Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 ✝ Markúsína Andr-ea Jóhann- esdóttir fæddist á Hvammi í Dýrafirði, 6. júní 1921. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 1. október síðastlið- inn. Foreldrar Mark- úsínu voru Jóhannes Jón Guðmundur Andrésson, f. 25. júní 1894, d. 2. des. 1979, og Jóna Ágústa Sig- urðardóttir, f. 1. jan- úar 1897, d. 9. jan- úar 1981. Systkini Markúsínu eru Sigríður Magnúsína Jóhann- esdóttir, f. 31. ágúst 1918, d. 22. mars 1996; Kristján Vigfús Jó- hannesson, f. 6. okt. 1922, d. 28. ágúst 2007; Árelía Jóhannesdóttir, f. 20. nóv. 1923; Gunnar Jóhann- esson, f. 6. mars 1927, d. 10. júní 2003; Ingibjörg Elísabet Jóhann- esdóttir, f. 14. júlí 1939, d. 30. júní 2000. Markúsína giftist hinn 7. nóv. 1941 Jóhannesi H. Guðjónssyni bakarameistara, f. 28. júlí 1912, d. 16. júní 1987. Foreldrar hans voru Guðjón R. Jósepsson, f. 6. júlí 1869, d. 11. júlí 1935, og Þórdís Jónsdóttir, f. 4. sept. 1874, d. 15. okt. 1963. Börn Markúsínu og Jó- hannesar eru Guðmundur M. Jó- hannesson, f. 9. maí 1942, d. 5. 1974, hjúkrunarfræðingur. 3) Andrea Baldursdóttir, f. 7. jan. 1977, félagsráðgjafi; börn hennar eru Baldur, f. 25. júní 1999 og Hugrún Helga, f. 31. ágúst 2001, faðir þeirra er Stefán H. Stef- ánsson viðskiptafræðingur. Sam- býlismaður Andreu er Ragnar F. Ragnars flugmaður. 4) Ellert Baldursson, f. 2. des. 1982, versl- unarstjóri; sambýliskona Unnur Helga Gunnarsdóttir, f. 24. júní 1983, líffræðingur. Markúsína fluttist árið 1930 til Flateyrar. Sextán ára gömul fór hún suður til Reykjavíkur í vist og dvaldi þar í þrjú ár. Í Reykjavík kynnist hún mannsefni sínu, Jó- hannesi. Þau fluttust til heima- bæjar Jóhannesar, Patreksfjarðar, og bjuggu þar í eitt ár. Þaðan fluttu þau til Súgandafjarðar og bjuggu þar um skeið. Á Flateyri bjuggu þau í átta ár þar sem Jó- hannes starfrækti bakarí og Markúsína sinnti heimili þeirra og börnum. Jóhannes rak bakarí Kaupfélagsins á Akureyri um tveggja ára skeið uns þau fluttust búferlum til Reykjavíkur árið 1953 og bjuggu þar æ síðan. Alla tíð lagði Markúsína metnað sinn og alúð í að búa sínum nán- ustu gott og hlýlegt heimili. Hún var annáluð hannyrðakona og þær voru eftirsóttar lopapeysurnar sem hún prjónaði um árabil fyrir Rammagerðina og Hildu. Þá starf- aði Markúsína um nokkurt skeið hjá Kexverksmiðjunni Esju. Útför Markúsínu verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar júní 2006 og Helga Bryndís Gunn- arsdóttir, f. 2. des. 1949. Guðmundur var kvæntur Svölu Karlsdóttur, f. 29. júlí 1942. Börn þeirra eru: 1) Jó- hanna Andrea, f. 27. apríl 1965, lífeinda- fræðingur, maki Hjalti Jónsson, f. 24. júní 1964, rekstr- arhagfræðingur; börn þeirra eru: Jón Andri, f. 25. janúar 1989; Svala Rakel, f. 14. nóv. 1992; Hjalti Dagur, f. 20. maí 2001. 2) Ásta Guðríður, f. 20. nóv. 1972, aðstoðarstúlka á rannsóknastofu; dætur hennar eru: Steinunn Sif, f. 26. júlí 1989 (faðir Jón Ingi Dardi) og Vera Mist, f. 5. des. 2002 (faðir Magnús V. Magnússon). 3) Guð- mundur Karl, f. 19. sept. 1976, viðskiptafræðingur; maki María Guðjónsdóttir, f. 8. mars 1976, við- skiptafræðingur; börn þeirra eru: Íris María, f. 8. des. 2002 og Guð- jón Aron, f. 3. apríl 2004. Eig- inmaður Helgu er Baldur Ellerts- son, f. 15. okt. 1948. Börn þeirra eru: 1) Jóhannes Baldursson, f. 21. nóv. 1971, hagfræðingur; maki Guðrún Sigurðardóttir, f. 11. maí 1970, hjúkrunarfræðingur. 