Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 38

Morgunblaðið - 09.10.2009, Síða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 ✝ Elínborg ÞuríðurMagnúsdóttir fæddist á Hellissandi 20. apríl 1930. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. sept- ember sl. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Jónsson for- maður, f. 17.9. 1889, d. 15.9. 1962 og Sól- borg Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 23.9. 1890, d. 20.5. 1969. Systkini Elínborgar eru Sæmundur Halldór, f. 13.8. 1916, d. 4.3. 2009, Jón, f. 13.8. 1916, d. 22.6. 1936, Guðmundur Hilmar, f. 23.12. 1919, d. 24.6. 1924, Katrín, f. 4.1. 1923, og Guðmundur, f. 22.10. 1926. Hinn 10. júní 1950 giftist El- ínborg Pétri Jóhannessyni húsa- smíðameistara, f. 4.6. 1923, d. 2.10. 2005. Foreldrar hans voru Jóhannes Teitsson, f. 2.6. 1893, d. 1.11. 1976 og Guðrún Magn- úsdóttir, f. 15.9. 1884, d. 2.7. 1963. Börn Elínborgar og Péturs eru: A) Jóhannes, f. 1.4. 1948, maki Þuríður Ingólfsdóttir, f. 23.12. 1950. Börn þeirra eru; a) Pétur, f. 22.9. 1975, sambýlis- kona Thelma Birna Róberts- dóttir, f. 6.9. 1978, b) Ingólfur, f. Guðmundsdóttur, f. 5.12. 1955, er Loftur Karl, f. 12.12. 1990. Barnabarnabörnin eru 10. Elínborg fæddist í Gimli á Hellissandi. Faðir hennar var á þeim tíma að reisa fjölskyldunni hús sem þau svo flutti í þegar hún var nokkurra mánaða göm- ul. Húsinu var gefið nafnið Ás- garður og átti það alla tíð stóran stað í hjarta Elínborgar. Leiðin lá svo til Reykjavíkur þegar hún er 16 ára gömul, eins og svo margra annarra því þar voru at- vinnutækifærin og margt spenn- andi að gerast. Hún fékk fljótt vinnu á Matstofu Náttúrulækn- ingafélagsins. Pétur, sem á þess- um tíma vann við ýmsar verkleg- ar framkvæmdir í borginni, lagði stundum leið sína í Mat- stofuna, og ekki dró úr þeim eft- ir að unga stúlkan frá Hellis- sandi fór að bera fram veitingarnar. Þarna hófust kynni þeirra og fljótlega hófu þau bú- skap, fyrst í leiguhúsnæði hér og þar í bænum. Tvisvar sinnum stóðu þau í húsbyggingu, fyrst í Vogahverfinu í Reykjavík sem þá var í uppbyggingu. Síðan kemur að því árið 1960, að þau kaupa lóð nr. 105 við Kárs- nesbrautina í Kópavogi og byggja þar sitt framtíðarheimili. Elínborg var heimavinnandi hús- móðir, eins og títt var með kon- ur af hennar kynslóð og sinnti því hlutverki af mikilli gestrisni og myndugleika. Útför Elínborgar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 9. október og hefst athöfnin kl. 13. 15.10. 1976, maki Katrín Vala Arjona, f. 28.6. 1976, c) El- ínborg, f. 22.2. 1979, sambýlis- maður Eyþór Skúli Jóhannesson, f. 3.6. 1975, og d) Örn, f. 9.8. 1983, sambýlis- kona María Védís Ólafsdóttir, f. 20.2. 1987. B) Sólborg Anna, f. 23.8. 1950, maki Þórður Frið- riksson, f. 22.12. 1937. Börn þeirra eru a) Laufey Hlín, f. 6.7. 1982, sambýlismaður Jake Madders, f. 6.3. 1974, og b) Íris Rún, f. 18.1. 1984, sambýlismaður Arnar Freyr Sigmundsson, f. 25.3. 1985, fyrir átti Sólborg Pétur Perpetuini Pétursson, f. 12.8. 1971, maki Jóhanna Haukdal Styrmisdóttir, f. 15.9. 1977. C) Magnús Rúnar, f. 6.8. 1955, var kvæntur Steinunni Helgadóttur, f. 22.1. 1957, þau skildu. Börn þeirra eru; a) Aðalsteinn Helgi, f. 28.11. 1974, sambýliskona Stine Jörgensen, f. 7.7. 1980, b) Hákon Ingi, f. 28.7. 1978, sam- býliskona Sidsel Maria Westh Hansen, f. 23.12. 1978, og c) Guðrún Birna, f. 28.6. 