Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið ÓLAFUR Áki Ragnarsson, bæj- arstjóri sveitarfé- lagsins Ölfus, sagði í hádegisfréttum rík- isútvarpsins sunnu- daginn, 4. október 2009, að samkomulag hefði verið gert á milli sveitarfélagsins og Orkuveitu Reykjavík- ur um að hreinsa skuli 99% af öllu brenni- steinsvetni frá fyrirhugaðri Bitru- virkjun. Einnig kemur fram í umhverf- isskýrslum af hálfu sveitarfélagsins Ölfus að sveitarfélagið krefst bestu fáanlegu tækni til hreinsunar brennisteinsvetnis, bæði frá Bitru- virkjun, svo og frá fyrirhuguðum virkjunum við Hverahlíð og Grá- hnjúka. Út af fyrir sig er ágætt að sveitarfélagið Ölfus krefst bestu fá- anlegu tækni við hreinsun á út- blæstri brennisteinsvetnis frá virkj- unum, enda er það skylda þess samkvæmt lögum. Vandamálið er hins vegar það að ekki er til nein al- þjóðleg skilgreining á því hvað felst í bestu fáanlegri tækni þegar um er að ræða hreinsun á útblæstri frá jarðhitavirkjunum. Yfirleitt eru skrifaðar alþjóðlegar BAT (BAT = best available technology) skýrslur, þar sem alþjóðlegir hópar vísinda- manna hafa skilgreint hvaða tækni sé best og skilvirkast að nota í hverju tilviki fyrir sig. Það eru til dæmis til slíkar skýrslur um hreins- un útblásturs frá olíuhreinsistöðv- um. En það er mjög bagalegt að ekki er til nein slík alþjóðleg BAT-skýrsla um hreinsun brennisteinsvetnis (H2S) í útblæstri frá jarðhitavirkj- unum. Það þýðir að Orkuveita Reykjavíkur getur notað hverja þá tækni, sem fyrirtækinu hentar til að hreinsa burt brennisteinsvetni. Enda hefur það komið á daginn að það er gersamlega óljóst á þessu stigi hvernig OR ætlar að standa að hreinsun brennisteinsvetnis úr út- blæstri frá íslenskum virkjunum. Hreinsun eiturefnisins frá jarð- hitavirkjunum er bæði erfitt og flók- ið mál, og víst er að hreinsun útblást- ursins er dýr og stofnkostnaður hreinsikerfa mikill. Til eru aðferðir þróaðar erlendis sem byggjast á langri reynslu (t.d. Stretford, Claus-ferli, LO-CAT II aðferðin), en Orkuveitan ætlar ekki að nota þær aðferðir, enda eru þær afar dýrar. Nei, Orkuveitan er búin að finna upp sér-íslenska aðferð (sem fyrir algjöra tilviljun er miklu ódýrari en allar aðrar þekktar að- ferðir), sem felst í því að blanda brennisteinsvetni í vatnsfasa og dæla því niður í jarðlög skammt frá virkjanastað. Ekki er þó komið í ljós hvort aðferðin virkar almennilega. Orkuveita Reykjavíkur og sveitarfé- lagið Ölfus virðast þannig hafa lofað 99% hreinsun á brennisteinsvetni frá Bitruvirkjun, löngu áður en ljóst er hvort aðferðin sem nota skal til hreinsunarinnar virkar sem skyldi. Í ljósi þess hve hreinsun brennisteins- vetnis úr útblæstri er flókið ferli, sem oft þarf að leysa með samþætt- ingu margra ólíkra að- ferða (sjá t.d. lausn fyr- ir Yanaizu-Nishiyama jarðhitavirkjunina í Japan), er greinilegt að þetta loforð um 99% hreinsun með einfaldri niðurdælingu er álíka áreiðanlegt og öll loforð útrásarvíkinganna og bankastjóranna frá árinu 2007. Auk þess er rétt að taka fram að verði af öllum virkjanaáformum á Hengilssvæðinu og á Hellisheiði, munu stöðugt verða