Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009
STEINGRÍMUR
Joð fer mikinn og leik-
ur kosningaleiki með
hugmyndir sínar um
orku- og kolefn-
isskatta. Lætur hann
sem þetta sé skatt-
heimta sem sé sótt í
vasa erlendra stórfyr-
irtækja og muni
hvergi snerta íslensk-
an almenning.
Þetta er víðsfjarri
veruleikanum og ljóst að Stein-
grímur veit betur þó að hann láti svo
að hann sé í „draumastríði Þjóðvilj-
ans“ við erlenda auðhringi.
Lítum aðeins nánar á áhrif þess-
ara skattahugmynda.
Áhrif kolefnisskattanna ef hug-
myndin er að skattleggja í jafnræði
munu leggjast á allt þjóðfélagið jafnt
einstaklinga sem fyrirtæki.
Stóriðjufyrirtækin munu þó sum
hver sleppa þar sem fjárfestinga-
samningar þeirra og íslenska rík-
isins koma í veg fyrir slíka skatt-
heimtu. Tæpast verða sum þeirra
sköttuð og önnur ekki allt eftir
samningsstöðu því þannig yrði jafn-
ræði hallað.
Það er því ljóst að hugmyndir um
kolefnisskatta eru hugmyndir um
viðbótarskattheimtu á almenning í
landinu og önnur framleiðslufyr-
irtæki en stóriðjuna sem og hvers-
konar þjónustustarfsemi.
Þar sem því verður viðkomið verð-
ur þeim sköttum velt út í verðlag og
kynt undir verðbólgunni áfram á
kostnað almennings sem alltaf mun
greiða þessa skatta beint eða óbeint
og gott betur þegar verðbólgan blæs
út skuldirnar.
Önnur fyrirtæki sem ekki ná að
velta þessari skattheimtu út í verð-
lag munu láta í minni pokann og
tapa í samkeppni við innflutning frá
öðrum löndum sem eru ekki enn sem
komið er a.m.k. að innheimta slíka
skatta. Niðurstaðan af því verður að
íslenskum störfum fækkar og inn-
lenda framleiðslan verður fátækari.
Um orkuskattana liggur eftirfar-
andi ljóst fyrir. Orku-
verð stóriðjufyrirtækj-
anna er bundið í
viðskiptasamningum
þeirra og orkufyr-
irtækjanna og verður
ekki breytt nema með
samkomulagi beggja.
Í þessum efnum ger-
ist hins vegar það að ef
lagður yrði almennur
skattur á orkusölufyr-
irtækin sem næmi 20-
30 aurum á kWh yrðu
þau að velta honum af
sér út í innlent verðlag með al-
mennri rafmagnsverðshækkun á al-
menning og þau innlendu fyrirtæki
sem væru óvarin af viðskiptasamn-
ingum við þau.
Hér er því niðurstaðan sú sama og
að ofan, skattheimtunni er beint og
óbeint stefnt að almenningi og því að
kynda undir verðbólgunni í landinu.
Stóra spurningin er þessi. Hvern
er Steingrímur að reyna að plata?
Eða það sem enn verra er. Veit hann
ekki betur?
Eða er ef til vill allt sjónarspil VG
um þessi mál, synjun endurnýjunar
yfirlýsingar um álver á Bakka, bréf-
ið um háspennulínuna og Helguvík
og útganga Ögmundar allsherjar
sjónarspil til að þvinga fram stjórn-
arslit? Leikurinn magnast og spenn-
an vex. Það er þó er verst í þessu
spili að VG er að leika sér með fjör-
eggið og virðist láta sér það í léttu
rúmi liggja.
Eftir Víglund
Þorsteinsson
Víglundur
Þorsteinsson
» Það er því ljóst
að hugmyndir um
kolefnisskatta eru
hugmyndir um
viðbótarskattheimtu
á almenning í landinu.
Þessir skattar munu
kynda undir verð-
bólgunni.
Höfundur er stjórnarformaður BM
Vallár ehf.
Hvernig virka
orku- og kolefnis-
skattarnir?
ÉG GEKK um dag-
inn „Laugaveginn“,
gönguleiðina milli
Landmannalauga og
Þórsmerkur. Fegurð
landslagsins og fjöl-
breytni þess sem fyrir
augu ber er með ólík-
indum mikil og hafa
margir við orð að þessi
vinsæla gönguleið sé í
flokki þeirra merkileg-
ustu í heimi.
