Morgunblaðið - 09.10.2009, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 09.10.2009, Qupperneq 44
varð ég að byrja upp á nýtt,“ segir Laddi sem gæti vel hugsað sér að gera þetta aftur í dag með þá tækni sem er nú í boði. Laddi fékk að ráða sjálfur hvernig rödd hann gaf hverjum strumpi. „Ég var ekki með neinar fyrirmyndir, í ensku útgáfunni voru þeir allir mjög skrækir og ég ákvað að herma ekki eftir þeim,“ segir Laddi og má því segja að hann hafi skapað persónuleika „íslensku“ strumpanna. „Það var gaman að gera þetta og gaman að þetta skuli vera komið aftur,“ segir hann og bætir við að hann hafi haft mjög gaman af strumpunum. „Mér þótti óskap- lega gaman að þessu og horfði á þetta alltsaman. Ég fékk spólurnar á ensku og drakk þetta í mig.“ Hann á þó erfitt með að velja uppáhaldsstrump. „Mér fannst þeir allir mjög skemmtilegir þessir aðalstrumpar.“ Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „STRUMPARNIR standast vel tímans tönn og ég er viss um að krakkar í dag hafa jafn gaman af þeim og fyrir hátt í þrjátíu árum,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, um vini sína strumpana. Sjö þættir af strumpunum voru að koma út í fyrsta sinn á mynddiski með upprunalegri talsetningu Ladda en með endurbættu hljóði og mynd. Laddi talaði fyrir alla strumpana og aðra sem komu fram í teiknimyndunum. „Þetta var mjög erfið vinna á þeim tíma enda tæknin ekki eins góð og hún er núna. Við vorum bara með tvær rásir til að taka upp á. Ég talaði fyrir marga í einu og þurfti bara að renna af stað og ef ég klikkaði eitthvað Æðstistrumpurinn Laddi snýr aftur á stafrænu Strumpar Laddi og vinur. 44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009  Nýjasta viðbótin í menningar- flóru miðborgarinnar, hljóm- plötuverslunin Havarí í Austur- stræti, hefur aukið við rekstur- inn. Á morgun klukkan tvö opnar í Havarí gallerí þar sem tíu svalir listamenn munu sýna og selja verk sín. Að sjálfsögðu mun óreiða og hentistefna einkenna sýningarstjórn Havarís. Myndlist- armennirnir svölu eru: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir (FM Belfast), Sindri Már Sigfússon, (Seabear og Sin fang bous), Ísak Óli Sæv- arsson, Ingibjörg Birgisdóttir, Davíð Örn Halldórsson, Þrándur Þórarinsson, Bjargey Ólafsdóttir, Halldór Ragnarsson, Hugleikur Dagsson og Sigtryggur Berg Sig- marsson. Einnig hefur Havarí gert sam- starfssamning við Café Haítí og nú geta gestir Havarí sopið kaffi meðan þeir njóta tónlistar og myndlistar. Svöl myndlistarsýning í gallerí Havarí Fólk  Hinir ungu og upprennandi, þeir sem munu fylla Séð og heyrt framtíðarinnar, standa í ströngu í kvöld. Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands frumsýnir Eftirlitsmanninn eftir Nikolai Gogol í kvöld kl. 20 í Smiðjunni, leikhúsi Listaháskólans við Sölv- hólsgötu. Eftirlitsmaðurinn, í nýrri þýðingu Bjarna Jónssonar, gerist í lítilli borg þar sem spill- ingin er allsráðandi. Ráðamenn mergsjúga þegnana, samfélagið líður fyrir græðgi og lágar hvat- ir þeirra sem deila og drottna en svo verður uppi fótur og fit... Leikstjóri er Stefán Jónsson og tónlistina við verkið samdi Magga Stína. Nemendaleikhúsið sýnir Eftirlitsmanninn  Einfaldar lausnir og góð ráð er það sem Karl Berndsen gefur kvenfólki í sjónvarpsþáttunum Nýtt útlit sem hófu göngu sína annan veturinn í röð á Skjá ein- um nýverið. Kalli klikkar ekki á því, kemur enn sterkari til leiks og þættirnir tveir sem komnir eru lofa góðu. Hann er ein- staklega lúnkinn við að gefa góð ráð sem nýtast öllum, án þess þó að gera lítið úr manneskjunni sem hann er að taka fyrir. Nú eiga snyrtivöruinnflytjendur ef- laust eftir að keppast við að komast að hjá honum, því sagan segir að það sem Kalli fjallaði um í fyrra hafi rokið út úr versl- unum daginn eftir. Auglýst var eftir karlmönnum til að taka þátt í Nýju útliti þetta árið og það er bara von- andi að einhver hafi fengist til verksins, því það yrði gaman að sjá hvernig Kalli tekur á sínu eigin kyni. Karl Berndsen kemur enn sterkari inn Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ var síðsumars sem Lay Low, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, hélt út í Flatey ásamt leikstjóranum Denna Karlssyni, myndatökumann- inum Víði Sigurðssyni, hljóðupp- tökumanninum Viðari Hákoni Gísla- syni og umboðsmanninum Kára Sturlusyni. Dvölin stóð yfir eina helgi en ætlunin var að renna í gegn- um nokkur laga Lay Low í berstríp- uðum útgáfum og vonast til að ein- stök stemning þessarar friðsælu eyju myndi um leið rata inn á hljóð- og myndrásir. Sjö lög voru tekin upp á sjö mismunandi