nokkrar öflugar blásandi borholur á svæðinu. Mér vitanlega er ekki hægt að hreinsa brennisteinsvetni eða meng- un yfirleitt frá blásandi borholum, jafnvel þótt slíkt hafi verið reynt er- lendis. En það er auðvelt að lofa öllu fögru fyrirfram, þegar virkjanir eru annars vegar. Rétt er að taka fram að brennisteinsvetni (H2S) er eitur- efni, sem hefur langtímaáhrif á heilsufar fólks, jafnvel þótt í litlum styrkleika sé (sbr. skýrslu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar – WHO: Hydrogen Sulfide: Human Health Aspects. WHO, Concise Int- ernational Chemical Assessment Document 53, Genf, 2003. Sjá nánar: www.who.int.). Langtímaáhrif aukinnar brenni- steinsvetnismengunar á íbúa Hvera- gerðis, og íbúa í efstu byggðum Reykjavíkur, gætu orðið marktækt neikvæð, skv. þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið í borginni Rotorua nálægt jarðhitavirkjuninni við Wairakei á Nýja Sjálandi (sbr. ofan- greinda skýrslu WHO). Á meðan þau mál eru öll í óvissu, og óvíst er hvort hreinsikerfin fyrir brenni- steinsvetnið virka, eða hvort t.d. fjármagn fæst til að hreinsa eitur- efnið frá þeim virkjunum sem nú þegar eru fyrir hendi, hvað þá frá fyrirhuguðum virkjunum við Hvera- hlíð, Gráhnjúka eða Bitruvirkjun, verður einfaldlega að krefjast þess að öllum frekari skipulagsbreyt- ingum og virkjanaframkvæmdum á Hengilssvæðinu og Hellisheiði verði frestað um óákveðinn tíma. Einnig þarf að krefjast þess að hreinsikerfi með 99% afkastagetu eða jafnvel 99,9% afkastagetu (sbr. LO-CAT II) fyrir brennisteinsvetni verði fyrst sett á eldri virkjanir á svæðinu þannig að öruggt sé og hægt sé að sýna fram á að kerfin virki og mengun þar fari minnkandi. Þetta er ekki síst gert með hagsmuni Hvergerðinga í huga sem nú þegar búa við óviðunandi mengun frá Hellisheiðarvirkjun, blásandi bor- holum og frá Nesjavallavirkjun. Það er einfaldlega ekki svigrúm til staðar til að auka brennisteinsvetn- ismengun á Hengilssvæðinu eða við Ölkelduháls frá því sem nú er. Heilsu Hvergerð- inga stefnt í hættu Eftir Ingibjörgu E. Björnsdóttur Ingibjörg E. Björnsdóttir » Brennisteinsvetni er eiturefni sem nauð- synlegt er að hreinsa úr útblæstri íslenskra jarð- hitavirkjana, en hreinsi- kerfin eru dýr. Höfundur er umhverfis- efnafræðingur. I. UMHVERF- ISMÁLIN eru mál málanna í dag. Eins og allir vita berast okkur stöðugt fréttir af þeirri ógn sem vofir yfir um- hverfi okkar og lífrík- inu öllu. Inngrip okkar mannanna í náttúruna verður stöðugt meira og afdrifaríkara. Á öldum áður var barátta mannsins við umhverfið jöfn og upp á líf og dauða eins og við oft fengum að reyna hér á landi. En í kjölfar iðnbyltingarinnar hefur dæm- ið snúist við. Nú er það náttúran sem á undir högg að sækja. Stöðug fjölg- un jarðarbúa helst í hendur við sí- aukna sókn í auðlindir jarðarinnar. Það þarf að fæða og klæða og hýsa fleiri og fleiri mannanna börn hverja stund sem líður. Til þess þarf að höggva meiri skóga, brjóta meira land til ræktunar, veiða meira í höf- unum, og auka notkun eldsneytis í öllum sínum myndum. Það er þó ekki þar með sagt að neyslan og skipting auðæfa