Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.09.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 ✝ Jón Sigurðssonfæddist á Leirum, Austur-Eyjafjöllum 16. júlí 1933. Hann lést á Elliheimilinu Grund 18. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jóns- son, bóndi frá Ásólfs- skála, f. 10. september 1902, d. 10. apríl 1964, og Guðrún María Ólafsdóttir frá Leir- um, f. 8. júní 1908, d. 31. mars 2000. Systur Jóns eru Málfríður Erna, f. 14. febr- úar 1941, d. 10. ágúst 2007, Margrét Sesselja, f. 20. nóvember 1945, og Þorbjörg Fjóla, f. 3. nóvember 1949. Jón kvæntist árið 1966 Kristínu Ragnheiði Magnúsdóttur frá Flat- eyri. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Sigurður, f. 28. ágúst 1967, d. 10. ágúst 1969. 2) Guðrún, launafulltrúi og sjálf- stæður dreifing- araðili, f. 17. febrúar 1970, maki Magnús Már Adólfsson. Börn þeirra eru Óttar Már og Ólöf. 3) Sigurður atvinnurekandi, f. 17. febrúar 1970, maki Sylke Jónsson. Barn þeirra er Aaron Ra. 4) Magnús rekstr- arstjóri, f. 9. nóv- ember 1972. Jón var bóndi á Leirum I til loka ársins 1965 og flutti þá til Reykja- víkur. Upp frá því vann hann al- menna verkamannavinnu meðan heilsan leyfði. Útför Jóns fer fram frá Eyvind- arhólakirkju í dag, 26. september, kl. 14. Elsku Nonni, fá orð til að kveðja góðan mann. Þú kvaddir í svefni svo friðsæll og fallegur. Þú varst svo lengi búinn að þrá að kveðja þennan heim saddur líf- daga og það sem hrjáði þitt viðkvæma og hlýja hjarta, vegna óréttis sem þú varst beittur. Þeir sem skrika á beinu línunni geta oft illa varið sig. Bakkus var þinn óvinur og oft féllu tár yfir því að þetta yrði þitt hlutskipti í lífinu, að þessi ógnvaldur yfirstigi þinn vilja og um- breytti þinni persónu undir áhrifum. Hvers vegna skeður það að hrjáð sál finnur svo sterkt til vanmáttar síns að hún brýst út í umbreyttri persónu? Eitt viljum við systurnar að komi fram. Við þekktum þinn innri mann, hjartahlýjuna og heiðarleikann sem var svo ríkt afl í þér. Hvernig var hægt annað en að þekkja það, við ól- umst upp með þér. Þú áttir svo erfitt með að horfa upp á þjáningar og vanmátt bæði manna og dýra og alltaf varst þú tilbúinn að hjálpa ef þú gast. Þú hefðir gefið þína síðustu flík ef það hefði orðið til að ylja öðrum. Og dýrin áttu hauk í horni þar sem þú varst. Okkur systkinunum var alltaf innprentað að vera heiðar- leg í orði og verki og hjálpa þeim sem minna máttu sín. Svo sannarlega var þessi speki ríkur félagi þinn. Þú lagðir mikla áherslu á að greiða þínar skuld- ir og vera sannsögull. Við gleymum aldrei þegar þú fannst veski með um- talsverðum peningum í. Ekki datt þér í hug að stinga þessu undan heldur lallaðir þú þér niður á lögreglustöð og skilaðir því. Við munum svo vel hvað mamma var stolt af þér og sagði: „Þetta er bara eins og Nonni minn er“. Það eru ekki allir sem ánetjast hafa ógnvaldinum Bakkusi með þá hugsun að greina rétt frá röngu. Þú varðst fyrir þó nokkrum áföllum í lífinu, elsku Nonni okkar, því teljum við að líf þitt hafi farið eins og það fór, sálartetrið þitt bar ekki þessi áföll. Ef söngrödd þín hefði fengið að þjálfast og hljóma hefði margt getað farið öðruvísi. Bara að þú hefðir þegið það þegar þér var boðinn styrkur og þjálf- un til söngnáms. Þú hafðir ekki nógu mikla trú á sjálfum þér og bústörfin gengu fyrir. Árið 1957 keyptir þú Leirur 1. Þeg- ar þú svo varðst fyrir því tjóni í árs- byrjun 1965 að fjárhús, hesthús og hlöður fuku í aftakaveðri þá gerði það útslagið með það að þú hættir búskap og fluttir til Reykjavíkur. Hugur þinn leitaði þó stíft í sveitina þína fyrstu ár- in í Reykjavík. Að lokum viljum við systurnar þakka þér fyrir hvað þú varst góður stóri bróðir þegar við vorum litlar. Fyrir nokkru síðan vorum við að ræða málin og þá komstu með þessa speki: „Ef sannleikurinn kemur ekki réttur til okkar, getur verið erfitt að höndla hann, en við eigum líf eftir þetta líf og þá opnast fyrir huluna og allt kemur í ljós.