2) Ásta Björk Baldursdóttir, f. 20. október Elsku mamma mín. Það er mikil sorg í hjarta mínu þessa dagana og minningar um þig flæða um huga minn. Ég vil þakka fyrir alla þína umhyggju og hlýju, brosið þitt blíða mun fylgja mér alla tíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig og varðveiti. Megi ljós Guðs umvefja þig að ei- lífu. Þín dóttir, Helga. Nú hefur þú, mín kæra tengda- móðir, kvatt eftir baráttu sem var þér og okkur öllum afar þungbær síðustu vikur og daga. Kynni okkar hófust fyrir 43 árum þegar ég varð hugfanginn af ungum hjúkrunarnema sem kom til Akur- eyrar. Ekki leist Markúsínu vel á þetta umsátur um dótturina og var- aði hana í bréfi við kuldanum og karlmönnunum á Akureyri. Þegar ég elti Helgu suður var það að und- inu. Ég man þegar við Helga fórum í utanlandsferð og þú komst norður og tókst við heimili og börnum, þetta var fyrir tíma rafrænna við- skipta. Ég áætlaði rekstrarkostnað og skildi eftir peninga, þegar við komum heim hafðir þú varla notað helminginn en börnin höfðu lifað í vellystingum. Ég man að loknu ætt- armóti á Núpi að stoppað var við æskuheimilið Bessa og þið systurn- ar trítluðuð með blik í auga eins og ungmeyjar niður í flæðamálið, en við hin horfðum á tóftir torfbæjarins og undruðumst hvernig Jóna og Jó- hannes komust þar fyrir með barna- hópinn. Ég man þau þungu skref þegar við Helga sögðum þér andlát einka- sonarins Guðmundar, þá slökknaði í augum ljós sem aldrei kviknaði aft- ur. Á Aflagranda leið þér vel þau ár sem þú varst þar, þótt síðast árið hafi verið erfitt en þú naust aðstoðar þinna góðu vina og nágranna, Krist- ínar og Arnbjörns. Þakka þér umhyggjuna fyrir börnunum mínum og barnabörnum. Þinn tengdasonur, Baldur. Fallin er frá elskuleg tengdamóð- ir mín, Markúsína Andrea Jóhann- esdóttir, á 89 aldursári. Hún lifði líf- inu með reisn og kvaddi með reisn. Söknuður allra þeirra sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Sínu, eins og hún var oftast kölluð, verður mikill. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykk- ar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem líf- ið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Guð geymi þig í framtíðinni. Þín tengdadóttir, Svala Karlsdóttir. Elsku amma mín. Núna ertu farin frá okkur og mikil sorg ríkir í hjarta mínu. En ógrynni yndislegra minn- inga um þig og samveru okkar verða mér huggun um ókomna tíð. Ég man aldrei eftir þér nema brosandi og hlæjandi og allt vildir þú fyrir okkur krakkanna gera. Ég man eftir því hversu mikil gleði það var þegar við keyrðum suður til að heimsækja þig, vitandi að þegar við kæmum biði okkar heiti karrífiskrétturinn þinn og hlýtt og mjúkt rúm. Að vera hjá þér var toppurinn á tilverunni og langar mig að þakka þér fyrir að spila við mig öll þessi ár, ég skemmti mér konunglega amma mín. Hlýjan og ástin sem þú sýndir mér var svo mikil að ég man eftir að gráta af söknuði alla leiðina heim til Akur- eyrar, að fara frá þér var ömurlegt! Ég mun aldrei hætta að hugsa til þín amma og ég vildi óska þess að mín börn gætu fengið að upplifa hversu frábær þú varst. Vertu sæl elsku amma mín og megi ljós Guðs umlykja þig því þú átt ekkert minna skilið. Sjáumst síðar. Þinn, Ellert. Elsku amma. Þakklæti er það fyrsta sem kemur í huga minn þegar ég sest niður og skrifa nokkur minningarorð um þig. Ég held að óhætt sé að segja