jarð- arinnar sé réttlát og jöfn. Það vitum við líka af fréttum. Við hér á Vest- urlöndum eyðum meiru en aðrir íbú- ar jarðarinnar samanlagt af olíu og öðrum afurðum jarðarinnar. Við bú- um líka yfir meiri tækni en aðrir til að virkja afl jarðar. En því miður virð- umst við ekki kunna okkur hóf. Bílum fjölgar, loftmengun eykst og nú vofa yfir loftslagsbreytingar af manna- völdum, sem munu umhverfa lífrík- inu í öllum sínum myndum. Vís- indamenn spá hækkandi hitastigi jarðar, auknum öfgum í veðurfari, þurki þar sem áður rigndi, kulda þar sem áður var hiti og þannig mætti lengi telja. Aðgangsharkan gagnvart jörðinni og umhverfi okkar mun smátt og smátt breyta lifnaðarhátt- um okkur. Talað er um að styrjaldir 21. aldarinnar muni fyrst og fremst verða háðar um orkulindir og vatn sem verður dýrmætara með hverjum deginum sem líður. II. Það takast auðvitað á ólík sjónarmið í þessari umræðu. Bent er á nauðsyn atvinnutæki- færa í heimi þar sem fólksfjöldi fer vaxandi, heimurinn krefst auk- innar framleiðslu, neysl- an eykst dag frá degi og þannig mætti lengi telja. Uppbygging krefst fórna eins og til dæmis skógarhöggið í Amason sem ógnar lungum jarðarinnar en stjórnvöld í Brasilíu segja nauðsyn- legt ef framleiðslan eigi að halda áfram að aukast og hagvöxtur eigi að verða þar í landi. Sömu spurningar eru uppi hér á landi. Kirkjan og allt kristið fólk er kallað til að láta sig um- hverfismál varða, kallað til að bera ábyrgð á þeirri sköpun Guðs sem okkur er falin og vernda hana eftir mætti. Því lífríkið allt er sköpun Guðs, helgað af Guði og dýrmætt í augum hans. Okkur mönnunum er fengið lífríkið að láni á meðan við lif- um hér á jörðu, við eigum að skila því af okkur heilu og í blóma fyrir nýjar kynslóðir. Guð vakir yfir öllu lífi, allri tilverunni og lætur sér það varða hverja stund. Í fyrstu Mósebók er þessu lýst á svo ljóðrænan og skáld- legan hátt með þeim orðum að Guð hafi aðgreint ljósið og myrkrið þegar hann skapaði heiminn í upphafi. Hebreska orðið sem notað er til að túlka þessa sköpunarathöfn Guðs skilar sér reyndar ekki vel í íslenskru þýðingunni. Það þýðir í raun að Guð hafi gengið inn í myrkrið og aðgreint það með krafti sínum frá ljósinu. All- ar stundir og að eilífi heldur Guð síð- an frummyrkrinu frá sköpuninni, frummyrkrinu og hinni endanlegu eyðingarógn. En ógnin er alltaf fyrir hendi. Myrkrið sækir að sköpuninni og reynir sífellt að þrengja sér framhjá máttugum armlegg Drott- ins. Ef Drottinn drægi vernd sína frá heiminum myndi myrkrið gleypa ljósið og lífið. Það vofir því stöðug ógn yfir heiminum. Allt það sem berst gegn lífinu í sínum margbreytileika berst með myrkrinu og eyðingaöfl- unum. Okkur öllum er falið hlutverk í þessari miklu kosmisku baráttu ljóss og myrkurs, sköpunar og eyðingar, Guðs og hins illa. Við erum sam- verkamenn Guðs í heiminum. Hann hefur kallað okkur til að starfa með sér, til að heyja hina góðu baráttu fyrir ljósinu og lífinu með sér. Ábyrgð okkar er því mikil og alger í raun og veru. Hver einasti maður er ábyrgur. Enginn fær skorast undan þessu hlutverki sínu. Því sönn mennska, það