Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009
✝ Eymundur Magn-ússon fæddist í
Hvítadal, Saurbæ í
Dölum 21. maí 1913.
Hann lést 15. sept-
ember 2009. For-
eldrar hans voru
Magnús Magnússon,
smiður (1868-1931) og
kona hans Anna Ey-
mundsdóttir, ljós-
móðir (1877-1968).
Systkini hans voru
Tryggvi (1900-1960),
Elinborg (1903-1985),
Sigrún (1906-1978),
Jón (1908-1989), Guðbjörg (1909-
1989) og Aðalbjörg (1919-1920).
Eymundur ólst upp í Hvítadal og
á Hólmavík til 15 ára aldurs er
hann fór til Reykjavíkur og bjó þá
um tíma hjá bróður sínum, Tryggva
og konu hans Sigríði Sigurð-
ardóttur. Hann gekk í Mennta-
skólann í Reykjavík, fyrst í gagn-
fræðadeild og síðar í lærdómsdeild
og stefndi á stúdentspróf vorið
1934. Hann hvarf frá námi í mars
það ár þegar hann var rekinn úr
skólanum fyrir stjórnmálaskoðanir.
Hann sigldi til Kaupmannahafnar í
apríl og bjó hjá Sigrúnu systur sinni
húsgagnabólstrara (1891-1974). Ey-
mundur og Sigrún eignuðust eina
dóttur, Önnu Eymundsdóttur, f.
22.1. 1944, hennar maður er Þór-
arinn Guðnason, f. 17.8. 1943. Börn:
1) Eyrún Björk Valsdóttir, f. 5.3.
1967, gift Vigni Sigurðssyni, f. 4.11.
1965, börn Ragnheiður, f. 1990 og
Margrét, f. 1997 2) Inga Sigrún
Þórarinsdóttir, f. 30.11. 1969, sam-
býlismaður Hreiðar Þór Björnsson,
f. 27.2. 1968, sonur Hilmir, f. 2000,
3) Finnur Breki Þórarinsson, f.
29.7. 1974, kvæntur Hrefnu Marínu
Gunnarsdóttur, f. 1.3. 1977, börn
Anna Sólrún, f. 2003, Bjarki Freyr,
f. 2007 og Reynir Hugi, f. 2007, d.
2007, 4) Eymundur Freyr Þór-
arinsson, f. 12.5. 1976, sambýlis-
kona Aðalheiður Konráðsdóttir, f.
27.5. 1976, börn Arnhildur Lilja, f.
2006 og Bjartey, f. 2009. 5) Stein-
unn Þyri Þórarinsdóttir, f. 1.
3.1984, sambýlismaður Einar Ólafs-
son, f. 18.2. 1981.
Eymundur og Sigrún bjuggu í
Bólstaðarhlíð 27 í 17 ár og síðan í
Byggðarenda 17 frá 1972. Sigrún
var seinustu 5 árin sem hún lifði á
hjúkrunarheimilinu Skjóli v.
Kleppsveg. Frá janúar 2009 dvaldi
Eymundur á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Grund við Hring-
braut.
Útför Eymundar fór fram í kyrr-
þey.
í tæpt ár áður en
hann komst í nám í
prentmyndagerð í
Moskvu. Þar dvaldi
hann árin 1935-1937.
Eymundur sigldi
heim til Íslands 1937,
vann um tíma sem að-
stoðarteiknari á aug-
lýsingastofu KRON
en fékk svo vinnu í
prentmyndagerð
Ólafs Hvanndals á
Laugavegi 1B áður en
hann stofnaði eigin
prentmyndagerð Lit-
róf 1943 og rak hana til ársins 1982.
Hann stofnaði einnig offsetprent-
smiðjuna Litbrá hf. árið 1954 og
prentsmiðjuna Grafik hf. árið 1965
og þá var Eymundur í stjórn sam-
bandsins af hálfu prentmyndagerð-
armanna. Hann átti sæti í stjórn
Meistarafélags prentmyndasmiða
og var kjörinn í fyrstu stjórn Félags
íslenska prentiðnaðarins 1971.