1985. Son- ur Magnúsar og Carlottu Rósu Tengdarmóðir mín Elínborg Magnúsdóttir lést hinn 29. sept- ember eftir tveggja ára hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Elínborg og maður hennar Pét- ur Jóhannesson tóku mér með mikilli hlýju þegar leiðir okkar Sól- borgar dóttur þeirra lágu saman. Ómetanleg var sú aðstoð sem þau veittu okkur þegar við vorum að koma okkur upp húsinu í Brekku- byggðinni. Dætrum okkar var hún slík að engin hefði getað óskað sér betri ömmu, svo mikil var ástúðin og umhyggjan sem hún sýndi þeim. Elínborg var einstök húsmóðir og gestrisin með afbrigðum. Heim- ili þeirra hjóna á Kársnesbraut 105 einstaklega hlýlegt og fallegt. Aldrei kom ég þangað án þess að boðið væri upp á allt það besta sem til var. Pönnukökurnar henn- ar, þvílíkt hnossgæti! Aldrei brást að ef við Sólborg skruppum út fyr- ir landsteinana að það beið okkar diskur með rjómapönnukökum þegar við komum heim. Margar skemmtilegar stundir áttum við með þeim hjónum í veiði- kofanum við Urriðaá og sumarhús- inu í Öndverðarnesi sem við Sól- borg eignuðumst síðar. Elínborg mín þú varst frábær persónuleiki og þér fylgdi alltaf hressandi and- blær og vissulega sópaði að þér. Nú ert þú farin til fundar við eig- inmann þinn, heiðursmanninn Pét- ur Jóhannesson, sem lést fyrir sléttum fjórum árum. Ykkar er sárt saknað. Hvíldu í eilífum friði. Þinn tengdasonur, Þórður Friðriksson. Í dag kveð ég um óræðan tíma, Elínborgu, tengdamóður mína með hlýju og eftirsjá. Hún lést eftir tæplega tveggja ára baráttu við ill- vígan sjúkdóm sem dró úr henni mátt og takmarkaði lífsgæðin verulega. Pétur lést fyrir nákvæm- lega fjórum árum, eftir langa bar- áttu við svipaðan sjúkdóm. Hann naut í ríkum mæli umhyggju, óeig- ingirni og umburðarlyndis Elín- borgar í gegnum löng veikindi sín. Elínborg hefði ekki kosið að hennar væri minnst í formi sjúkra- sagna, enda var það ekki tilgang- urinn, heldur, að skrifa örfá minn- ingabrot sem koma upp í hugann, með virðingu og þökk fyrir sam- fylgdina. Elínborg og Pétur voruð í blóma lífsins þegar ég kynntist þeim. Bæði tvö heillandi, glæsilegar og skemmtilegar manneskjur. Þá nýbúin að koma sér upp fallegu heimili á Kársnesbrautinni og farin að njóta lífsins gæða. Upp í hug- ann koma ferðalög sem þau fóru. Sigling með Balticu, heimssýning til Montreal, ferðalög um Banda- ríkin og sólarlandaferðir. Farang- urinn sem tekin var upp úr töskum eftir þessar ferðir líður seint úr minni, stærsti hlutinn fallegar gjafir til vina og vandamanna. Enginn gleymdist. Ferðalögin innanlands sem við fórum í saman, laxveiðiferðir og heimsóknir til okkar meðan við bjuggum fyrir vestan. Eftirvænt- ing barnanna að fá að vera með þeim. Jólaboðin. Hún, fagurkerinn, kunni að gera allt svo hátíðlegt, en um leið skemmtilegt. Glampandi kristall, nýfægt skínandi silfur, dúkar og servéttur. Jólaskrautinu komið fyrir akkúrat þar sem það naut sín best. Fullkomin jóla- stemning. Vinir og vandamenn voru æv- inlega velkomnir á Kársnesbraut- ina, og tekið opnum örmum. Mikið var þar skrafað og skeggrætt yfir kaffibolla og veitingum. Mörgum reyndist hún vel og ógleymanlegt verður hversu mikla stoð og styrk hún veitti þar sem hennar var þörf. Ættrækni Elínborgar var mikil og ófáar sögurnar sem rifj- aðar voru upp frá uppvextinum á Sandi, allt, og allir sem tengdust Sandi vöktu áhuga hennar, og allt- af spurði hún frétta af bernsku- heimilinu, Ásgarði, ef menn lögðu leið sína vestur. Fyrir nokkrum vikum hlustaði ég á þær systur Elínborgu og Kötu velta því fyrir sér af hverju hug- urinn leitaði svona löngu liðins tíma sem var bara lítið brot af langri ævi. Þær komust að sömu niðurstöðu: „Við vorum svo frjáls- ar og áhyggjulausar, og svo var náttúrulega dekrað svo mikið við mann“. Guð geymi þig elsku El- ínborg mín. Þuríður. Elsku amma mín. Ég kveð þig í dag með söknuð í hjarta. Það hafa eflaust verið mikl- ir fagnaðarfundir þegar þú hittir afa og alla hina sem þér þótti vænt um og fóru á undan þér. Þegar ég hugsa til baka koma upp ótal góðar minningar, margar tengdar við