Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
✝ Karl Karlssonfæddist á Drafla-
stöðum í Fnjóskadal
30. október 1912.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 19. sept-
ember sl. Foreldrar
hans voru hjónin Karl
Ágúst Sigurðsson, f.
13. ágúst 1873, d. 14.
ágúst 1945, og Jón-
asína Dómhildur Jó-
hannsdóttir, f. 9. maí
1882, d. 28. sept-
ember 1921. Systkini
Karls voru Kristín Mýrdal, Jóhann
Þórður, Ingibjörg Gunnþórunn,
Helga, Ingimaría, Ingimaría Þor-
björg, Sigurður, Gunnlaugur,
Kristinn Steingrímur og Guðjón.
Eru þau öll látin.
Hinn 8. desember 1945 kvæntist
Karl Lilju Hallgrímsdóttur frá
Klaufabrekknakoti í Svarfaðardal,
f. 5. ágúst 1916. Foreldrar hennar
voru Hallgrímur Einarsson og
Soffía Jóhannesdóttir. Börn Karls
og Lilju eru: 1) Jónasína Dómhild-
ur, f. 30. maí 1946, d. 18. nóvember
1951. 2) Halla Soffía, f. 4. júní 1950,
maður hennar er Atli
Friðbjörnsson, f. 20.
maí 1950. Synir
þeirra eru Karl Ingi,
f. 27. september 1977,
og Björn Snær, f. 14.
febrúar 1982. 3) Jón-
asína Dómhildur, f.
27. júní 1957, maður
hennar er Gunn-
laugur Einar Þor-
steinsson, f. 6. apríl
1946. Börn þeirra
eru: a) Anna Lilja, f. 23. desember
1978, börn hennar eru Rut Marín, f.
10. mars 2006, og Gunnlaugur Orri,
f. 9. ágúst 2009. b) Þorsteinn Mika-
el, f. 26. mars 1983, unnusta Jó-
hanna Lind Þrastardóttir, f. 19. maí
1988. c) Helgi Pétur, f. 27. sept-
ember 1990.
Karl og Lilja bjuggu alla sína bú-
skapartíð í Klaufabrekknakoti, að
undanskildum árunum 1946 og
1947.
Útför Karls fer fram frá Urða-
kirkju í dag, 26. september, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Nú þegar tekið er að hausta og
kindurnar velflestar komnar af fjalli
er komið að því að kveðja afa minn í
hinsta sinn. Á þínum yngri árum
voru haustin annasamur árstími
enda voru kindurnar þínar þér mik-
ils virði. Eins og þú vitnaðir til sjálf-
ur þá er ekkert göfugra en að hjálpa
guði að skapa og það gerðir þú í þín-
um búskap af miklum sóma alla tíð.
Ég minnist þess að í einhverju
kennaraverkfallinu las ég inn á
spólu fyrir þig bók um Flateyjar-
dalsheiði, þínar æskuslóðir, eftir Pál
G. Jónsson frá Garði. Þegar kom að
því að fjalla um göngur og réttir í
frásögninni varst þú nefndur sér-
staklega sem efnilegur gangnamað-
ur sem vakið hafði eftirtekt Páls og
gaf hann þér mikið hrós.
Fyrir ungan strák var það ómet-
anlegt að hafa afa sem bjó svo stutt
frá. Að koma í heimsókn til afa og
hlusta á hann segja sögur af Grá-
manni í Garðshorni var alltaf jafn
spennandi. Jafnvel þótt maður
heyrði stundum sömu söguna oftar
en einu sinni og oftar en tvisvar. Og
svo áttirðu það til að fela fyrir okkur
hlut. Var þá vasahnífnum oft komið
fyrir á góðum stað og við síðan látn-
ir leita. Ef ég man rétt kom það nú
stundum í ljós eftir langa leit í öllum
hornum að vasahnífurinn var bara á
sínum stað í brjóstvasanum þínum.
