Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 46
Íþriðju kvikmynd gríska leikstjóransGiorgos Lanthimos, Hundstönn, erbrugðið upp mynd af „fjölskyldulífi“sem kallast á ógnvænlegan hátt á við hryllingssögur úr samtímalegum veruleika. Leikstjórinn nálgast efnið á klínískan máta, úr fjarlægð og með köldu, rannsakandi en hlut- lausu auga, sem eykur slagkraft myndarinnar og gerir hana á köflum erfiða áhorfs en að sama skapi sérstæða og knýjandi. Segir hér frá fjölskyldu sem býr í rúmgóðu einbýlishúsi í úthverfi með stóran, innilokaðan og afgirtan garð bak við húsið. Snemma verður ljóst að börnin þrjú, sem virðast öll vera um tvítugt, hafa aldrei komið út fyrir landareignina og foreldrar þeirra, heimavinnandi „húsmóðir“ og heimilisfaðirinn, yfirmaður í verksmiðju, halda þeim föngnum og hafa skapað einskonar hliðarveruleika, tilbúinn heim, sem börnin lifa sínu lífi í. Þessi tilbúni heimur samanstendur af „goðsögnum“ sem réttlæta rökvísi hins daglega lífs, kennslustundum þar sem börnin leggja á minnið villandi og kolranga „þekk- ingu“ og tungumálakennslu sem miðar við al- gjörlega sjálfbæran og öfugsnúinn málheim. Aldrei er fullskýrt hvað vakir fyrir foreldr- unum, hinu mesta rólyndisfólki að því er virð- ist í fyrstu, utan við það að þau virðast tor- tryggin í garð umheimsins og „áhrifa“ hans. Að sumu leyti er hér því um að ræða tilraun til að „rækta“ hina fullkomnu fjölskyldu, tilraun sem fer herfilega úrskeiðis eins og vænta má í framrás myndarinnar. Eini utanaðkomandi aðilinn sem fær inngang í einkaheim fjölskyld- unnar er kvenkyns öryggisvörður í verksmiðj- unni sem faðirinn borgar fyrir að stunda kyn- líf með syninum. En það er einmitt þessi erindreki umheimsins sem kemur veröld barnanna úr jafnvægi og brátt tekur að hrikta í stoðum þessa skelfilega falsheims sem aðeins verður verri og verri eftir því sem foreldrarnir þurfa að bregðast við auknu áreiti frá full- orðnum „börnum“ sínum. Ekki er hægt að horfa á Hundstönn án þess að tengja atburða- rásina við mál á borð við þau sem kennd eru við hinn austurríska Jósef Fritzl og sér- staklega hina bandarísku Jaycee Dugard. Slíkt skírskotunarkerfi veruleikatengir meta- fórískar hliðar verksins á máta sem kann að hafa verið fjarri ætlun leikstjórans en dregur ekki úr áhrifamætti þess. Þetta er mynd sem greinilega er ætlað að stuða og vekja óhug, og hvort tveggja tekst, en myndin heldur handan einfaldrar ögrunar og á vit tilvistarlegrar martraðar, hún skapar tilfinningu fyrir hræði- legu misgengi í mannlegum samskiptum en tengir svo hina innilokuðu atburðarás ein- staklingsbundinnar vitfirringar við þjóðfélags- legar spurningar á liðlegan og úthugsaðan máta. Að hleypa heimdraganum Háskólabíó, RIFF 2009 Hundstönn (Kynodontas) bbbbm Leikstjórn: Giorgos Lanthimos. Aðalhlutverk: Christos Stergioglou, Michele Valley, Aggeliki Pap- oulia, Christos Passalis. Grikkland, 90 mín. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR KVIKMYND Hundstönn Myndin heldur handan einfaldrar ögrunar og á vit tilvistarlegrar martraðar. RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 47.000 manns í aðsókn! SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Íslens kt tal 650kr. Uppáhalds BIONICLE®-hetjurnar vakna til lífsins í þessari nýju og spennandi mynd Yfir 50.000 manns í aðsókn! STÚLKA N SEM L ÉK SÉR AÐ ELD INUM FRUMSÝ ND 2. O KTÓBER FORSAL A Í FULL UM GAN GI Á MI DI.IS AÐEINS 5 DAGA R EFTIR ! Blóðugur spennutryllir frá handritshöfundi Juno Hin sjóðheita Megan Fox leikur kynþokkafulla og vinsæla menntaskólastelpu sem vill aðeins óþekka stráka! Með Amanda Seyfried (úr Mamma Mia). SÝND Í SMÁRABÍÓI BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í HáskólabíóSími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Bionicle (ísl. tal) kl. 4 LEYFÐ Jennifer‘s Body kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára The Ugly Truth kl. 8 B.i. 14 ára The Final Destination kl. 10 B.i. 16 ára Indversk helgi: GHAJINI kl. 4 (FRÍTT) NORDISK PANORAMA 25–30 SEPTEMBER Í REGNBOGANUM DAGSKRÁ ER AÐ FINNA Á: NORDISKPANORAMA.COM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.