Morgunblaðið - 22.10.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 22.10.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009 KÓPAVOGSDEILD Rauða krossins og mæðrastyrksnefnd úthluta mat- vörum, fatnaði og fleiri nauðsynj- um vegna jólanna í húsnæði nefnd- arinnar í Fannborg 5 dagana 15.-17. desember kl. 16-17. Tekið er við umsóknum hjá Kópavogsdeild, Hamraborg 11 alla virka daga kl. 10-16. Mæðrastyrksnefnd tekur við umsóknum í húsnæði nefndarinnar hinn 24. nóvember kl. 16-18, 1. des- ember kl. 14-18 og 3. desember kl. 17.-19. Auk tímabundinnar að- stoðar fyrir jólin úthlutar Rauði krossinn notuðum fatnaði alla mið- vikudaga kl. 10-14 á Laugavegi 116, Grettisgötumegin. Neyðaraðstoð í Kópavogi fyrir jólin FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÁHERSLA verður lögð á að hafa samráð við íbúa og aðra sem hags- muna eiga að gæta við gerð nýs að- alskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Skipulagið verður væntanlega kynnt fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar á komandi vori og er stefnt að því að það taki gild næsta sumar eða næsta haust. Júlíus Vífill Ingvarsson, formað- ur skipulagsráðs Reykjavíkur og stýrihóps um endurskoðun að- alskipulags 2001-2024, greindi frá skipulagsvinnunni og vinnuaðferð- um sem viðhafðar verða við gerð þess á blaðamannafundi í gær. Hann lagði áherslu á samráðið sem haft verður við borgarbúa og þá sem hagsmuna eiga að gæta. Fund- ir, eða opin hús, verða haldnir í öll- um tíu hverfum borgarinnar á tíma- bilinu frá 27. október til 26. nóvember. Þar verður skipulags- vinnan kynnt og leitað eftir hug- myndum íbúa á öllum aldri um framtíðarskipulag hverfanna. „Við erum að auglýsa eftir skipu- lagshugmyndum og óska eftir því að fólk setji sig í þær stellingar að vera skipulagshönnuðir aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 en þó með framtíðarsýn til ársins 2050,“ sagði Júlíus Vífill. Einnig verða haldnir opnir fundir í Hafnarhúsinu um til- tekna þætti varðandi endurskoðun aðalskipulagsins. Þá hefur verið opnaður vefurinn www.adalskipulag.is til upplýsingar og samskipta við borgarbúa um að- alskipulagsvinnuna. Við endurskoðun aðalskipulagsins verða höfð nokkur markmið, m.a. að gæði manngerðs umhverfis verði aukin, að skipulagið stuðli að sjálf- bærri og hagkvæmri þróun byggðar. Einnig að tryggðir verði fjölbreyttir búsetukostir, vistvænar samgöngur verði efldar og að miðborgin verði lif- andi og skemmtileg. Þá á að viðhalda vef borgargarða og útivistarsvæða og auka lífsgæði borgarbúa. Þörf fyrir 30.000 nýjar íbúðir Íbúaspá gerir ráð fyrir að borg- arbúum fjölgi um 0,78% á ári fram til ársins 2050. Það þýðir að þörf verður á 30 þúsund nýjum íbúðum og 30 þúsund nýjum störfum á tímabilinu. Búið er að skoða ýmsa kosti varðandi það hvernig þróun byggðarinnar verður með tilliti til fjölgungar borg- arbúa og þéttingar byggðar. Þar eru sjö lykilsvæði í brennidepli. Þau eru miðborgin, Vatnsmýrin, Örfirisey og gamla höfnin, Elliðaárvogur, Geld- inganes, Úlfarsárdalur og Álfsnes. Júlíus Vífill sagði að fljótlega yrðu kynntar niðurstöður hugmynda- samkeppni um þróun byggðar í Ör- firisey. Þá eru ákveðin svæði í mið- borginni sem þróa má enn frekar. Það svæði sem mest mun þróast á næstu árum er Elliðaárvogur, að mati Júlíusar Vífils. Þar er um að ræða atvinnusvæðið sem nú teygir sig frá voginum og upp á Ártúns- höfðann. Júlíus Vífill sagði að verið væri að þróa önnur atvinnusvæði, t.d. á Álfs- nesi og á Hólmsheiði, sem gætu tekið við sumri þeirri atvinnustarfsemi sem nú er í kringum Elliðaárvoginn. „Kannski má segja að byggðin sem nú er í Bryggjuhverfi hafi lagt ákveðna línu um þróun þess svæðis. Yfir þetta viljum við fara með íbúum á fundum okkar,“ sagði Júlíus Vífill. Samkvæmt núgildandi að- alskipulagi er gert ráð fyrir að Reykjavíkurflugvöllur fari. Hug- myndirnar sem nú eru kynntar gera ýmist ráð fyrir að flugvöllurinn fari eða veri. Lögð á ráðin með íbúum www.adalskipulag.is Lykilsvæðin Veigamiklar breytingar gætu orðið á uppbyggingu tiltekinna lykilsvæða borgarinnar með nýju að- alskipulagi. T.d. er gert ráð fyrir þéttri byggð við Elliðaárvog. Atvinnustarfsemi gæti m.a. flutt þaðan í Álfsnes. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hæð húsa Meðal markmiða er að móta stefnu um hæð húsa.  Farnar verða nýjar leiðir við undirbúning aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030  Opin hús um aðalskipulagsmál verða í öllum hverfum borgarinnar  Áhersla lögð á samráð og hugmyndaflæði Aðalskipulag Reykjavíkur 2010- 2030 verður undirbúið í nánu samráði við íbúa borgarinnar og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Í næstu viku hefjast fundir með íbúum um skipulagið. Hvar verða hverfafundir? Opnu húsin verða haldin í grunn- skólum hverfanna. Þeir fundir verða þrískiptir. Þar verður rætt um skipulag hverfisins í vinnuhópum. Einnig verður hugmyndasmiðja með ungum arki- tektum og vinnusmiðja fyrir börn í samvinnu við Myndlistarskóla Reykja- víkur. Hver fundur á að standa frá kl. 17.00-1830. Grafarholt – Úlfarsárdalur 27. október. Laugardalur 29. október. Grafarvogur 3. nóvember. Árbær 5. nóvember. Kjalarnes 10. nóvember. Hlíðar 11. nóvember. Háaleiti 12. nóvember. Breiðholt 19. nóvember. Vesturbær 24. nóvember. Miðborg 26. nóvember. Hvenær verða opnir fundir? Opnu fundirnir verða morgunfundir kl. 8.30-10.00. Þeir verða allir haldnir í Hafnarhúsinu. Eftirtalin umræðuefni verða rædd: Gæði byggðar 29. október. Betri samgöngur 19. nóvember. Vistvæn hverfi og byggingar 10. desember. Umhverfi og útivist 14. janúar. Miðborgin – verndun og uppbygging 11. febrúar. S&S ENN VERÐUR umtalsvert sandrok við Landeyjahöfn í miklum veðrum þrátt fyrir töluverða landgræðslu. Í roki fyrir nokkrum dögum matt- slípaði sandurinn kúpul á vef- myndavélinni sem þar er staðsett. Af þeim sökum eru myndir úr vél- inni ónothæfar þessa dagana, en nýr kúpull hefur verið pantaður. Sandrokið skemmdi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.