Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
FRÉTTIR berast af því að erfiðlega
gangi að manna láglaunastörf í land-
inu og staðfestir Gissur Pétursson,
forstjóri Vinnumálastofnunar, að þeir
viti mörg dæmi slíks. Útreikningar
sýni að laun á almennum vinnumark-
aði hafa verið að lækka og nálgist
strípaða taxta, enda mikill sam-
dráttur í yfirvinnu.
Þegar svo sé komið veltir fólk því
eðlilega fyrir sér hvort ekki sé betra
að vera heima, þiggja atvinnuleysis-
bætur og spara sér margvísleg út-
gjöld sem eru því samfara að stunda
vinnu. Bótafjárhæðin er föst tala og
þótt hún sé ekki há séu raunlaun far-
in að nálgast hana óþarflega mikið að
margra mati.
„Við getum eiginlega sagt það að
atvinnuveitendur séu komnir í sam-
keppni við Atvinnuleysistrygg-
ingasjóð og það er hættuleg staða,“
segir Gissur.
Dæmi lögð fyrir stjórn
Atvinnuleysistryggingasjóðs
Á fundi í stjórn Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs í vikunni kynnti einn
stjórnarmanna, Karl Björnsson,
framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, útreikninga
um stöðu atvinnulausra. Karl hafði
beðið velferðarráð Reykjavíkur-
borgar að reikna fyrir sig nokkur
dæmi um það hvað einstætt foreldri í
Reykjavík þyrfti að fá í laun á mánuði
til að koma út með jákvæðan mun í
tekjum við það að fara út á vinnu-
markaðinn í stað þess að vera heima
og fá atvinnuleysisbætur. Óskaði
hann eftir að í þessum útreikningum
yrði m.a. tekið tillit til leikskóla-
gjalda, ferðalaga til og frá vinnu,
skatta, barnabóta og þjónustutrygg-
ingar.
Þjónustutryggingin, sem er 35
þúsund krónur, fylgir barninu. Ef
foreldrið er heima með barninu fær
það trygginguna en ef barnið fer á
leikskóla eða til dagmóður flyst upp-
hæðin þangað.
Niðurstaða útreikninga velferð-
arsviðs voru sláandi, að sögn Giss-
urar. Ef einstætt foreldri kýs að fara
út á vinnumarkaðinn þurfa tekjur
þess að vera tugum þúsunda króna
hærri en atvinnuleysisbætur svo að
það standi jafn vel og ef það kysi að
vera heima með barnið og þiggja
bæturnar. Upphæðin er mismunandi
há miðað við samsetningu fjölskyldn-
anna. Mestu munar ef um er að ræða
einstætt foreldri með barn undir 24
mánaða aldri. Í því tilfelli þyrfti við-
komandi að hafa 263 þúsund krónur í
laun á mánuði til að jafna atvinnu-
leyisbæturnar, sem eru 149.523 krón-
ur á mánuði.
Þjóðfélagið dottið í gildru?
Inn í þennan útreikning eru teknar
greiðslur sem hið vinnandi foreldri
yrði að inna af hendi, svo sem stað-
greiðsla skatta, stéttarfélagsgjöld,
leikskólagjöld og ferðakostnaður til
og frá vinnu.
Gissur segir að á stjórnarfundinum
hafi menn velt því fyrir sér hvort
þjóðfélagið sé dottið í gildru. Það sé
alveg ljóst, að fólk muni frekar vilja
vera á atvinnuleysisbótum en þiggja
störf þar sem launin séu jafnvel lægri
en bæturnar. Lægstu mánaðarlaun á
markaðnum núna eru 144.502 krón-
ur, en það eru þau laun sem er verið
að bjóða á tómstundaheimilum.
„Það er mín skoðun að það þurfi að
skoða þessi mál alveg frá grunni,“
segir Gissur Pétursson.
Betra að vera á bótum?
Útreikningar sýna að ef foreldri kýs að fara á vinnumarkaðinn þurfa tekjur þess að
vera tugþúsundum króna hærri en atvinnuleysisbætur svo að það standi jafn vel
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verslun Stórmarkaðirnir hafa að miklu leyti orðið að reiða sig á erlent vinnuafl um langa hríð.
