Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Skúla Á. Sigurðsson, Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur og Guðna Einarsson „ÞETTA blessaðist, Guði sé lof,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. „Þarna var glæsilegt safn til sýnis.“ Á þriðja tug málverka í eigu listasafnsins var í Höfða þ.á m. verk eftir Kjarval, Erró, Louisu Matthíasdóttur, Egg- ert Pétursson, Helga Þorgils og fleiri. Verkin voru flutt í flýti með sendi- bílum til Kjarvalsstaða og aðeins eitt þeirra skemmdist smávægilega. Eldurinn kom upp í millilofti sem skilur að rishæð og háaloft hússins en svo vel vildi til að verkin voru á jarðhæð. „Við erum mjög þakklát fyrir að björgunin skuli hafa tekist svona vel,“ segir Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri. Hún segir að kapp verði lagt á að húsið geti sem fyrst gegnt sínu mikilvæga menn- ingarhlutverki. Slökkvilið kom á vettvang aðeins nokkrum mínútum eftir að útkallið barst klukkan 17.40. Um klukkustund tók að ráða niður- lögum eldsins. Um 80 til 100 slökkviliðsmenn tóku þátt í baráttunni við eldinn. „Skemmdirnar eru mun minni en þær hefðu getað orðið,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, en húsið er skemmt af völdum elds, reyks og vatns. Mikið er brunnið á háalofti og í risinu og bruna- skemmdir ná allt niður í milliveggi á neðri hæðinni. Vatnsskemmdir eru þó litlar miðað við umfang eldsvoð- ans og hve mikið vatn var notað við slökkvistarfið. Vandasamt slökkvistarf Slökkvistarfið var nokkuð snúið, að sögn Jóns Viðars, þar sem eld- urinn var allur milli þilja þegar slökkvilið bar að. Þurftu slökkviliðs- menn að brjóta sér leið gegnum þak- ið að utan og loft að innan til að kom- ast að eldinum. „Tveir reykkafarar skriðu inn á háaloftið til að takast á við eldinn þar. Það var ansi heitt, en menn þurftu að passa að eldurinn færi ekki í allt þakið,“ sagði Jón Viðar. Þeir þurftu frá að hverfa vegna ógn- arhita en tókst þó að búa svo um hnúta að eldurinn breiddist ekki út. „Það gekk allt upp sem þurfti að ganga upp.“ Morgunblaðið/Ómar Slökkt Mikið er brunnið á háalofti og í risinu. Brunaskemmdir ná niður í milliveggi á neðri hæðinni. Vatnsskemmdir eru þó litlar miðað við umfang eldsvoðans. Menningarhlutverkið verði endurvakið sem fyrst Hátt í 100 slökkviliðsmenn tóku þátt í baráttunni við eldinn í Höfða Morgunblaðið/Júlíus Björgunarstarf Slökkviliðsmenn brjóta sér leið að eldinum. 1909 Höfði byggður fyrir til- stilli franska ræðismannsins Jean Paul Brillouin. Húsið er einlyft timburhús með brotnu þaki og kjallara og var lengi eitt stærsta einbýlishús Reykjavík- ur. Húsið er norskt „katalóg- hús“ í Jugendstíl. 1914-1917 Einar Benediktsson skáld kaupir og býr í Höfða. Sögur fara á kreik um reimleika í Höfða. 1924 Matthías Einarsson eign- ast Höfða og býr þar ásamt fjöl- skyldu og dótturinni Louisu Matthíasdóttur listmálara í mörg ár. 1941 Sir Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, heim- sækir Höfða. Annar frægur gestur hússins á þessum árum er Marlene Dietrich. 1942 Breska ríkið eignast Höfða og var húsið miðstöð starfsemi Breta hérlendis í seinni heimsstyrjöldinni. 1951 Sendiráð Breta flutt úr Höfða í miðborgina vegna reim- leika en sendiherrann sagði að hvítklædd kona léti hann ekki í friði. 1958 Reykjavíkurborg kaupir Höfða og til stendur að rífa hús- ið en seinna er hætt við þau áform og það endurbætt og fært í fyrra horf. Frá 1968 Höfði notaður sem móttökuhús borgarstjórnar Reykjavíkur. 1986 Leiðtogafundur Ronalds Reagan og Mikhails Gorbatsjov haldinn í Höfða 11. og 12. októ- ber. 1991 Viðurkenning sjálfstæðis Eystrasaltslandanna undirrituð af utanríkisráðherrum þeirra og íslenskum yfirvöldum í Höfða. Morgunblaðið/RAX Fundað Reagan heilsar Gorbatsjov kumpánlega á tröppum Höfða. Höfði á sér langa og merkilega sögu EFTIR jarðskjálftana á Suðurlandi árið 2000 mynduðust sprungur í Kleifarvatni og hverir á nokkrum stöðum sem laðað hafa til sín fiska og síli í vatninu, einkum í suðurhluta þess. Skepnurnar komast þó ekki allar heilar úr þeirri ferð því yfir hverunum er gífurlegur hiti, allt að 100 gráða heitt vatn sem upp kem- ur. Gísli Á. Guðmundsson kafaði í vatninu ásamt félögum sínum og tók þessa mynd með breiðlinsu á 5-6 metra dýpi. Rétt fyrir framan hann synti torfa af hornsílum, allt að 5 cm löngum, en þau virðast þó stærri en þau eru. Í bakgrunni eru hvítar útfellingar frá hvernum en Gísli segist í samtali við blaðið einnig hafa séð nokkra dauða urriða við hverinn. Eftir skjálftana hefur verið nokkur virkni í vatninu en vatnsborðið engu að síður hækkað, sam- kvæmt upplýsingum frá Íslenskum orkurann- sóknum og Vatnamælingum Veðurstofunnar. Jarðhiti í vötnum sem þessu dregur að sér sérstakt jurta- og dýralíf og kringum Kleif- arvatn gengu þjóðsögur fyrr á öldum um eitr- aða silunga, svonefnda öfugugga eða loðsil- unga, sem þóttu skaðræðisskepnur. bjb@mbl.is Hverir í Kleifarvatni geta reynst varasamir Ljósmynd/Gísli Á. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.