Árið 1943 kvæntist Eymundur
Sigrúnu Einarsdóttur Waage, f.
13.5. 1916, d. 3.3. 2002, dóttur
hjónanna Ragnheiðar Grímsdóttur,
saumakonu (1884-1947) og Einars
Magnúsar Waage Guðjónssonar,
Eymundur Magnússon, tengdafað-
ir minn, er látinn í hárri elli. Þar með
eru öll sjö systkinin, börn Magnúsar
Magnússonar og Önnu Eymundsdótt-
ur, horfin á vit feðra sinna. Aðdáun-
arverður maður og á margan hátt góð
fyrirmynd afkomenda sinna. Heim-
spekingur og heimsmaður, lífsnautna-
maður en jafnframt í mörgu mein-
lætamaður í samræmi við
stjórnmálaskoðanir sínar. Hann var
af hjarta sósíalisti en fyrirleit jafnmik-
ið þá sem tróðu alþýðuna undir skít-
ugum skónum, hvort sem þeir voru
leiðtogar kommúnista eða fulltrúar
frjálshyggjunnar.
Eymundur fór til náms í MR fimm-
tán ára gamall og var þar við nám í sex
ár en lauk reyndar aldrei prófi. Hann
tók virkan þátt í félagslífi skólans,
m.a. við útgáfu skólablaðs og skrifaði
róttækar greinar. Hann gagnrýndi
rektor skólans fyrir að hafa snúið baki
við pólitískri sannfæringu sinni með
því að taka við starfi rektors án þess
að framkvæma þær endurbætur í
skólanum, sem búist hafði verið við af
honum af skoðanabræðum hans, sósí-
alistum. Lyktir þessa máls urðu þær
að Eymundur var rekinn úr skóla.
Það mun vera einstakt að nemandi
hafi verið rekinn úr menntaskóla á Ís-
landi fyrir stjórnmálaskoðanir sínar
og skrif. Undirliggjandi í þessum deil-
um innan skólans var barátta verka-
lýðsins við auðvaldið á þessum tíma og
sýndist sitt hverjum og munu ýmsir
ekki hafa sést fyrir í þeim átökum.
Þess galt Eymundur og fékk hann
ekki einu sinni að taka próf utanskóla
um vorið en beiðni hans þar um var
ekki svarað. Það sérkennilega í mál-
inu er að Pálmi rektor mun hafa verið
mótfallinn því að brottrekstri yrði
beitt. Eymundur mat reyndar mann-
gildi rektors alla tíð þrátt fyrir brott-
reksturinn.
Þegar hér var komið sigldi Ey-
mundur til Kaupmannahafnar þar
sem hann dvaldi um hríð en komst síð-
an í nám í prentmyndagerð í Moskvu.
Kominn heim frá námi stofnaði hann
prentmyndagerðina Litróf og síðar
prentsmiðjuna Grafík og rak þessi
fyrirtæki af myndarskap fram á efri
ár. Hann kvæntist Sigrúnu Einars-
dóttur árið 1943 og eignuðust þau eina
dóttur, Önnu, árið 1944. Í einkalífi var
Eymundur gæfumaður, átti góða
konu sem var hans stoð og stytta. Þótt
þeim yrði ekki fleiri barna auðið lifa
þau nú, fimm barnabörn og sjö barna-
barnabörn, sem öll voru eftirlæti
þeirra hjóna, meðan þau lifðu. Að-
standendur Eymundar telja sig ríkari
af ættartengslum og mægðum við Ey-
mund og minnast hans með mikilli
virðingu og þakklæti. Hann var afar
vel gefinn, hlýr og skemmtilegur mað-
ur sem tók öllum vel og veitti af rausn
hvort sem um var að ræða andlega
eða veraldlega næringu. Hann var
einstaklega vel að sér og gat miðlað á
skemmtilegan hátt. Bókmenntir og
sagnalist voru honum hjartfólgin og
ekki var komið að tómum kofunum
varðandi landafræði, stjórnmálasögu
Íslands, Íslendingasögur, íslenskt mál
eða kveðskap. Hann gat farið með
heilu ljóðabálkana eftir íslensk ljóð-
skáld og Heine á frummálinu, ef þann-
ig lá á honum.
