Morgunblaðið - 09.10.2009, Page 49

Morgunblaðið - 09.10.2009, Page 49
HHHH - T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHH - ROGER EBERT HHHH – H.S. MBL HHHH RÁS 2-HGG HHHH Ó.H.T. RÁS 2 100/100 – THE HOLLYWOOD REPORTER 100/100 – VARIETY Í REYKJAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í 3D Í REYKJAVÍK SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND LAUGARDAG OG SUNNUDAG BÍÓ GESTIR TJÁ SIG Á FACEBOOK - Æðisleg! - Algjört meistarverk!! - Myndin er geeðveik! :D - sá myndina þína í dag þú er idolið mitt sveppi - Þetta er geðveik mynd!!!! Allir að fara á hana - Langbesta myndin líka - Sveppi á erindi til okkar allra - hún er geeeðveik - Snillddddddd - Besta fjölskyldumyndin síðan MEÐ ALLT Á HREINU - Hún er jafn fyndin fyrir fullorðna! - Strákurinn minn er enn með stjörnur í augunum - Krakkarnir tala ekki um annað! BRUCE WILLIS ER MÆTTUR Í HÖRKUSPENNANDI MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF MANNLEG FULLKOMNUN – HVAÐ GETUR FARIÐ ÚR- SKEIÐIS? SURROGATES EIN ALLRA BES TA DISNEY-PIXAR MYND TIL ÞES SA Giacomo Puccini TOSCA KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.OPERUBIO.IS UPPSELT Á LAUGARDAG ENDURSÝNING MIÐVIKUDAGINN 14. OKT. -KL. 18.30 HHHH HULDA GEIRSDÓTTIR, RÁS 2 YFIR 18.000 GESTIR FYRSTU 11 DAGANA VINSÆLASTA MYNDIN AÐRA VIKUNA Í RÖÐ Á ÍSLANDI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHHH - K.U. - TIME OUT NEW YORK "ENTERTAINING AND INGENIOUS! - ROGER EBERT SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKAÍ KRINGLU NI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI FAME kl. 5:40 - 8 - 10:20 L ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ... kl. 6 L JENNIFER'S BODY kl. 8 16 DISTRICT 9 kl. 10:20 16 ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN AÐ... kl. 6 L FAME kl. 5:40 - 8 - 10:20 L ORPHAN kl. 8 - 10:30 16 ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 6 L FAME kl. 8 - 10:20 L FUNNYPEOPLE kl. 5:40 12 MANAGEMENT kl. 8 L SURROGATES kl. 10:20 12 SPARBÍÓ 550 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 ÞRJÁR kvikmyndir verða frumsýndar í ís- lenskum kvikmyndahúsum um helgina. Að auki verður íslenska kvikmyndin Guð blessi Ís- land, um efnahagshrunið á Íslandi og afleið- ingar þess, tekin til almennra sýninga. Fame Hér er á ferðinni kvikmynd byggð á sam- nefndri dans- og söngvamynd frá 1980 sem síð- ar voru gerðir sjónvarpsþættir upp úr. Í Fame segir af hæfileikaríku ungu fólki sem stunda nám við New York City High School for the Performing Arts en sá skóli heitir í dag Fio- rello H. Laguardia H.S. Unga fólkið nemur sviðslistir hvers konar, dans, leiklist, söng o.fl. og er hvert öðru hæfileikaríkara. Nemendurna dreymir og fé og frama en námið reynist eng- inn dans á rósum. Spurningin sem brennur á allra vörum er þessi: Hverjir verða frægir og hverjir ekki? Erlendir dómar: Imdb: 4,1/10 Metacritic: 39/ 100 New York Times: 50/100 Variety: 40/100 Orphan Hjónin Kate og John Coleman eru frá- vita af sorg eftir að Kate missir fóstur. Mar- traðir sækja á Kate og ýmsir fortíðarárar. Í von um að endurheimta hamingjuna ákveða hjónin að ættleiða barn og kynnast stúlku að nafni Esther á munaðarleysingjahæli. Þau taka stúlkuna að sér en fljótlega eftir að hún flytur til þeirra fara skelfilegir atburðir að gerast og fer svo að Kate telur stúlkuna bera ábyrgð á þeim. Myndin er bönnuð innan 16 ára. Erlendir dómar: Imdb: 7,2/10 Metacritic: 42/ 100 New York Times: 40/100 Variety: 40/100 9 Ævintýra- og teiknimyndin 9 er framleidd af ævintýraleikstjóranum Tim Burton. Sögusvið myndarinnar er jörðin eftir að vélar hafa snú- ist gegn mönnum og valdið sundrungu meðal mannkyns og lagt allt í eyði. Furðuveran 9 og aðrar henni líkar reyna hvað þær geta að end- urheimta siðmenninguna og vinna sigur á vél- unum og er þar hart barist. Erlendir dómar: Imdb: 7,2/10 Metacritic: 60/ 100 New York Times: 70/100 Variety: 60/100 Frægðardraumar og hættu- legur munaðarleysingi Fimir fætur Nemendur í sviðslistum stíga þokkafullan dans í kvikmyndinni Fame. FRUMSÝNINGAR » IRVING Penn, einn frægasti og áhrifa- mesti tísku- og portrettljósmyndari ljós- myndasögunnar, lést á heimili sínu í New York á miðvikudag, 92 ára gamall. Myndir Penns voru eftirlæti jafnt tímaritalesenda sem safnaunnenda, formhreinar og einfald- ar, en bjuggu iðulega yfir glæsileika sem var löngum einkennismerki ljósmyndarans. Oft hefur verið sagt að hann og Richard Avedon hafi mótað tískuljósmyndun 20. aldar, en þeir voru afskaplega ólíkir, stíl- lega og að upplagi. Irving Penn hóf að mynda fyrir Vogue tímaritið árið 1943 og var aðal ljósmyndari þess um áratuga skeið. Síður tímaritsins hafa allar götur síðan verið hans gallerí, en smám saman fór Penn einnig að sýna verk sín í sýningarsölum og söfnum og hafa prent eftir hann lengi verið eftirsótt af söfnurum. Þótt Penn væri líklega frægastur fyrir myndir af fyrirsætum tískuheimsins, sem og portrett af frægum listamönnum, þá átti alveg jafn vel við hann að ljósmynda bændur í Perú eða sígarettustubba – en sýning hans á nærmyndum af stubbum, stílhreinum og abstrakt, sló í gegn í Mus- eum of Modern Art árið 1975. Penn gaf út margar og ólíkar bækur með ljósmyndum sínum. Árið 1996 ánafnaði hann megnið af filmum sínum og prentum til Chicago Art Institute. Sýning á úrvali myndanna, „Irving Penn: A Ca- reer in Photography“ var sett þar upp og í kjölfarið í mörgum öðrum söfnum. Fyrir fjórum árum var önnur yfirlitssýning á myndum Penn í Þjóðarlistasafninu í Wash- ington. Meistari tískuljós- myndunar látinn Irving Penn Sjaldgæf mynd af ljósmynd- aranum, eftir Bert Stern, kollega hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.