Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 42

Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 42
42 Krossgáta MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 LÁRÉTT 1. Það í ljóranum sem er ekki gaman að fá. (12) 5. Brutuð tánögl einhvern veginn á arkarbroti. (12) 7. Fiskur sænsks óperusöngvara. (5) 9. Óvær fær angur fyrir óp (8) 10. Skál í Norður-Ameríku er strik. (7) 13. Kartöflumús í kynnum við tónlist? (5) 15. Vindur herbergja er mikil viðskipti. (7) 18. Verðlagt náði að verða auðvelt. (12) 20. Með aura reynir að sjá dýr. (6) 21. Óður til turna hjá börnum. (6) 22. Náðir í veikir. (6) 25. Vísan fyrir einn. (6) 26. Vera í ruglingi án gleði. (6) 27. Blaðaútgáfan undir farginu. (7) 29. Barstu einhvern veginn áhald. (6) 30. Vél sem á að botna í loftstraumum. (9) 31. Ristlar ljúka þar við haf. (10) LÓÐRÉTT 1. Elín gat uppgötvað límkennt efni. (7) 2. Maður sem fær lögaura. (4) 3. Karamellur sem færa dugnað. (6) 4. Sjóliði virti blóm. (6) 5. Fljót neytir ekki matar með þeim sem eru ekki lausar. (7) 6. Maður sem verndar suðurafrískan gjaldmiðil. (7) 8. Þvæla um endaðan apríl í tvöfaldri gráðu. (5) 11. Borðaði varla hálft akarn í megrun. (4) 12. Krókur fyrir mikla er með aðföngin í byssurnar. (9) 13. Man fram og til baka viðsnúna tó á skemmtun. (8) 14. Bókarbrot innheldur bæði víl og óp. (6) 16. Gengur saman fyrir fugla núna. (3,7) 17. Frjáls og ekki gömul í lauslæti. (7) 19. Málmmaður er fyrir verksmiðjur. (5) 22. Sniðmát býr til miðlunarvatn. (8) 23. Glámur dettur úr lestrarútgáfum vegna hollustu. (8) 24. Það er sagt að mynd verði að mistökum. (6) 28. Ekki með neinum hjá manni. (5) VERÐLAUN eru veitt fyrir rétta lausn kross- gátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 20. september rennur út næsta föstudag. Nafn vinningshaf- ans birtist sunnudaginn 27. september. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 13. september sl. er Regína Vigfúsdóttir. Hún hlýtur í verð- laun bókina Ljósaskipti eftir Stephenie Meyer. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Nafn Heimilsfang Póstfang Guðrún Kolbrún „Kolla“ Jónsdóttir er áttræð í dag, sunnu- daginn 20. september. Hún er ekkja Sigurð- ar Árnasonar sem kenndur var við Teppi en hann lést fyrir ára- tug. Þau höfðu búið í Mazatlan í Mexíkó í tvo áratugi. Eftir lát Sigurðar sneri Kolla heim á ný eftir dvöl- ina í Mexíkó þar sem hún rak hótel með eiginmanni sínum, Marcos Suites. Kolla er fædd í Vestmannaeyj- um, af hinni kunnu Grafarætt, dóttir Jóns Bjarnasonar frá Ár- múla í Ísafjarðardjúpi og Árnýjar Friðriksdóttur í Gröf, systur Ben- ónýs „Binna í Gröf“ sem var lands- Guðrún Kolbrún Jónsdóttir fræg aflakló. For- eldrar Kollu ráku gistiheimili í Eyjum. Eftir skilnað for- eldra sinna fór Kolla í fóstur að Syðri- Hömrum í Ása- hreppi í Rangár- vallasýslu hjá Sig- urði Sigurðssyni og dóttur hans Elínu Sigurðardóttur. Eftir fermingu lá leiðin til Reykjavík- ur. Kolla bjó hjá Ragnhildi systur sinni um tíma og Árnýju móður sinni og sambýlismanni hennar, Árna Sigfússyni bakarameistara. Þá dvaldi hún ár í Danmörku þar sem hún kenndi íslensku börnum Högna Björnssonar læknis og Huldu konu hans. Þá starfaði hún á Ritsímanum og í skóverslun Björns Ófeigssonar. Árið 1950 gengu Kolla og Sigurður í hjóna- band en hann var þá að ljúka námi við Vélstjóraskóla Íslands. Sigurður stundaði farmennsku en kom í land eftir að hafa keypt ný- móðins upphitað matarborð í Am- eríku og setti upp matstofu í Hafnarstræti sem hann rak í fimm ár. Sigurður var fæddur á Akranesi 1924, sonur Árna B. Sig- urðssonar háskera og Þóru Ein- arsdóttur Möller. Börn þeirra Sigurðar og Kollu eru: Árni Benóný, fæddur 1950, Sigurður Þór, fæddur 1952, Þóra Kolbrún, f. 1954, Rut, f. 1960 og 1972 fæddust tvíburarnir Snorri sem lést 1973 og Sturla. Siggi í Teppi var þjóðkunnur athafna- maður, festi kaup á teppaverslun og setti síðar upp teppagerð inn við Súðarvog af miklum stórhug. Með EFTA-aðild 1971 breyttust skilyrði íslensks iðnaðar svo senn voru dagar innlendrar teppagerð- ar taldir. Árið 1979 héldu þau hjón til Mazatlan á vesturströnd Mexíkó, ráku hótel við ströndina þar til Sigurður féll frá í maí 1999. Ég átti því láni að fagna að kynnast Kollu þegar ég var ung- lingur í félagskap með frænda mínum, Árna Benóný. Við gengum í Réttarholtsskóla og ég var all- tíður gestur á heimili þeirra við Suðurgötu. Kolla stýrði stóru heimili af miklum myndarskap, hjartahlý, brosmild og sýndi ung- lingnum ávallt mikla vinsemd. Svo vel leið unglingnum á Suðurgöt- unni að jafnvel dúndrandi músíkin í Glaumbæ náði á stundum ekki að toga hann í glauminn hinum megin við Tjörnina. Siggi í Teppi var höfðingi af gamla skólanum. Við vinir Árna fundum sterka nærveru þjóðsagnapersónunnar Sigga í Teppi þó við sæjum hann ekki oft. Árni hefur dvalið langdvölum í út- löndum þar sem hann á velgengi að fagna, fastur fyrir með ríka réttlætiskennd og stundar við- skipti á sinn hljóðláta hátt fjarri skarkala fjölmiðla. Ég sendi Kollu bestu kveðjur með þakklæti fyrir allt gamalt og gott. Hallur Hallsson. AFMÆLI Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.