Seinustu átta mánuði af þeim 96 ár-
um sem Eymundur lifði dvaldi hann á
Grund, við góða umönnun starfsfólks,
og er hér þakkað sérstaklega fyrir
það.
Þórarinn Guðnason.
Mínar fyrstu minningar úr barn-
æsku tengjast ástkærum langafa
mínum. Ég bjó á neðri hæðinni fyrir
neðan hann og ömmu. Ég man það
svo ósköp vel hvað mér þótti gaman
að hlaupa upp til þeirra þar sem mér
var ávallt tekið fagnandi. Þar sem ég
átti marga afa fékk langafi minn við-
urnefnið afi „uppi“.
Við afi áttum okkur uppáhalds vísu
sem heitir „Bí bí og blaka“ og var hún
oftast sungin þegar ég hafði vísna-
bókina mína með mér til ömmu og
afa.
Mér hlýnar um hjartarætur þegar
ég hugsa til þeirra fjölmörgu gæða-
stunda sem við afi áttum saman tvö,
sem voru svo margar. Okkur þótti
gaman að spila Scrabble og tefla en
ég beið þó oftast ósigur þegar kom að
þessum leikjum. Reyndar vorum við
nokkuð jöfn þegar við spiluðum ólsen
ólsen.
Það eru svo margar góðar og
skemmtilegar minningar sem ég á
um afa minn, sem mér þótti svo vænt
um. Hann var ávallt svo góður við mig
og það var gaman að tala við hann því
ekki skorti hann gáfurnar og hann
hafði húmorinn í lagi.
Ég gæti haldið endalaust áfram að
pára hér niður minningar, en þessi
grein verður þó stutt og laggóð og
restina af minningunum geymi ég
innra með mér um ókomna tíð.
Að lokum vil ég segja að ég mun
ávallt minnast afa „uppi“ með bros á
vör og hlýju í hjartanu.
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
ég læt sem ég sofi.
en samt mun ég vaka.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Einlæg kveðja
Ragnheiður.
Fáein orð um ágætismann. Fyrstu
kynni mín af Eymundi Magnússyni
eru frá því síðsumars 1948. Fékk ég
þá vinnu í fyrirtæki hans „Litróf“ sem
ég hugsaði tímabundna, þá hugsaði
ég mér nám á öðru sviði. Þetta breytt-
ist og hóf ég nám í hans iðn hjá hon-
um. Á þessum árum voru mikil átök í
þjóðlífi okkar milli vinstri manna og
hægri. Eymundur átti þá að baki
nokkur skrautleg ár. Hafði hann að
loknu menntaskólanámi dvalið um
tíma í Þýskalandi síðan í Moskvu er
hann nam iðn sína við Moskovski Po-
ligrafitseski Institut. Sagði hann mér
frá þeim tíma er hann dvaldi þar. Var
ætíð orðvar um þau ár. Þar hitti hann
m.a. Benjamín Eiríksson, Halldór
Laxness og fleiri Íslendinga. Um það
má lesa á bókum. Inn um dyr Litrófs
komu þá svo til daglega Þjóðvilja-
menn og fleiri til vinstri. Svo og einnig
menn til hægri svo sem Birgir Kjaran
bókaútgefandi. Umræður voru tíðar
þar um mál líðandi stundar. Þótti ég
nokkuð til hægri og var ætíð kveðinn í
kútinn „krossfestur“. Ljúfar eru
minningar frá þeim fimm árum er ég
átti þar. Hvatti Eymundur mig þá til
dvalar erlendis. Dvaldi ég um tíma í
Danmörku að hans undirlagi. Er ég
kom heim fékk ég starf hjá honum
sem verkstjóri en eftir eitt ár skildi
leiðir. Ágætt samband áttum við
gegnum árin.
