Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 UM 400 manns taka þátt í Íslandsmóti skák- félaga sem hófst í gær. Þetta er stærsta skák- keppni hvers árs, þar sem keppendur eru stór- meistarar jafnt sem byrjendur. Margir íslensku stórmeistararnir taka þátt. Um helgina eru tefldar fjórar umferðir af sjö. Keppnin fer fram í Rimaskóla í Grafarvogi. Stúlkurnar í Skákfélag- inu Óskinni virðast til alls líklegar, en sveit þeirra er sú eina sem eingöngu er skipuð konum. FJÖLMENNI Á ÍSLANDSMÓTI SKÁKFÉLAGA Morgunblaðið /Ómar „ÁRIÐ 2008 verður talið afskaplega gott veiðisumar á Ís- landi,“ segir Orri Vigfússon, formaður NASF, Verndar- sjóðs villtra laxastofna. Þar á bæ er gert ráð fyrir því að laxveiði á stöng í sumar verði um 72 þúsund laxar, en töl- ur úr flestum hafbeitarám landsins liggja nú fyrir. Síðastliðin fimm ár hefur laxveiðin verið framúrskar- andi góð, en síðasta ár sló hins vegar öll met þegar rúm- lega 84 þúsund laxar komu á land. Telja kunnugir að ástæða þess sé einfaldlega sú að laxinn hafi komist í nægt æti, sandsíli og loðnu. Nýliðið sumar sem er að líða er það annað besta, síðan talningar NASF hófust. Orri Vigfússon segir það hafa vakið sérstaka athygli hve vel veiddist í ám á Norðurlandi vestra, til að mynda Blöndu, Miðfjarðará og Fljótá. Nokkrar aðrar ár eru líka nálægt sínum gömlu aflametum en endanlegar tölur um laxveiðina á Íslandi liggja fyrir síðar á haustinu. Hve vel veiðist hér á meðan veiðin í flestum löndum við Atlantshafið sé rýr segir Orri vera skipulagið á veið- unum. Vernd stofnanna sé í fyrirrúmi, henni sé stjórnað af einkaaðilum þar sem hámarksarðsemi sé höfð að leið- arljósi. sbs@mbl.is 72 þúsund stangarlaxar á land eftir sumarið Morgunblaðið/Golli Frá Víðidalsá Veiðimenn veiddu vel víðast hvar í sumar. Árnar á Norðurlandi vestra reyndust einkar fengsælar ALÞINGI hefur ákveðið að segja upp áskrift að Morgunblaðinu, sem þing- menn hafa fengið sent heim án endur- gjalds. Áður hafði áskrift Alþingis að DV verið sagt upp. Á fundi forsæt- isnefndar Alþingis lagði Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir forseti Alþing- is til að áskrift að Morgunblaðinu yrði sagt upp og var það samþykkt. Málið hafði verið í deiglunni um nokkun tíma á vettvangi forsæt- isnefndar sem leitar nú leiða til sparnaðar í starfsemi þingsins. Ýmis hlunnindi sem þingmenn njóta í starfi verið skorin af og þótti sjálfsagt að svo gilti um áskrift að Morgunblaðinu eins og annað. Framvegis gildir að áskrift að blöðunum fer yfir á þing- mennina sem ákveða hvaða blöðum þeir verða áskrifendur að. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er nú leitað leiða til að ná fram sparnaði í starfsemi Alþingis. Talsverður kostnaður hlaust af þing- haldi í sumar, með álagi til dæmis á fjárlaganefnd og starfsfólk þingsins. sbs@mbl.is Segja upp Morgun- blaðinu Ríkisendurskoðun er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis. Meginhlutverk hennar er að endurskoða ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármálastjórn ríkisins og nýtingu almannafjár. Megingildi hennar eru óhæði, hlutlægni, hæfni og trúverðugleiki. Frambjóðendur í prófkjörum vegna alþingiskosninganna 2009 athugið Frestur til að skila Ríkisendurskoðun uppgjöri um kostnað af prófkjörsbaráttu rennur út 25. október nk. Hafi kostnaður frambjóðanda ekki farið fram úr 300 þús.kr. nægir að hann skili skriflegri yfirlýsingu þar um fyrir sama tímamark. Nánari upplýsingar og eyðublöð er að finna á heimasíðu Ríkisendurskoðunar, www.rikisend.is. