Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 56
Morgunblaðið/Þorkell
Við stjórnvölinn Atvinnuhorfur flugmanna eru mun bjartari en áður var.
ICELANDAIR hefur í þessum mán-
uði dregið til baka uppsagnir alls
24 flugmanna félagsins vegna auk-
inna verkefna í vetur. Jafnframt
munu níu flugstjórar, sem stóð til
að flyttust í sæti flugmanns, halda
stöðum sínum.
„Það er sem kunnugt er mikil
árstíðasveifla í flug- og ferða-
starfseminni, og mun fleiri störf í
boði yfir háannatímann á sumrin en
í lágönn vetrarins. Þess vegna er
jafnan ráðinn inn hópur flugmanna
að vori og sagt upp að hausti,“ seg-
ir Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi félagsins. Guðjón segir
að nú bregði svo við að fyrir-
sjáanleg séu aukin verkefni í flug-
rekstri Icelandair í vetur og því
þörf fyrir starfskrafta flugmanna
mun meiri en áður var áætlað.
„Bókanir í áætlunarflugi í haust
eru betri en á horfðist og samið hef-
ur verið um aukið fraktflug og
leiguflug á vegum Icelandair,“ seg-
ir hann.
Rúmlega 200 flugmenn verða
starfandi hjá Icelandair í vetur en
voru um 240 þegar mest var á þessu
sumri. sisi@mbl.is
Uppsagnir 24 flugmanna dregnar til baka
SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 263. DAGUR ÁRSINS 2009
Heitast 13 °C | Kaldast 8 °C
Gengur í suðaustan
10-18 með rigningu í
dag, fyrst SV- lands.
Hiti 8 til 13 stig. » 10
Áfangastjóri óskast
Nemar í flugvirkjun
Starf lögfræðings hjá Persónuvernd
Umsjónarmaður á Bessastöðum
ATVINNA»
TÓNLIST»
Rammstein gengur of
langt, enn og aftur. »47
Viðtal við leikstjóra
Francescu, myndar
sem hefur verið lög-
sótt af niðja Mussol-
inis, auk tveggja
dóma. »48, 49
KVIKMYNDIR»
Opna um
RIFF
FRÆGÐIN»
Amy Winehouse er dott-
in í það, enn og aftur. »51
TÓNLIST»
Veldi Jay-Z er með
ólíkindum. »50, 51
Fyrstu dómar um
framhaldsmynd
hinnar geysivinsælu
Karlar sem hata
konur, eru fremur
neikvæðir. »55
Er Larsson
að klikka?
KVIKMYNDIR»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Ólafur Ragnar í viðtali
2. „Erum tæknilega gjaldþrota“
3. Skatturinn er enn ógreiddur
4. Nakinn og til vandræða
Morgunblaðið/Pétur Blöndal
Framkvæmdir Ætlunin er að koma bænhúsinu í Furufirði í upprunalegt horf. Prestarnir eru viljugir að koma.
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
LAGT er upp með að ljúka að mestu
viðgerð á bænhúsinu í Furufirði
næsta sumar, en Guðmundur Ketill
Guðfinnsson hefur unnið að því í
nokkur ár. „Í sumar löguðum við
vesturgaflinn á bænhúsinu, eina
gaflinn sem átti eftir að laga, gerð-
um við máttarviðina sem voru
skemmdir og settum gamla báru-
járnið á aftur,“ segir hann.
„Efnið sem við notum inn í kirkj-
una kom hinsvegar hálfum mánuði
seinna frá Noregi en áætlað var og
þegar átti að flytja það frá Norður-
firði var vitlaust veður, þannig að
flutningurinn tafðist enn frekar. En
nú er timbrið komið undir þak í
Reykjarfirði og verður geymt þar í
vetur.“
Ætlunin er að koma bænhúsinu í
upprunalegt horf, en langafi Ketils,
Benedikt Hermannsson, sá um smíði
hússins á sínum tíma. „Ég byrjaði á
verkinu fyrir aldamót,“ segir Ketill.
„Ég hef fengið smástyrki frá húsa-
friðunarnefnd, timbur úr rekanum í
Reykjarfirði og Furufirði, og áheit
sóknarnefndar Furufjarðar.