Eymundur var ágætur þýskumað-
ur ljóðelskur mjög enda af Hvítadals-
ætt. Þýddi hann m.a. ljóð Heine, vil
ég nefna þar dæmi „Ein Veib“
„Kvendið“:
Þau voru hvort öðru ofurkær.
Hann var þjófur, hún hispursmær
og þegar hann rændi ruplaði og sló,
réri hún sér í sænginni og hló.
Kl. 6 var hann sviptur lífi.
Um sjöleytið grafinn í kargaþýfi.
Og þegar klukkan átta sló
drakk hún rauðvín og hló.
Eins og fyrr er sagt höfðum við Ey-
mundur ágætt samband í gegnum ár-
in. Á seinni árum fannst mér hann
gefa nokkuð eftir frá fyrri skoðunum
sínum á þjóðmálum.
Nýlega heimsótti ég hann á Elli-
heimilið Grund. Virtist hann við
ágæta heilsu, skapið gott og ern vel,
kominn yfir nírætt.
Þess má geta að bróðir Eymundar
var Tryggvi Magnússon, málari og
teiknari. Hann teiknaði sínar þekktu
skopmyndir í Spegilinn um þjóðmál
um árabil.
Haf þú Eymundur þökk fyrir kynni
okkar öll árin. Hvíl þú í friði.
Páll Vígkonarson.
Vinur minn Eymundur Magnússon
er fallinn frá. Með því hefur myndast
skarð sem ekki verður bætt og langar
mig að minnast hans með nokkrum
orðum.
Við Eymundur kynntumst fyrir 45
árum og þótt aldursmunur væri
nokkur urðum við strax vinir. Fljót-
lega kom þó að því að hann þurfti að
þola af mér margvísleg ópassandi
uppátæki og kom þá mér til góða
prúðmennska hans og þolgæði. Ég
starfaði hjá fyrirtæki Eymundar í tíu
ár og var það mikið gæfutímabil í
mínu lífi, ekki síst fyrir hans tilstilli.
Eymundur var mikill áhugamaður
um bókmenntir og listir, ekki síst
ljóðlist. Hann hafði mikla ást á þýsk-
um úrvalsljóðum og á góðum stund-
um flutti hann á frummálinu kvæði
efir Goethe og Heine svo listilega að
hrein unun var á að hlýða. Sem prent-
myndasmiður lagði Eymundur mik-
inn metnað í að fá til landsins allra
nýjustu tækni á sviði prentmynda-
gerðar og var ævinlega í fararbroddi í
þeim efnum. Hins vegar var Ey-
mundur gamaldags í þeim skilningi
að hann var algerlega laus við yfir-
borðsmennsku og vingulshátt og
sagði hug sinn þrátt fyrir óþægindi
sem af því gætu hlotist. Þetta og svo
það að láta ekki svínbeygja sig fyrr en
í lengstu lög var alltaf hans stíll og
vita þó svo vel að hundsgeltið hljóðn-
ar ekki né hætta klukkurnar að tifa
þó svo maður skilji við þennan heim.
Vertu blessaður kæri vinur og hafðu
þökk fyrir samfylgdina.
Önnu og öðrum aðstandendum
votta ég mína innilegustu samúð.
Haraldur S. Blöndal.
Eymundur Magnússon
✝ Antonía Antons-dóttir fæddist á
Selá á Árskógsströnd
20. september 1931.
Hún andaðist á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 29. september
2009. Foreldrar henn-
ar voru Svanbjörg
Árnadóttir f. 14.3.
