Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 44
44 Menning
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
Fólk
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
ÞEKKTASTI diskódúett Íslands, Þú og ég með þeim Helgu
Möller og Jóhanni Helgasyni, fagnar 30 ára starfsafmæli um
þessar mundir. Af því tilefni ætlar sveitin að halda dansleiki
víðsvegar um land ásamt hljómsveitinni Buff og byrjar
gamanið á skemmtistaðnum Players í Kópavogi 2. októ-
ber.
Allir helstu smellirnir, s.s. Í Reykjavíkurborg, Dans
dans dans og Villi og Lúlla, verða spilaðir og þótt eng-
um sögum fari af því hvort gömlu diskógallarnir verði
dregnir fram segir Helga að þau hafi engu gleymt og er
miklu stuði lofað. „Við erum mjög spennt fyrir þessum
tímamótum,“ segir Helga. Upphaflega var ráðgert að
halda tónleika en eftir nánari umhugsun komust hún
og Jóhann að því að slíkt hæfði tónlistinni ekki. „Þetta er tónlist sem fólk
vill hreyfa sig við, ekki tónlist þar sem þú situr á rassinum og hlustar. Þess
vegna ákváðum við að hafa dansleiki, ekki tónleika,“ útskýrir hún.
Helga segir það alltaf koma jafnmikið á óvart hversu margir
þekkja lögin sem voru hvað vinsælust um og upp úr 1980. Dans
dans dans þekkja flestir en Helga segir að lagið Villi og Lúlla
hafi unnið á í gegnum árin. „Það er nostalgía í kringum það lag
og fólk hefur gaman af því. Svo virðist sem mörg lög hafi lifað
með þjóðinni og þau verða öll á prógramminu.“
Uppáhaldslag Helgu sjálfrar er Í Reykjavíkurborg en það er
fyrsta lagið sem hún söng inn á fyrstu plötu sveitarinnar,
Ljúfa líf, sem kom út í október 1979.
„Í raun mætti ég í stúdíó og söng fyrir Gunnar Þórðarson
og var ráðin í dúettinn á staðnum þegar hann heyrði mig
syngja þetta lag og upptakan stóð í þessum prufutíma svo
mér þykir mjög vænt um það lag.“
Dans, dans, dans í Reykjavíkurborg
Fjölmiðlakonan Ellý Ármanns er
ekki við eina fjölina felld, kemur
fram í útvarpsleikritinu Guð blessi
Ísland sem frumflutt verður á Rás 1
á morgun kl. 14. Ellý er sögumaður
í verkinu sem tekur fyrir bús-
áhaldabyltinguna en inn í hana
fléttast leikritin Kardemommubær-
inn og Milljarðamærin snýr aftur.
„Leikendur“ í verkinu eru auk Ellý-
ar þau Gísli S. Einarsson, Geir Jón
Þórisson, Vésteinn Gauti Hauksson,
Lilja Árnadóttir, Bragi Krist-
jónsson, Kjartan Ragnarsson og
Vignir Rafn Valþórsson.
Verkið var búið til úr hljóð-
upptökum við fyrrnefnt fólk og
hljóðum frá búsáhaldabyltingunni,
allt bútað niður og raðað upp eftir
handriti Símons Birgissonar sem
lauk í vor námi í fræðum og fram-
kvæmd við Listaháskóla Íslands.
Sögusviðið er lítill bær á Íslandi.
Þar hefur verið framinn glæpur og
þeir seku ganga enn lausir. Við
kynnumst bæjarbúum sem allir
hafa sínar hugmyndir um glæpinn.
Í Bæjarleikhúsinu er verið að sýna
Kardemommubæinn og leikritið
Milljarðamærin snýr aftur í leik-
stjórn Kjartans Ragnarssonar.
Leikritið verður rauði þráðurinn í
sögu bæjarbúa. Það vantar ekki
hugmyndaflugið hjá Símoni!
Ellý Ármanns og Geir
Jón í útvarpsleikriti
Það gekk víst mikið á, á sér-
stakri sýningu RIFF á kvikmynd-
inni Rocky Horror Picture Show í
fyrrakvöld. Leikstjóri kvikmyndar-
innar Hundstönn var enn að svara
áhorfendum í salnum sem sýna átti
myndina í, þegar komið var að sýn-
ingartíma, og börðu aðdáendur
Rocky Horror æstir á dyr og vildu
komast inn hið snarasta. Þá skelltu
leiklistar- og dansnemar í Lista-
háskólanum sér upp á svið í miðri
mynd, klæddir í viðeigandi bún-
inga, og léku eftir það sem var að
gerast í myndinni. Mun atriðið hafa
verið þaulskipulagt og vel vandað
til búninga. Kannski hluti af list-
náminu?
Börðu æstir á dyr og
dönsuðu uppi á sviði
„ÉG hef verið að elta heilbrigð-
isráðherrann ykkar, Ögmund Jón-
asson, um í tvo daga,“ segir norski
kvikmyndagerðarmaðurinn Hå-
vard Bustnes spurður hvað hann sé
að gera hér á landi. „Við erum að
vinna að heimildarmynd um heilsu
fólks á Vesturlöndum og hækkandi
kostnað í heilbrigðiskerfinu sem er
vandamál alls staðar í Evrópu. Nú
horfum við á Ísland sem er í mjög
sérstakri stöðu vegna efnahags-
hrunsins, hér verður að skera mikið
niður í heilbrigðiskerfinu og við
ræddum mikið við Ögmund um það.