Þér fannst nú ekki leiðinlegt að ná
að gabba okkur þannig. Auk þessa
mátti maður líka alltaf bóka að þið
amma laumuðuð að manni nokkrum
súkkulaði- eða kandísmolum áður
en maður kvaddi. Í gegnum tíðina
hefur gjafmildi ykkar ömmu líka
verið slík að manni finnst að maður
geti vart með góðu móti þakkað fyr-
ir svo vel sé.
Eftir að fjarlægðirnar urðu lengri
á milli okkar varstu alltaf duglegur
að slá á þráðinn og spyrja frétta og
segja fréttir að heiman eða bara til
að heyra í mér hljóðið. Ef það lá vel
á okkur ræddum við pólitíkina að-
eins líka og þótt þú værir farinn að
gleyma einu og einu mannanafni þá
var nú alltaf alveg á hreinu hvar átti
að setja x-ið, við þurftum ekkert að
rífast um það. Ég á eftir að sakna
þessara samtala.
En nú skilja leiðir og eftir tæp-
lega sextíu ára aðskilnað sameinist
þið Dómhildur á ný, hún sem alla tíð
var þér ofarlega í huga. Við munum
sjá til þess eins og við lofuðum þér
að þú hvílir við hennar hlið.
Hafðu þökk fyrir öll þín spor.
Það besta, sem fellur öðrum í arf,
er endurminning um göfugt starf.
(Davíð Stefánsson.)
Takk fyrir allt afi minn og hvíldu í
guðs friði.
Björn.
Boli, boli bankar á dyr,
með bandinu sínu langa.
Láttu ekki hann Hólsbola,
heyra til þín Manga.
(Höf. ók.)
Elsku afi.
Lengi hefur þú þráð hvíldina þína
og nú er komið að hinstu kveðju-
stund. Við vorum ekki há í loftinu
systkinin þegar þú byrjaðir að
kveðja okkur og undirbúa fyrir lát
þitt en blessunarlega fengum við að
njóta nærveru þinnar lengi eftir
það. Það er því skrítið að nú sé kom-
ið að þessu, söknuðurinn er mikill
og sorg í hjarta.
Mikið vildi ég hafa orðið vitni að
endurfundum ykkar Dommu litlu,
þegar þú loksins fékkst litla eng-
ilinn þinn aftur í fangið þitt. Svo
langþráð augnablik og biðin loksins
á enda. Þegar ég hugsa um þessa
endurfundi get ég ekki annað en
glaðst í hjartanu. Ég efast heldur
ekki um það að nú eruð þið stödd
saman í blómlegri sveit, þú kominn í
gúmmístígvélin með bolsíur í
brjóstvasanum, umvafinn dýrum og
farinn að segja Guði til verka eða að
minnsta kosti gera tilraun til þess!
Það eru mikil forréttindi að fá að
alast upp í sveit og enn meiri for-
réttindi að hafa búið með ömmu og
afa á uppvaxtarárunum. Svo margs
er að minnast, svo mikið að vera
þakklátur fyrir. Elsku afi, þú munt
ávallt lifa í hjarta mér og því sem þú
kenndir mér get ég vonandi komið
áfram af einhverju viti til minna
barna. Nú verður lítið mál fyrir þig
að kíkja í heimsókn til okkar suður.
Þú varst aldrei mikið fyrir ferðalög-
in en sagðist aftur á móti leggjast í
flakk þegar þú yrðir kominn yfir
móðuna miklu. Þá fáum við okkur
kaffi saman og kleinu með smjöri
eða smjör með smá jólakökusneið
ofan á. Mikið mun ég sakna símtal-
anna þinna, þú varst alltaf svo dug-
legur að hringja og spyrja frétta.
Ég gleðst yfir þeim tíma sem Rut
Marín fékk með þér og við mægður
munum í sameiningu segja Gunn-
laugi Orra margar sögur af langafa í
Klaufrakotinu. Það er mér jafn-
framt dýrmætt að þú sást litla
manninn minn áður en þú kvaddir.
Ég veit að þú munt vaka yfir okk-
ur öllum og við pössum ömmu fyrir
þig. Guð geymi þig og varðveiti
elsku afi minn.
Þín afastelpa,
Anna Lilja.