1903 d. 4.9. 1972 og
Sigurður Anton Jó-
hannsson f. 23.6. 1902
d. 30.6. 1931.Bróðir
Antoníu er Jóhann
Sigurðsson Antonsson
f. 30.8. 1927, giftur Petreu Jennýju
Gunnarsdóttur. Þau eiga heima á
Hauganesi
Antonía giftist ekki og var ekki í
sambúð en eignaðist soninn Rúnar
Berg 8. janúar 1964. Faðir hans er
Aðalbjörn Sigurlaugsson
Antonía fluttist með móður sinni
og bróður að Selvík á Hauganesi
1935, en faðir hennar andaðist áður
en hún fæddist. Hún átti lengst af
heima á Hauganesi byggði þar húsið
Berg þar sem hún bjó með móður
sinni og syni, en flutt-
ist síðan til Akureyrar.
Hún stundaði margs
konar vinnu um æfina.
17 ára fór hún í vist til
hjónanna Fjólu Eiríks-
dóttur og Haraldar
Ágústssonar í Kefla-
vík. Voru þau henni
sem foreldrar og
tengdist hún þeim og
börnum þeirra sterk-
um vináttuböndum.
Seinna vann hún m.a-
.við fiskvinnslu, síld-
arsöltun og ýmis þjón-
ustutörf, td. á Bifröst í Borgarfirði,
Hótelinu í Borgarnesi, Hornbjargi
og víðar. Lengst vann hún við af-
greiðslustörf á Hauganesi þegar
KEA var þar með útibú. Hún vann
einnig smátíma í Noregi og Svíþjóð
á árunum 1955-1956
Veturinn 1949-1950 var hún við
nám á Kvennaskólanum á Blönduósi.
Útför Antoníu fór fram frá
Stærri-Árskógskirkju 7. okt., í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Meira: mbl.is/minningar
Antonía Antonsdóttir lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu Akureyri að morgni
þriðjudags 29. október sl. Hún hafði
um um nokkurra ára skeið ekki gengið
heil til skógar, en á þessu ári ágerðust
veikindi hennar mjög og þurfti hún að
gangast undir erfiðar læknisaðgerðir
sem að lokum báru hana ofurliði, þrátt
fyrir kjark hennar og æðruleysi. Með
Antoníu er gengin sómakær alþýðu-
kona sem mátti hvergi vamm sitt vita
og var vinsæl öllum sem kynntust
henni á lífsleiðinni.
Kynni mín af Antoníu hófust er ég
gerðist framkvæmdastjóri hjá rækju-
verksmiðju Árvers hf. árið 1987 en
þar var hún að störfum við komu mína
til fyrirtækisins. Fljótlega urðu mér
ljósir miklir mannkostir þessarar
konu sem vann öll sín störf sem til
féllu af mikilli samviskusemi. Varð
okkur fljótt til vina á þeim erfiðu tím-
um sem fyrirtækið gekk í gegnum á
þeim fjórum árum sem við áttum
þarna náið og gott samstarf enda gat
ég falið henni fjölmörg ábyrgðarstörf
sem hún leysti öll vel af hendi.
Með konu minni heitinni, Ósk Norð-
fjörð Óskarsdóttur, sem lést á sl. ári og
Antoníu tókst órjúfandi vinátta sem
hélst allt þar til yfir lauk. Ég votta
Rúnari einkasyni Antoníu, öllum að-
standendum og vinum hennar mína
innilegustu samúð við andlát hennar.
Guð blessi minningu mætrar konu.
Sem ljósgeisli í minningu minni
ég minnist þín vina nú.
Þótt sjáumst við ekki að sinni,
en seinna,er von mín og trú.
(P.Geir.)
Pétur Geir Helgason.