Hann er hræddur um að bilið milli
fátækra og ríkra aukist,“ segir
Bustnes sem stefnir að því að ljúka
við myndina sumarið 2010. „Þetta
er mikilvægt umfjöllunarefni, nor-
ræna velferðarkerfið er einstakt og
það er í hættu. Við þurfum að vinna
í því að halda því eins og það er.“
Bustnes er einn virtasti heim-
ildamyndaleikstjóri Norður-
landanna og er líka staddur hér á
landi vegna kvikmyndahátíð-
arinnar Nordisk Panorama þar sem
hann er dómari í flokki heim-
ildamynda. En mynd hans Big John
vann í þeim flokki á hátíðinni í
fyrra. „Nordisk Panorama hátíðin
er mjög mikilvæg fyrir kvikmynda-
gerð og það mikilvægasta sem ger-
ist á Norðurlöndunum fyrir heim-
ildamyndagerðarmenn. Ég kom
hingað á þessa hátíð í fyrsta skipti
fyrir um tíu árum síðan og það var
mér mjög mikilvægt að hitta aðra í
bransanum,“ segir Bustnes og bæt-
ir við að hann eigi ekki auðvelt
starf fyrir höndum. „Norrænar
heimildarmyndir eru mjög góðar
og því er ekki auðvelt starf að sitja í
dómnefnd en mjög spennandi.“ Håvard Bustnes Sigraði á Nordisk Panorama í fyrra en er nú dómari.
Verðlaunaleikstjóri elti
Ögmund um í tvo daga
Norsarinn Håvard Bustnes er dómari á Nordisk Panorama
Diskódúettinn
Þú og ég.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
UNGLINGSSTELPUR Íslands
hafa fengið sitt eigið tímarit. Nýlega
kom út fyrsta tölublaðið af Júlíu,
nýju unglingatímariti sem Birtingur
gefur út. „Eftir að hafa skoðað
markaðinn fannst okkur vanta tíma-
rit sem væri beint að þessum unga
hópi. Unglingsstelpurnar sækja í
tímarit sem eru ætluð eldri les-
endum og þar eru tískuþættir og
förðunarráð sem eru ekki ætluð
þeim. Við ákváðum því að gefa út
blað sem vonandi sameinar það sem
stelpur sækja í á þessum aldri,“ seg-
ir Halldóra Anna Hagalín, ritstjóri
Júlíu. Halldóra hefur ekki komið að
ritstjórn slíks tímarits áður en hún
hefur verið í markaðsmálunum hjá
Birtingi.
Fegurð, tíska og heilsa
Spurð hvort unglingar sæki sér
ekki samskonar efni á netið segir
Halldóra að það geti verið en það
hafi vantað tímarit miðað að íslensk-
um stelpum, með uppbyggilegu efni.
„Miðað við móttökunar sem fyrsta
tölublaðið hefur fengið erum við að
svara eftirspurn.“
Halldóra segir að Júlía sé blað
fyrir heilbrigða unglinga og fjalli um
það sem er að gerast í heimi þeirra;
fegurð, tísku og heilsu. „Við reynum
að setja efnið þannig fram að það efli
sjálfstraustið og við viljum að stelp-
urnar hugsi fyrir sjálfar sig og
treysti á sig.“
Í sumar óskaði Júlía eftir for-
síðustúlku á blaðið og fékk fjöldann
allan af umsóknum. Fyrsta tölublað-
ið prýðir hin 15 ára Berglind María
Ólafsdóttir. „Við vorum ekki að leita
að fyrirsætum heldur venjulegum ís-
lenskum stelpum sem yrðu góðar
fyrirmyndir. Sex stelpur urðu fyrir
valinu og prýða þær forsíðuna til
skiptis við erlendar stjörnur,“ segir
Halldóra að lokum.
Júlía er sjálfstæð stelpa
Fyrsta tölublaðið af Júlíu, tímariti fyrir heilbrigðar unglingsstelpur, er komið
út Fyrirmyndin að blaðinu kemur frá Svíþjóð Miðað að íslenskum stelpum
Morgunblaðið/Heiddi
Halldóra Anna Hagalín Ritstýran segir blaðið fyrir heilbrigða unglinga.
Fyrirmyndin að Júlíu kemur
frá Svíþjóð að sögn Halldóru.
„Júlía er upprunalega
sænskt blað og er okkar Júlía
afsprengi af því. Blaðið er
þegar gefið út í Svíþjóð, Nor-
egi, Finnlandi og Danmörku
þar sem það heitir reyndar
Olivía. Úr sænska blaðinu
fáum við hluta af efninu eins
og viðtal við erlendar stjörn-
ur. Þannig að efnið í Júlíu er
að hluta til þýtt og að hluta
til framleitt hér heima. Svip-
að útlit er líka á blöðunum.
Við skoðuðum mörg erlend
unglingatímarit og okkur
fannst þetta henta best,“ seg-
ir Halldóra. Hún man ekki til
þess að svipað blað hafi áður
verið á markaði hérlendis.
„Ég man náttúrlega eftir
Æskunni, mér fannst alltaf
skemmtilegast að lesa lífs-
reynslusögurnar og spurt og
svarað. Svo af erlendu blöð-
unum var Bravo voða vinsælt
þegar ég var unglingur.“
Fyrirmyndin
er sænsk
www.juliaogvinir.is