Í dag er borinn til hinstu hvílu
föður- og afabróðir okkar, Karl
Karlsson, bóndi í Klaufabrekkna-
koti í Svarfaðardal.
Hann kveður síðastur systkin-
anna frá Draflastöðum í Fnjóska-
dal. Foreldrar þeirra voru Jónasína
Dómhildur Jóhannsdóttir og Karl
Sigurðsson.
Jónasína Dómhildur lést langt
fyrir aldur fram frá stórum hálf-
vöxnum barnahópi, Karl og Sigurð-
ur, tvíburabróðir hans, voru þá níu
ára.
Móðurmissirinn olli unga barna-
hópnum sárri sorg.
Eftir fráfall húsmóðurinnar tóku
systkinin á sig þungann af rekstri
búsins ásamt föður sínum. Þrátt
fyrir erfiðleikana stóð Karl bóndi á
Draflastöðum fyrir því að stein-
steypt kirkja var byggð þar og hafði
hann umsjón með framkvæmdum
fyrir sóknarinnar hönd.
Eldri Norður-Fnjóskdælingar
minnast vetrarins þegar eitt ækið
eftir annað kom ofan úr Víkurskarði
með byggingarefni til kirkjunnar,
keppst var við að aka efninu áður en
snjóa leysti. Þá var mannmargt
heima á Draflastöðum, menn þurftu
góðgjörðir og aðra aðhlynningu og
hestar að fá hús og hey.
Þótt ungir væru, lögðu Drafla-
staðabræður sitt af mörkum við
þessa flutninga.
Draflastaðir voru stórbýli, land-
kostir miklir og vel í sveit sett.
Þótt Draflastaðasystkin ælust
upp í skugga fráfalls móður sinnar,
var heimilið ætíð fjölmennt og oft
glatt á hjalla.
Karl Karlsson, sem við kveðjum
nú í dag, var kominn af grónu
bændafólki, föðurbróðir hans var
Sigurður Sigurðsson, búnaðarmála-
stjóri og skólastjóri að Hólum í
Hjaltadal. Því rötuðu flestar nýj-
ungar í landbúnaði heim í Drafla-
staði og voru nýttar til frekari ár-
angurs.
Karl var kjarkmaður, fór til dæm-
is ár eftir ár í göngur í Hvanndali að
sækja féð í illkleifa klettana og þeg-
ar skyldan kallaði lét hann slæm
veður og aðstæður ekki hefta sína
för.
Eiginkona Karls var Lilja Hall-
grímsdóttir, fædd að Þorsteinsstöð-
um í Svarfaðardal. Þau bjuggu í
Klaufabrekknakoti allan sinn bú-
skap.
Karl og Lilja byggðu upp og
ræktuðu jörðima og varð bú þeirra
æ blómlegra með hverju árinu sem
leið. Þau voru höfðingjar heim að
sækja og eigum við glaðar og góðar
minningar frá þeim heimsóknum.
Okkur er minnisstætt þegar við sát-
um með Kalla í stofunni og hann
sýndi okkur myndir af fjölskyld-
unni, gamlar og nýjar, og sagði frá.
Þá sagði hann okkur oft frá ýmsu
frá fyrri tíð en þjóðlegur fróðleikur
var honum hugleikinn.
Að leiðarlokum viljum við þakka
þér, Kalli, umhyggju þína fyrir okk-
ur í áranna rás. Karl og Lilja hafa
notið þeirrar gæfu að hafa dætur
sínar tvær, Höllu Soffíu og Jónasínu
Dómhildi, á heimaslóðum í Svarfað-
ardal. En þau urðu fyrir þeim harmi
að missa fyrsta barn sitt, Jónasínu
Dómhildi, úr veikindum, nokkurra
ára gamla. Oft kom fram í samtölum
við Kalla að hann biði þess að hitta
hana á ný.
Kæra Lilja og aðrir aðstandend-
ur. Hugur okkar er hjá ykkur á
kveðjustund.
Dómhildur, Arnhildur, Ax-
el,
Jakob Axel, Ágústa Dóm-
hildur, Steinunn Halldóra.
