Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 24
24 Daglegt líf ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 Skrýtin vegmerking Hinn nýi vegur fyrir Ósa- botna, sem var lagður fyrir um tveimur árum og tengir Sandgerði og Garð við veginn út á Reykjanes, hefur nú loksins verið merktur af Vegagerðinni. Vegurinn tengist við Stafnesveg sem var lagður um 1930, en nú hefur Vega- gerðin sett upp merki við Hafnarveg sem á stendur „Hvalsnes 11 km“. Ferðamenn sem ætla sér ef til vill til Sandgerðis átta sig ekki oft á hvert þessi vegur liggur þar sem Hvalsnes er almennt ekki merkt á kortum. Það er vonandi að Vegagerðarmenn sjá sóma sinn í því og bæti við merkingu, „Sandgerði 16 km“. Eftir að vegurinn var tekinn í notkun hefur ferðamönnum til Sandgerðis fjölgað og á sjálf- sagt eftir að fjölga enn ef vegurinn verður rétt merktur.    Svona er fótboltinn Meistaraflokkur knatt- spyrnufélagsins Reynis í Sandgerði hefur verið á mikilli siglingu í sumar. Þeir héldu lengi vel toppsætinu í annarri deild og léku til úrslita við nágrannana úr Njarðvík á Sandgerðisvelli 19. september. Grannaslagurinn var hreinn úr- slitaleikur um hvort liðið léki í fyrstu deild að ári. Aðsóknarmet var sett á Sandgerðisvelli á leiknum, sem endaði með jafntefli á síðustu mínútum, og það dugði Njarðvíkingum til að komast í fyrstu deild við mikinn fögnuð stuðn- ingsmanna. Reynismenn voru að sjálfsögðu svekktir, en það gengur bara betur næst.    Ný skólabygging hefur verið tekin í notkun við grunnskóla Sandgerðis. Byggingin, sem er um tvö þúsund fermetrar á tveimur hæðum, teng- ist við eldri byggingar og íþróttamiðstöðina. Fjöldi kennslustofa er í byggingunni ásamt heimilisfræðistofu, stórum fjölnota sal, glæsi- legri starfsmannaðstöðu og skrifstofum. Öll að- staða nemenda, sem eru um 270, og kennara er mjög góð. Skólalóðin var líka lagfærð og er skólasvæðið allt til fyrimyndar.    Vel heppnaðir Sandgerðisdagar voru haldnir nýlega. Dagskráin var fjölbreytt og spannaði nokkra daga þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Skreytingagleði bæjarbúa var með mesta móti og setti mikinn svip á bæjarfélagið. Veðrið var gott, sól og blíða alla dagana.    Minnisvarði um strand togarans Jóns forseta RE 108, sem fórst við Stafnes í febrúar 1928, var afhjúpaður á Sandgerðisdögum. Minnis- varðinn er við Stafnesvita og er mynd af togar- anum skorin í ryðfrítt stál ásamt plötu með texta um slysið. Strand Jóns forseta var á sínum tíma mikið áfall fyrir íslensku þjóðina. Jón forseti var fyrsti togarinn sem var smíðaður fyrir Íslend- inga. Minnisvarðinn samanstendur af einum stórum steini, þar sem mynd skipsins er, og fimmtán minni steinum, sem raðað er umhverf- is stóra steininn. Í þessu slysi fórust 15 menn og 10 björguðust. Það var sonur síðasta manns- ins sem bjargaðist af skipinu í strandinu, Hösk- uldur Frímannsson, sem afhjúpaði minnisvarð- ann. Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, flutti ávarp og sagði frá því þegar afi hans var skipstjóri á Jóni forseta er hann strandaði við Stafnes.    Nýr sóknarprestur séra Sigurður Grétar Sig- urðsson hefur verið valinn til starfa við Útskála- prestakall. Hann kemur til starfa 1. nóvember. Séra Sigurður mun þjóna Útskálakirkju og Hvalsneskirkju ásamt safnaðarheimilinu í Sandgerði. Séra Elínborg Gísladóttir sinnir prestsstörfum þar til séra Sigurður tekur til starfa. SANDGERÐI Reynir Sveinsson fréttaritari Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Togari Minnisvarði um strand togarans Jóns forseta RE-108 sem strandaði við Stafnes. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Það eru þrjátíu og fimm sjálf-boðaliðar sem vinna hér íbúðinni hjá mér, konur áöllum aldri, sumar undir þrítugu en aðrar yfir sjötugt. Það er mjög gefandi að vinna hérna, við mætum mikilli velvild frá sjúkrahús- inu og starfsfólkinu hér. Þetta er mjög þakklátt starf og hver einasti dagur er skemmtilegur, því það er mjög góður andi hér á sjúkrahús- inu,“ segir Sigríður Hanna Krist- insdóttir sem er verslunarstjóri litlu búðarinnar sem er á fyrstu hæðinni á Borgarspítalanum. Verslun þessi er á vegum kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík og allur ágóði af sölunni rennur til sjúkrahúsanna og ýmissar góðgerðarstarfsemi. „Þetta eru því dýrmæt störf sem sjálfboðaliðarnir vinna hér.“ Hvetur karlmenn til að koma Sigríður Hanna segir að sér finn- ist frábært hversu vel gangi að fá konur til að vinna sjálfboðastörf. „Sumar konurnar sem vinna hér í búðinni eru á föstum vöktum hjá mér en aðrar koma kannski einu sinni í mánuði og enn aðrar vilja láta hringja í sig þegar vantar mann- eskju. En vissulega vantar okkur nokkrar konur í viðbót til að manna allar vaktir, bæði hér og í búðinni á Landspítalanum en systir mín er verslunarstjóri þar. En ég tek það fram að karlmenn eru líka velkomnir til starfa hjá okkur,“ segir Sigríður Hanna og bætir við að vissulega hafi sjálfboðaliðum fjölgað þegar at- vinnuleysið skall á. Allt nema karlanærbuxur Í litlu búðinni fæst allt milli him- ins og jarðar, ekki aðeins gott í gogginn og eitthvað til að svala þorsta, heldur einnig gjafavörur, leikföng, sokkar, vettlingar og húf- ur, snyrtivörur, skartgripir og ým- islegt nytsamlegt. „Eitt af því fáa sem ekki fæst hér eru karlmanns- nærbuxur, en ég er með kven- nærbuxur og líka sokkabuxur. Aftur á móti er ég með rakáhöld fyrir karl- menn því oft lendir fólk í því að leggjast óvænt inn á spítala og vant- ar helstu nauðsynjar fyrir daglega umhirðu, tannbursta, krem, sjampó, gleraugu og annað slíkt. Við erum líka með símakort, frímerki, stíla- bækur og blýanta og ótal margt fleira. Starfsfólkið hérna er stór hluti viðskiptavina og margir kaupa jólagjafirnar meira að segja hérna hjá okkur.“ Kort sem innihalda peningagjöf Fyrir rúmu ári impraði formaður kvennadeildar Rauða krossins á því við Sigríði hvort hún væri til í að hanna gjafakort þar sem kaupand- inn ræður hversu mikið hann greiðir fyrir kortið, þó aldrei minna en þús- und krónur, en hver sem upphæðin er þá rennur hún óskipt til kvenna- deildarinnar. „Ef fólk vill ekki gjafir á stórum stundum, hvort sem það eru afmæli eða annað, þá er tilvalið að gefa þeim svona kort sem inni- heldur peningagjöf sem rennur til líknarmála. Ég held það hljóti að vera notalegt að fá gjöf sem er gjöf til þeirra sem minna mega sín.“ Hún segir að verkefnið hafi verið skemmtileg áskorun fyrir hana og hún tók sér góðan tíma í hugmynda- vinnuna. „Núna eru kortin nýkomin úr prentun og þau fást hér í búðinni hjá mér og í búðinni á Landspít- alanum sem og á skrifstofu kvenna- deildar Rauða krossins á Laugavegi 120,“ segir Sigríður Hanna sem er lærður leirkerasmiður en hún hefur líka sótt námskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur og eins lærði hún blómaskreytingar í Danmörku. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gefandi Sigga Hanna Kristinsdóttir glaðbeitt í vinnunni í litlu búðinni á Borgarspítalanum þar sem allt fæst. Vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða Litla búðin á fyrstu hæð- inni á Borgarspítalanum er rekin á vegum kvenna- deildar Rauða krossins í Reykjavík og allur ágóði af sölunni rennur til sjúkrahúsanna og góð- gerðarmála. Gjafakort Eitt af kortunum sem Sigríður hannaði en ágóðinn rennur til líknarmála. „Þetta er mjög þakklátt starf og hver einasti dagur er skemmtilegur, því það er mjög góður andi hér á sjúkrahúsinu.“ Mataræði: Börnum og unglingum sem æfa íþróttir, stundum oft og lengi í einu, er ráðlagt að mæta þörfinni fyrir meiri næringu (þ.m.t. aukinni orkuþörf) með því að borða fjölbreyttan mat í samræmi við orkuþörf. Þannig eiga þau einnig að geta fengið næringarefnin sem þau þarfnast. Undantekning frá þessu er þó D- vítamín, því fáar fæðutegundir eru góðir D- vítamíngjafar, og þess vegna er ráðlagt að taka eina teskeið (5 ml) af þorskalýsi (krakkalýsi) daglega. Viðbótarprótein: Fæða íslenskra barna og ung- linga er að öllu jöfnu próteinrík og því er engin þörf á að þau neyti viðbótarpróteins í formi pró- teindufts eða próteinstanga. Þau prótein hafa ekki neina kosti framyfir prótein úr matnum en góðir próteingjafar eru fiskur, kjöt, mjólk- urvörur, hvers konar hnetur, baunir og fræ. Það hefur engan ávinning í för með sér að borða umframmagn próteina, þau nýtast ekki í annað en orkuforða og ofneysla þeirra getur verið skaðleg heilsunni. Vatn er besti svaladrykkurinn Vatn: Lögð er áhersla á að börn og ungmenni drekki vatn við þorsta – hollasta svaladrykkinn. Mikilvægt er að drekka vel af vatni fyrir og eft- ir æfingar og meðan á þeim stendur. Íþrótta- drykkir: Ástæðulaust er að gefa börnum og ungmennum íþróttadrykki. Þeir sem æfa leng- ur en 90 mínútur í einu gætu þurft á aukanær- ingu að halda í drykkjarformi og fyrir þennan hóp er bent á að 100% hreinn ávaxtasafi þynnt- ur með vatni getur komið í stað íþróttadrykkja. Orkudrykkir: Orkudrykkir innihalda örvandi efni, m.a. koffín, og henta því börnum alls ekki. Slíkir drykkir geta haft ýmis óæskileg áhrif sem börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir. Sér- staklega er varhugavert að drekka þá samhliða mikilli líkamlegri áreynslu. Sykraðir svaladrykkir: Forðast ætti að drekka sykraða svaladrykki, íþróttadrykki, orkudrykki og gosdrykki í tengslum við keppnisferðir og íþróttaæfingar því sykurinn eykur orku ein- ungis í stutta stund en síðan fellur blóðsykurinn hratt og líkaminn verður orkulaus. Hitaein- ingainnihald þessara drykkja er hátt en nær- ingargildi nánast ekkert auk þess sem sykurinn getur valdið tannskemmdum. Að auki eyða ávaxta- og rotvarnarsýrur í drykkjunum gler- ungi tannanna. Ráðleggingar fyrir íþróttafélög og -mannvirki Lýðheilsustöð hefur nýlega gefið út tillögur fyrir íþróttafélög og íþróttamannvirki um æski- legt framboð á matvörum. Ráðleggingarnar er hægt að skoða á heimasíðu stofnunarinnar, www.lydheilsutod.is – útgefið efni. Börn og ungmenni sem stunda íþróttir …  Þurfa ekki að neyta viðbótarpróteins í formi próteindufts eða próteinstanga – borða heldur fjölbreytt fæði.  Þurfa ekki íþróttadrykki, þynntur ávaxtasafi getur gert sama gagn.  Orkudrykkir henta börnum alls ekki, þeir gera verið varhugaverðir, drekka heldur vel af vatni. hollráð um heilsuna Morgunblaðið/Frikki Fæða Þeir sem borða fjölbreytta og holla fæðu þurfa ekki á viðbótarpróteinum að halda. Börn og unglingar Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjórar næringar hjá Lýðheilsustöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.