Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 SÆLL Gísli. Í Fréttablaðinu þ. 19. sept. sl. er opnu- viðtal við þig, þar sem þú ferð mikinn um brottvikningu flugvallarins okkar allra í Vatnsmýrinni. En í gegnum alla þessa umræðu það sem af er, hefur þú, ekki frekar en aðrir borgarfulltrúar sama sinnis, komið inn á það einu orði hvað á að verða um sjúkraflugs- þjónustuna sem reiðir sig svo mikið á tilvist flugvallarins. Þrátt fyrir að staðreyndum því tengdu hafi ítrek- að verið komið á framfæri á op- inberum vettvangi og ættu því að vera orðin vel kunn öllum þeim sem um flugvallarmálið hafa fjallað, ber svo við að þú ert enn við sama heygarðshornið í þessu viðtali og talar eingöngu um að taka af okkur þessa tengingu landsmanna við helstu sjúkrahúsin okkar, sem flug- völlurinn er. En ekkert minnist þú á neinar lausnir varðandi þessa öryggiskeðju, sem mestöll lands- byggðin styðst við þegar neyðin kallar. Þess vegna vil ég nota þetta tækifæri til að fá þessa hluti og fleiri, á hreint hjá þér og vonast eftir skýrum svörum við eftirfar- andi spurningum. 1. Skv. hugmyndum þínum á allt innanlandsflug að flytjast til Kefla- víkur og farþegar á leið til borgar- innar eiga þá þó nokkurt ferðalag fyrir höndum, þegar fluginu lýkur. Þar stingur þú upp á lest- arsamgöngum. Það er vandséð hverja lausn þar er að finna fyrir sjúklinga í sjúkraflugi, eða hefur þú einhverja slíka í huga? Yrði þessi lest nógu hraðskreið til að vinna upp þann aukatíma sem þessi aukna vegalengd myndi annars skapa? Fengi sjúklingurinn sérvagn eða afdrep um borð? Myndi lestin bíða komu sjúklingsins óháð tímatöflu hennar að öðru leiti? Myndi hún taka við sjúklingn- um beint úr flugvélinni og skila honum beint til spítalans, hvort heldur það er í Foss- vogi eða við Hring- braut? 2. Ég býst nú frekar við að sjúkrabíllinn verði fyrir valinu, en að þessum fyrstu spurningum verði öll- um svarað játandi, og þá stöndum við frammi fyrir því að ásamt með lengri flugtíma verður aksturstíminn þennan síðasta áfanga fullur hálftími umfram það sem nú er. Það miðast við bestu akstursskilyrði og gildir þá einu á hvaða forgangsstigi flutningurinn er. Telur þú réttlætanlegt að lengja svona flutningstíma bráðveikra og slasaðra, og þá með hvaða rökum? 3. Sé svarið við síðustu spurn- ingu neikvætt, munt þú þá beita þér fyrir því að hið nýja hátækni- sjúkrahús rísi í Keflavík? Hvers vegna þá ekki t.d. á Akureyri? Eða hefur þú e.t.v. enn aðra lausn í far- teskinu fyrir sjúkraflugsþjón- ustuna? 4. Talandi um ýmsa kostnaðarliði tengda veru flugvallarins í Vatns- mýrinni, hefur þú gert nokkra at- hugun á því hvað það mun kosta hinn almenna flugfarþega að lengja flugið hans og bæta þar að auki við lestarfarmiðanum fyrir þennan síð- asta áfanga? 5. Hefur þú hugmyndir um að borgin greiði niður þennan auka- kostnað sem af uppátækinu hlýst fyrir gesti utan af landi? 6. Talandi um mengun, þá hlýtur lenging flestra leiða innanlands- flugsins, verði því öllu beint til Keflavíkur, að vega þar eitthvað á metunum. Þar að auki mun þetta leiða til meiri aksturs á þjóðvegum landsins vegna þess óhagræðis/ kostnaðar, sem þessi ráðstöfun innanlandsflugsins mun valda landsmönnum. Hefur nokkur at- hugun farið fram á því hve mikil aukning á loftmengun verður af þessum sökum? Eða hvað aukið slit á vegakerfinu vegna þessa mun kosta? 