarson, verkstjóra hjá Akureyrarbæ, f. 31.5. 1956. Faðir hans er Hákon Magnús Magnússon, f. 11.9. 1933 d. 25.12. 1999. Kona Gunnþórs er Margrét Arngrímsdóttir, starfsmaður Íslandspósts, f. 26.10. 1953. Dóttir þeirra er Hrafnhildur starfsmaður íslandspósts f. 27.6. 1982. Hrafnhildur á einn son, Berg- svein Mána Sigurðsson, f. 23.4. 2000, með Sigurði Jóhannssyni, f. 21.11. 1982. Hrafnhildur vann mest við matseld fyrstu árin og þá mest á Silungapolli, Menntaskólanum á Akureyri og nokkur ár á Laugum í Þingeyjarsýslu og í Barnaskólanum í Bárðardal. 1974 fluttu þau hjónin til Húsavíkur og fór hún þá að vinna á leikskól- anum þar og vann þar út sinn starfs- aldur. Útförin fór fram þann 7.8. 2009. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Hrafnhildur Vera Rodgers ✝ Hrafnhildur VeraRodgers var fædd í Reykjavík 16. apríl 1944. Hún lést á hjúkrunarheimilinu í Holtsbúð í Garðabæ þann 8. september 2009. Foreldrar hennar voru Kristín Ermen- reksdóttir, afgreiðsludama í Reykjavík, f. 19.1. 1919 og James Michael Rodgers, ofursti í flugher Bandaríkjanna, f. 18.11. 1907, d. 22.12. 1973. Systkini Hrafnhild- ar eru Ingunn Einarsdóttir húsmóðir, f. 10.5. 1952, býr í Kaupmannahöfn og Michael Anthony Rodgers, Bandaríkj- unum. Þann 4.6. 1965 giftist Hrafnhild- ur Arnóri Sveinssyni bifvélavirkja, f. 1.11. 1943. Foreldrar hans voru Sveinn V. Ólafsson hljóðfæraleikari, f. 6.11. 1913, d. 6.9. 1987 og Hanna Sigur- björnsdóttir, f. 4.6. 1915, d. 9.11. 2007. Börn Hrafnhildar og Arnórs eru: 1) Kristín Björk, f. 1964, maki Sveinbjörn Hrafnsson. Þau skildu. Börn þeirra eru Arnór Finnur, f. 1994 og Hrafndís, f. 1996. 2) Sveinn Ólafur, f. 1967, maki Sandra Berg Cepero, börn þeirra eru Númi, f. 1997 og Tara, f. 2002. 3) Hanna María, f. 1969, maki Jón Örn Kristinsson, börn þeirra eru Kristlaug Vera, f. 1996, Markús Hávarr, f. 1998 og Bessi Thor, f. 2005. 4) Ingunn Ásta, f. 1974, dóttir hennar er Hrafnhildur Vera, f. 1996. 5) Arnar Arnórsson, f. 1979. 6) Pétur Arnórsson, f. 1979, sambýliskona hans er Ingibjörg Ylfa Ólafsdóttir. Hrafnhildur gekk í barnaskóla Mið- bæjarins og fór þaðan í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar. Fyrstu árin sín bjó hún að Laugavegi 42, en flutti síðan í Garðastræti 15 (Unuhús) með móður sinni og ömmu. Hún vann við ýmis störf svo sem að- hlynningu á sjúkrahúsi, afgreiðslu í bókabúð og Sundlaug Breiðholts sam- fara húsmóðurstörfunum sem voru drjúg á stóru heimili en þau hjón bjuggu lengst af í Breiðholti. Útför Hrafnhildar fór fram í kyrrþey þann 17. september síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Ingibjörg Elín Aðal- steinsdóttir ✝ Ingibjörg Elín Að-alsteinsdóttir var fædd 19. apríl 1927. Hún lést 10. sept- ember 2009 á Dval- ar- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Útför Ingibjargar Elínar fór fram frá Neskirkju 17. sept. sl. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.