Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Meiri þægindi og aukið geymsluþol Nú er MS rjóminn í ½ l umbúðum með tappa. 12 daga geymslu - þol H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 – 0 4 8 7 FRAMKVÆMDASTJÓRN Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, stefnir að því að taka endurskoðun á efnahags- áætlun Íslands fyrir á fundi sínum miðvikudaginn 28. október næstkomandi, en uppfærð efnahagsáætlun var send framkvæmdastjóra AGS í gær. Mark Flanagan, fulltrúi AGS í málefnum Íslands, seg- ir að samþykki framkvæmdastjórnin áætlunina fái Ís- land aðgang að öðrum hluta lánafyrirgreiðslu sjóðsins upp á 168 milljónir dollara, um 20,6 milljarða króna. Íslensk stjórnvöld telja það víst að þá opnist einnig að- gangur að fyrsta fjórðungi 2,7 milljarða dala lánafyr- irgreiðslu Norðurlandanna og Póllands, eða að 675 millj- ónum dollara. Flanagan segir í yfirlýsingu að tafir hafi orðið á út- færslu málsins vegna stjórnarkreppu og kosninga í kjöl- farið auk þess sem Íslendingum hafi gengið erfiðlega að ná samkomulagi við lánardrottna. Það hafi flækt málin við að tryggja fjármögnun lánsins frá viðkomandi ríkj- um. Samkvæmt starfsreglum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verða uppfærð efnahagsáætlun og skjöl henni tengd gerð opinber eftir fundinn 28. október. Lánalínur opnast að öllum líkindum í næstu viku Framkvæmdastjórn AGS tekur endurskoðunina fyrir „Við erum að skerpa línurnar“ „VIÐ erum að skerpa línurnar í rannsókninni,“ segir Sigríður Björk Guðjóns- dóttir, lög- reglustjóri Suð- urnesja, um rannsóknina á umfangsmikilli glæpastarfsemi á höfuðborg- arsvæðinu, þar sem afbrotin eru tal- in varða mansal, fjársvik og þjófnað. Átta menn í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness stað- festi í gær kröfur Lögreglustjórans á Suðurnesjum um gæsluvarðhald og framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir átta mönnum, fimm frá Litháen og þremur Íslendingum, vegna rannsóknar á ætlaðri skipulagðri brotastarfsemi. Allir sakborningarnir voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald allt til miðvikudagsins 28. október næst- komandi. Tengsl sakborninga Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að tveir Íslendinganna rækju verktakafyrirtæki sem Lithá- arnir störfuðu hjá. Tvær konur voru handteknar í tengslum við rann- sóknina og hefur þeim verið sleppt. Sigríður segir að næsta skref sé að vinna úr fyrirliggjandi gögnum og málið sé í rannsókn með hefð- bundnum aðferðum. steinthor@mbl.is Sigríður Björk Guðjónsdóttir Rannsókn á viðamik- illi glæpastarfsemi SEX sjúklingar með svínaflensu lágu í gærkvöld á gjörgæsludeild Landspítalans. Á sjúkrahúsinu öllu eru svínaflensusjúklingarnir alls 33. Þá liggja tveir á Sjúkra- húsinu á Akureyri með einkenni lík svínaflensunni, en hvort þeir eru með hana hefur ekki verið staðfest. Starfsemi Landspítalans hefur ekki raskast vegna svínaflens- unnar, sem óneitanlega hefur þó áhrif á starfsemina. „Það þarf ekki mikið svo starfsemi raskist og því eru áætlanir í sífelldri endurskoðun,“ segir Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir. Svínaflensan er enn að aukast. Líklegt er að líðandi vika verði verri en sú fyrri en þá komu til- kynningar um á 17. hundrað inflúenskulík tilfelli, þrefalt fleiri en vikuna þar á undan. | 6 Þarf ekki mikið svo starfsemin raskist Morgunblaðið/Ómar NÝTT sáluhlið við Þingvallakirkju, sem nemendur í byggingardeild Iðnskólans í Hafnarfirði smíðuðu, var sett upp í gær. Kirkjan er 150 ára um þessar mundir og því var ákveðið að smíða nýtt hlið sem var gert í góðri samvinnu við sóknarnefnd kirkjunnar og þjóðgarðsvörð. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, veitti hliðinu við- töku í gærdag. Hliðið góða er úr norskri furu og mikill listagripur enda tók smíðin þrjá mánuði. „Þetta var skemmtilegt og ögr- andi verkefni fyrir nemendurna. Sömuleiðis var þetta mjög uppbyggilegt, í bestu merkingu þeirra orða, enda var þetta mikið og talsvert flókið handverk. Fyrir nem- endur er þetta ævintýri, svona verkefni fá þeir aðeins einu sinni,“ segir Þórhallur Hólmgeirsson, kennari við Iðnskólann í Hafnarfirði. Sáluhliðið var smíðað eftir ljósmynd sem Sigfús Ey- mundsson tók í kringum 1880 af því hliði sem var þá á kirkjugarðinum. Það var flutt á vörubílspalli niður Al- mannagjá að Þingvallakirkju með bíl sem var notaður í tengslum við Alþingishátíðina 1930. Ljósmynd/Sveinn Markússon LISTAGRIPUR Á ÞINGVÖLLUM KIRKJUNNI ber að vera öruggt skjól og ákvörð- un biskups að færa sr. Gunnar Björnsson á Sel- fossi til í embætti er óumflýjanleg. Þetta segir í opnu bréfi sem 24 prestar skrifa í Morgunblaðið í dag. Í annarri grein sem tveir prestar og einn sálfræðingur skrifa segir að tilflutningur Selfossprests í starfi sé í raun sáttaboð. „Að káfa á þeim og kyssa þau sem treysta á að fá brauð í stað steina er alltaf óvið- urkvæmilegt,“ stendur í umræddri grein þar sem segir að sr. Gunnar hefði átt að biðjast afsökunar. | 20 24 prestar skrifa gegn sr. Gunnari HÁTT í eitt þús- und Íslendingar mættu í Hafn- arhúsið í gær- kvöldi en þar tóku um hundr- að Spánverjar á móti þeim. Á næstu dög- um verða eitt hundrað Íslendingar valdir til þess að fara í vikuferð til Kan- aríeyja í boði þarlendra ferða- mályfirvalda. Sumir duttu í lukkupottinn í í gleðskapnum í gærkvöldi. Margir vilja komast til Kanaríeyja Eftir Önund Pál Ragnarsson og Ómar Friðriksson HÆTTAN á að stöðugleikasáttmál- inn slitni og Samtök atvinnulífsins segi einhliða kjarasamninga lausa um mánaðamótin vex dag frá degi. Við- ræður í Karphúsinu hafa litlum ár- angri skilað. Í dag halda tvenn stærstu launþegasamtök landsins ASÍ og BSRB þing sín í mikilli óvissu um stöðu kjaramála og framkvæmd stöðugleikasáttmálans. „Tónninn í atvinnurekendum hefur verið að harðna undanfarna daga í úrræðaleysi og viðbragðsleysi stjórn- valda. Það getur alveg leitt til þess að í sundur slitni á milli okkar,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Fimm dagar eru til stefnu því ákveða þarf fyrir miðnætti næstkom- andi þriðjudag hvort samningar á al- menna vinnumarkaðinum verða framlengdir. Samtök atvinnulífsins fóru yfir málið á fundi í gær. „Þessi stöðugleikasáttmáli hangir á ósk- hyggjunni einn saman, “ sagði Vil- mundur Jósefsson, formaður sam- takanna. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði að ef fjár- festingarnar sem sáttmálinn gerði ráð fyrir gengju ekki fram á næsta ári mundu Íslendingar ekki horfa upp á 2% samdrátt heldur 6% sam- drátt eða meira. „Við erum að tala um kreppu – töku tvö,“ sagði hann. Forsvarsmenn ASÍ og SA sögðu þó báðir í gær mjög jákvætt að fram- kvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins ætlaði að taka endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands fyrir í næstu viku. Enn liggur hins vegar ekkert fyrir um hvort ráðist verður í stórframkvæmdir. Verði ekki af þessum framkvæmdum eru allar hagvaxtarspár og forsendur fjárlaga- frumvarpsins í uppnámi, að mati Gylfa. Ríkisstjórnin verði að svara því á næstu dögum hvort af fram- kvæmdum verður, s.s. í Helguvík og Straumsvík. „Tónninn orðinn harðari“  Stöðugleikasáttmálinn á bláþræði  ASÍ og BSRB halda þing í mikilli óvissu  5 dagar til stefnu  Reynt til þrautar um helgina  Ákvörðun AGS jákvæð Vilhjálmur Egilsson Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.