Kársnesbrautina, en þangað var ævinlega svo gaman að koma. Þú tókst alltaf svo höfð- inglega á móti öllum sem til þín komu. Áður en maður vissi af varstu búin að draga fram girnilegar heimalagaðar kræsingar, og ekki varstu lengi að dekka borð fyrir gestina. Þú vildir hafa allt svo „elegant“. Sjálf varstu alltaf svo falleg, fín og vel tilhöfð og vildir að við vær- um það líka, þú varst ekki lengi að þurrka af fingrunum okkar eftir veisluhöldin, því ekki vildir þú hafa puttaför í stofunni þinni. Þú varst mikill fagurkeri, endalaust var hægt að skoða alla fallegu hlutina sem þið afi áttuð. Gjafirnar frá þér voru alltaf alveg spes, oft eitthvað sem enginn annar átti. Þú varst ung í anda og alltaf gott að tala við þig, það var hægt að tala við þig um allt milli himins og jarðar. Ég er þakklát fyrir allt það sem þú gafst mér í þessu lífi, elsku amma mín. Hvíl í friði. Þín, Elínborg. Elsku Borga amma. Ég kveð þig með söknuð í hjarta. Við þessi tímamót rifjast upp margar minningar sem þér tengj- ast sem allar eiga þær sameig- inlegt að vera hlýjar og fullar af lífi. Heim til ykkar afa var alltaf gaman að koma og man ég sterkt eftir þeirri tilfinningu sem vaknaði innra með mér þegar sú tilkynning barst mér til eyrna að heimsókn á Kársnesbrautina væri ákveðin. Þú tókst alltaf vel á móti okkur krökkunum og það leyndi sér aldr- ei að hugur þinn væri hjá yngri kynslóðinni. Því fékk ég að kynn- ast enn frekar þegar ég heimsótti þig með börnin mín. Ávallt var ein- læg ósk þín að þeim liði vel. Af- skaplega þótti mér vænt um flík- urnar sem þú prjónaðir á dóttir mína nýfæddu og að þú skulir hafa kynnst henni þó samverustundir ykkar hafi ekki verið margar. Þú laumaðir einnig að okkur þeirri hugsun að betra væri að hafa snyrtilegt í kringum sig en ekki. Sterk er sú minning er ég hljóp um húsið ykkar á Kársnesbraut- inni að elta systkini mín og frænd- fólk með þá hugsun fremsta að passa að velta engum hlutum um koll og forðast að setja mylsnu á gólfið. Ég vil þakka þér fyrir öll sam- tölin sem við áttum okkar á milli um uppeldisstöðvar þínar á Hellis- sandi. Það er ómetanlegt að hafa fengið að hlusta á frásagnir þínar af stöðum og fólki sem ég síðan kynnist í seinni tíð. Maður skilur það alltaf betur og betur að tengsl milli fólks eru ómetanleg og eitt af því mikilvæg- asta í þessu lífi og ég veit hversu vel þú gerðir þér grein fyrir því. Ég vil þakka þér fyrir allar sam- verustundirnar sem við áttum saman og mun ég geyma þær með mér um aldur og æfi. Á þann hátt munt þú alltaf vera lifandi fyrir mér. Ingólfur. Kæra amma. Það eru skrítnar tilfinningar sem fylgja því að skrifa til þín lokaorð. Ég syrgi það að nú hafa leiðir skilið að sinni en um leið léttir yfir því að barátta þín við erfiðan sjúkdóm er á enda. Börnum finnast jólin stærstu stundir tilverunnar og elsta minn- ing mín er einmitt frá jólum í Ólafsvík 1981. Þú og afi eruð með okkur fjölskyldunni á aðfangadags- kvöld og ekkert í heiminum gat verið hátíðlegra. Jólapakkavíman stendur sem hæst þegar afi bregð- ur sér fram á gang samtímis því sem allir í stofunni verða sposkir á svip. Ég skynja að nú er eitthvað mikið í vændum. Eftir stundarkorn birtist afi svo aftur og ýtir inn eftir gólfinu merkilegustu gjöf kvölds- ins. Til Péturs frá ömmu og afa, himinblá skólataska af flottustu gerð beint úr höfuðborginni frá að- al fólkinu. Gleðin var ómælanleg. Fyrir mér voruð þið afi mið- punktur alls þegar kom að veislum. Þannig minnist ég ferm- ingarveislunnar minnar. Kirkjuat- höfnin er afstaðin og veislan að hefjast. Gestirnir tínast inn einn af öðrum og spennan er í hámarki. Ég unglingurinn, æði um húsið, milli þess sem ég gægjast út um eldhúsgluggann skimandi eftir ykkur, óþreyjan