Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2009 KONA á fimmtugsaldri varð fyrir al- varlegri líkamsárás í fjölbýlishúsi við Hörðaland í Fossvogi í gærmorgun. Hún hlaut alvarlega höfuðáverka og er fyrrverandi eiginmaður konunnar grunaður um verknaðinn. Að sögn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu tilkynnti karlmaður- inn um árásina til lögreglu. Þegar lögreglumenn komu á vettvang um kl. hálfníu lá hann meðvitundarlaus á gólfi íbúðarinnar, en hann var þá bú- inn að vinna sjálfum sér mein með því að drekka ætandi vökva. Þau voru bæði flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, þar sem karlmaðurinn lést síðdegis í gær. Hann var um fertugt. Konunni er haldið sofandi á gjör- gæsludeild spítalans, en hún gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu. Hún er ekki talin vera í lífshættu. Mikill viðbúnaður Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun mikið hafa gengið á í íbúðinni og var aðkoman skelfileg. Konan og karlmaðurinn eiga tvo syni á leikskólaaldri en þeir voru ekki á staðnum þegar átökin stóðu yfir. Þeir eru nú í umsjá móðurfjöl- skyldu sinnar. Mikill viðbúnaður var í Fossvogi á níunda tímanum í gærmorgun, en fjöldi lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla var sendur á vettvang. Skömmu síðar mætti tæknideild lög- reglunnar. Séra Pálmi Matthíasson, sóknar- prestur í Bústaðakirkju, segir í sam- tali við Morgunblaðið að íbúum í fjöl- býlishúsinu hafi verið veitt áfallahjálp, en flestir hafi verið heima þegar atburðirnir voveiflegu gerðust. Þá var starfsmönnum við leikskólann þar sem drengirnir voru einnig veitt áfallahjálp. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins kom atburður gærdagsins fólki, sem til mannsins og konunnar þekkja, í opna skjöldu. Alvarleg árás í heimahúsi í Fossvogi  Kona hlaut alvarlega höfuðáverka og er haldið sofandi á gjörgæslu  Hún er ekki talin vera í lífs- hættu  Grunaður árásarmaður lést eftir að hafa drukkið ætandi vökva  Íbúum veitt áfallahjálp Morgunblaðið/Júlíus Á vettvangi Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Fossvogi í gærmorgun. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VERÐ til svínakjötsframleiðenda þarf að hækka um 38,5% til að þeir nái endum saman, að sögn Guð- brands Brynjúlfssonar á Brú- arlandi í Borgarfirði. Offramleiðsla hefur gert það að verkum að afurð- irnar hafa lækkað mikið í verði á árinu og segir Guðbrandur að verði engin breyting á gefist margir framleiðendur upp innan tveggja til þriggja mánaða. Guðbrandur segir að í byrjun árs hafi framleiðendur fengið 350 kr. fyrir kílóið í besta flokki svínakjöts. Vegna offramboðs hafi verðið lækkað og það sé nú 267 krónur en þyrfti að vera að lágmarki 370 krónur til að reksturinn væri í sæmilegu jafnvægi. „Afkoman er hörmuleg í augna- blikinu,“ segir Guðbrandur. Hann segir að vegna verðbólgu, hárra vaxta og slæmrar stöðu krónunnar hafi aðföng hækkað gríðarlega mikið í verði og verðfallið á afurð- unum hafi ekki bætt stöðuna. Ástandið aldrei verra Guðbrandur hefur stundað svína- rækt í rúmlega 40 ár og segir ástandið aldrei hafa verið eins slæmt og nú. Á árunum 2002 til 2004 hafi svínaræktendur lent í of- framleiðslu en þá hafi verið upp- gangur í samfélaginu. Vegna ástandsins undanfarna mánuði hefur Guðbrandur minnkað við sig. Hann var með 115 gyltur en nú eru þær um 100. Hann segir ljóst að mörg bú séu búin með eigið fé. Erfitt og dýrt sé að fá lán og setja megi spurningarmerki við það að reka fyrirtæki til langs tíma með bullandi tapi. „Afkoman er hörmuleg í augnablikinu“  Svínabændur þurfa 38,5% hækkun til að ná endum saman  Of mikið framboð Morgunblaðið/Árni Sæberg Ástand Mikill framleiðslukostnaður er í svínarækt og offramboð. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is TALSVERÐUR snjór féll í Bláfjöllum aðfaranótt þriðjudagsins. Strax þann dag byrjuðu starfsmenn skíðasvæðisins að troða snjóinn til að tryggja að hann haldist og verði grunnur fyrir frekari snjókomu. „Hér er unnið á fullu til að undirbúa frábæran vetur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna. Hins vegar er spáin fyrir helgina afleit, miklu roki spáð. Það gæti snjóað og þar sem búið er að troða í brekkunum eru meiri líkur á því að sá snjór sem fell- ur festist í röstum. Eftir helgina er svo spáð hlýindum í tvo daga. „Þótt blotni og frysti til skiptis er mik- ilvægt að vera kominn með góðan grunn,“ segir Magnús. Starfsmenn í Bláfjöllum lögðu stutta göngubraut á Leirunum í fyrradag og skíðagöngumenn biðu ekki boðanna. Liðsmenn Skíðagöngufélagsins Ulls voru mættir samdægurs. Félagið heitir í höfuðið á helsta skíðakappa ásanna í norrænu goðafræðinni. Það var stofnað fyrir þremur árum og eru félagsmenn um 100 talsins og á öllum aldri. Í fyrra voru Bláfjöllin opnuð fjórum dögum fyrir jól. Síðan tók við rigningarkafli sem stóð fram í miðj- an janúar. Þá tók við frábær kafli í Bláfjöllum, þar sem opið var alla daga í rúman mánuð við hinar bestu aðstæður. Síðasta vetur var opið í 30 daga í Skálafelli og 57 daga í Bláfjöllum. 93 þúsund gestir samtals komu á bæði svæðin en þeir voru 75 þúsund veturinn á und- an. Síðasti vetur var metvetur á skíðasvæðunum. Ef eitthvað snjóar að ráði á næstunni gæti styst í opnun Bláfjalla fyrir skíða- og brettafólk. Að sögn Magnúsar hefur verið kallaður út aukamannskapur til að gera allt klárt fyrir opnun. Meðal annars er ver- ið að hengja stólana á skíðalyfturnar. Meðal þess sem framkvæmt var í sumar var að byggja hús yfir stólana í Kónginum svokallaða. Sú framkvæmd skiptir miklu máli, að sögn Magnúsar. Komið hefur fyrir að stólarnir hafi fokið af lyftunum og það kann að verða dýrt spaug, því hver stóll kost- ar um tvær milljónir króna. Auk þess verður mikill vinnusparnaður fólginn í þessari framkvæmd því mik- il vinna hefur farið í það á morgnana að handmoka stólana út ef snjóað hefur um nóttina eða snjórinn fokið. Þá var í sumar sett upp 1.050 metra snjógirðing í Skálafelli. Slíkar girðingar hafa sannað gildi sitt í Bláfjöllum. „Það er alveg magnað hvað snjógirðing- arnar safna að sér miklum snjó,“ segir Magnús. Morgunblaðið/Ómar Gengið Liðsmenn Skíðagöngufélagsins Ulls voru mættir í Bláfjöllin strax í fyrradag og gengu rösklega. Starfsmenn Bláfjalla gera klárt fyrir opnun  Verið að troða fyrsta snjóinn og festa hann fyrir frekari snjókomu  Skíðagöngumenn eru þegar mættir á svæðið Verið er að fjölga aðgangshliðum í Bláfjöllum fyrir veturinn. Það gerir það að verkum að hægt verður að bjóða fólki að kaupa tveggja tíma kort. „Áður þurfti fólk að kaupa sér heilsdagskort þótt það hafi bara ætlað sér að skíða hluta úr degi. Þetta nýja fyrirkomulag léttir álagið á pyngjunni hjá þeim sem hafa áhuga á því að mæta snemma í fjallið og vera á skíðum áður en meginstraumurinn kemur,“ segir Magnús Árnason. Ekki búið að ákveða verðskrá vetrarins að sögn Magnúsar. Hann býst við að verðið verði það sama eða hækki miðað við neysluvísitölu. Árskortið kost- aði 15 þúsund krónur í fyrra og var selt á tilboðs- verði frá 1. desember til 5. janúar. Sami háttur verð- ur hafður á í vetur. Ef skíðasvæðin opna fyrr verður sala kortanna væntanlega hafin fyrr. „Ég hvet fólk til að kaupa árskortin. Það er upplagt fyrir fólk að nýta íþróttastyrki frá fyrirtækjum eða starfmanna- félögum til að kaupa kortin,“ segir Magnús. Boðið upp á skammtímakort 10% afsláttur www.apotekarinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.