Afabróðir minn, Karl Karlsson
bóndi í Klaufabrekknakoti í Svarf-
aðardal, er látinn í hárri elli. Síðast
þegar fundum okkar bar saman,
fyrir örfáum árum, var hann enn
léttur á fæti, með neista í auga og
sléttur í andliti eins og ungbarn.
Hann eltist fádæma vel og er í mín-
um huga engum vafa undirorpið að
hollt líferni og íslenska sveitaloftið
hafa átt þátt í því. Mig langar að
nota þetta tilefni til að þakka þeim
hjónum, Kalla og Lilju, sumardvöl í
sveit fyrir hartnær hálfri öld. Það
var mér borgarbarninu bæði ómet-
anlegt og ógleymanlegt að koma til
þeirra. Kalli kallaði mig alltaf
frænku (með rödduðu n-i) og tóku
þau hjón bæði afar vel á móti mér.
Þau voru sumpart ólík en samstillt
og bættu hvort annað upp í jákvæð-
asta skilningi. Lilja var afskaplega
dagfarsprúð, hæg og glettin og réð
hún innanstokks. Þar var öllu vel við
haldið, hreint og húsið ilmaði af
bakstri hvern einasta dag. Kalli
stjórnaði utandyra, útitekinn og
mikið náttúrubarn. Hann var mikill
húmoristi og nokkuð skapmikill þótt
hann færi vel með það. Honum þótti
gaman að stríða frænku sinni að
sunnan og helst að ganga aðeins
fram af henni. Eitt kvöldið ákvað
hann að blanda grautnum saman við
aðalréttinn og sagði það litlu skipta,
allt færi þetta jú sömu leið þegar of-
an í maga væri komið! Ekki lék
hann þennan leik aftur en lítill vafi
var á að þetta var hans háttur á að
kenna okkur krökkunum sitthvað
um gangverk lífsins.
Kalla var margt til lista lagt og
hann hafði einstakt lag á bæði börn-
um og skepnum. Ætti skepna í erf-
iðleikum með burð eða við einhvern
kvilla að stríða var hann gjarnan
kallaður til. Hann var bóndi af lífi og
sál og talaði um skepnurnar, ekki
síst kindurnar sínar, eins og um
persónur væri að ræða. Þær báru
auðvitað nöfn og hann las líka í per-
sónuleika þeirra. Hann náði einnig
vel til barna og talaði við þau eins og
maður við mann. En honum þótti
líka sjálfsagt að koma sumarbörn-
unum til manns og hafa mörg þeirra
vafalítið notið góðs af því. Á kvöldin
var svo gjarnan spjallað við eldhús-
borðið og þá hljóp stríðnispúkinn
oft í hann. En það var gaman að
heyra hann segja frá, röddin var
sérstök, svolítið rám og loðin og
hann naut þess að halda athygli
okkar, það gerði manni gott að vera
samvistum við hann.
Kalli og Lilja kynntust á ættar-
óðali hans, Draflastöðum í Fnjóska-
dal, en þar var hún kaupakona.
Móðir mín var einmitt á Draflastöð-
um þegar þau voru að draga sig
saman og hefur oft sagt frá spaugs-
yrðum og glensi sem því fylgdi. En
Lilja var úr Svarfaðardalnum og
þangað fylgdi hann henni og átti þar
góða ævi í sveit sem hann unni af
heilum hug.
Ekki skyggði það á dvöl mína
forðum að önnur heimasætan, Halla
Soffía, er einmitt jafnaldra mín og
hefur okkur ætíð verið vel til vina.
Yngri dóttirin, Dómhildur, hefur
búið með sinni fjölskyldu áfram í
Klaufabrekknakoti en Halla hefur
rekið bú á Hóli ásamt eiginmanni
sínum og sonum.
Ég kveð nú afabróður minn með
söknuði og þakklæti, megi minning-
in um traustan fjölskylduföður og
góðan íslenskan bónda lifa.
Aldís Guðmundsdóttir.