Í HNOTSKURN
»Alls voru 14.888 á atvinnu-leysisskrá í gær, 8.554
karlar og 6.334 kona. Hefur
þeim fjölgað um rúmlega 500
frá því í lok ágúst.
»Þessar tölur segja ekkialla söguna, því í lok ágúst
voru 2.290 einstaklingar á
hlutabótum á móti hlutastarfi,
eða 16% allra á atvinnuleys-
isskránni.
»Af fólki á atvinnuleys-isskrá um síðustu mán-
aðamót voru 1.652 útlend-
ingar. Pólverjar voru
langfjölmennastir í þeim hópi
eða 1.037.
Nærri 15 þúsund manns eru á at-
vinnuleysisskrá en á sama tíma
gengur erfiðlega að manna sum
störf. Nýir útreikningar sýna að
það getur borgað sig fyrir fólk að
vera á bótum frekar en að fara á
vinnumarkaðinn.
Vinnumálastofnun vinnur að því
alla daga að útvega fólki störf.
Ef fólkið vill ekki þiggja störfin
fellur það út af atvinnuleys-
isskrá fyrir vikið, því samkvæmt
lögum ber því að vera í virkri at-
vinnuleit.
Gissur Pétursson segir að
venjulega sé það svo að fólk
leiti allra leiða til að falla ekki
af skránni, framvísar læknisvott-
orðum og svo framvegis.
„Helst vildum við geta miðlað
fólki í störf sem það vill vinna,
en það er bara sjaldnast í boði,“
segir Gissur.
„Ég hef alltaf sagt að ég telji
betra fyrir fólk að viðhalda
starfshæfninni með vinnu jafn-
vel þótt það fái minna í aurum
talið en að vera á bótum,“ segir
Gissur.
Hann segir að atvinnuleysið
sé fljótt að draga úr fólki þrótt-
inn og því lengur sem það er
atvinnulaust því meira fari það
að laga sig að þessu ástandi.
„En í raun er það svo að fólk
bara reiknar út hvernig það
kemst best af,“ segir Gissur og
áréttar að ekkert sé mikilvæg-
ara en í landinu sé öflugt at-
vinnulíf, sem geti borgað góð
laun.
Atvinnulausir eiga að vera í virkri atvinnuleit
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur
fallist á tillögur starfshóps þess efn-
is að sameina lögregluumdæmi svo
þau verði sex að tölu frá næstu ára-
mótum. Jafnframt hefur ráðherra
kynnt sýslumönnum hugmynd um
fækkun umdæma úr 24 í sjö, en
útibú verða þó víðsvegar um landið.
Samþykki Alþingi tillögur ráðherra
er gert ráð fyrir að breytingarnar
taki gildi um næstu áramót.
Með stækkuðum umdæmum eiga
embættin að vera betur í stakk búin
til að takast á við fyrirhugaðan nið-
urskurð. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er það m.a. til um-
ræðu að skilja þætti frá ríkislög-
reglustjóra í ljósi sterkari eininga
lögreglunnar. Meðal annars er
horft til sérsveitarinnar. Ráðherra
vildi þó ekki staðfesta að ákvarð-
anir hefðu verið teknar í þeim efn-
um, en rætt verður sérstaklega um
áhrif fækkunar umdæma á lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins og rík-
islögreglustjóra í starfshópi ráð-
herra. andri@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Sýslumenn Útlit er fyrir miklar
breytingar á umdæmaskipan.
Stórtækar breyt-
ingar á umdæmum
ENN einn kaupandi stofnfjárbréfa í
SPRON hefur fengið upplýst hverj-
ir voru seljendur bréfanna.
Umræddur maður keypti bréf í
sjö viðskiptum dagana 18.-26. júlí
2007 og námu viðskiptin alls 19,8
milljónum króna.
