Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 46
46 Menning
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
Íslendingum hefur oft verið álasað fyrir að vera lítil kvikmyndaþjóð, þó að vissulega hafi komið hér út myndir sem ná upp í hinn svo-
kallaða heimsklassa. Í gamanmyndageiranum höfum við átt brokkgengar myndir sannarlega; en sumar þeirra ná að fanga á glæst-
an hátt einhvern séríslenskan anda sem er algerlega óskiljanlegur útlendingum en fullkomlega eðlilegur mörlandanum. Hæstu
hæðum í þeim efnum var náð með kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu, nokkuð sem flestir geta sammælst um, en þær eru
fleiri smíðarnar sem sigla svipaðan sjó. Morgunblaðið gerði úttekt á málinu með tilstuðlan gengisvísitölunnar, nema hvað.
Leikstjóri Íslenska draumsins, Róbert I. Douglas,hafði sigrað fjórum sinnum í samkeppni stuttmynda
áður en hann tók til við að gera sína fyrstu mynd í fullri
lengd. Ekki var svo bara að hann væri að gera sína fyrstu
kvikmynd heldur var aðalleikarinn að leika í sinni fyrstu
kvikmynd, en leiklist var
honum áhugamál með-
fram námi í Tækniskóla-
num. Róbert hefur gert
tvær myndir síðar sem
báðar hafa fengið fína
dóma; Maður eins og
ég var frumsýnd 2002 og
Strákarnir okkar 2005.
Í slagnum um titilinn „Gaman-leikari Íslands“ er Eggert
Þorleifsson með örugga
forystu að öðrum ólöstuðum.
Hann sló í gegn sem Dúddi í
Með allt á hreinu og sem Þór
Magnússon í Nýju lífi. Hann
hefur síðan komið fram í fjölda
gamanmynda: Dalalífi, Löggu-
líf, Stellu í orlofi, Sódómu
Reykjavík, Stuttum Frakka, Stellu í framboði og Í takt við tímann, aukin-
heldur sem hann hefur oft leikið í áramótaskaupinu og er þekktur fyrir sviðsleik
sinn. Eggert hefur líka leikið alvarlegri hlutverk, til að mynda í Skammdegi,
Skyttunum og Foxtrot svo dæmi séu tekin.
Sagan segir að fyrir sex árum hafi Sjón verið staddur á plussklæddum hótelbarí ítölskum smábæ þegar hugmyndin að Reykjavík Whale Watching Massacre
kviknaði. Hann var þar staddur með félaga sínum Torsten Metalstein Hvas og sem
þeir virtu fyrir sér fiskabúrið á hótelinu þar sem allir fiskar höfðu greinilega drepist
fyrir löngu fóru þeir að velta því fyrir sér hvernig skreytingarnar á barnum litu út eins
og mannabein og hvort ekki væri
hætta á því að óstýrilátir gestir
enduðu í pottunum inni í eldhúsi.
Þegar annar þeirra nefndi gæða-
myndina Texas Chainsaw
Massacre var neistinn kominn og
af því varð nafnið „Reykjavík Whale
Watching Massacre“ til sem síðan
gat af sér bíómynd.
Tónlist spilar mikla rullu í gaman-myndum og oft meiri í þeim en
öðrum myndum. Besta dæmið um það
er náttúrlega frammistaða Stuðmanna
í Með allt á hreinu, en einnig má nefna
Ham í Sódómu Reykjavík, sem reyndar
kemur ekki beinlínis fram í myndinni,
Tappa tíkarrass í Nýju lífi, og nú síðast
Doctor Spock sem setur heldur en
ekki svip á Reykjavik Whale Watching
Massacre. Plötur með kvikmyndatónlist
hafa líka selst bráðvel sumar, en engin
eins vel og Með allt á hreinu sem selst
hefur í ríflega 35.000 eintökum.
Gargandi snilld
Sprenghlægileg
Hlægileg
Brosleg
Geisp
Níundi áratugurinn var óvenju gjöfullá gamanmyndir og þá voru
frumsýndar nokkrar helstu gamanmyndir
kvikmyndasögunnar (og líka nokkrar
þær verstu): Með allt á hreinu 1982,
Nýtt líf 1983, Dalalíf 1984, Hvítir
mávar og Löggulíf 1985 og Stella í
orlofi 1986. Aðsókn að myndunum var
líka með mesta móti framan af, en svo
dró úr aðsókninni og í kjölfarið fylgdu
nokkur mögur ár. Næsta gamanmynd
sem eitthvað kvað að kom svo ekki
fyrr en 1992 þegar Sódóma Reykja-
vík var frumsýnd.
2
6
Engin mynd hefur slegiðeins rækilega í gegn
á Íslandi og Með allt á
hreinu, þó ekki séu menn
á eitt sáttir um það hver sé
fjölsóttasta kvikmynd
Íslandssögunnar (það fer
víst eftir því hvaða kvarði er valinn). Samkvæmt upplýsingum
frá Friðberti Pálssyni sem stýrði Háskólabíói og dreifikerfi
þess á sínum tíma sáu 120.000 manns myndina í Háskólabíói
og á þeim stöðum sem myndinni var dreift víða um land á fyrsta
sýningarári hennar. Síðan hefur myndin oft verið sýnd og áætlað
að a.m.k. 15.000 manns til viðbótar hafi séð hana, en einnig
má minna á að myndin verður sýnd í Drive-in bíói RIFF.