7. Undanfarin misseri hafa skoð- anakannanir ítrekað sýnt andstöðu meirihluta kjósenda borgarinnar, við flutningi flugvallarins, eða nið- urlagningu hans. Þetta gerist nú eftir mikla og málefnalega umræðu, m.a. með fjölmörgum blaðagrein- um, þar sem sjónarmiðum lands- manna, þ.m.t. öryggissjónarmiðum, hafa verið gerð góð skil. Burt séð frá því að málið varðar landsmenn alla, telur þú rétt að fara gegn þessum klára vilja meirihluta kjós- enda þinna, fáir þú aðstöðu til? Og þá með hvaða rökum? 8. Ef ég skil það rétt, þá er það svo að landsfundir Sjálfstæð- isflokksins, líkt og annarra flokka, fari með æðsta vald varðandi stefnumörkun flokksins. En er það svo að borgarfulltrúar, sem kosnir eru á vegum þessa flokks séu á ein- hvern hátt undanþegnir landsfund- arsamþykktum hans? Ef ekki, hvernig samrýmist stefna þín (og flestra, ef ekki allra flokkssystkina þinna í borgarstjórn) í flugvall- armálinu þeim ályktunum sem landsfundir Sjálfstæðisflokksins hafa samþykkt í samgöngumálum? Virðingarfyllst. Opið bréf til Gísla Marteins Baldurssonar Eftir Þorkel Ásgeir Jóhannsson »En ekkert minnist þú á neinar lausnir varðandi þessa öryggis- keðju, sem mestöll landsbyggðin styðst við þegar neyðin kallar. Þorkell Ásgeir Jóhannsson Höfundur er yfirflugstjóri Mýflugs. ÞEGAR núverandi ríkisstjórn settist að völdum var lagt af stað með ákveðin verk í huga sem áttu að skila miklum og góðum ár- angri en ekkert hefur bólað á þessum frægu efndum. Allur tíminn fer í að eltast við bráðaverkefni án þess að virk framtíðarsýn sé til staðar. Slík stjórn er verkstjórn og sinnir einungis þeim verkum sem inn á hennar borð koma en leitar ekki eftir að breyta ástandinu til framtíðar. Stefnumótandi ákvarðanir miða að því að skila af sér góðum lausnum fyrir þjóðina í framtíðinni, t.d. í at- vinnumálum. Slíkt er ekki að merkja í þessari stjórn enda flestir ráð- herrar týndir og þegar þeir koma fram þá eru það viðbrögð við bráða- vanda sem nauðsynlegt er að bregð- ast við. Eitt af aðaleinkennum þessarar ríkisstjórnar er ótti. Hún óttast allt á milli himins og jarðar enda valin af þjóð sem óttaðist um hag sinn. Það lá beint við að óttinn skildi óttann og valdi hann sér til fulltingis. Eina vandamálið í því er að nú þegar ótta- tímabili þjóðarinnar lýkur og reiðin brýst fram þá eiga þessir tveir pólar ekki samleið lengur. Reiði og ótti vinna ekki vel saman þar sem óttinn bregst oft við þeim reiða í fáti. Sá sem er reiður er ekki alltaf skyn- samur og þar með augljóst að hafi vandamálið verið stórt fyrir þjóðina þá stækkar það bara. Það er mjög auðvelt að merkja óttann í þessari ríkisstjórn. Icesave- málið ber þar hæst og að samþykkja alla afarkosti Breta og Hollendinga er gert af ótta en ekki af framtíðar- sýn. Bara það eitt að ekki hafi verið settir í samninginn neinir fyrirvarar af hálfu Íslendinga hjá samninga- nefndinni gefur til kynna ójafnvægið í öllu saman. Þrátt fyrir að forystu- menn ríkisstjórnarinnar væru ekki á þeim buxunum tókst á alþingi að berja í gegn fyrirvara á samninginn. Þetta er merki um