Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 6. S E P T E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 261. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF ÞAR FÆST ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR «ÞRJÁTÍU ÁR FRÁ ÞÉR OG MÉR Gömlu diskósmell- irnir hljóma að nýju Ljósmyndarinn André Kertész var Ungverji, París var ást hans en New York örlögin. Fjallað er um feril Kertészar en í dag verður sýn- ing á verkum hans opnuð. LESBÓK Meistaraverk frá Frakklandi Boltinn fór óðar að rúlla með ógn- arhraða og hátíðin vatt upp á sig – og er það líklega til vitnis um þá innspýtingu sem listalífið hefur verið að fá vegna „ástandsins“. Mikið rokk í Rétt- unum þessa daga „Kreppan róar og dregur úr hrað- anum í öllu ferlinu,“ segir Iwan Wirth, einn kunnasti galleristi sam- tímans. Hann talar um Dieter Roth, listamennina sína – og laxveiði. Pressan á lista- menn er minni BANDARÍSKA eignastýringafyrir- tækið Columbia Wanger Asset Man- agement hefur keypt 5,2 prósent hlut í Marel Food System. Bréfin eru seld á genginu 59 sem var mark- aðsgengið á fimmtudaginn. Það jafn- gildir að Columbia greiði 1,9 millj- arða króna fyrir hlutinn. Árni Oddur Þórðarson, stjórnar- formaður Marel, er ánægður með aðkomu Columbia. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að í byrjun 2006 hafi engir alþjóðlegir fjárfestar átt hlut í Marel. Nú eigi þeir 16%. Marel gefur út nýja hluti og selur eigin bréf til að selja Columbia og fjárfestingarfélag Landsbankans selur einnig af hlut sínum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa stjórnendur banda- ríska fyrirtækisins ekki áhyggjur af því að festast með fjárfestinguna sína hér vegna gjaldeyrishafta. Sag- an sýni að þeir fjárfesti til fjögurra til fimm ára í senn að meðaltali. Haft er eftir Árna Oddi í tilkynn- ingu að framundan sé tímabil frekari uppskeru. bjorgvin@mbl.is Fjárfestu fyrir tvo milljarða í Marel Eftir Skúla Á. Sigurðsson og Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur MIKLAR skemmdir urðu í bruna á hinu sögu- fræga húsi Höfða í Borgartúni í gær, en ómet- anlegum gersemum tókst að bjarga. Eldur kviknaði á millilofti sem skilur á milli rishæðar og háalofts hússins og varð af því mik- ill eldsvoði. Eldurinn er talinn hafa átt upptök sín norðvestanmegin í þakinu en þar eru bruna- skemmdirnar mestar enda skíðlogaði það horn um tíma. Húsið hefur verið opið gestum að und- anförnu í tilefni hundrað ára afmælis þess en enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp. Samkvæmt heimildum blaðsins kviknaði í út frá rafmagni en það fékkst hvorki staðfest hjá lögreglu né slökkviliði. Mikill fjöldi vegfarenda tilkynnti Neyðarlínu um að reyk legði frá hús- inu og í kjölfarið var allt tiltækt slökkvilið kallað til og slökkviliðsmenn á frívakt boðaðir til starfa. Á sama tíma og slökkviliðsmenn börðust við eldinn voru allir innanstokksmunir, húsgögn, borðbúnaður, ljósakrónur, málverk og aðrir listmunir bornir út og ferjaðir í öruggt skjól með sendibílum. „Borgarstjórinn, forseti borg- arstjórnar og kjörnir fulltrúar ásamt starfs- mönnum borgarinnar unnu ötullega með lög- reglunni og slökkviliðsmönnum að því að koma þessum verðmætum út. Það lögðust allir á eitt,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Þarna björguðust ómetanlegar gersemar,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Öllum málverkunum, á þriðja tug, var komið í skjól á Kjarvalsstöðum og að sögn Hafþórs skemmdist ekkert þeirra af völdum elds, reyks eða vatns. Eitt skemmdist nokkuð vegna flutninganna en auðvelt verður að lag- færa það. „Það er alveg ljóst að það þarf að fara í ein- hverjar viðgerðir á húsinu meðal annars vegna vatns- og reykskemmda,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Að hennar sögn er ekki vitað að svo stöddu hversu viðamiklar end- urbætur þarf að gera á húsinu. Betur fór en á horfðist þegar mikill eldur kom upp í Höfða við Borgartún í gærkvöld Morgunblaðið/Júlíus Samhent Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Svanhildur Konráðsdóttir lögðu hönd á plóg við að bjarga verðmætum úr Höfða í gær. Vinnubrögð slökkviliðs og lögreglu voru fumlaus og snör. Gersemum bjargað úr Höfða  Menningarhlutverkið | 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.