Morgunblaðið - 26.09.2009, Síða 32

Morgunblaðið - 26.09.2009, Síða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 ✝ Bylgja HrönnNóadóttir fæddist í Ártúni á Tálknafirði 2. júlí 1960. Hún lést á bráðamótöku Land- spítalans við Hring- braut 14. september sl. Foreldrar hennar eru Nói A. Marteins- son, f. 16.11. 1934, og Fríða Sigurðardóttir, f. 17.11. 1936. Systk- ini Bylgju eru 1) Börkur Hrafn, f. 16.1. 1970, kvæntur Hel- enu Rut Hinriks- dóttur, f. 5.9. 1971, sonur þeirra er Hinrik Nói, f. 2006, fyrir á Börkur tvíburana Hafþór Karl og Sigurð Ágúst, f. 2002, Helena á fyrir Ás- gerði Elínu, f. 1996. 2) Ingibjörg Jóna Nóadóttir, f. 6.11. 1979, sam- býlismaður Birgir Már Gunn- arsson, f. 15.4. 1980. Birgir á son- inn Ísak Daða, f. 2002. Bylgja giftist 18. júlí 1980 Kristni Sigurbirni Magnússyni, f. 28.9. 1951, d. 14.4. 1988. Þau skildu. Foreldrar hans voru Magn- ús Helgi Sigurbjörnsson, f. 21.5. Pétursdóttir, f. 20.7. 1922. Sonur Bjarka frá fyrra sambandi er Atli Fannar, f. 13.4. 1984. Bylgja og Bjarki byggðu sér fallegt heimili í Tjaldhólum á Selfossi þar sem börn þeirra áttu sér fastan sess í tilver- unni. Bylgja ólst upp á Tálknafirði og vann þar ýmis störf, m.a. versl- unarstörf, við fiskvinnslu og á leik- skóla staðarins. Árið 1974 fór hún á Akranes þar sem hún var einn vetur í skóla, síðar fór hún í Skóga- skóla undir Eyjafjöllum og var þar tvo vetur. Þá stundaði hún einnig nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Bylgja vann lengi í fisk- vinnslufyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafiði, síðustu árin þar sem matsmaður. Árið 1997 flutti Bylgja til Hveragerðis þar sem hún vann á Heilsustofnun Náttúrulækninga- félags Íslands. Eftir að Bylgja flutti á Selfoss árið 2005 vann hún í Guðnabakaríi og síðar á leikskól- anum Hulduheimum, þar sem hún vann hug og hjörtu barnanna og samstarfsfólks. Á Tálknafirði liggja rætur Bylgju og sótti hún mikið þangað eftir að hún flutti á Suðurlandið. Minningarathöfn um Bylgju var í Selfosskirkju 24. september. Útför Bylgju verður gerð frá Tálknafjarðarkirkju í dag, 26. sept- ember, og hefst athöfnin klukkan 14. 1929, d. 5.4. 1976, og Hildigunnur Kristins- dóttir, f. 18.7. 1930, d. 29.10. 2007. Auk dætra Bylgju og Kristins átti Kristinn fjögur börn, elst þeirra er S. Harpa Kristinsdóttir, f. 1969, hún ólst upp að hluta hjá Bylgju og Kristni á Tálknafirði. Dætur Bylgju og Kristins eru 1) Hildi- gunnur Krist- insdóttir, f. 26.4. 1980, unnusti Ívar Pétur Hannes- son, f. 27.10. 1977, sonur þeirra er Hannes Kristinn, f. 2006, fyrir á Ív- ar börnin Jón Axel, f. 1995, og Ey- dísi Hönnu, f. 2000. 2) Fríða Hrund Kristinsdóttir, f. 30.3. 1982, unnusti Róbert Árni Jörgensen, f. 25.3. 1983, sonur þeirra er Róbert Mar- on, f. 2009. Árið 2003 kynntist Bylgja núver- andi sambýlismanni sínum, Bjarka Hrafni Ólafssyni, f. 18.11. 1955, foreldrar hans eru Ólafur J. Helga- son, f. 24.12. 1920, og Veronika Hvað er lífið? Kaldur eldur, klakabönd sem hefta ylinn. Enginn lifir eilíf jól. Margur kveður sorgum seldur, sælu heimsins viður skilin, gjörvöll streitist sorg í sól. Helgir geislar drottinsdýrðar, daga og nætur lýsi þér. Leiði þig á lífsins brautum, lausnarinn sem fæddur er. Aldrei kvala stígðu stíg, sterkum valinn huga. Lífs um dali leiði þig, ljósið almáttuga. (Höf. M.G. frá Siglunesi) Guð geymi þig. Pabbi og mamma. Elsku mamma mín, þú ein veist hversu mikið ég sakna þín. Ég hef oft sagt þér að þú sért besta mamma í heimi og þú munt alltaf vera sú besta sem uppi hefur verið. Þó ég eigi að heita fullorðin