“ Við systurnar og börnin okkar elsk- uðum þig og sáum hvað þú varst stór- brotinn persónuleiki. Við vitum að vel hefur verið tekið á móti þér. Fjöl- skyldan sendir kærar þakkir til starfsfólks á Elliheimilinu Grund. Að lokum fylgja tvö erindi úr ljóði sem Halldór móðurbróðir okkar orti. Hérna er allt sem hjartað kýs hugur róma glaður Hér er sálarsærðum vís sannur griðastaður Hingað leitar hugur minn hér grær fegurst rósin Blika skært við barminn þinn bernsku vona ljósin. Þorbjörg, Margrét og fjölskylda. Ég kveð þig, elsku frændi. Ég kveð þig hægt og hljótt. Vonandi sefur þú vært og rótt. Þú vildir að allt gerðist fljótt þó þér lægi ekkert á. Þú hafðir stundum samband og baðst um að- stoð, sagðir að ekkert lægi á. Svo gerðist það að þú hafðir samband aft- ur innan 10 mínútna og spurðir hvort við værum ekki að koma. Mamma hringdi einnig oft í kjölfarið og spurði út af hverju við værum ekki búin að gera það sem við höfðum lofað þér. Já, þér lá ekkert á en samt lá þér allt- af á. Vegna ástar systur þinnar, móður minnar á þér, má segja að æskuár mín hafi stjórnast af hvort þú hafir verið drukkinn eða ódrukkinn. Ef þú varst ódrukkinn og líðan þín var góð, gátum við fjölskyldan gert hluti sam- an, eins og að fara í ferðalög, annars ekki. Þú varst svo sannarlega heppinn með hvað systur þinni og móður þótti vænt um þig. Ég hef aldrei vitað hvort þú gerðir þér grein fyrir hvað þú ætt- ir frábæra systur, mág og móður. Þau snerust í kringum þig og þjónuðu þér. Þegar ég hugsa til baka og alls þess tíma sem þau eyddu í að sjá um þig þá er ég sátt við það, því þetta kenndi mér hvað ástin og góð fjölskylda er mikilvæg. Það fólk sem elskaði þig mest átti oft erfitt, það voru mörg tárin sem runnu í endalausri baráttu þeirra við þá djöfla sem ásóttu þig. Vonin dvín- aði aldrei, trúin á að þú sæir að þér og hættir að drekka var mikil þrátt fyrir endalaus vonbrigði þar að lútandi. Ég ákvað snemma að standa með þér í gegnum súrt og sætt ásamt móður minni, enda þótt mér þætti að þú ætt- ir það ekki alltaf skilið. Móðir þín og móðir mín fórnuðu sér algjörlega fyrir þig. Þú varst algjör- lega háður þeim fram að dauðdaga þeirra og vissulega misstir þú mikið í bæði skiptin, fyrst þegar móðir þín veiktist og gat ekki annast þig lengur og svo þegar systir þín veiktist en hélt þó áfram að annast þig í veikindum sínum í tvö ár, sárþjáð og sjálfselsku- laust. Alltaf var það þannig að enginn mátti setja neitt út á þig. Hún sá um þig og þínar þarfir alveg fram að dauða sínum fyrir tveimur árum. Nonni, þú varst alltaf góður við mig, kallaðir mig glókollu þína. Þú kenndir mér margt um mikilvæga hluti í lífinu, bæði góða og vonda. Þú áttir á þinni erfiðu ævi stóran þátt í að móta og skapa það besta sem býr í mér. Þú átt stóran þátt í góðri ímynd foreldra minna og ömmu sem gerðu allt sem þau mögulega gátu fyrir þig. Ég á fjölda minninga um mömmu að láta pabba snúast í kringum þig. Ef þig langaði í eitthvað þá var pabbi sendur til að kaupa það, allt svo þér liði sem allra best. Pabbi var alltaf boðinn og búinn til að snúast með þig og fyrir þig. Hann kvartaði aldrei, þó það kæmi niður á tekjum hans en hann þurfti iðulega að koma úr vinnunni til að koma þér til aðstoðar. Þau voru t.d. ekki fá skiptin sem hann fór með þig til lækna og á bráðavakt Landspítalans, bæði að degi til og nóttu. Foreldrar mínir vöktu alltaf yf- ir þér eins