Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 Í DAG, laug- ardag, heldur Samfylkingin flokksstjórn- arfund í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ undir yfirskriftinni „Sókn til betra samfélags“. Fundurinn hefst kl. 13.00 með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar. Síðan flytja ræðu þau Árni Páll Árnason félags- og tryggingaráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Samfylkingin með flokksstjórnarfund Jóhanna Sigurðardóttir HAGSMUNASAMTÖK heimilanna segja að tillögur ASÍ um skulda- vanda heimilanna séu smá- skammtalækningar sem taki ekki á þeim forsendubresti sem hefur stökkbreytt skuldastöðu heim- ilanna. Tillögurnar hafi því engin áhrif á boðað greiðsluverkfall sem hefst hinn 1. október nk. Tillögur ASÍ duga ekki ÁRLEG velta í kjötiðnaði á Íslandi er um 20-25 milljarðar króna. Talið er að þar af tapist a.m.k. 5% eða 1.000-1.250 milljarðar vegna rýrn- unar sem verður áður en varan kemst í hendur neytenda. Hægt að spara háar fjárhæðir ef tekst að koma í veg fyrir þessa rýrnun. Þetta kom fram á fundi í gær um niðurstöður verkefnisins „Umbæt- ur í virðiskeðju matvæla“. Fundinn sóttu á sjötta tug starfsmanna úr framleiðslu og dreifingu matvæla. Milljónum sóað NÝ heimasíða, www.beintfrabyli.is, hefur litið dagsins ljós. Á síðunni getur fólk nálgast íslenskar land- búnaðarvörur á auðveldan og skil- virkan hátt. Þar er hægt að leita að vörum eftir landshlutum eða ákveðnum bæ. Að heimasíðunni standa sam- tökin „Beint frá býli, félag heima- vinnsluaðila“, sem er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans. Markmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavöru þar sem ör- yggi og rekjanleiki er í fyrirrúmi og að hvetja til varðveislu hefð- bundinna framleiðsluaðferða. Morgunblaðið/Golli Stunda beina sölu af býli bóndans FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur samþykkt að Byr sparisjóður verði vörsluaðili viðbótarlífeyrissparn- aðar fyrrverandi viðskiptavina SPRON og nb.is. Færist sparnaður- inn sjálfkrafa til Byrs, þeim að kostnaðarlausu, hálfum mánuði eft- ir að þeim berst bréf þess efnis. Færist til Byrs STUTT Traustur valkostur í húsnæðismálum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Peysur, pils og skokkar í úrvali • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is gallabuxur Aðeins 9.900 kr. Snið: Cindy • Str. 36-56 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið í dag kl. 10-14 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið í dag kl. 10-16 Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, Sími: 562 2862 LOKA–SALA 17.-27. september ALLT Á AÐ SELJAST HÆTTIR Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Nýtt kortatímabil Aðeins þessa einu helgi www.lindesign.is/lagersla Úrval rúmfatnaðar í mörgum stærðum og gerðum. Einnig púðar og barnarúmfatnaður ásamt ýmsu öðru með 40–80% afslætti. Vandaður rúmfatnaður frá kr. 3.990 kr. Lagersalan er á Malarhöfða 8, í brekkunni fyrir aftan Ingvar Helgason. Opið laugardag & sunnudag 10–16. LAGERSALA LÍN DESIGN www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Tweed haustfatnaður Holl mjólk hraustir krakkar Á alþjóðlega skólamjólkurdeginum, 30. september, býður Mjólkur- samsalan öllum 50.000 grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skól- unum. Með deginum vill íslenskur mjólkuriðnaður vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna. Mjólk er góð! „VIÐ MEGUM ekki til þess hugsa að fólk verði borið út í stórum stíl,“ segir Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Það voru samtökin sem í febrúar sl. lögðu til við stjórnvöld að nauðungarsölum yrði frestað til 31. október. Að öllu óbreyttu hefjast uppboð á þeim eignum sem meðferð var frestað í byrjun nóvember. Þær voru 855 á öllu landinu í lok síðasta mánaðar. Þórður segir að tillagan hafi verið hugsuð þannig að stjórnvöld fengju tíma til að ná mynd af stöð- unni og gætu útvegað skuldurum úrræði. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir og því þurfi að framlengja frest- inn. Í Morg- unblaðinu í gær var greint frá því að hjá sýslu- manninum í Reykjavík hefði uppboði á 328 eignum verið frest- að og 146 hjá sýslumanninum í Keflavík. Ástandið er litlu betra í umdæmi sýslumannsins í Hafn- arfirði. Þar hefur uppboði á 144 eignum verið frestað og í Kópa- vogi eru eignirnar 85. Á Selfossi hafa hins vegar verið seldar um 200 eignir það sem af er ári og uppboði frestað á 35 eignum. Kemur það til vegna mik- ils fjölda sumarhúsa en ekki var hægt að fara fram á frest vegna þeirra. Hjá öllum sýslumannsemb- ættum sem Morgunblaðið hafði samband við fengust þær upplýs- ingar að fleiri eignir hefðu verið seldar það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra og jafnvel allt árið í fyrra. Engin úrræði fyrir þá sem frestuðu Þórður B. Sigurðsson Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.