Samkvæmt yfirliti frá skilanefnd
SPRON voru tveir seljendanna
tengdir sparisjóðnum. Hildur Pet-
ersen, þáverandi stjórnarformaður
SPRON, seldi alls rúmlega 91 þús-
und hluti. Þá seldu Svellhamrar
ehf. 265 þúsund hluti. Eigandi og
sjórnarformaður fyrirtækisins er
Jóhannes Helgason, þáverandi
fulltrúi framkvæmdastjórnar
SPRON. sisi@mbl.is
Enn er upplýst um
sölu bréfa hjá Hildi
AÐALFUNDUR
Samtaka fisk-
vinnslustöðva
skorar á ríkis-
stjórnina að falla
frá öllum hug-
myndum um
fyrningarleið í
sjávarútvegi.
Þetta kemur
fram í ályktun fundarins í gær.
„Við þessar aðstæður væri eðli-
legt að endurskoðunar- og sátta-
nefnd sjávarútvegsráðherra sem
skila á tillögum fyrir 1. nóvember
nk., einbeiti sér að þeim vanda-
málum sem brenna mest á at-
vinnugreininni.“ „Við erum ekkert
að fara að starfa með stjórnvöld-
um til einhvers tíma ef það á að
fara að innkalla aflaheimildir.
Samtök atvinnulífsins standa al-
gjörlega með sjávarútveginum í
því að það verður ekki farin hérna
nein fyrningarleið í friði við okk-
ur,“ sagði Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, í ræðu á aðalfund-
inum.
Í ályktun aðalfundar SF segir
einnig að fundurinn leggist ein-
dregið gegn aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu. Minnt er á ófrá-
víkjanleg samningsskilyrði fyrst
aðildarviðræður eru framundan
m.a. um að Íslendingar fari sjálfir
með forræði yfir fiskimiðunum og
að erlendar fjárfestingar í sjávar-
útvegsfyrirtækjum verði áfram
takmarkaðar. omfr@mbl.is
Fyrningarleið ekki
farin í friði við SA
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„VIÐ erum með samning við ríkið. Þótt menn séu
blankir verður ríkið að standa við gerða samn-
inga,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
Vogi. Niðurskurðarhnífur ríkisins bítur á Vog
eins og aðrar stofnanir innan heilbrigðiskerfisins
og segir Þórarinn að sér hafi verið tjáð að stofn-
unin þurfi að skera niður um 6,7% á næsta ári.
Framlög til sjúkrahússins voru skorin niður um
3,4% fyrir þetta ár. Upplýsingafulltrúi heilbrigð-
isráðuneytis segir ljóst að tillaga verði lögð fram
um niðurfærslu allra þjónustusamninga en við-
ræður við þá sem í hlut eiga hefjast líklega í næstu
viku, því séu allar tölur á reiki.
Þórarinn segir að einnig verði að hafa í huga að
SÁÁ hafi orðið fyrir miklu tekjutapi vegna krepp-
unnar, s.s. í minni frjálsum framlögum. Áætlar
hann að samtökin verði þannig af um 20 millj-
ónum króna. „Svo verður að hafa í huga þá ein-
földu staðreynd að ákveðin útgjöld hjá heilbrigð-
isstofnunum eru að aukast á sama tíma.“
Starfsemin mun gjörbreytast
Þrátt fyrir að það sama verði yfir alla að ganga í
niðurskurðinum segir Þórarinn ótækt að skera
meira niður hjá Vogi og raunar siðferðislega
rangt. „Við erum að veita deyjandi og illa förnum
áfengis- og vímuefnasjúklingum þjónustu. Fólki
sem er að biðja um sjúkrahúspláss. Ef við þurfum
að spara svona mikið mun starfsemi okkar gjör-
breytast. Það skipulag sem unnið er eftir núna og
er grundvöllur meðferðar okkar riðlast. Við erum
komin að þolmörkum. Við unum þessu ekki nema
við fáum fram ótvíræð rök. Og þá hlýtur heilbrigð-
isþjónustunni að vera skylt að benda mönnum á
hvert þeir eiga að leita ef þeir fá ekki þjónustuna á
Vogi.“
Þórarinn segist ekki ætla að una niðurskurð-
inum og vill að ríkið standi við þjónustusamning
sem gerður var í janúar 2008. Hann segist þó ekki
vita hvort hann fari með málið fyrir dóm.
„Ríkið verður að standa
við gerða samninga“
Yfirlæknir á Vogi segir ótækt að skera frekar niður
Morgunblaðið/Heiddi
Vogur Víða þarf að skera niður í kreppunni.