En mér rennur líka blóðið til
skyldunnar. Langafi byrjaði að reisa
bænhúsið árið 1897 og lauk við það
árið 1899, en skilyrði fyrir fjár-
framlagi var að verkinu lyki fyrir
aldamót. Það var hinsvegar ekki vígt
fyrr en árið 1902, því það samdist
ekki við prestinn, sem vildi fá borgað
fyrir að messa.“
Hann segir að Benedikt hafi fæðst
árið 1845 og dáið árið 1918 í
spænsku veikinni. „Hann er jarð-
aður þarna og langamma líka. Hún
var miklu yngri kerlingin, þetta var
hagstæður stuðull að því leyti, og
ýmsir nú á tíðum hefðu kosið að hafa
þetta svona. Hún hét Ketilríður Jó-
hannesdóttir, fædd 1868 og dó árið
1948.“
– Þannig að þú hefur félagsskap?
„Já, elskan mín, mér líkar prýði-
lega að vera þarna með þessum
dauðu. Þeir hafa ekkert ásótt mig.“
– Er kirkjan tilbúin að utan?
„Nei, nei, það vantar nýtt báru-
járn á gaflinn sem við gerðum við í
sumar og svo þarf að setja gluggana
í suðurhliðina og vesturgaflinn. Ég
tók þá úr og geri við þá heima í
Reykjarfirði.“
– Hvenær reiknarðu með að klára
verkið?
„Við förum mjög langt með þetta
næsta sumar, setjum gluggana í og
panelinn, og málum að minnsta kosti
eina umferð. Ég held að það eigi al-
veg að hafast.“
– Svo þarf að flytja inn prestinn?
„Já, þeir eru ótrúlega viljugir að
koma.“
– Það er af sem áður var?
„Já, þeim finnst nú sport í þessu
núna að koma og messa. Og svo má
geta þess að ein af systrunum í
Furufirði er að læra til prests.“
Gerir við bænhúsið sem
langafi hans smíðaði
G. Katli Guðfinns-
syni rennur blóðið
til skyldunnar
Hornstrandir | 22
Skoðanir
fólksins
’Nú liggur hins vegar ljóst fyrir aðstarfsemi spítalans í núverandimynd verður ekki söm. Ögmundur not-ar aðra leið til að hætta starfsemi St.Jósefsspítala með því að loka á fjár-
mögnun læknisverka. » 32
SIGURJÓN VILBERGSSON
’Þessari hugmynd – að reka opnaveitu fjarskipta í eigu almennings– hefur verið vel tekið eins og sýnir sigí sífellt stækkandi hópi viðskiptavinaGagnaveitu Reykjavíkur. Með tilkomu
hennar skapaðist upphaflega valkostur
fyrir fyrirtæki við gagnaflutninga og
síðar einnig fyrir heimili. » 32
GUÐLAUGUR G. SVERRISSON
’Fyrrum nýlenduherrar okkar,Norðmenn og Danir, hlakka yfiróförum okkar og leggja ekkert sér-staklega mikið á sig til að teygja framfrændþjóðaarminn og veita okkur
stuðning. Kannski vænta þeir þess að
við leitum enn og aftur á náðir þeirra
líkt og við gerðum á Sturlungaöld. » 32
GUÐRÚN BERGMAN
’Lýðskrum þrífst þar sem lýðræðier vanrækt. Hættan stafar því afíslensku stjórnmálakerfi. Ekki þjóðinni.Ekki fólkinu sem byggir landið og ámest undir því að stjórnað sé af viti. Al-
menningur á Íslandi getur vel áttað sig
á hvað honum sjálfum er fyrir bestu.
» 34
HJÖRTUR HJARTARSON
’Um áratuga skeið valdi þjóðinSjálfstæðisflokkinn sem leiðandiafl í íslenskum stjórnmálum. Kosningareftir kosningar kaus tæpur meirihlutiþjóðarinnar hann. Nú verður þjóðin að
borga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. » 34
JÓN HJARTARSON
’Uppeldi er mikilvægt. – Eitthvaðhefur skort í uppeldi oflátungannasem skömmtuðu sér milljón á dag ogtöldu sig vera að afla auðs sem reynd-ist skuldasöfnun þegar til átti að taka.
Þeir sáust ekki fyrir, trufluðust af gervi-
gróða, eyddu fúlgum fjár og komust
upp með það. » 35
SÓLVEIG ALDA PÉTURSDÓTTIR
’Hálendi Íslands heillar alla menn,bæði innlenda og erlenda.Nú er því orðin mikil og vaxandi umferðvíða um hálendið þó að þar séu veg-leysur, en ég minni á, að allur ut-
anvegaakstur er bannaður. » 35
ÓLAFUR RUNÓLFSSON