er að axla ábyrgð sína og taka á með sköpunarmætti Guðs . III. Að axla þannig ábyrgð sína þýðir ekki að við eigum að hverfa aftur upp í trén. Sem samverkamenn Guðs er okkur vissulega falið að nýta auð- lyndir jarðarinnar okkur sjálfum og mannkyni öllu til góða. En okkur ber að gera það undir merkjun ljóssins, með fullri ábyrgð og af virðingu fyrir þeirri sköpun sem Guð helgar og við- heldur hverja stund – vitandi að sköpunin er ekki okkar eign heldur Guðs. Það getum við gert í stóru sem smáu hvert og eitt. Með því til dæmis að hugsa um neyslu okkar, kunna okkur hóf, flokka sorp, endurvinna dagblöð og fleira í þeim dúr. Það get- um við líka gert sem þjóðfélag. Og hin þjóðfélaglega ábyrgð felst ekki síst í því að finna samhljóm milli þess hvernig við nýtum auðlyndir jarð- arinnar og verndum þær um leið og varðveitum og skilum til komandi kynslóða. En það er kannski stærsta áskorun mannkyns á 21. öldinni, þetta að finna samhljóminn milli nýtingar og vernd- ar og virðingar gagnvart náttúrunni. Kristin trú og umhverfismál Eftir Þórhall Heimisson »Kirkjan og allt krist- ið fólk er kallað til að láta sig umhverfismál varða, kallað til að bera ábyrgð á þeirri sköpun Guðs sem okkur er falin . Þórhallur Heimisson Höfundur er sóknarprestur Aðstoðarmaður við greiðslustöðvun og skilanefnd Kaupþings banka hf. boða til kröfuhafafundar kl. 10:00 þriðjudaginn 20. október 2009 á hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Skilanefndin mun gefa yfirlit yfir rekstur bankans og skýra frá þróun mála frá síðasta fundi með kröfuhöfum sem haldinn var í febrúar 2009. Kynntur verður samningur um uppgjör á milli Kaupþings og Nýja Kaupþings banka sem undirritaður var 3. september 2009. Einnig fá kröfuhafar kynningu á nýjustu fjárhagsupplýsingum um bankann. Í lok fundarins verður rætt um mögulega framlengingu á heimild Kaupþings banka hf. til greiðslustöðvunar. Eins og kröfuhöfum er kunnugt veitti Héraðsdómur Reykjavíkur Kaupþingi banka heimild til greiðslustöðvunar 24. nóvember 2008 og fól Ólafi Garðarssyni hrl. að gegna starfi aðstoðarmanns við greiðslustöðvun. Verði ákveðið að óska eftir áframhaldandi greiðslustöðvun fer þinghald fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 13. nóvember 2009. Af þessum sökum og með vísan til laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. er aðstoðarmanni við greiðslustöðvun skylt að boða til fundar með kröfuhöfum bankans til að fjalla um áframhaldandi greiðslustöðvun og fjárhagslega endurskipulagningu. Á fundinum munu hvorki fara fram atkvæðagreiðslur né teknar ákvarðanir, enda er ekki mælt fyrir um slíkt í lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Rétt til fundarsetu eiga þeir sem eiga kröfu á hendur Kaupþingi banka hf. Skráningarform á heimasíðu Kaupþings banka, www.kaupthing.com, skal fylla út í síðasta lagi 17. október til að öðlast aðgang að fundinum. Fyrir hönd Kaupþings banka hf. Ólafur Garðarsson hrl., aðstoðarmaður við greiðslustöðvun, og skilanefnd Kaupþings banka hf. Fundur með kröfuhöfum 20. október 2009

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.