Morgunblaðið - 09.10.2009, Page 23
Svart og hvítt Skyrtan er frá Cheap Monday, og er
keypt í Common People, búð í Vínarborg sem selur
nánast eingöngu skandinavískan fatnað. Stuttbux-
urnar eru einnig keyptar í Vín, í búð sem selur
notuð föt en allur ágóðinn rennur til hjálpar-
starfs í Afríku. Skórnir eru frá Salvador Sa-
pena úr Kron. Hálsmenið er úr Aurum og á
að líkja eftir víravirki í þjóðbúningnum.
Ég reyni að blanda saman ódýrumfötum, t.d. úr H&M eða úr búðumsem selja notuð föt en reyni líka að
kaupa íslenska hönnun og dýrari og vandaðri vörur
sem er hægt að nota lengur,“ segir Elín Ósk Helga-
dóttir, laganemi í Háskóla Íslands. „Maður finnur
líka alltaf eitthvað gott í Kolaportinu og svo er fata-
skápur ömmu alltaf rosalega góður,“ bætir hún við.
Þegar Elín er beðin um að lýsa fatastíl sínum
segir hún að hann sé fyrst og fremst þægilegur,
fjölbreyttur og glaðlegur. Aðspurð segist hún lítið
fylgjast með tískutímaritum og hvað spekúlantar
segja vera í tísku hverju sinni. „Ég reyni að verða
ekki þræll tískunnar því maður sér oft að eitthvað
kemur í tísku sem er svo ekkert sérstaklega smart
þó að allir séu í því. Það er mikils um vert að fólk
reyni að skapa sinn eigin stíl og það séu ekki allir í
nákvæmlega því sama. Mest um vert er að fólki líði
vel í því sem það klæðist og í eigin skinni.“
Fólk skapi
sinn eigin stíl
Daglegt líf kíkti í fata-
skápinn hjá Elínu Ósk
Helgadóttur laganema
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009
Tískuvikan stendur nú sem hæst í París og meðal
þeirra sem hafa sýnt hvernig þeir vilja sjá
tískuna næsta vor og sumar er John Gal-
liano. Ekki er hægt að segja að hann hafi
komið mikið á óvart en eins og oft áður má
lýsa línu hans sem boho-glamúr en áhrif 6.
áratugarins voru áberandi. Oft mátti sjá að-
sniðna jakka yfir blómamunstruðum blúndu-
kjólum með hlírum og langa skáskorna síð-
kjóla ásamt óvenjulegu hárskrauti og höttum
sem Stephen Jones hannar.
Sterkir litir Galliano kann að leyfa
aukahlutunum að njóta sín.
Flott Dæmigert frá Galliano, að-
sniðinn jakki yfir léttan kjól.
Galliano glamúr
Óvenjuleg Hárskrautið
sem Galliano notar er
ekki fyrir hvern sem er.
Morgunblaðið/Kristinn
Flott Kjóllinn er frá Vivienne Westwood og fékk Elín hann í
gjöf frá kærasta sínum. Skórnir eru úr Mango. „Mér fannst
þeir svo gamaldags og flottir svona reimaðir upp,“ segir Elín.
Notað Kjólinn fékk Elín frá ömmu sinni
sem saumaði sjálf blúndurnar á erm-
arnar. Hárskrautið er frá Thelmu de-
sign og segist Elín afar hrifin af vör-
unum hennar. Skórnir eru úr Gyllta
kettinum. „Ég gekk framhjá búðinni um
kvöld og sá þá í glugganum. Ég mætti
strax morguninn eftir og keypti þá.“
Daglegt líf 23