Nú hefur Antonía vinkona mín
kvatt okkur. Toný eins og hún var oft
kölluð verður í minningu minni og
annara, hin lífsglaða og brosandi
Toný. Hún hefur reyndar mörg hin
síðari ár átt við heilsuvanda að stríða
og þetta síðasta ár var henni sérstak-
lega erfitt eftir að fjarlægja þurfti ill-
kynja æxli úr vinstri kjálka seint um
haustið 2008. Eftir það hefur hún háð
harða baráttu, en hefur nú fengið
hvíldina. Við Toný höfum þekkst alla
tíð, vorum saman í barna- og ungl-
ingaskóla. Seinna vorum við í Kvenna-
skólanum á Blönduósi, þar vorum við
saman í herbergi sem hét Glaðheimar,
sem var réttnefni því oft var glatt á
hjalla þar og líka í öllum skólanum.
Þar vorum við Toný í sjö kvenna söng-
hópi sem við nefndum Sjöstjörnuna.
Þessi vetur var skemmtilegur tími
og oft hafa skólasysturnar komið sam-
an og rifjað upp minningar frá þessum
vetri og margar tryggar vinkonur úr
þessum hópi hefur Toný átt fram á
þennan dag. Í nafni skólasystranna vil
ég því koma á framfæri þökkum frá
þeim fyrir alla samveru í skólanum og
öll árin þar á eftir. Leiðir okkar Anton-
íu hafa auðvitað ekki alltaf legið saman
en svo skemmtilega vildi til að við vor-
um samtíða í Svíþjóð um tíma á árinu
1956. Vorum á sama heimili hjá ís-
lenskri konu Margréti Hermansson og
hennar manni Olle. Þau hjálpuðu okk-
ur við að fá atvinnu og heimili þeirra
stóð okkur alltaf opið. Þau áttu 4 börn
og alla tíð hefur verið mjög gott sam-
band við þessa fjölskyldu. Hjónin eru
nú látin en sérstaklega hefur elsta
barnið Nanna Hermansson alltaf verið
í góðu sambandi við okkur og er enn.
Fyrir allmörgum árum fórum við
Toný í tveggja daga orlofsferð í Borg-
arfjörðinn ásmt mörgum konum. Far-
ið var á 3 rútum og vorum við í þeirri
síðustu, sem tók farþega á bæ í Öxna-
dal. Þegar við vorum rétt lögð af stað
hljóp svartur köttur yfir veginn fram-
an við rútuna. Enginn sagði neitt en
sumir hugsuðu eitthvað. Ferðin gekk
hins vegar mjög vel og var Toný hrók-
ur alls fagnaðar að venju. En þegar
fyrsta farþeganum var skilað í Öxna-
dalnum var bílstjórinn að taka niður
farangur af þaki bílsins þegar band
sem hann hélt í losnaði og hann datt á
jörðina og fótbrotnaði. Toný sagði
mér seinna að alla leiðina hefði hún
hugsað um köttinn og hvað þetta boð-
aði þótt hún léti ekki á neinu bera.
Þetta sýnir kannski að hún bar ekki
alltaf tilfinningar sínar á borð.
Eftir aðgerðina sl. haust dvaldi hún
lengst af á heimili Rúnars í Reykjavík
en kom norður í sumar og reyndi að sjá
um sig sjálf en þurfti oft að dveljast á
sjúkrahúsinu þar. Fjölskyldan studdi
hana í veikindum hennar en auk þess
átti hún góða vinkonu Soffíu Jónasdótt-
ur, sem var henni alveg einstök hjálp-
arhella sem svo oft áður. Takk Soffía.
Við Sveinn sendum inilegar sam-
úðarkveðjur til Rúnars, Jóa og Petreu
og þeirra fjölskyldna, Þóru, Árna,
Soffíu, Kalla og allra annara vina og
vandamanna. Þökkum Antoníu góða
og skemmtilega samfylgd í gegn um
lífið. Hvíli hún í friði.
Ása Marinósdóttir.
Antonía Antonsdóttir