ótta. Rökin fyrir því að koma ekki með fyrirvara geta verið ýmis en þegar þau voru lögð fram bar það merki um ótta. Ótta við að missa af einhverju án þess að vitneskja eða vísbendingar væru til um það. Heldur er verið að bregðast við hótunum og sá sem óttast vill oft fara leið þess sem hótar. Ekki minnkar óttinn þegar kemur að því að koma á jafnvægi í ríkisfjár- málum. Tillögur um slíkt hafa verið ansi lengi á leiðinni og loks þegar þær koma þá virka þær skrýtnar við fyrstu kynni. Gefið er út að flatur niðurskurður skuli vera á bilinu 5-10% án þess að leiðbeinandi til- lögur komi samhliða. Til að mynda á að gera tilfærslur hjá ýmsum ríkis- stofnunum en ekki fylgdi fréttinni hver sparnaðurinn af slíkum ráðstöf- unum yrði. Virkar eins og verið sé að framkvæma til að eitthvað sé gert en þegar upp er staðið þá verður spurt: Hvers vegna var lagt af stað í þessa för? Ekki skánar það með skatta- málunum og boðuðum hækkunum þar en ein spurningin sem eftir stendur í þeim málum er: verða skattarnir til skamms tíma eða til framtíðar? Reynslan sýnir að sé skatti komið á eru litlar líkur á að hann sé afturkallaður og eru bif- reiðagjöldin gott dæmi um það. Ef þessar sparnaðartillögur eiga að hafa einhvern tilgang verður að fylgja með hvert markmiðið með þeim er og hvernig eigi að vinna í framtíðinni í þeim málaflokki. Ekk- ert slíkt er fyrir hendi. Verkstjórnin hugsar ekki þannig og það að sækja um ESB hefur stefnumótandi áhrif til framtíðar en er verkefni þangað til þar sem ekki liggur fyrir hvernig samningur er á borðinu. Ef óttinn stafar af hræðslu við að þetta vinnu- ferli tefjist vegna óleystra mála hér hefði verið miklu nær að bíða með slíka umsókn þangað til þau mál væru leyst. Eðli verkstjórna er nefnilega að horfa ekki til lengri tíma heldur að bregðast við því sem fyrir er. Stefnumótun er svarið og á að vera innan ríkisstjórnar en ekki utan hennar sbr. nefndin 20/20. Ósýni- leiki forsætisráðherra hlýtur að leiða líkur að því að hann sé fastur í stefnumótunarvinnu en samt sem áður koma engar fréttir fram um slíkt. Algengur frasi stuðningsmanna stjórnarinnar er að verið sé að bregðast við 18 ára stjórnartíð Sjálf- stæðisflokksins, eftirmálum þess stjórnarfars. Þessi rök hafa lítið vægi þegar ekki er litið framtíðar með stefnumótandi ákvörðunum. Ef stefnan er að fara í ESB, hvað eigum við þá að gera þangað til inn er kom- ið? Hvaða stefnu á að taka í orku- málum? Hver er stefnan í umhverf- ismálum? Hver er stefnan í utan- ríkismálum? Allt slíkt er mjög á reiki og meðan stjórnin hreykir sér af verkefnalista sem næstum kláraðist þá sátu stóru málin eftir. Starf rík- isstjórnarinnar snýst ekki um magn heldur líka gæði og miðað við verk hennar hingað til mun seint bera á gæðum í verkum hennar. Norræna velferðarbarnið er andvana fætt. Þetta er ekki ákall til ríkisstjórnar að vakna heldur til þjóðarinnar. Hún á miklu betra skilið. Ó, vakna þú mín ríkisstjórn Eftir Rúnar Má Bragason Rúnar Már Bragason »Ríkisstjórn sem stjórnast af ótta kemur litlu til leiðar og bregst einungis við bráðavanda. Skortur á stefnumótandi ákvörð- unum veldur þjóðinni skaða. Höfundur er ríkisstarfsmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.