Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
Brjóstagjöf Ungar mæður komu saman á Kaffitári í gær í tilefni alþjóðlegu brjóstagjafavikunnar sem hófst 21. september og lýkur 27. september, í annað sinn á Íslandi. Þemað í ár er brjóstagjöf
fyrstu vikuna. Fyrsta næringin, broddmjólkin, er barninu afar mikilvæg og henni hefur verið líkt við fyrstu bólusetninguna. Magn fyrstu gjafar er ekki mikið, 1-2 teskeiðar, en nóg fyrir barnið.
Árni Sæberg
ÞRENGINGAR og erfiðleikar
undanfarinna missera hafa gert
mörgum erfitt um vik að standa í skil-
um af lánum sínum og öðrum skuld-
bindingum. Þessi staða hefur ekki
eingöngu áhrif á skuldarana sjálfa
heldur einnig þá sem hafa gengist í
ábyrgð fyrir lánum. Í störfum okkar
höfum við orðið varir við að ein-
staklingar sem gengist hafa í ábyrgð-
ir fyrir lánum annarra eru bæði óviss-
ir og óöryggir um réttarstöðu sína.
Lánaábyrgðir eru útbreiddar hér á
landi og tugir þúsunda Íslendinga
hafa gengist í ábyrgð fyrir skuldir
annarra. Á undanförnum árum hafa
hins vegar orðið ýmsar réttarbætur
sem styrkja stöðu ábyrgðarmanna í
samskiptum við fjármálafyrirtæki og
veita þeim ákveðin réttindi.
Fjármálafyrirtæki bera skyldur
Þannig er fjármálafyrirtækjum
skylt þegar gengist er í ábyrgð fyrir
lánum, hvort sem um er að ræða sjálf-
skuldarábyrgð eða veðsetningu fast-
eignar til tryggingar skuldum ann-
arra, að huga að eftirtöldum atriðum:
Fara verður fram mat á
greiðslugetu greiðenda og kynna
skal ábyrgðarmanni niðurstöð-
una
Útgáfu upplýsingabæklinga um
skuldaábyrgðir og veðsetningar
sem skal dreifa með skjölum
sem afhent eru ábyrgð-
armönnum til undirritunar
Í bæklingunum skal m.a. koma
fram hvaða skyldur felast í
ábyrgðinni, heimild ábyrgð-
armanns til að segja ábyrgðinni
upp, heimild hans til að óska eftir
að greiðslumat verði ekki fram-
kvæmt og heimild hans til að
bera ágreiningsmál vegna
ábyrgðarinnar undir úrskurð-
arnefnd um viðskipti við fjár-
málafyrirtæki
Lánveitandi skal ráða ábyrgð-
armanni frá því að gangast í
ábyrgð ef greiðslumat bendir til
þess að lántaki geti ekki efnt
skuldbindingar sínar
Tilkynna ber ábyrgðarmanni um
vanskil sem verða á fjárhags-
legri skuldbindingu sem hann er
í ábyrgð fyrir
Um hver áramót skal ábyrgð-
armaður fá skriflega tilkynningu
um þær kröfur sem hann er í
ábyrgð fyrir, hverjar eft-
irstöðvar þeirra eru og hvort
þær eru í vanskilum
Þessar skyldur byggja á ákvæðum
nýrra laga um ábyrgðarmenn, sem
voru samþykkt fyrr á þessu ári og
einnig á samkomulagi, sem gert var
árið 1998 og endurnýjað árið 2001,
milli samtaka fjármálafyrirtækja og
neytenda um nokkrar meginreglur til
verndar ábyrgðarmönnum.
Séu þessar skyldur fjármálafyr-
irtækja ekki virtar getur það valdið
því að ábyrgðaryfirlýsingu verði vikið
til hliðar. Dæmi um þetta má finna í
dómi Hæstaréttar nr. 163/2005 en þar
var ábyrgðaryfirlýsingu t.d. vikið til
hliðar á grundvelli samkomulagsins
þar sem viðkomandi lánastofnun hafði
látið undir höfuð leggjast að fram-
kvæma greiðslumat og kanna að öðru
leyti fjárhagsstöðu skuldarans. Einn-
ig hafa gengið úrskurðir hjá úrskurð-
arnefnd um viðskipti við fjármálafyr-
irtæki þar sem ábyrgðaryfirlýsingum
hefur verið vikið til hliðar.
Aðför í fasteign óheimil
Þá er mikilvægt ákvæði í lögum um
ábyrgðarmenn sem voru samþykkt
fyrr á árinu en þar segir að ekki verði
gerð aðför í fasteign þar sem ábyrgð-
armaður býr eða fjölskylda hans til
þess að fá upp í skuldir annarra. Lög-
in kveða einnig á um að þegar skuld-
arar fara í greiðsluaðlögun og fá
skuldir sínar lækkaðar, minnki
ábyrgð ábyrgðarmannsins sem því
nemur. Með öðrum orðum þá hefur
lækkun á kröfu á hendur lántaka
sömu áhrif til lækkunar kröfu á hend-
ur ábyrgðarmanns.
Aðstöðumunur
skuldurum í óhag
Hugsunin að baki þessum rétt-
arbótum í þágu ábyrgðarmanna
byggir á sjónarmiðum um neyt-
endavernd og með þessu er reynt að
styrkja stöðu þeirra í samskiptum við
fjármálafyrirtæki. Mikill að-
stöðumunur er í slíku viðskipta-
sambandi þar sem fjármálafyrirtækin
semja skilmálana og samnings-
ákvæðin en skuldarar og ábyrgð-
armenn hafa oft lítið um það að segja
hvernig samningsatriðin eru útfærð.
