Morgunblaðið - 09.10.2009, Page 5

Morgunblaðið - 09.10.2009, Page 5
Nú gerast ævintýri - skuggar lengjast, stjörnur blika og norðurljósin dansa. Í vetur verða viðburðir víðsvegar um Reykavíkurborg undir yfirskriftinni Ljómandi borg. Sinfóníutónleikum verður útvarpað í sundlaugum borgarinnar, kaffihúsið í Hljómskálanum verður opið á aðventunni, ísilögð Tjörnin verður samkomustaður skautaunnenda, efnt verður til snjó- listaverkakeppni, skemmtileg dagskrá fyrir börnin í bókasöfnum, útimarkaðir verða í miðborginni og fjölmargt fleira. Enda getur margt gerst í ljómandi borg eins og Reykjavík. Um leið og kveikt verður á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey fagnar Reykjavíkurborg vetrinum með því að tendra hvít ljós á samkomustöðum víðsvegar um borgina. Taktu þátt í Ljómandi borg og lýstu upp þitt nærumhverfi með því að kveikja á kerti eða hvítum ljósum. Í tilefni tendrunar Friðarsúlunnar 2009 verða ókeypis ferðir til og frá Viðey dagana 9., 10. og 11. október í boði Yoko Ono. Hún býður einnig á tónleika til heiðurs John Lennon í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi 9. október kl. 22.00. www.reykjavik.is/ljomandi www.9oktober.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.