og fallegir englar sem þau eru. Ég hef alltaf elskað þig, fallegi frændi minn. Guð geymi þig og ég bið að heilsa góðu mömmu minni og ömmu. Nú eruð þið öll saman aftur. Við hittumst síðar. Guðrún Margrét Jóhannesdóttir. Jæja frændi, þá er erfiðu lífsskeiði þínu lokið. Dauði þinn vekur marg- slungnar tilfinningar en sú sterkasta er þó sorgin yfir dauða móður minn- ar. Líf ykkar var alla tíð svo samofið að það er erfitt að hugsa um annað ykkar án þess að minnast hins. Það ætti því ekki að koma á óvart hvað dauðinn heimsótti ykkur með stuttu millibili. Minningar mínar um þig eru mis- góðar. Þær slæmu tengjast flestar drykkju þinni og sjálfselsku. Þú lagð- ir mjög mikið á það fólk sem elskaði þig mest og ætlaðist til of mikils af þeim. Þú áttir vissulega mjög bágt mestan hluta ævi þinnar og ég hef grun um að þú hafir alla tíð barist við mikla minnimáttarkennd, geðveilu og einmanakennd. Þú varst einn fyrir ut- an nokkur ár með konu og börnum. Vissulega var mikið á þig lagt að missa elsta son þinn svo ungan að ár- um og áfallið var eflaust einnig mikið þegar þú komst heim í lok vinnudags og eiginkonan með börnin ykkar þrjú var farin með allt úr íbúðinni. Hvað gerðist á milli ykkar veit ég ekki en þú hefur eflaust átt einhverja sök á. Leiðinlegast var þó fyrir börnin þín að fá ekki tækifæri til að kynnast þér eins og þú varst þá, oftar ódrukkinn en drukkinn. Ég efast um að þær stóru jóla- og afmælisgjafir sem þú sendir börnum þínum til Ísafjarðar með góðri aðstoð móður þinnar og systra, hafi getað komið í stað föð- urins sem þau fengu ekki að kynnast. Ég á margar góðar minningar um þig frá æskuárum mínum, þú varst mér sem annar faðir, alltaf blíður og góður þegar þú varst allsgáður. Þú gerðir að sárum mínum, þurrkaðir vanga mína og huggaðir þegar ég hafði þörf á og sást til þess að reið- hjólið mitt væri í lagi. Þegar drykkjan jókst og þú að lokum hættir að stunda atvinnu þá koma aðrar minningar, sem fela í sér allt annan mann. Ég á margar erfiðar og sárar minningar um þann karakter sem ég vil helst reyna að gleyma. Ég er vissulega bú- in að reyna að fyrirgefa þér margt sem þú sagðir og gerðir en ég á erfitt með það. Ég vonast til að það takist einhvern daginn svo að góðu minning- arnar um allsgáða frændann/föðurinn sem ég átti einu sinni verði ofan á. Þú mátt eiga það að þrátt fyrir óreglu þína, þá varstu alltaf heiðar- legur. Ég held raunar að það hafi frekar verið galli en hitt því þessi heiðarleiki gerði þér kleift að útvega þér áfengi, því það var öruggt mál að þú borgaðir alltaf skuldir þínar. Og ef þú áttir ekki fyrir þeim þá fór móðir mín og borgaði þær fyrir þig. Það var séð um þig eins og ungbarn, með- virkni þinna allra nánustu var mikil. Þú varst alltaf prinsinn í fjölskyldunni og allt snerist í kringum þig. Það má því kannski segja að þú hafir aldrei átt þér viðreisnar von, þú fékkst aldr- ei að reyna á þig og þegar lífið bank- aði upp á hjá þér með öllum þeim sorgum, áhyggjum og ábyrgð sem því fylgdi, þá kiknaðir þú undan álaginu og flúðir í algleymi og þynnku áfeng- isins. Ég vil þakka Margréti og Sigrúnu fyrir þá aðstoð sem þær veittu mömmu við umönnun þína í veikind- um hennar. Einnig Þorbjörgu fyrir að aðstoða þig við að komast á Grund. Takk stelpur. Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Kallið er komið, Nonni frændi hef- ur kvatt. Það er söknuður í huga mér en líka léttir, nú kvelst hann ekki meir. Lífið fór illa með hann og hann fór illa með lífið. Nonni upplifði þá martröð að missa barnungan son sinn og markaði sorgin djúp spor í lífi hans. Hann eignaðist síðan þrjú börn sem hann unni að mestu úr fjarlægð því skilnaður hans og Stínu varð til þess að sambandið varð stopult. Hann var afar stoltur af barnabörn- unum sínum, ljómaði allur þegar hann talaði um þau og sýndi mér myndir af þeim. Ég aftur á móti þekki lífið varla án Nonna, hann var heimalningur hjá okkur alla tíð og ef farið var í ferðalög voru hann og amma ávallt með. Nonni fann vin í Bakkusi. Drukkinn krafðist hann mikillar umönnunar og þjónustu. Amma sinnti honum af alúð og sterk taug var á milli þeirra. Þegar amma veiktist tók mamma við hlut- verkinu enda þær mæðgur líkar á margan hátt. Foreldrar mínir tóku hann undir sinn verndarvæng og önnuðust hann svo vel að manni þótti oft nóg um. Þegar mamma dó tóku Margrét, Þorbjörg og Sigrún við umönnuninni og færi ég þeim bestu þakkir fyrir. Þetta var ekki fyrir pabba lengur. Það er ekki langt á milli fráfalls mömmu og Nonna og var ég viss um að svona færi. Ég hef oft talað um Nonna sem „síðasta dagdrykkjumanninn af gamla skólanum“. Ástæðan er sú að hann lifði af gömlu félagana og hélt sig við áfengi alla tíð. Hann fyrirleit eiturlyf. Hann var ekki ólíkur Badda í Þar sem djöflaeyjan rís, enda fyrir- myndin gamall vinur hans. Þrátt fyrir líferni var Nonni heið- arlegur. Hann greiddi ávallt lán sem hann efndi til, drukkinn sem ódrukk- inn. Þannig hafði hann gott láns- traust um bæinn. Ég man enn þann dag er ég fór með mömmu og Nonna að greiða upp meðlagskuld með börn- unum hans. Afgreiðslukonan varð svo hissa og skrítin á svipinn að hún hefur aldrei runnið mér úr minni. En svona var Nonni og það verður ekki af hon- um tekið. Góðvild fólks og hjálpsemi var til komin af því að þegar Nonni var ódrukkinn var hann öðlingur og hjálpsemin uppmáluð. Hann var húmoristi, hlédrægur, barngóður og hjartahlýr. Þegar Nonni var hins vegar drukkinn breyttist hann í hegð- un og fasi, sönggleðin tók völd, hann varð fyrirferðarmeiri og sjálfselskan varð allsráðandi. Hann sá þá aðeins sínar þarfir og hliðar á málum. Þann- ig var hann eins og tveir ólíkir menn. Mig langar að kveðja Nonna með textanum við lagið „Ég er kominn heim“, lag sem hann söng svo oft. Ferðalagið er á enda. Hann er nú aft- ur kominn í sveitina sína við rætur Eyjafjallajökuls þar sem Siggi litli hefur beðið pabba síns í faðmi afa og ömmu. Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund kem ég heim og hitti þig. Verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit sem blasir móti sól. Þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól. Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga Allt er bjart fyrir okkur tveim því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim Ég er kominn heim, já, ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson.) Hvíl í friði. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir. Jón Sigurðsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju og stuðning við andlát og útför föður okkar og afa, STEFÁNS MAGNÚSSONAR, Ásgötu 12, Raufarhöfn. Kolbrún Stefánsdóttir, Særún Stefánsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Magnús Stefánsson, Stefán Jan Sverrisson og önnur barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HRÓÐNÝJAR EINARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- heimilanna í Foldabæ og Skógarbæ, fyrir alúð og umhyggju. Svanur Jóhannesson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Inga Dóra Jóhannesdóttir, Jón H. Eggertsson, Þóra Jóhannesdóttir, Jóhannes Jóhannsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát SIGMUNDAR GUÐMUNDSSONAR stýrimanns, Hraunbæ 92. Þórdís Eggertsdóttir, Sigríður Birgisdóttir, Sigurður Hafsteinn Steinarsson, Hafþór Freyr Sigmundsson, Kristín Helga Ólafsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.