Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 2
                     2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson og Kristján Jónsson ÞINGFLOKKUR Vinstri grænna kom saman á skrifstofu sinni við Að- alstræti í gærkvöldi. Eftir fundinn sagði Ögmundur Jónasson að fund- urinn hefði verið jákvæður og góður og eindreginn vilji allra til að finna lausnir á ágreiningsmálum. Að- spurður sagði hann þó að ekkert nýtt hefði komið fram á fundinum sem gerði honum auðveldara að styðja málstað ríkisstjórnarinnar í Icesave- málinu. „Nei, það var ekki. En það var heldur ekkert sem kom fram sem gerði málið verra í mínum aug- um.“ Eftir fundinn sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þing- flokksins, að mikill einhugur væri í hópnum um að þétta raðirnar og vinna af heilindum í áframhaldandi stjórnarsamstarfi við Samfylk- inguna. Búið væri að lægja ólguna. Sagði hún að rætt hefði verið á fund- inum um að starfhæf ríkisstjórn þyrfti að vera í landinu. Aðspurð sagði hún að formaðurinn hefði sagt frá ferð sinni til Tyrklands. „En það hefur ekki komið neitt nýtt fram á fundinum sem slíkum. Hér voru hreinskiptnar umræður um ágrein- ingsmál okkar. Að sjálfsögðu er ennþá uppi málefnalegur skoðana- munur á þessum hlutum en við vilj- um og ætlum að leiða hann til lykta á farsælan hátt.“ „Þetta var mjög góður fundur og þar var áréttuð mikil eindrægni um að halda áfram þátttöku í ríkis- stjórn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varafor- maður VG. „Það hefur mikið verið rætt um klofning en við höfum engar áhyggjur af því eftir þennan fund.“ Hún sagði að áfram yrði unnið að því að leysa deilurnar um AGS og Ice- save farsællega. Steingrímur hefði farið lítillega yfir ferð sína til Ist- anbúl en myndi áreiðanlega segja betur frá þeim málum síðar. „Búið að lægja ólguna“ Staðan í Icesave-málinu óbreytt eftir fundinn en þingmenn sammæltust um að leysa ágreiningsmál sín í góðu og halda áfram stjórnarsamstarfi við Samfylkingu Morgunblaðið/Ómar Einróma Ögmundur og Guðfríður Lilja búa sig undir langan fund. Í HNOTSKURN »Eftir fundinn var búið aðlægja öldurnar í þing- flokknum og eindægnin orðin meiri. »Lítið var hins vegar rættum Icesave-málið og ekk- ert nýtt kom fram um það mál í skýrslu formannsins. SAMTÖK áhugafólks um áfengis- og vímuefna- vandann, SÁÁ, efndu til samstöðu- og baráttu- fundar í Háskólabíói í gær. Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra var sérstakur heiðursgestur fundarins. Fundarstjórar voru Solla Eiríks og Tolli Morthens en fjöldi tónlistar- manna kom fram, þ. á m. Agent Fresco, Retro Stefson, Einar Ágúst, Jóhann Friðgeir og Jónas Þórir og loks Karlakórinn Fóstbræður. Á BARÁTTUFUNDI SÁÁ Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÍSLENDINGAR hafa afþakkað boð um að taka þátt í fundi í lok mánaðarins um heildarstjórnun makríl- veiða sem áheyrnarfulltrúar. Boð þessa efnis barst fyrir helgi, en fundarboðendum var tilkynnt að fulltrúar Íslands myndu ekki mæta á slíkan fund nema, sem fullgildir fulltrúar strandríkis að makríl- veiðum. Hrefna M. Karlsdóttir, skrifstofustjóri á alþjóða- sviði sjávarútvegsráðuneytisins, sagði að ekkert svar hefði borist við viðbrögðum Íslendinga. Hún sagði að þetta hefði ekki verið það sem búast hefði mátt við eftir fund með hinum strandríkjunum í sumar, þ.e. ESB, Noregi og Færeyjum. Á sama tíma og makríll ykist með hverju árinu í íslenskri lögsögu væri ein- kennilegt að ríkin þverskölluðust við að viðurkenna rétt okkar sem strandríkis að makrílveiðum. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, sagði að það væri aðeins eitt svar við þessari afstöðu hinna strandríkjanna. „Við veiðum bara meiri makríl á næsta ári, við þessu er ekkert annað svar. Við verð- um að fá aðkomu að þessum viðræðum sem fullgildir aðilar þó svo að það muni örugglega ekki leiða til þess að samningar náist strax vegna þess hversu mikið ber á milli. Frumforsendan er að við verðum viðurkennd sem fullgildur samningsaðili og fullgilt strandríki til þess að það sé einhver möguleiki á að ná samningi, en hornkerlingar viljum við ekki vera,“ segir Friðrik. Hann sagði að ef það gerðist ekki væri ekkert vandamál fyrir Íslendinga að ákveða veiðiheimildir eins og gert hefði verið í ár. Hann sagðist að sjálf- sögðu vilja hafa heildarstjórn á veiðunum og þessi af- staða til Íslands tefði fyrir því. Íslendingar myndu eftir sem áður skipuleggja veiðarnar á ábyrgan hátt. Spurður um fyrirkomulag veiðanna og hvort þær myndi einkennast af kapphlaupi á milli skipa eins og í sumar sagði Friðrik: „Fyrirkomulagið frá í sumar má ekki endurtaka sig, við höfum hreinlega ekki efni á því. Svarið er að veiða meira  Hafna þátttöku í makrílfundi sem áheyrnarfulltrúar  Verðum að fá aðkomu að viðræðum sem fullgildir aðilar UM 70 til 80 manns hefur verið sagt upp á fasteignasölum undanfarna 12 til 18 mánuði, að sögn Grétars Jón- assonar, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala. Fasteignasölur hafa verið teknar til gjaldþrotaskipta og eitthvað hefur verið um að sölur hafi sameinast. Í Lögbirtingablaðinu í gær kom fram að fasteignasalan Húsakaup hf. hefði verið tekin til gjald- þrotaskipta og skiptafundur aug- lýstur 8. desember næstkomandi. „Staðan hefur náttúrlega verið al- veg gríðarlega alvarleg og erfið á mörgum fasteignasölum,“ segir Grétar. Samfara miklum samdrætti hafi verið mikið um uppsagnir, en áður en kreppan skall á fyrir ári hafi fasteignasalar fundið fyrir því að bankar voru farnir að loka fyrir lán til fasteignakaupa. „Við getum alveg farið jafnvel ár aftur í tím- ann,“ segir hann. Grétar segir að dæmi séu um að fasteignasölur hafi verið teknar til gjaldþrotaskipta en samt ekki í eins miklum mæli og búast hafi mátt við. Hann segir félagið samt ekki hafa upplýsingar um fjölda gjald- þrotaskipta, en um 115 sölur hafi verið starfandi. steinthor@mbl.is Tugir misst vinnuna á fasteigna- sölum MIÐSTJÓRN ASÍ krafðist þess í ályktun í gær að gerðar yrðu breyt- ingar á fjárlagafrumvarpinu. Staðið yrði við fyrirheit um að létta skatt- byrði þeirra tekjulægstu og komið yrði betur til móts við erfiða greiðslustöðu heimilanna með hækk- un barna- og vaxtabóta. Ríkisstjórnin virðist lítið gera til að auka atvinnu „Ríkisstjórnin hefur staðið við þau fyrirheit að verja eins og kostur er þá þætti samfélagsþjónustunnar sem samið var um. Því miður virðist ríkisstjórnin ekki ætla að standa við fyrirheit fyrri ríkisstjórna um að létta skattbyrði lágtekjufólks. Þá virðist ríkisstjórnin lítið vera að gera til að auka atvinnu með því að ráðast í stórframkvæmdir í samstarfi við líf- eyrissjóðina. Verði ekkert af því er ljóst að þriðjungs niðurskurður á framkvæmdafé er með öllu óásætt- anlegur,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. omfr@mbl.is Standi við gefin loforð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.