Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
ÞÁTTTÖKUGJÖLD á ráðstefnum
geta hlaupið frá því að vera engin og
upp í nokkur hundruð þúsund, sé um
alþjóðlegar ráðstefnur að ræða.
Mönnum ber þó saman um að lítill
sem enginn beinn ágóði sé af ráð-
stefnugjöldunum sjálfum, heldur
séu aðrar tekjur sem hljótast af veru
ráðstefnugesta hérlendis gríðarlega
mikilvægar fyrir ferðaþjónustuna.
Dæmi um þátttökugjald á ráð-
stefnu sem nýlega lauk í Reykjavík
er 69.000 krónur. Slíkar upphæðir
geta staðið í kreppuhrjáðum Íslend-
ingum en á hinn bóginn má ætla að
slíkt skili drjúgum skildingi til lands-
ins í gjaldeyristekjum, komi margir
ráðstefnugestir frá útlöndum.
Jón Hákon Magnússon, fram-
kvæmdastjóri KOM almanna-
tengsla, segir ráðstefnugjöld geta
verið frá núll og upp í nokkur hundr-
uð þúsund, allt eftir lengd og eðli
ráðstefnunnar. „En jafnvel þótt ráð-
stefnur séu dýrar standa ráðstefnu-
gjöldin yfirleitt ekki undir þeim og
því eru oft kostunaraðilar, s.s. fyr-
irtæki eða opinberir aðilar, sem
standa að þeim að auki.“ Ástæðan er
mikill kostnaður við að fá erlenda
fyrirlesara til landsins; þeir taki
margir hverjir háar upphæðir fyrir
sína vinnu, auk þess sem hár kostn-
aður fylgi ferðum og uppihaldi
þeirra.
Undir þetta tekur Erna Hauks-
dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar. Þau eru sam-
mála um að virði ráðstefnumark-
aðarins felist fyrst og fremst í því
hversu mikið ráðstefnugestir skilja
eftir sig í peningum. Þar sem fyr-
irtæki kosti iðulega ferðirnar fljúgi
þeir á betri farrýmum, búi á dýrum
hótelum, fari á dýra veitingastaði og
versli gjarnan töluvert á ferðum sín-
um. „Þeir eyða miklu meiri pen-
ingum en venjulegir túristar,“ segir
Jón Hákon. Þá eru ótaldir fjármunir
sem koma í hlut fyrirtækja sem sér-
hæfa sig í skipulagningu ráðstefna
sem og ráðstefnuhótela.
Erna bendir á að áætlað sé að
beinar tekjur af þriggja daga ráð-
stefnu sem 1.500 manns sækja séu
milli 240 og 250 milljónir króna. Það
sé því til mikils að vinna að ná sem
flestum ráðstefnum hingað til lands
og í því sé unnið markvisst. „Nú
horfum við fram á að tónlistar- og
ráðstefnuhúsið klárist, sem mun
auðvitað gjörbreyta allri aðstöðu hér
á landi því við höfum í raun ekki ver-
ið með neina stóra ráðstefnusali, á
alþjóðlegan mælikvarða.“
Fundahöld til fjár
Ráðstefnur eru geysimikilvægar fyrir ferðaþjónustuna enda stuðla þær að betri
nýtingu á hótelum og fundaraðstöðu og skilja eftir mikla peninga í hagkerfinu
Morgunblaðið/Ómar
Opnað 2011 Áríðandi er að drífa í ákvörðun um opnunardag tónlistar- og ráðstefnuhússins svo hægt sé að fara að bóka ráðstefnur í húsið, segir Erna.
Ein alþjóðleg ráðstefna haldin
hérlendis getur hæglega skilið
eftir sig 250 milljónir í beinum
tekjum. Tekjurnar eru fyrst og
fremst út af neyslu ráðstefnu-
gesta, ekki þátttökugjöldum.
Í HNOTSKURN
»Ráðstefnur eru yfirleitthaldnar utan háannatíma
og eru því mikilvægur þáttur í
betri nýtingu hótela og ann-
arrar aðstöðu hér á landi.
»Slegið hefur verið á aðvelta ráðstefnumarkaðar-
ins sé um 12 milljarðar dollara
á heimsvísu og að Ísland sé í
dag með um 0,3% hlutdeild af
honum.
KATRÍN Jak-
obsdóttir
menntamála-
ráðherra mun á
næstunni kynna
frumvarp til laga
um fjölmiðla.
Verður frum-
varpið sett á vef
menntamála-
ráðuneytisins áð-
ur en það fer í
þinglega meðferð. Að sögn Katr-
ínar er í frumvarpinu gert ráð fyrir
stofnun fjölmiðlastofu sem m.a. er
ætlað að sinna eftirliti með fjöl-
miðlum.
Nú eru í gildi prent- og útvarps-
lög en ekki eru til ein lög sem ná yf-
ir alla fjölmiðlaflóruna, að sögn
Katrínar. Þau ná einnig yfir nýja
miðla, svo sem netmiðla, sem ekki
voru til þegar eldri lög voru sett.
Að sögn Katrínar er í frumvarp-
inu að finna ákvæði sem lýtur að
ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla
og að gagnsæi ríki um eignarhald á
fjölmiðlum. Ekki liggur nákvæm-
lega fyrir hvenær frumvarpið verð-
ur kynnt en það verður öðru hvoru
megin við mánaðamót. Fólki gefst
kostur að kynna sér frumvarpið á
netinu áður en það verður rætt á
Alþingi. Það verður sérstaklega
kynnt fyrir þingflokkum og hags-
munaaðilum, svo sem fjölmiðlunum
sjálfum, og óskað eftir áliti frá
þeim. guna@mbl.is
Fjölmiðlastofa
hafi eftirlit
með miðlunum
Katrín
Jakobsdóttir
HVALUR hf. er að kanna með
flutning á afurðum af langreyð-
unum 125 sem veiddust í sumar til
Japans. Þangað verða flutt um
1.500 tonn af kjöti, rengi og ýmsum
öðrum afurðum. Í sumar unnu 150-
160 manns við hvalveiðarnar og
verkun kjötsins. Kristján Loftsson,
forstjóri Hvals hf., sagði að það
væri markaður í Japan fyrir hval-
kjötið. „Við værum ekki að þessu
annars, það segir sig sjálft,“ sagði
Kristján.
„Við erum að sjóða rengi og
súrsa svo það verði orðið klárt fyrir
þorrablótin,“ sagði Kristján. Reng-
ið þarf að liggja í mysu í þrjá mán-
uði áður en það er tilbúið til átu.
Leyft var að veiða 150 lang-
reyðar. Þær 25 sem ekki veiddust
flytjast yfir á næsta sumar. Kristján
sagði að á öldinni sem leið hefðu
hvalveiðar venjulega byrjað um 1.
júní og yrði stefnt að því að hefja
veiðar á þeim tíma næsta sumar.
Reiknað er með að tveir hval-
bátar verði við veiðarnar.
gudni@mbl.is
1..500 tonn af hval-
kjöti og rengi verða
send til Japans
Hvalveiðar 125 langreyðar veiddust.
ICELAND Express hefur áætl-
unarflug til Lúxemborgar næsta
sumar. Flogið verður tvisvar í viku,
á þriðjudögum og fimmtudögum.
Þar með fjölgar áfangastöðum fé-
lagsins í 22. Nýverið tilkynnti félag-
ið um áætlunarflug til Birmingham
og Mílanó.
Áætlunarflug til
Lúxemborgar