stöðum en klipp- ing hinnar 28 mínútna löngu stutt- myndar sem úr þessu kom var í höndum Ágústu Margrétar Jó- hannsdóttur. Lögin koma af tveimur breið- skífum Lay Low til þessa, Please Don’t Hate Me og Farewell Good Night’s Sleep en auk þess er að finna eitt nýtt lag á ensku og svo lag Lovísu við ljóðið „Sorgin“ eftir skáldið Undínu (Helgu Steinvöru Baldvinsdóttur), ljóð sem var samið árið 1884. Pétur Hallgríms fíflast Þegar blaðamaður slær á þráðinn til Lovísu er hún stödd í Þýskalandi. Er á miðjum túr þar sem hún hefur verið að spila með Emilíönu Torr- inni. „Hann er akkúrat hálfnaður,“ segir hún feiminni – en alltaf sjarm- erandi – röddu. Segir svo blaða- manni að hún hafi klöngrast eitt- hvað baksviðs með farsímann. Á bakvið hana má greina gamanmál og er það Pétur Hallgrímsson, meðgít- arleikari hennar, sem er að fíflast eitthvað. „Túrinn er búinn að ganga afskaplega vel,“ heldur hún svo áfram. „Við erum að spila á stórum stöðum, 1500 til 2000 manns. Emil- íana er orðin mjög „stór“, sér- staklega hérna í Þýskalandi þar sem hún er stjarna.“ Hópurinn var m.a. í Ungverjalandi þar sem Hjaltalín og Ourlives lék einnig. „Ég er að hita upp fyrir Emilíönu en spila líka smá með henni uppi á sviðinu. Svo hefur þetta þróast mjög skemmtilega, nokkrir í bandinu hennar hafa verið að koma upp á svið og spila með mér og í einu laginu er ég með heila hljómsveit með mér – það stóð ekk- ert til í upphafi ferðar!“ Lay Low segir áhorfendur taka sér vel, kvart- ar reyndar undan heldur miklu skvaldri í hollenskum áhorfendum í blábyrjun ferðalags. „Þeir höfðu lít- inn áhuga á mér – ég held að þeir hafi bara verið að bíða eftir „Jungle Drum“ (hlær). „Ferlið var mjög auðvelt“ En hvað dreif Lovísu eiginlega til Flateyjar? „Þetta var eiginlega al- veg upp úr þurru,“ segir hún. „Fyrst ætlaði ég að taka fleiri spilara með mér en svo endaði ég bara ein. Hug- myndin var að nota þetta opna svæði og sjá hvað myndi gerast, hvað það myndi gera fyrir lögin. Á þessari plötu hljóma þau meira eins og þeg- ar ég spila þau á tónleikum. Þau eru einfaldari, stundum hægari og ber- strípaðri eðlilega. Ferlið var mjög auðvelt – þetta tók enga stund.“ Ís- lenskir bíógestir munu brátt sjá Lovísu í sinni fyrstu kvikmynd, Des- ember eftir Hilmar Oddsson. Af stiklu að dæma er þessi hægláta stúlku fædd leikkona. Þannig að það var væntanlega leikur einn að „sitja fyrir“ í Flatey? Eða hvað? „Jú, þannig,“ segir hún og brosir í gegn- um símann. „Það er aðallega erfitt eftir á, að horfa á sig. Þá fæ ég kjánahroll. Ég get eiginlega ekki horft á sjálfa mig í mynd.“ Lovísa segir að eitt af því sem hafi ýtt henni út í Flatey sé að hún hafi viljað prufa sum af lögunum af síðustu plötu í órafmögnuðum stíl. „Ég er að selja plöturnar á tón- leikum og fólk spyr mig alltaf hvora plötuna mína það eigi að kaupa. Ég verð alltaf vandræðaleg og ég fór í gegnum smá ferli þar sem mér fannst hvorug þeirra nógu góð. Þannig að á dögunum tók ég mig taki og hlustaði ítarlega á þær aftur. Og ég er komin á þá skoðun að þetta séu nú bara alveg ágætis plötur,“ segir Lay Low að lokum af sinni stöku hógværð. Lay Low sló heldur en ekki í gegn – og það algerlega óvænt – með fyrstu plötu sinni, Please Don’t Hate Me, sem út kom fyrir þremur árum síðan. Innihaldið blús- og þjóðlagakennt. Í fyrra gaf hún svo út breiðskífu númer tvö, Farewell Good Night’s Sleep, dásamlega plötu sem bar með sér gamaldags kántríhljóm, líkt og maður hefði slysast inn á útsendingu frá Grand Ole’ Opry á fimmta áratugnum. Báðar plöturnar hlutu mikið lof hjá gagnrýnendum og vegur Lovísu hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Þriðja platan er byrjuð að taka á sig mynd í kollinum segir Lovísa, þó allt sé á algeru frumstigi. „Ég hef t.a.m. ekki hugmynd um hvaða stílbrigði verða í gangi þar,“ segir hún og hlær. „Ég hyggst taka hana föstum tökum eftir áramót, svona svipað og ég gerði með síð- ustu plötu. Það var einmitt um áramótin 2007/2008 sem ég fór að vinna í að semja og koma hug- myndum á blað. Ég er að fara í ákveðið verkefni á næstu vikum og einhver lög eiga ábyggilega eftir að fæðast þá.“ Þriðja platan í gerjun Morgunblaðið/Golli Númer þrjú Hvað ber næsta plata Lay Low í skauti sér? Tilraun „Hugmyndin var að nota þetta opna svæði og sjá hvað myndi gerast, hvað það myndi gera fyrir lögin,“ segir Lay Low um Flateyjarverkefnið. Barn náttúrunnar  Nýr hljóm- og mynddiskur Lay Low, Flatey, kemur út í dag  Var tekinn upp á samnefndri eyju  Innihaldið bundið stillu og værð líkt og eyjan sjálf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.