manneskja þá get ég ekki tekist á við þetta, ég er líka bara stelpa, stóra stelpan þín. Ég trúi því ekki ennþá að þú komir ekki aftur. Ástarþakkir fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig. Þú hugsaðir alltaf meira um aðra en sjálfa þig, og þá sérstaklega um okkur Fríðu. Þú gerðir allt fyrir okkur, studdir okkur í gegnum nám, íþróttir, gleði og erf- iðleika. En hver á nú að styðja okk- ur? Ég veit vel að við eigum fullt af yndislegu fólki í kringum okkur en ekkert þeirra er þú. Ég er þakklát fyrir að Hannes Kristinn minn hafi fengið að kynnast þér, hann sagði við mig í kvöld: „Við elskum ömmu Bylgju rosalega mik- ið.“ Mér þykir sárt að hann fái ekki að kynnast þér meira og einnig þykir mér sárt að litla barnið mitt sem væntanlegt er í mars fái ekki að kynnast þér, fallegu ömmu sinni. Þú varst svo ánægð þegar ég sagði þér að ég ætti von á öðru barni. Ég mun segja ömmubörnunum þínum enda- lausar fallegar sögur af þér. Þú elskaðir okkur dætur þínar, litlu ömmustrákana þína, Bjarka þinn og alla fjölskylduna svo mikið. Við höfum öll fundið fyrir ást þinni. Elsku mamma mín, hér sit ég og græt og bíð eftir því að þú komir að hugga mig. Ég vona að þér líði vel og að þú hafir fundið frið. Hvíldu í friði, dúllan mín, ég hlakka til að hitta þig aftur. Elska þig endalaust mikið. Þín Hildigunnur. Elsku mamma. Það er svo sárt að þú sért farin og vita það að þú kemur ekki aftur. Ég var alltaf að vona að þetta væri vond- ur draumur og þegar ég myndi vakna værir þú hérna hjá okkur. Það er svo erfitt að sætta sig við að vera búin að missa þig. Þú varst svo mikilvægur hlekkur í mínu lífi. Ég gat alltaf leitað til þín, sama hvað bjátaði á. Við vor- um svo góðar vinkonur, við gátum spjallað um allt og ekkert, og þú varst alltaf til staðar. Mig langaði svo að Róbert Maron fengi að kynnast þér betur og fengi að finna hversu æðisleg amma þú værir. Ég man þegar þú komst til okkar á sjúkrahúsið og hélst á Róbert Maroni í fyrsta skiptið, þú varst svo ánægð og stolt. En ég mun vera dug- leg að deila með honum öllum þeim góðu minningum sem ég á um þig. Ég veit að þú munt alltaf vera með okkur en það vantar bara svo mikið þegar þú ert ekki hér. Ég sakna þín svo mikið. Þín Fríða Hrund. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þú verðir ekki lengur hér hjá okkur Bylgja mín.Við áttum margar góðar stundir saman ég, þú og litla stelpan þín hún Fríða Hrund. Ég minnist þess stundum þegar ég og Fríða vor- um fyrst að byrja saman fyrir rúmum sex árum og stunduðum nám uppi á Laugarvatni. Vildi dóttir þín endilega kynna mig fyrir verðandi tengdamóð- ur, strax eftir eina viku. Ekki leist mér nú á þá hugmynd strax þar sem við höfðum verið svo stutt saman, og allir vita að það er ekki alltaf auðvelt að hitta tilvonandi tengdaforeldra í fyrsta sinn. En á endanum sagði ég já. Þegar við komum í Hveragerði, þar sem þú bjóst á þessum tíma, tókstu á móti okkur með stóru brosi, bauðst mig velkominn og byrjaðir að spjalla við mig eins og við hefðum þekkst í langan tíma. Allt varð svo þægilegt í kringum þig. Þessi kvöld- stund lýsir þér svo vel því þú varst alltaf með opið hús fyrir okkur krílin þegar við komum við, alltaf fann mað- ur fyrir ást og hlýju og mér leið alltaf svo vel hjá þér. Þú sást til þess. Þú hugsaðir um mig eins og ég væri þinn eigin sonur. Þegar heimsóknirnar urðu fleiri fór ég að læra svolítið á þig. Ég vil nú ekki meina að ég sé stríðinn maður en mikið var alltaf gaman að stríða þér og hlæja með þér. Þú hlóst svo inni- lega og varst alltaf tilbúin að slá á létta strengi. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið en höldum í allar þær frábæru minningar sem þú gafst okkur. Ég veit að þú kemur til með að fylgjast með litlu krílunum þínum og nýjasta fjölskyldukrílinu, honum Róbert Maroni. Það var ómetanlegt þegar þú birtist í skírn- arveislunni hjá honum, að þú skyldir fá að sjá hann og kynnast honum áð- ur en þú fórst úr þessum heimi. Við eigum eftir að sakna þín mikið en ég veit að þú verður alltaf hjá okk- ur til að fylgjast með. Ég skal hugsa um litlu stelpuna þína eins og þú sagðir mér oft að gera. Takk fyrir allt saman. Þinn tengdasonur, Róbert Árni. Elsku Bylgja mín, ég trúi því varla að þú sért farin frá okkur. Mér finnst ennþá eins og síminn muni hringja og þú spyrjir mig hvort þú hafir nokkuð verið að vekja mig, sama hve langt væri liðið á daginn. Oftast svar- aði ég játandi og við hlógum. Það vantaði ekki húmorinn í þig og ég man ekki eftir þér nema brosandi all- an hringinn. Veikindin tóku kannski sinn toll en alltaf lést þú eins og ekkert hefði í skorist og varst alltaf tilbúin að leggja öðrum lið. Því þú settir velferð annarra alltaf fram fyrir þína eigin. Ég er þér mjög þakklátur, og sömuleiðis Bjarka, hvernig þið tókuð mér og börnunum mínum strax. Ey- dís mín var fljótlega hænd að ykkur og voruð þið henni sem amma og afi og gerðuð oft eitthvað skemmtilegt með henni. Mér fannst gaman þegar við fórum öll í sumarbústaðaferðir og útilegur. En vegna veikinda þinna komst þú ekki með í sumar, eins og þú hefðir viljað. Ég á margar góðar minningar um þig sem ég ætla að geyma hjá mér alltaf, því þú varst frábær mann- eskja í alla staði og þín verður sárt saknað af öllum sem fengu að kynn- ast þér. Guð veri með þér. Ívar Pétur. Lækurinn byrjar kyrrlátur til fjalla, á leið sinni til sjávar dregur hann til sín meira vatn, vatn lífsins, allt til enda að hann fellur til sjávar. Sumir lækir draga að sér grugg og óhreinindi, verða að gruggugu frá- hrindandi fljóti, aðrir halda hrein- leika sínum og fegurð. Segja má að lífið sé lækur, ekkert líf er eins og annað, stundum er lífið hreint og fag- urt, það var lífið þitt. Hvers vegna? Hvers vegna þú? Þetta eru spurn- ingar sem leitað hafa á okkur und- anfarið, en fátt er um svör. Innst inni vitum við að við spurningunum fáum við engin svör í bráð og það er svo sárt, sárara en orðum taki. Elsku Bylgja okkar, hvar getum við byrjað? Öll orð, öll huggun og hughreysting er hjóm eitt miðað við þann missi sem er í þér. Allt þitt líf einkenndist af þinni innri fegurð og gæsku. Alltaf var pláss fyrir þann sem leitaði skjóls, ekki bara í húsa- kynnum þínum heldur ekki síður í hjarta þér. Heimili þitt var hin trausta friðarhöfn þeim er þangað sóttu og þú hinn trausti klettur er allt og alla varðir. Það kristallaðist í þér að líkamleg stærð og styrkur má sín lítils í samanburði við innri kraft og hlýju sem þú varst svo rík af. Það var sama hvað á bjátaði, alltaf stóðst þú keik með bros á vör, geislandi fas og hlýjan læknandi faðm. Af þessum sökum skiljum við ekki, af hverju? Elsku Bjarki, Hildigunnur og Ívar, Fríða og Róbert, mamma og pabbi, Inga Jóna og Birgir, Hannes Krist- inn og Róbert Maron, trúin og vonin styrki ykkur og lýsi í gegnum þann táradal sem lífið er. Við elskum ykk- ur, Börkur, Helena, Ásgerður, Hafþór, Sigurður og Hinrik Nói. Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að sitja hér og skrifa minningargrein um þig systir góð. Þetta er mér enn svo óraunverulegt allt saman enda gerðist þetta allt svo óvænt og hratt. Eftir sitjum við hin með allar þessar spurningar sem við fáum kannski aldrei svör við. Það mun taka okkur tíma að venjast því að þú ert ekki hérna með okkur, ef það mun þá nokkurn tímann venjast. Við áttum eftir að gera svo margt saman. En í stað alls þess höfum við nú bara minningarnar til að ylja okk- ur við. Og þær eru margar og góðar, sem betur fer. Ég mun alltaf minnast þín sem þeirrar yndislegu mann- eskju sem þú varst, kletturinn í lífi svo margra, alltaf brosandi eða hlæj- andi og tilbúin að gera allt fyrir alla. Þröngt mega sáttir sitja er orða- tiltæki sem oft var notað á þínu heimili, alveg sama hversu lítið plássið var þá var alltaf pláss fyrir einn enn. Eins og þegar ég fékk að búa hjá ykkur mæðgum í Hvera- gerði, stelpurnar hvor í sínu her- berginu, ég og þú á svefnsófanum og hver sú vinkona stelpnanna sem vildi á dýnu á gólfinu hjá þeim. Nótt eftir nótt hélt ég fyrir þér vöku með því að tala upp úr svefni en aldrei kvart- aðirðu, gerðir bara grín að öllu eins og vanalega. Við eigum margar sögurnar innan fjölskyldunnar sem við getum enda- laust hlegið að. Eins og þegar við héldum að við mundum ekki fá pizz- una sem við pöntuðum af því að þú hlóst svo mikið í símann, eða þegar við vorum að vinna á Örkinni og þú urraðir óvart á gestinn sem þú vissir ekki að stóð fyrir aftan þig, þegar þú „týndir“ vettlingunum þínum, þegar þið mamma voruð að dansa í eldhús- inu hjá Berki, öll hlátursköstin ykkar mömmu sem enduðu yfirleitt með því að tárin fóru að renna og svona mætti lengi telja. Allt eru þetta minningar sem við eigum eftir að hlæja að um ókominn tíma. En sú minning sem er mér kærust er gamlárskvöldið 2005-2006. Það var þér líkt að þegar plönin mín brugðust bauðstu mér til ykkar Bjarka, við borðuðum dýrindismáltíð (eins og var nú alltaf á þínu heimili), Bjarki setti upp „skotpall“ fyrir rak- ettuna mína og svo sátum við syst- urnar langt fram eftir nóttu og kjöft- uðum, þetta var yndisleg nótt. Þú varst klettur í lífi svo margra, mínu þar með töldu. Þú áttir alltaf tíma fyrir alla í kringum þig og gerð- ir allt sem þú gast fyrir aðra og með bros á vör. Þetta gerði það nú reynd- ar að verkum að þú gleymdir stund- um sjálfri þér en Bjarki var góður í að minna þig á að það væri ein per- sóna sem þú ættir að hugsa líka um, og þú varst farin að hlusta á hann, enda sá maður þig blómstra eftir að þið kynntust. Milli mín, þín og stelpnanna: Núna ert það víst þú sem munt bíða eftir okkur, þú ert ekki búin að týna vett- lingunum þínum, þeir eru örugglega bara í pokanum þínum. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég elska þig systir kær og mun ávallt sakna þín. Ingibjörg Jóna Nóadóttir. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Hún var einstök og hennar skarð Bylgja Hrönn Nóadóttir Elsku amma Bylgja. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Ég sakna þín. Þinn Hannes Kristinn. HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS L. SIGURÐSSON, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 24. september. Jónína Þorsteinsdóttir, Sigríður Ásta Lárusdóttir, Runólfur Gunnlaugsson, Ágústa Lárusdóttir, Sigurður Þór Kristjánsson, Þorsteinn Lárusson, Steinunn Eiríksdóttir, Sigurður Lárusson, Ásta Björk Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR FRIÐGEIR JÓHANNSSON stórkaupmaður, Melseli 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 24. september. Svava Steinunn Ingimundardóttir, Elínborg Sigurðardóttir, Jón Ingi Sigurðsson, Linda Jóhannsdóttir, Heiðdís Sigurðardóttir, Sigvaldi S. Einarsson, Heiðrún Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.