Morgunblaðið - 09.10.2009, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.10.2009, Qupperneq 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 STJÓRN VR hefur samþykkt álykt- un þar sem m.a. segir; að stjórn VR mótmæli harðlega þeim fyrirætl- unum stjórnvalda að ætla ekki að standa við hækkun persónu- afsláttar. „Slík framkoma er ekki trúverðug fyrir ríkisstjórn sem kennir sig við velferð og skjaldborg um heimilin í landinu. Ekki frekar en sú þversögn að á sama tíma og vinstri höndin hækkar álögur á al- menning í formi neysluskatta og eykur skuldavanda heimila og fyrirtækja er sú hægri að leysa þann sama skuldavanda með lána- lengingum. Slíkt gengur einfald- lega ekki upp.“ Stjórnvöld standi við persónuafslátt FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélag- anna í Vestmannaeyjum tekur undir með svæðisfélögum Vinstri grænna í Húnavatnssýslum og Skagafirði sem harma framgöngu forystumanna ríkisstjórnarflokkanna gagnvart landsbyggðinni. Um leið og það er viðurkennt að allir landsmenn þurfi að taka á sig auknar byrðar er því mótmælt að vegið sé að landsbyggðinni umfram höfuðborgarsvæðið með þeim til- lögum að niðurskurði sem kynntar hafa verið. Þensla síðustu ára var á höfuðborgarsvæðinu þar sem ríkis- rekstur blés út langt umfram það sem eðlilegt er. Á sama tíma var hins vegar skorið niður á landsbyggðinni. Vegið að lands- byggð umfram höfuðborg STÍGAMÓT hafa nú tekið í notkun nýtt símkerfi sem símafyrirtækið SIP gaf. Símkerfið sem kostar um 700.000 er sérþróað fyrir þarfir Stígamóta. Tryggt er að símanúmer þeirra sem hringja inn birtist ekki og verður ekki hægt að kalla fram þær upplýsingar síðar. Það er nauðsyn- legt til að tryggja persónuvernd. Stígamót geta hins vegar kallað fram skýrslur eftir þörfum með töl- fræðiupplýsingum um fjölda sím- tala eftir málaflokki beint úr vef- viðmóti símakerfisins. Sérþróað símkerfi Ánægja Stígamótakonur ánægðar með nýja símkerfið. HELGINA 10.-11. október munu þrjátíu erlendir nemendur stunda háskólanám á Ströndum. Dvöl þeirra er hluti af námskeiði á veg- um Þjóðfræðistofu og Háskóla Ís- lands um íslenska þjóðfræði. Aðalleiðbeinandi er Kristinn Schram, forstöðumaður Þjóð- fræðistofu. Þá mun Sigurður Atla- son taka á móti nemunum á Galdra- sýningunni á Ströndum. Auk þess að fræðast um þjóðfræði og sagnir á Íslandi munu nemarnir heim- sækja Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og kynnast nytjum á Ströndum. Morgunblaðið/Þorkell Erlendir háskóla- nemar á Ströndum Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÞÓ SVO að skógarnir hafi vaxið með eindæmum vel í sumar hafa bændur á einstaka bæjum á Suður- landi þó orðið fyrir búsifjum. Ertu- yglulirfa hefur lagst á nýgróður- settar plöntur, einkum í Rangárþingi og uppsveitum Árnes- sýslu, og étið bæði lauf og barr- nálar. Þá settu sumarfrost strik í reikninginn á sömu slóðum og eftir er að koma í ljós hversu vel plöntur sem verst fóru út úr kuldunum klára sig í vetur. Björn Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka skógarbænda á Suð- urlandi, segir að á verstu svæð- unum hafi ertuyglan náð að hreinsa nánast öll blöð af plöntum. Það hafi í för með sér að þessar trjáplöntur séu verr undir veturinn búnar. Sumarfrostin, sem eyðilögðu stóran hluta af uppskeru kart- öflubænda í Þykkvabæ, ollu líka tjóni í skógræktinni á einstökum svæðum. Plöntur sem urðu fyrir frosttjóni eru með lafandi toppa og sumarvöxturinn er skemmdur. Það kemur síðan í ljós á næsta ári hvort þær eru dauðar eða ekki að sögn Björns. Þess má geta að mjög miklar skemmdir urðu á lúpínu af völdum ertuyglulirfu á sumum stöðum, mó- feti á þó einnig hlut að máli. Mikill hluti lúpínusvæða á Suðurlandi mun vera skemmdur af þessum völdum. Niðurskurðurinn bítur Björn segir að skógarbændur hafi ekki úr eins miklu að moða og áður, en niðurskurður til þessarar bú- Ertuygla og sumarfrost bitu í  Plöntur illa búnar undir vetur á einstaka jörðum  Niðurskurður og verðbólga hefur bitnað á skógarbændum Ygla á ösp Á verst förnu svæðunum náði ertuyglan að hreinsa nánast öll blöð af plöntum. greinar hefur bitið í ár og áfram verður skorið niður á næsta ári. „Fyrir tveimur árum var gerður samningur um kaup á trjáplöntum og nú skella verðbætur frá þeim tíma á skógarbændum af fullum þunga,“ segir Björn. „Auk um 6% niðurskurðar eru verðbæturnar um 30% á plöntur sem við fáum á næsta ári. Það er erfitt að þurfa að draga saman seglin þegar síst skyldi og það einmitt nú þegar reynir á kol- efnisbindingu og við hefðum þurft að bæta í.