Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 Er ástæða til að láta Bergmannhræða okkur með órök- studdum upphrópunum?“ spyr Halldór Jónsson verkfræðingur í pistli sínum. Í spurningunni felst í raun það mat Halldórs að það sé með öllu ástæðulaust. Er óhætt að taka undir það.     Hitt er áleitiðumhugs- unarefni, hvers vegna stuðn- ingsmenn ESB og Icesave eru alltaf á þessum hótunarbuxum. Eiríkur Berg- mann er alls ekki einn um það en hann er þó drjúgur í því. „EES samningurinn í hættu falli Icesave“ segir hann. Er það svo?     Eiríkur hlýtur að vita að hverteinasta þjóðþing þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum yrðu að segja honum upp, jafnt Pólverjar, sem Danir, Eistar sem Slóvenar. Finnst honum líklegt að þær þjóðir og allar hinar tæplega 30 geri það, ef Íslend- ingar vilja fá skorið úr um laga- skyldu sína til að taka á sig óheyrilegar skuldir sem óábyrgt einkafyrirtæki stofnaði til. Það getur varla verið að Eiríkur trúi þessu.     En er það annað sem hannhræðist? Er það hinn ógn- vænlegi veruleiki að falli Icesave kynni það að þvælast fyrir inn- göngunni í Evrópusambandið? Töpuð paradís blasi við. Paradís þar sem hans og annarra hlut- lausra evrópufræðinga bíða 70 meyjar, óspjallaðar í evr- ópufræðum og önnur eilíf sæla.     Sem sagt rétt mat hjá Halldórieinsog fyrri daginn, þótt hann hljóti á stundum að vera veikur fyrir málflutningi Berg- manns og sálufélaga hans, sem oftar en ekki er algjör steypa. Halldór Jónsson Hverju er verið að hóta? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 1 skýjað Lúxemborg 21 heiðskírt Algarve 23 skýjað Bolungarvík 1 skýjað Brussel 19 skýjað Madríd 21 léttskýjað Akureyri -1 skýjað Dublin 12 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Egilsstaðir -2 léttskýjað Glasgow 11 léttskýjað Mallorca 28 heiðskírt Kirkjubæjarkl. -1 léttskýjað London 13 súld Róm 25 heiðskírt Nuuk -3 heiðskírt París 25 heiðskírt Aþena 25 heiðskírt Þórshöfn 7 skýjað Amsterdam 13 alskýjað Winnipeg 6 skúrir Ósló 11 heiðskírt Hamborg 13 skýjað Montreal 13 alskýjað Kaupmannahöfn 13 léttskýjað Berlín 21 skýjað New York 20 léttskýjað Stokkhólmur 13 léttskýjað Vín 23 léttskýjað Chicago 10 skýjað Helsinki 11 léttskýjað Moskva 9 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 8. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.16 0,5 8.24 4,0 14.42 0,7 20.44 3,6 7:58 18:33 ÍSAFJÖRÐUR 4.27 0,3 10.26 2,1 16.57 0,4 22.46 1,9 8:07 18:34 SIGLUFJÖRÐUR 0.52 1,3 6.38 0,3 12.56 1,3 19.10 0,2 7:51 18:17 DJÚPIVOGUR 5.37 2,2 11.59 0,5 17.50 1,9 7:29 18:02 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið SPÁ KL. 12.00 Í DAG Allvíða 15-20 metrar á sekúndu síðdegis. Hægari austlæg átt norðaustan- og austanlands og bjart með köflum. Hiti 0 til 5 stig, en yfirleitt 0 til 5 stiga frost norðaustanlands. TÖLVUR eru á 92% heimila og 90% eru með nettengingu. Þetta kemur fram í könnun Hagstofunnar. Helmingur íslenskra heimila er með tvö sjónvarpstæki eða fleiri og 48% eru með flatskjá. Nær öll net- tengt heimili eru með háhraðateng- ingu eða 97%. Tölvu- og netnotkun er mjög al- menn en 93% landsmanna á aldr- inum 16-74 ára höfðu notað tölvu og netið síðustu