að þér hafi tekist að fullkomna ömmuhlut- verkið og við sem fengum að njóta þín eigum þér mikið að þakka. Alltaf tókstu á móti manni með opnum örmum og bros á vör. Aldrei fór maður frá þér öðruvísi en að vera búinn að borða yfir sig af allskyns kræsingum. Ég ætla þó að leyfa mér að nefna Dísudrauminn og pönnu- kökurnar sérstaklega en eins og þú veist var það í uppáhaldi hjá mér. Stundirnar sem ég átti með þér í Bólstaðarhlíðinni eru einnig mjög minnisstæðar. Að fá að gista hjá ömmu var toppurinn. Það þýddi að maður sat við spil langt fram eftir kvöldi og vaknaði svo við kakólykt- ina sem teygði sig fram úr eldhús- inu. Þú varst gædd mörgum hæfi- leikum Amma mín. Þú eldaðir, prjónaðir, spilaðir, söngst og klóraðir bakið betur en allir aðrir. Það var hlýtt í kringum þig. Þú gerðir allt svo vel. Lopa- peysurnar frá þér nutu athygli víða og fengu verðskuldað hrós. Þú varst góðmennskan uppmáluð. Eitt það síðasta sem þú sagðir við mig núna um daginn þegar ég hélt í hendina á þér og þú fannst hvað mér var kalt á höndunum: „Á ég ekki að prjóna fyrir þig vettlinga, Gummi minn?“ Þessi orð lýsa þér vel og ég mun geyma þau hjá mér. Ég nota bara gamla vettlinga frá þér næst þegar mér verður kalt á höndunum. Amma mín, þinn tími er víst liðinn hérna megin. Ég veit að þú hefur beðið eftir því að fá að hitta ákveðna aðila hinum megin. Nú ertu komin í þeirra faðm. Ég veit að þar mun þér líða vel og ég veit líka hversu heppn- ir þeir eru að fá að njóta nærveru þinnar. Það mildar sorg mína að hugsa til þess að pabbi fái aftur að hitta þig. Ég mun sætta mig við að ylja mér á ótal góðum minningum. Takk fyrir allt elsku amma mín, skilaðu kveðju og njóttu þín á nýjum slóðum. Þinn, Guðmundur Karl. Elsku hjartans amma mín. Þegar ég reyni að sætta mig við brottför þína úr þessum heimi, burt frá ætt- ingjum þínum sem elskuðu þig svo heitt, er mér efst í huga innilegt þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga þig sem ömmu. Þú varst ein af aðal- persónunum í lífi mínu allt frá því að ég leit dagsins ljós. Ég var þitt fyrsta barnabarn, augasteinninn þinn, eins og þú gjarnan kallaðir mig. Faðmur þinn var minn staður og þar dvaldi ég gjarnan og nærðist á ást þinni og hlýju. Ég naut þess að hlusta á söngva og sögur sem komu eftir pöntun ef ég kallaði eftir athygli. Tengslin á milli okkar voru sterk. Þau voru svo sterk að erfitt var fyrir okkur að sjá hvor af annarri þegar langt var á milli okkar. Við áttum margar ógleymanlegar stundir í náttúrunni. Þar naut ég þess að láta fræða mig um skýin, fuglana, trén og blómin. Seinna var jafnvel rætt um alvarlegri hluti sem einnig tengdust lífi og tilveru. Ég fékk iðulega svör við fjölbreyttum spurningum mínum. Tímunum sam- an gátum við setið og spilað á spil. Þú hafðir gaman af spilamennsku, og naut barnið góðs af því. Oft sát- um við í faðmlögum yfir ljúfsárri bíómynd og táruðumst, já eða hlóg- um innilega. Börnin mín urðu líka þínir auga- steinar. Þú hafðir endalaust pláss í hjarta þínu og takmarkalausa ást að gefa. Elskaðir börnin af öllu hjarta. Það sem gleður mig mest er að þau skuli hafa fengið að kynnast því besta. Nefnilega þér. Þú fékkst það hlutverk að líta eftir þeim eftir skóla, þegar þau gengu í Ísaksskóla. Þau fengu nákvæmlega sama atlæt- ið og ég hafði fengið, gott að borða, faðminn, söngvana, sögurnar og spilastundirnar. Fyrir það er ég ólýsanlega