“ Á vegum skógarbænda á landinu öllu voru gróðursettar um fimm miljónir plantna í fyrra, en búast má við að fjöldinn fari undir fjórar milljónir á næsta ári. Á Suðurlandi voru um 800 þúsund plöntur gróð- ursettar í ár, en áætlanir gerðu ráð fyrir 1,3 milljónum plantna. Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „EF þið segið upp kjarasamningi og hafið af láglaunafólki réttmætar launahækkanir mun verkalýðs- hreyfingin beita afli sínu til þess að tryggja að til þeirra hækkana muni koma. Allt annað verður lagt til hliðar á meðan. Ef þið viljið stríð munuð þið fá stríð,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á þingi Starfsgreinasambands Ís- lands sem haldið var á Selfossi í gær. Samstaðan aldrei nauðsynlegri Gylfi segir að síðasta ár hafi ver- ið gjörningaveður á Íslandi og staða margra eftir efnahagshrunið sé afar erfið. „Það er mín skoðun að við þessar aðstæður hafi mik- ilvægi verkalýðshreyfingar og ein- arðrar samstöðu innan okkar raða aldrei verið nauðsynlegri,“ segir Gylfi og bendir þar á að hægt var að verja þann kjarasamning sem gerður var í febrúar 2008. Sá samningur sé hins vegar kominn í uppnám núna því langlundargeð atvinnurekenda gagnvart úrræða- leysi stjórnvalda í nánast öllum málum sé að þrotum komið og til uppsagnar samninga gæti komið í lok mánaðarins sem væri skelfileg staða. Gylfi segir verkalýðshreyfinguna hafa glímt við grafalvarlega stöðu á vettvangi stjórnmálanna að und- anförnu. Allt síðasta ár hafi verið pólitískur óróleiki og í raun póli- tísk kreppa í landinu sem rekja megi til hrunsins í október fyrir ári. „Við þessar aðstæður eru mikl- ar væntingar til þess að verkalýðs- hreyfingin standi vaktina og skapi þá festu sem þarf,“ segir Gylfi sem segir stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðs og ríkisvalds í upp- námi. Ríkisstjórn vinni með launafólki Í setningarávarpi sínu gerði Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, hug- mynd um þjóðstjórn að umtalsefni. Kristján sagði að ef fjórir eða fimm stjórnmálaflokkar skiptu með sér ráðherraembættum væri það ekki þjóðstjórn í sínum huga. „Hið eina rétta þjóðstjórnarmynst- ur að mínu viti er að ríkisstjórn á hverjum tíma vinni náið með sam- tökum launafólks, sveitarfélögum og samtökum atvinnurekenda að því að skapa forsendur til framfara og uppbyggingar,“ sagði Kristján. Um stöðuna í efnahagsmálum sagði Kristján að jörðin væri sviðin hvert sem litið væri. Stjórnmálamenn standa í vegi „Svo virðist sem lukkuriddarar frjálshyggjunnar hafi látið greipar sópa í íslensku atvinnulífi. Það eina sem er eftir af fjölskyldusilfrinu – eru lífeyrissjóðirnir. Og þeir eru stórskaðaðir eftir viðskiptin við þetta fólk,“ segir Kristján sem segir lífeyrissjóðina áfram um að fjármagna atvinnuskapandi verk- efni. Ráðamenn kjósi hins vegar að bregða fæti fyrir stórverkefni sem eru komin áleiðis og nefnir þar ál- ver í Helguvík og á Bakka við Húsavík. „Því lengur sem það tefst að koma verkefnum af þessu tagi af stað því lengri og dýpri verður kreppan. Stjórnmálamenn sem standa í veginum þurfa að hugsa sinn gang,“ sagði Kristján. Stríð við samningsrof  Forseti ASÍ boðar átök verði kjarasamningum sagt upp  Lífeyrissjóðirnir það eina sem er eftir af fjölskyldusilfrinu  Ráðherrar vinna gegn uppbyggingu Forsetinn Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, segir kjarasamninga vera í uppnámi og samstaðan sé aldrei mikilvægari. Ljósmynd / Guðmundur Rúnar Árnason Ríkisstjórnin mun á næst- unni taka á skuldamál- um fyrir- tækjanna svo þau geti meðal ann- ars haldið fólki í vinnu. Næsta stór- verkefni er glíman við atvinnu- leysi, sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra á þingi SGS. „Við þurfum að tryggja fólki fjárhagslegan ávinning af launavinnu og styðja langtíma- atvinnulausa til aukinnar þátt- töku í samfélaginu. Til þess þurfum við að kalla til verka alla þá sem hjálpa vilja og búa til fjölbreytt verkefni fyrir atvinnu- lausa,“ sagði Árni Páll. Árni Páll Árnason Styðja atvinnulausa til aukinnar þátttöku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.