í algleymi. Og loksins eru þið mætt, prúðbúin og „elegant,“ glæsilegasta fólkið, fannst mér. Það var þó ekki síður frásagn- arhæfileikinn ykkar sem setti ykk- ur í öndvegi hjá mér og það hvað þið áttuð auðvelt að halda uppi líf- legum samræðum við hvern og einn. Þannig eru æskuminningar mín- ar um þig fullar af ánægjulegum viðburðum. Þegar ég fór að full- orðnast kynntist ég öðrum eigin- leika í þínu fari sem ég met mest við þig. Hann birtist mér í veik- indum afa, og ekki síst þínum veik- indum. Í þeim erfiðleikum kom í ljós sá kjarni sem í þér bjó, styrk- ur þinn í erfiðleikum var aðdáun- arverður. Aldrei heyrði ég þig kvarta eða berja lóminn. Þú hélst virðingu þinni og reisn allt til dauðadags. Þú lagðir áherslu á að við börnin tileinkuðum okkur snyrtimennsku og góða mannasiði, þar varst þú góð fyrirmynd. Ég vona sannarlega að mér tak- ist á endanum að tileinka mér þessa þætti. Þú getur treyst því að ég mun með öllum ráðum halda samkomulagið sem við gerðum með okkur. Samkomulagið sem þú minntir mig á með síðustu jólagjöf til mín. Við ræðum það þegar við hittumst næst. Pétur Jóhannesson. Elínborg, elskuleg móðursystir mín, er látin, ég vil minnast henn- ar fyrir hlýhug, umhyggju og góða skapið. Hugurinn leitar til baka þegar ég var að alast upp vestur á Sandi. Borga eins og hún var alltaf kölluð var yngst barna heiðurshjónanna Sólborgar og Magnúsar frá Ás- garði á Hellissandi. Inn á heimili þeirra afa míns og ömmu kom ég ungabarn og þar var Borga fyrir og tók mér opnum örmum og gerð- ist fyrsta barnfóstra mín. Oft sagði hún mér frá því hvað hún var montin að keyra með mig í „langflottasta“ barnavagninum á Sandi. Ung að árum hleypti hún heim- draganum og fór til Reykjavíkur til að vinna þar og m.a. starfaði hún í matsölu Náttúrulækninga- félagsins og þar lágu leiðir hennar og Péturs Jóhannessonar saman og þá var tengingunum kastað og ekki aftur snúið og þau urðu par og gengu í hjónaband. Þau hófu búskap í Reykjavík, en fluttu síðar í Kópavog þar sem þau byggðu sér hús við Kársnesbraut- ina. Það var gott að koma í heimsókn til þeirra hjóna hér áður fyrr í Njörvasundið og seinna á Kárs- nesbrautina, þar mætti manni ávallt mikli góðvild og gestrisni. Seinni árin var Borga mikil hjálparhella Katrínar systur sinnar og aðstoðaði hún hana á allan hátt og er nú skarð fyrir skildi við frá- fall hennar. Borga missti hann Pétur sinn fyrir réttum fjórum árum í október 2005, eftir erfið veikindi hans og annaðist hún hann að mikilli alúð í hans veikindstríði. Elínborg hafði létta lund, góða nærveru og hlýlegt viðmót. Hún kunni vel að segja sögur, en gat stundum verið stríðin á góðlátleg- an hátt og góða skapið var aldrei langt undan. Síðustu mánuðir voru Borgu erf- iðir vegna veikinda hennar, en að lokum varð hún að lúta í lægra haldi eftir hetjulega baráttu. Að leiðarlokum vil ég þakka Borgu frænku fyrir góðar sam- verustundir og alla velvild og vin- áttu mér og minni fjölskyldu til handa, þín verður sárt saknað. Jóhannesi, Sólborgu og Magnúsi og fjölskyldum þeirra votta ég samúð. Jón M. Björgvinsson. Elínborg Þuríður Magnúsdóttir AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey. Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst af stærð blaðsins hverju sinni. Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag, verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar. Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.: Birtingardagur Skilatími Mánudagsblað Hádegi föstudag Þriðjudagsblað Hádegi föstudag Miðvikudagsblað Hádegi mánudag Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag Föstudagsblað Hádegi miðvikudag Laugardagsblað Hádegi fimmtudag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.