Kalli var einn af strákunum, einn
af litlu bræðrum Ingu ömmu minn-
ar, annar tvíburanna og einn hinna
„fjögurra yngri bræðra“. Þeir voru
löngum nefndir í mín eyru á mínum
yngri árum. Það jafnaðist fátt á við
bræðraskarann, en amma var yngst
systranna og næst strákunum í
aldri. Bræðurnir voru henni löngum
ofarlega í huga, gjarnan í hópum, og
hafa systurnar sjálfsagt haft mikið
af þeim að segja eftir að móðir
þeirra lést langt fyrir aldur fram
frá níu börnum. Tvö börn höfðu áð-
ur látist á unga aldri. Kalli var þá að
verða 8 ára og amma mín orðin 9
ára.
Nú er Kalli fallinn frá eftir langa
ævi, en hann lifði lengst systkin-
anna frá Draflastöðum í Fnjóska-
dal. Helmingur þeirra settist að á
Norðurlandi; Kristín, Helga, Kalli,
Siggi og Gulli. Fjögur fluttu suður,
þau Jóhann, Inga, Ingibjörg og
Steini, og bjuggu þau lengst af í
Hveragerði og í Hveradölum.
Reykjavík dró líka að.
Ég kynntist tvíburunum Kalla og
Sigga eiginlega ekki fyrr en upp úr
1980 þegar ég var sagnfræðinemi í
sumarvinnu á Akureyri eitt sumar.
Þá fékk ég tækifæri til að leita uppi
ættingja mína norðan heiða í fylgd
Dómhildar Sigurðardóttur frænku
minnar, dóttur hins tvíburans.
Helga var þá komin á Kristnes,
Siggi hafði tekið við búi á Drafla-
stöðum þar sem systkinin fæddust
og bjó þar enn. Kalli bjó að Klaufa-
brekknakoti í Svarfaðardal ásamt
fjölskyldu sinni. Gulli var fallinn
frá. Sumarið 1983 lifnuðu við marg-
ar myndir sem amma mín sunnan
heiða hafði lýst af fjölskyldu sinni
fyrir norðan í áranna rás; frásagnir
af fólki af bæjum í Fnjóskadal, fjör-
inu í ungmennafélaginu Glæði og
kirkjunni heima á Draflastöðum.
Svo ekki sé minnst á systkinahóp-
inn.
Draflastaðir í Fnjóskadal voru
æskuheimili þeirra systkina og hafa
nokkur ættarmót verið haldin fyrir
norðan síðasta aldarfjórðunginn.
Þá hafa Draflastaðir alltaf verið
heimsóttir. Kalli kom ævinlega á
ættarmótin, skoðanafastur og stríð-
inn og skemmti með því mörgum.
Þess á milli gafst okkur stundum
tækifæri til að líta við í Svarfaðar-
dalnum. Dætrum mínum hefur
löngum fundist nauðsynlegt að fara
árlega norður í heimsókn að
Klaufabrekknakoti, þótt ekki hafi
slík áform tekist og stundum því
miður liðið nokkur ár milli ferða.
Minnisstæðar eru stundir með
Kalla í stofunni eða í eldhúsinu þar
sem gamli tíminn var löngum við-
fangsefnið, myndir af forfeðrum og
fjölskyldu skeggræddar eða rýnt í
lifnaðarhætti fyrri ára. Fréttatím-
ana og það sem efst var á baugi bar
þó ekki síður á góma. Heimaslóð-
irnar skiptu Kalla miklu máli, hann
var heimakær í Svarfaðardal og
lagðist ekki í óþarfa ferðalög. Hann
bjó að Klaufabrekknakoti í um sjö
áratugi með fjölskyldu sinni. Við
fjölskyldan erum þakklát fyrir að
hafa kynnst Kalla „litla bróður“ og
vottum fjölskyldu hans samúð okk-
ar.
Hrefna Róbertsdóttir.
Karl Karlsson
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS GUNNARS WILLIAMSSONAR,
áður til heimilis
Hamarstíg 27,
Akureyri.
Þökkum starfsfólki í Víðihlíð fyrir góða umönnun.
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir,
Gunnar Þorsteinsson, Mjöll Helgadóttir,
Margrét Þorsteinsdóttir, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson,
Þorvaldur Þorsteinsson, Helena Jónsdóttir,
afa- og langafabörn.