1
4 5
1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
3
Gengisvísitala gamanmynda
1
1982 Með allt á hreinu var ekki fyrsta
gamanmyndin, en því má halda fram
að hún hafi verið fyrsta myndin til að slá
rækilega í gegn, enda er hún með mest
sóttu myndum íslenskrar kvikmynda-
sögu. Í kjölfar mynd-arinnar urðu
Stuðmenn Hljómsveit Íslands og hafa
haldið þeim sessi að mestu síðan, þrátt
fyrir afleitar framhaldsmyndir.
1983 Þráinn Bertelsson gat sér gott orð fyrir kvikmyndina um Jón Odd og Jón
Bjarna sem frumsýnd var á annan í jólum 1981. Hann sló svo rækilega í gegn með
sinni næstu mynd, Nýju lífi, sem segir frá óförum þeirra Danna (Karl Ágúst Úlfsson)
og Þórs (Eggert Þorleifsson) sem ákveða að hefja nýtt líf í Eyjum. Myndin er meðal
annars fræg fyrir frammistöðu Bjarkar Guðmundsdóttur og Tappa tíkarrass.
1984 Í ljósi vinsælda Nýs lífs
kemur varla á óvart að gert var
framhald með æringjunum Danna
og Þór, Dalalíf, en það stóð fyrri
myndinni talsvert að baki.
1985 Hvítir mávar var
misheppnuð mynd og óskiljan-
leg þó margir þeir sömu kæmu
að henni og meistarastykkinu
Með allt á hreinu.
1985 Danni og Þór gengu
aftur í Löggulífi, en hefðu
betur látið það ógert.
1986 Umfjöllunarefni Stellu
í orlofi er ekki gamanefni, að
maður hefði haldið: Alkóhólismi,
geðstirðar karlrembur,
Lionsmenn og laxeldi, en þær
Þórhildur Þorleifsdóttir og
Guðný Halldórsdóttir bregða
spéspeglinum á loft og leyfa
Íslendingum að horfast í augu
við sjálfa sig um stund.
2
3
1992 Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson,
sagan af Axel og fjarstýringunni, er íslensk klassík,
ein fyndnasta mynd íslenskrar kvikmyndasögu. Leikur
í myndinni er framúrskarandi, útlitið vel heppnað og
handritið nánast skothelt. Sérstaklega standa þeir sig
vel Eggert Þorleifsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson
og Helgi Björnsson. Óskar Jónasson átti góðan sprett
með gamanmyndinni stuttu SSL25, en brilleraði með
Sódómu Reykjavík.
1995 Þráinn Bertelsson hélt sig
við lífið í bíómyndinni Einkalíf, en
að þessu sinni voru þeir Danni
og Þór víðs fjarri, en þess í stað
glímt við íslenskan samtíma;
kynslóðabilið, skilnaði, unglinga-
vandamál og ámóta.
1997 Perlur og svín
var bráðvel heppnuð
mynd og sannaði að
Óskar Jónasson kunni
öðrum fremur að gæla
við hláturtaugarnar.
2000 Róbert I. Douglas dró Íslendinga
sundur og saman í háði í myndinni Íslenski
draumurinn; ekki síst draum veiðimannsins
um að lenda í mokfiskiríi; að verða ríkur
nánast af engu. Þórhallur Sverrisson á
stórleik sem draumóramaðurinn Tóti og
Jón Gnarr setur punktinn yfir i-ið með
þurrkuntulegri túlkun.
2004 Í Í takt við tímann átti að
rifja upp gamalt stuð úr Með allt á
hreinu, en aldrei fannst takturinn.
5
4
2007 Astrópía er óvenjuleg mynd
á íslenskan mælikvarða; rómantísk
gamanmynd með ævintýraívafi:
Glamúrgella vaknar upp við það
að líf hennar var byggt á lygi þegar
kærasti hennar er settur í steininn.
Myndin fékk gríðargóða aðsókn
og fína dóma, en sérstaklega þótti
mönnum Ragnhildur Steinunn
Jónsdóttir standa sig vel í aðal-
hlutverkinu.
2009 Helst hefur verið fjallað um Reykjavik
Whale Watching Massacre sem hryllings-
mynd eða jafnvel „Splatter“-mynd, en það
dylst ekki þeim sem á myndina horfa að hún
er hreinræktuð gamanmynd, þó í henni
sé ógn og skelfing í bland og mikið af blóði.
Sjá til að mynda sperðlaveisluna, súrrealíska
tengingu fjölskyldunnar illu við „Ægi
Tryggvason“ og háhyrninginn í restina. Svo
getur mynd með Gunnari Hansen ekki klikkað.
6
íslenskra