Þegar kom yfir Syðri-Emstruá
niður á Almenninga, afrétt Vestur-
Eyfellinga, fór mér að verða star-
sýnt á gróðurinn. Ég hef oft farið um
þessar slóðir, og það gleður mig allt-
af jafn mikið hve gróðri hefur fleygt
fram frá árinu 1985 er ég fór mína
fyrstu gróðurskoðunarferð um af-
réttinn. Þá var beit á svæðinu meiri
en góðu hófi gegndi og gróður á und-
anhaldi eftir aldalangt samspil beit-
ar og óblíðrar veðráttu. Þvílík breyt-
ing á gróðurfari til hins betra. Sama
gilti þegar komið var á Þórsmörk,
sárin eru óðum að gróa og birkið að
ná sér á strik þar sem áður voru
flakandi sár.
Land í rúst
Ef litið er til liðinna alda er ljóst
að oft hefur gróðri á öllu Þórsmerk-
ursvæðinu verið hætta búin, einkum
vegna skógarhöggs og beitar. Fé var
haft á útigangi í Þórsmörk og Goða-
landi og skógarnir mikið nytjaðir.
Árið 1802 var t.d. svo komið að
Mörkin var orðin nær skóglaus
vegna skógarhöggs. Heimamenn
sáu að við svo búið mátti ekki standa
og tóku höndum saman um að
vernda leifar birkiskóganna á svæð-
inu. Gróður- og jarðvegseyðing gekk
þó stöðugt nær landinu, enda veður-
farsskilyrði óhagstæð þegar líða tók
á öldina.
Með ungmennafélagshugsjón
aldamótaáranna um 1900 um að
„rækta nýjan skóg“ og setningu
fyrstu laganna um „skógrækt og
varnir gegn uppblæstri lands“ árið
1907 var leitað nýrra leiða til að
bjarga því sem eftir stóð af skóg-
unum frá bráðri hættu. Samið var
um friðun Þórsmerkur 1920 og svo
var Goðaland sunnan Krossár tekið
til friðunar 1927. Sama
ár tók Skógrækt rík-
isins að sér friðun og
umsjón svæðisins.
Þessir samningar
friðuðu ekki Almenn-
inga fyrir beit og árið
1924 var hafist handa
við að setja upp girð-
ingu meðfram Þórs-
mörk að norðan. Frið-
unin var ófullkomin
vegna sérstaklega erf-
iðs girðingarstæðis, en
þegar dró úr fjárbeit-
inni fór birkiskógur víða að vaxa upp
að nýju og sumt af hinu eydda landi
að taka á sig græna slikju.
Samningar um beitarfriðun
Útilokað reyndist viðhalda fjár-
heldri girðingu og fé af Almenn-
ingum átti nokkuð greiða leið niður í
Þórsmörk og þaðan á Goðaland. Með
auknum samgöngum upp úr miðri
síðustu öld fjölgaði ferðamönnum í
Þórsmörk og þær raddir urðu æ
fleiri og háværari sem kröfðust úr-
bóta á beit og gróðureyðingu þar.
Fé hélt þó stöðugt áfram að fjölga
og beitarálag að aukast. Líklegt er
að fjöldinn hafi orðið mestur upp úr
1970, en vorið 1973 er talið að farið
hafi verið með meira en 1.200 full-
orðins fjár á Almenninga. Beitarþol
afréttarins var aðeins brot af því, en
féð rataði sína leið inn á það land
sem átti að vera friðað.
Árið 1985 hófst nýr kafli í samn-
ingaumleitunum um friðun Almenn-
inga. Haldnir voru margir fundir
með eigendum upprekstrarréttar og
leitað leiða til að draga úr beitar-
álagi, m.a. með hagabótum heima-
fyrir. Leysa þurfti margvísleg mál,
en vorið 1990 var síðan undirritað
samkomulag milli bænda í Vestur-
Eyjafjallahreppi og Landgræðsl-
unnar um að búfé yrði ekki rekið á
afrétti hreppsins a.m.k. næstu 10 ár-
in. Lauk þar 70 ára ferli við friðun
alls svæðisins milli Markarfljóts og
jökla sunnan Syðri-Emstruár. Þessi
samningur er að vísu runninn út, en
báðir aðilar hafa haldið samstarfinu
áfram.
Endurheimt vistkerfa
Þegar horft er til baka er með
ólíkindum hve friðun Þórsmerkur-
svæðisins í heild leysti úr læðingi
mikinn kraft í endurreisn landkosta
þar. Ári síðar, 1991, var Rauði kross
Íslands með fræðslutengdar vinnu-
búðir fyrir ungmenni og var unnið
að uppgræðslu á Merkurrana og inn
af Langadal. Ferðafélag Íslands,
Útivist, Starfsmannafélag Hampiðj-
unnar, Ferðaklúbburinn 4x4 og
margir fleiri unnu einnig af krafti að
stöðvun eyðingar og sáningu í illa
farin svæði.