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „SAMDRÁTTUR á næsta ári verð- ur samdráttur í boði Seðlabankans,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, í ræðu á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. Vilhjálmur fór mjög hörðum orðum um vaxta- stefnu Seðlabankans, gjald- eyrishöftin og áætlun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. „Þegar horft er á þessa áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá verð- ur að segja að ég held að dómur sögunnar verði sá að þetta sé al- versta prógramm sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hefur nokkurn tíma sett nokkurs staðar,“ sagði hann og bætti við að það væri „markaðs- fjandsamlegt“. Gjaldeyrishöft væru yfirlýsing um að íslenska krónan væri ekki í lagi. Vilhjálmur sagðist sannfærður um að gengi krónunnar væri hærra í dag ef engin höft hefðu verið sett á og krónan látin fljóta. Skapa þurfi ástand sem geri erlendum fjárfest- um kleift að skipta sjálfviljugir er- lendum gjaldeyri. „Gjaldeyrishöftin eru í raun skilti sem á stendur: Krónan er ekki í lagi. Þetta gengur alls ekki upp,“ sagði Vilhjálmur. Lækkun vaxta væri lykilatriði ef koma ætti fjárfestingu í gang á næsta ári. Hann minnti á að í stöð- ugleikasáttmálanum væri gengið út frá því að stýrivextir yrðu komnir í eins stafs tölu 1. nóvember. Frá þessu hafi verið gengið eftir við- ræður við seðlabankastjóra og með vitund og vilja ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin yrði að beita öllum ráðum til að fá Seðlabankann til að lækka vexti í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember, eins og um var samið, með lagabreytingu eða öðrum að- ferðum. Bætti hann því við að ef vextir lækkuðu og fyrirtæki sæju sér hag í að fjárfesta og ráðist yrði í stór verkefni, væri hann sannfærð- ur um að á næsta ári mætti sjá byrjunina á uppsveiflunni, með kannski 2-4% hagvexti. Fast var sótt að Vilhjálmi í fyrir- spurnartíma að svara því hvað SA ætlaði að gera ef vextir lækka ekki fyrir 1. nóv., en þá gætu vinnuveit- endur sagt upp kjarasamningum. Vilhjálmur gekk ekki svo langt í svörum sínum. Benti hann á að launþegahreyfingin og SA ættu með sér mjög gott samstarf og séu mjög samstiga. Þess vegna væri staðan fáránleg. SA ætti ekkert sökótt við launþegahreyfinguna og því væri fáránlegt ef SA tæki upp óvináttu við launþegasamtökin með uppsögn kjarasamninga eingöngu vegna þess að Seðlabankinn og ríkisstjórnin standa ekki við sitt. „Samdráttur í boði Seðlabanka“  Framkvæmdastjóri SA segir að ríkisstjórnin verði að beita öllum ráðum til að fá Seðlabankann til að lækka vexti fyrir 1. nóv.  Áætlun AGS markaðsfjandsamleg » Næsta stýrivaxtadagsetning er 5. nóvember » Stöðugleikasáttin var undirrituð 25. júní » Metið fyrir 27. okt. hvort markmiðum er náð GUNNLAUGUR S. Sigurðsson iðnrekandi and- aðist aðfaranótt 23. september á Landspítalanum við Hringbraut, 56 ára að aldri. Hann fæddist í Varmahlíð í Skagafirði 17. júlí 1953, sonur Sig- urðar Gunnlaugssonar og Arn- þrúðar Margrétar Jóhannesdóttur. Gunnlaugur starfaði lengst af við eigið fyrirtæki í tengslum við ullar- iðnaðinn. Rak hann prjónastofu G.S. Sigurðssonar, sem síðar bar nafnið Janus ehf. Fyrirtækið hóf starfsemi í bílskúr foreldra Gunnlaugs árið 1970. Fyrirtækið var lengst af til húsa í Auðbrekku 21-23 í Kópavogi, allt þar til hann seldi reksturinn til Glófa ehf. 2006. Janus ehf. hefur eft- ir það starfað í annarri mynd. Gunn- laugur rak jafnframt saumastofuna Tinnu hf. í samstarfi við aðra. Gunnlaugur var kvæntur Gíslunni Arngrímsdóttur. Þau eignuðust fjögur börn. Gunnlaugur S. Sigurðsson Andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.