þakklát. Þú varst í mínum augum og fjöl- skyldu minnar sem klettur. Traust og áreiðanleg en líka elskuleg og ávallt reiðubúin að rétta hjálpar- hönd. Það var óskhyggja hjá mér að við myndum alltaf eiga þig að. Litla höndin sem eitt sinn leiddi ömmu sína stækkaði og hvarf ekki lengur í lófa hennar. En hún leitaði samt áfram þangað alla tíð. Undir það síð- asta leitaði hönd þín eftir minni. Ég kveð þig nú með trega um sinn, elskuleg. Þín elskandi sonardóttir, Jóhanna Andrea Guðmundsdóttir. Elsku amma lang. Ég trúi varla að þú sért farin frá mér og á ég mjög erfitt með að sætta mig við það. En ég veit líka að þú ert komin á góðan stað núna og líður örugglega vel að vera komin til Jóhannesar og afa Guðmundar, son- ar þíns. Þú varst alltaf svo hlý og góð amma mín, mér leið svo vel hjá þér og vildi ég sjaldnast fara frá þér. Það sem ég minnist oftast og á aldr- ei eftir að gleyma eru öll skiptin sem ég gisti hjá þér. Kvöldin voru róleg og ljúf, venjulega sátum við saman við eldhúsborðið og spiluðum eða horfðum á góða mynd. Það var mér einnig minnisstætt þegar þú bjóst um mig í rúminu þínu og pakkaðir mér allri inn í sængina svo að mér yrði ekki kalt. Þetta sama geri ég alltaf við Veru Mist litlu systur mína og segi við hana: núna ætla ég að pakka þér inn í sængina eins og amma lang gerðir alltaf við mig. Áð- ur en við fórum að sofa minntistu alltaf á myndina af mér sem var fyr- Markúsína Andrea Jóhannesdóttir Elsku amma lang. Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri. (Páll Jónsson.) Takk fyrir að vera alltaf svona góð við okkur. Við vit- um að nú ertu komin til Guðs og þar muntu hvíla þig og hitta Guðmund afa. Íris María og Guðjón Aron. HINSTA KVEÐJA irlagi Jóhannesar tengdaföður míns að þau hjónin buðu mér að flytja á heimili mitt í Skipasundi þar til við Helga giftum okkur og hófum bú- skap á Einimel. Þarna kynntist ég heimilishaldi þínu og því að vera einn af „þínu“ fólki. Þú varst engu lík, drottning heimilisins og einnig þjónustustúlka sem sífellt varst að bera fram kaffi eða mat, enga vildir þú aðstoðina, oft fannst mér eins og tengdapabbi væri sendiherra heim- ilisins en í höllinni réðir þú án þess að hækka róminn. Matargerðin var ekki flókin en allt sem þú eldaðir var bara „best,“ hryggurinn, lambalær- ið, steikti fiskurinn, kaffið, allt. Börnin elskuðu ömmu sína og amma elskaði öll börn sem áttu vísan stað á hennar styrka armi. Margar myndir birtast þegar ég hugsa um þessa rúmlega 40 ára samveru okkar. Auðvitað man ég enn þegar þú bjóst í Stóragerði og Kristján bróðir kom að vestan með úldin svið sem þú eldaðir fyrir ykkur systkinin, við hin flúðum úr hverf- ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU M. SIGURGÍSLADÓTTUR, Melteig 8, Keflavík. Innilegar þakkir til starfsfólks D-deildar Sjúkrahúss Keflavíkur og starfsfólks Garðvangs fyrir góða umönnun. Stefanía Jónsdóttir, Pétur Sigurðsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Árni Þór Árnason, Jóhann Gunnar Jónsson, Ásta Elín Grétarsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ELÍNBORG ÞURÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 29. september. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 9. október kl. 13.00. Jóhannes Pétursson, Þuríður Ingólfsdóttir, Sólborg Anna Pétursdóttir, Þórður Friðriksson, Magnús Rúnar Pétursson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.