Á Almenningum unnu bændur úr
Vestur-Eyjafjallahreppi einnig ötul-
lega að uppgræðslu. Árið 1991 lagði
Landgræðslan t.d. til átta tonn af
áburði auk fræs en bændur sáu um
dreifingu. Þeir hafa farið í land-
græðsluferðir í Almenninga nær öll
ár síðan, og það er árangurinn af
þessu mikla og fórnfúsa starfi
bænda ásamt áhrifum beitarfrið-
unarinnar sem gleður svo mjög aug-
að þegar farið er um afréttinn, eins
og vikið var að í upphafi.
Það er búið að verja gríðarlegri
vinnu og fjármunum við að takast á
við þá miklu jarðvegseyðingu sem
ógnaði gróðri á Þórsmerkursvæðinu
og aðstoða náttúruna við að græða
sárin með markvissum landgræðslu-
aðferðum. Enn er þó nokkuð í land
með að fullnaðarsigri sé náð. Enn
eru mörg sár í gróðurþekjunni þótt
þeim fari stöðugt fækkandi. Þar er
náttúran að græða sig sjálf, reyndar
víða með aðstoð fórnfúsra handa.
Það er afar mikilvægt að þetta ferli
nái lengra því annars er verið að
kasta á glæ merku starfi heima-
manna og fjölda annarra við endur-
heimt landkosta á Þórsmerkursvæð-
inu. Til þess að svo megi verða er
brýnt að svæðið verði friðað fyrir
beit eitthvað lengur.
Endurreisn Almenn-
inga og Þórsmerkur
Eftir Andrés
Arnalds »Kraftaverk hefur
unnist í endurheimt
gróðurs á Þórsmerkur-
svæðinu. Er það mest
að þakka beitarfriðun
og fórnfúsu starfi
bænda og ótal sjálf-
boðaliða.
Andrés Arnalds
Höfundur er fagmálastjóri Land-
græðslunnar.
GEÐHEILBRIGÐ-
ISÞJÓNUSTAN hef-
ur, auk þess að
lækna, hjúkra og
endurhæfa, einnig fé-
lagslegu hlutverki að
gegna. Hún skil-
greinir hvað sé við-
eigandi eða óviðeig-
andi í samfélaginu.
Að fá geðsjúkdóms-
greiningu getur verið
gífurlegur léttir fyrir marga en
fyrir aðra getur það ógnað fram-
tíðarmöguleikum. Sumir sem hafa
nýtt sér geðheilbrigðisþjónustuna
þakka henni líf sitt, jafnvel þótt
það hafi verið gegn vilja þeirra í
upphafi, meðan aðrir finna henni
allt til foráttu. Þeim sem eru
ánægðir með þjónustuna – not-
endum og aðstandendum – sárnar
allt tal sem felur í sér gagnrýni
og þegar efast er um hug-
myndafræði eða nálganir. Þeir
sem tilheyra hópi óánægðra segj-
ast vera survivors‘, hafa „lifað af“
eða þraukað þjónustuna. Þeim
finnst sér hafi verið settir af-
arkostir, þjónustan oft handahófs-
kennd, órökstudd og óviðeigandi
og ekki mætt þörfum þeirra. Þeir
hafna jafnan sjúk-
dómsgreining-
arkerfinu og staðhæfa
að lyf sem þeir hafi
þurft að taka hafi haft
slæmar afleiðingar.
Þeir líta svo á að
sjúkdómsgreiningin sé
afskræming á reynslu
þeirra, undirrót glat-
aðra tækifæra,
skertra lífgæða og
beinlínis hættuleg
heilsu þeirra.