þrjá mánuði fyrir rannsóknina. Níu af hverjum tíu senda tölvupóst og 78% lesa vef- útgáfu dagblaða eða tímarita. Þrír af hverjum fjórum notendum nota netið til að leita upplýsinga á heimasíðum opinberra aðila. Hlutfall þeirra sem versla á net- inu lækkar á milli ára í fyrsta sinn síðan mælingar hófust árið 2002. Þeir sem versla á netinu kaupa síð- ur farmiða, gistingu, aðra ferða- tengda þjónustu en áður. Færri kaupa vörur eða þjónustu á netinu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Net Tölvur eru til á 92% allra heimila á Íslandi og 90% eru með nettengingu. FULLTRÚAR heimssýningarinnar EXPO 2010 í Sjanghæ í Kína hafa afhent skipuleggjendum íslensku þátttökunnar skála Íslands til af- nota. Í framhaldi af því hefst vinna við að laga skálann að hönnun Páls Hjaltasonar arkitekts og hönnunar- teymis á vegum Plús arkitekta og Saga film. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þátttöku Íslands í heimssýning- unni verði um 210 milljónir króna miðað við fjárlagaforsendur ársins 2009. Kostnaður verður borinn af ríki, borg, stofnunum og atvinnulífi. Heimssýningin 2010 verður sú stærsta og umfangsmesta sem haldin hefur verið en 190 þjóðir og um 50 alþjóðastofnanir taka þátt í henni undir yfirskriftinni „Betri borg, betra líf.“ Gert er ráð fyrir að um 70 milljónir gesta hvaðan- æva að úr heiminum sæki heims- sýninguna. Áherslur Íslands á sýningunni verða á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, þekkingariðnaðar og ferðamennsku undir yfirskriftinni „Hrein orka, heilbrigt líferni“. Þátttaka Íslands á sýningunni er einnig hluti af norrænu samstarfi um sameiginlega kynningu á Norð- urlöndunum í Kína. Á sýningunni munu íslensk orku- fyrirtæki, í samstarfi við verk- fræðistofur, kynna nýtingu end- urnýjanlegra orkugjafa á Íslandi og samstarfsverkefni á sviði nýtingar jarðhita víða um heim. Íslenskir sjónvarps- og kvik- myndagerðarmenn munu kynna framleiðslu sína. Þá mun Hönnunarmiðstöð Íslands kynna ís- lenska hönnun og byggingarlist. Loks verður íslenskri tónlist komið á framfæri á sýningunni. Icelandair, Ferðamálastofa, Reykjavíkurborg, Iðnaðarráðu- neytið og Útflutningsráð mun vinna saman að því að kynna Ísland sem áfangastað fyrir Kínverja og aðra gesti sýningarinnar. Í dag sækja um 10.000 Kínverjar Ísland heim ár hvert. sisi@mbl.is Ísland fær EXPO skálann afhentan Skálinn Ísland verður kynnt í þess- um skála á sýningunni í Sjanghæ. Kostnaður við sýn- inguna 210 milljónir Á föstudag Austan 15-23 m/s og rigning en slydda inn til landsins, hvassast með suðurströndinni. Yfirleitt 8-13 m/s norðaustanlands, skýjað og þurrt. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast sunnanlands. Á laugardag Minnkandi norðaustanátt og léttir til, en skúrir eða él austan til á landinu fram eftir degi. Kólnandi veður í bili. Á sunnudag Hægt vaxandi suðaustlæg átt og víða bjart. Suðaustan 10-15 og fer að rigna suðvestan til með kvöldinu. Hiti 1 til 7 stig sunnan- og suðvestanlands, en annars 0 til 6 stiga frost. Á mánudag Suðaustlæg átt með rigningu og hlýnandi veðri. Á þriðjudag Útlit fyrir suðlæga átt með vætusömu og mildu veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.