Ábyrgðarmenn séu
meðvitaðir um sín réttindi
Það er mikilvægt að ábyrgðarmenn
átti sig á réttindum sínum samkvæmt
samkomulaginu frá 2001 og lögum um
ábyrgðarmenn. Skýrt er kveðið á um
að lánastofnanir skuli sýna ákveðin
vinnubrögð og sinna upplýsingagjöf í
tengslum við lánveitingar.
Ef meinbugir eru á þessari fram-
kvæmd af hálfu lánastofnana ættu
ábyrgðarmenn að skoða réttarstöðu
sína, einkum í þeim tilfellum þar sem
bankar hafa gengið að ábyrgð-
armanni í kjölfar vanefnda skuldara.
Eftir Árna Helgason,
Jóhannes Árnason og
Sverri Bergmann Pálmason
» Það er mikilvægt að
ábyrgðarmenn átti
sig á réttindum sínum
samkvæmt samkomu-
laginu frá 2001 og lögum
um ábyrgðarmenn.
Jóhannes
Árnason
Höfundar eru eigendur
JÁS Lögmanna – www.jas.is.
Sverrir Bergmann
Pálmason
Árni
Helgason
Réttindi ábyrgðarmanna
UM ÞETTA leyti í
fyrra lagði Stefan
Wallin, mennta-
málaráðherra í Finn-
landi, til að framlög til
menningarmála þar í
landi yrðu aukin um
næstum 11%. Menn-
ingunni var eyrna-
merktur hluti af
lottó-peningunum: 21
milljón evra var sú
búbót í menninguna sem fékkst
úr lottóinu. Það svarar til 3.780
milljóna íslenskra króna.
Alls staðar á Norðurlöndum
spila menn í lottóinu, og alls stað-
ar hefur íþróttahreyfingin af því
umtalsverðar tekjur. En þar fara
lottópeningarnir jafnframt í
menninguna víðast hvar. Danska
ríkið á 80% í Danske spil, en tvær
íþróttahreyfingar sín 10 prósent-
in hvor. Norðmenn skipta til
helminga á milli íþrótta og menn-
ingarmála, og hefur það gilt frá
2004, en þá var gerður alvarlegur
skurkur í lista- og menningar-
málum með útgáfu menning-
arstefnu sem gilda skyldi næstu
10 árin og var gert ráð fyrir aukn-
um fjárframlögum í málaflokkinn
öll árin, m.a. úr norska lóttóinu.
Víða skiptist arðurinn á milli
menningarmála, íþrótta, vísinda
og menntamála. Sé litið til Bret-
lands stendur lottóauðurinn þar
undir umfangsmikilli menningar-
starfsemi, og eru íþróttamálin
einungis hluti af þeirri heild, tæp-
ast meira en fjórðungur.
Hér á landi fara 60% lottópen-
inganna til Íþróttasambands Ís-
lands og Ungmennafélags Ís-
lands, en 40% fara til
Öryrkjabandalags Íslands. Á
heimasíðu Íslenskrar getspár
kemur fram að fyrir lottópen-
ingana hafi rúmlega 300 sérhann-
aðar íbúðir verið byggðar fyrir
öryrkja. Íþróttamannvirki hafa
líka verið reist, og virðist sjaldan
koma til umræðu hvað þau kosti.
Þúsundir fermetra rísa áreynslu-
lítið að því er virðist, og tel ég að
það sé lóttópeningunum að
þakka. Tónlistar- og
ráðstefnuhús er að
rísa við Reykjavík-
urhöfn, og þar hefur
umræðan verið á öðr-
um nótum. Samt er
pólitísk sátt um verk-
efnið. Vinstri-grænn
menntamálaráðherra
og borgarstjóri úr
Sjálfstæðisflokki
hafa tekið saman
höndum um að ljúka
við húsið. Um daginn
kom ágætis stuðn-
ingur við þá ákvörðun frá bresk-
um sérfræðingi í ráðstefnuhaldi.
Hann benti á að engin grein
ferðaiðnaðarins gæfi af sér við-
líka tekjur og ráðstefnuhald.
Tónlistinni er vissulega ætlað
öndvegi í húsinu, en þar verða
líka haldin stór, alþjóðleg mál-
þing.
Listalífið hefur orðið af veru-
legum stuðningi úr einkageir-
anum. Áður fyrr létu stórfyr-
irtæki umtalsverðar upphæðir af
hendi rakna í hin ýmsu verkefni,
en nú er ekki í önnur hús að
venda en hið opinbera, sem þarf
að skera niður á öllum sviðum.
Menningarstofnanir hafa dregið
úr rekstri sínum og listamenn
hafa rifað seglin. Og hvar á þá að
fá aukið fjármagn í það sjálfsagða
verkefni sem felst í íslensku
menningarlífi?
Hingað til hafa stjórn-
málamenn verið tregir til að
íhuga breytingar á lottóinu. En
nýir tímar kalla á ný úrræði. Þá
má gjarnan hugleiða þann kost að
menning og listir fái að njóta góðs
af lottóarðinum við hlið annarra.
Eftir Ágúst
Guðmundsson
»Hingað til hafa
stjórnmálamenn
verið tregir til að
íhuga breytingar
á lottóinu. En nýir
tímar kalla á
ný úrræði.
Ágúst Guðmundsson
Höfundur er forseti Bandalags
íslenskra listamanna.
Menning og lottó