Þegar fólk hefur
svona mismunandi
reynslu af þjónustunni gagnast
ekki málaflokknum að skiptast í
stríðandi fylkingar eða að öll
óánægja sé þögguð niður. Það
þykir „tabú“ þegar lýst er efa-
semdum um einhver atriði, gerðar
athugasemdir eða komið fram með
tillögur að breytingum. Vegna for-
dóma og mismunandi skoðana á
geðheilbrigðismálum hefur virk
umræða um málaflokkinn átt erf-
itt uppdráttar. Erfitt hefur verið
að sanna orsakaþætti geðtruflana
og rannsóknarniðurstöður oft mis-
vísandi. Fólk er misjafnt og hefur
mismunandi skoðanir á því hvað
hafi gagnast því best. Lágmarks-
krafa er því að borin sé virðing
fyrir ólíkum skoðunum. Stjórn-
málamenn, sem ákveða hvernig al-
mannafé skuli varið til almenn-
ingsheilla, ættu að vera sá hópur
sem skilur best þá sem barist hafa
fyrir fjölþættari nálgun í geðheil-
brigðisþjónustunni; þeir eru ólíkir
á sama hátt og þeir sem greinast
með geðræna kvilla. Þeir sem
starfa og hrærast í geðheilbrigð-
ismálum ættu að nýta sér stjórn-
málamenn sem fyrirmyndir; þeir
hafa sýnt fram á að hægt sé að
vinna með „svæsnustu“ skoðana-
andstæðingum ef þeir sjá fram á
að komast til áhrifa og valda. Það
eru svo margir þættir geðheil-
brigðisþjónustunnar sem hægt
væri að sameinast um: fjölbreytt-
ari meðferðarform, að fólk sé virt
og hlustað á það þrátt fyrir
skrítna hegðun, að lög og reglu-
gerðir séu virtar, að allir hafi
sama rétt til að eiga heimili, hafa
eitthvað fyrir stafni og eiga sam-
leið með öðrum. Að berjast gegn
mismunun, fordómum og fátækt,
að hafa aðgang að mannlegum
stuðningi eða fjárstuðningi þegar
þess er þörf.
Valdbeiting er notuð í geðheil-
brigðisþjónustunni og réttlætt á
ýmsa vegu. Hún mun halda áfram,
því ekki verður hjá henni komist í
einstaka tilvikum, þó að við fjölg-
um úrræðum í þjónustu við geð-
sjúka. En þeir sem eru í þeirri
óþægilegu stöðu að þurfa að beita
aðra manneskju valdi, verða að
vita að orsök vanda margra ein-
staklinga, sem misst hafa tökin á
eigin geði, á rætur sínar í um-
hverfi þar sem valda- og áhrifa-
leysi ríkir. Að verða fyrir end-
urtekinni valdbeitingu
undirstrikar veika stöðu. Ein-
angrun sem oft fylgir valdbeitingu
gerir stöðu fólks enn viðkvæmari.
Síendurtekin valdbeiting og ein-
angrun brýtur niður eldmóð,
sjálfstraust og mótstöðu. Til að
lifa af slíkar aðstæður er leitað
verndar til þeirra sem beita valdi.
Þá miðast hegðun við væntingar
þess, sem hefur valdið, vegna
þeirra mannlegu þarfa að fá at-
hygli, umhyggju og viðurkenn-
ingu. Þótt ætlun þjónustuveitanda
sé ekki að gera fólk háð sér getur
afleiðingin fyrir þiggjandann orðið
lært hjálparleysi.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
(WHO) leggur áherslu á almenn
mannréttindi og að ekki megi
brjóta á rétti einstaklinga sem
eiga við geðsjúkdóma að stríða.
Þeir sem berjast fyrir fjölþættari
úrræðum styðja einstaklings-
bundið val í geðheilbrigðiskerfinu.
Lyfjaiðnaðurinn er orðinn risavax-
inn og því er hætta á að hann geti
í krafti stærðar rutt úr vegi öðr-
um meðferðarúrræðum, ráðskast
með fjölmiðla, auglýsingar og
rannsóknir til að sannfæra alla um
ágæti sitt. Stjórnvöld eiga að hlúa
að valkostum fyrir þá sem t.d.
hafa ekki sannfærst um ágæti
geðlyfja, því geðheilbrigðismál eru
ekki ósvipuð stjórnmálum. Geð-
heilbrigðismál og stjórnmál hafa
sömu markmið; að auka velsæld
og hag almennings. Leiðirnar sem
valdar eru til að ná markmiðunum
ráða úrslitum um val okkar á
stjórnmálaflokki. Ég vona að ís-
lenskir kjósendur verði aldrei í
þeirri aðstöðu að geta ekki valið
flokk; hann verði bara einn. Á
sama hátt vænti ég þess að geð-
sjúkir fái að velja hvers konar að-
stoð þeir fá. Mismunandi kostir
verða að spanna allt ferlið; nálgun
heilsugæslunnar, bráðaþjónust-
unnar, endurhæfingar sem og eft-
irfylgdar í nærumhverfi.
Stjórnmál og geðheilbrigðismál
Eftir Elínu Ebbu
Ásmundsdóttur » Vegna fordóma og
mismunandi skoð-
ana á geðheilbrigð-
ismálum hefur virk um-
ræða um málaflokkinn
átt erfitt uppdráttar.
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
Höfundur er iðjuþjálfi/dósent
við HA og framkvæmdastýra
Hlutverkaseturs.