Morgunblaðið - 22.10.2009, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.10.2009, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009 Lag Ögmundur Jónasson og Ólafur Ragnar Grímsson hlustuðu hógværir á flutning Internationalsins á þingi BSRB í gær. Árni Páll Árnason og Össur Skarphéðinsson tóku hins vegar undir af öllum krafti með viðeigandi líkamstjáningu. Ómar TILEFNI þess að ég skrifa greinarkorn þetta er grein umhverfis- ráðherra hér í blaðinu 16. október sl. Fyr- irsögn þeirrar greinar var „Hið rétta um Suð- vesturlínu“. Það veldur mér talsverðum heila- brotum hvað teljist rétt eða rangt í þessu máli. Ég held að þetta sé ein- faldlega ekki þannig að málið snúist um sannleikann. Hitt er líklegra að málið snúist um afstöðu ráðherra og flokks hennar til álvers í Helguvík. Lögbundinn frestur útrunninn Skipulagsstofnun kynnti þá ákvörðun 25. mars 2009 að ekki skyldi fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlínu og annarra framkvæmda sem tengjast álveri í Helguvík. Í kjölfarið, þann 17. september síðastliðinn, gaf Skipu- lagsstofnun út álit á mati á umhverf- isáhrifum Suðvesturlína, þar sem fram kemur að matsskýrsla fram- kvæmdaaðila uppfylli skilyrði laga. Hinn 24. apríl kærðu Nátt- úruverndarsamtök Íslands og Land- vernd hina fyrri ákvörðun Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra um að ekki skyldi fara fram þetta sam- eiginlega mat (álver, flutningsmann- virki, virkjanir). Úrskurður umhverf- isráðherra um að þessi ákvörðun frá 25. mars sé felld úr gildi og málinu vísað til stofnunarinnar á ný var síð- an kveðinn upp 29. september. Lög- bundinn frestur ráðherra til þess að taka þessa ákvörðun rann út 25. júní sl., þannig að ráðherra fór rúma þrjá mánuði fram yfir þennan frest. Alvarlegar þversagnir Hvað er eiginlega í gangi hér? Umhverfisráðherra er í ríkisstjórn sem 25. júní sl. undirritaði svokall- aðan stöðugleikasáttmála við aðila vinnumarkaðarins og samband sveit- arfélaga. Þar segir orðrétt: „Rík- isstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straums- vík.“ Iðnaðarráðherra sömu ríkis- stjórnar undirritaði 7. ágúst sl. fyrir hönd ríkisstjórnarinnar fjárfestingarsamning við Century Alumin- um Company og Norðurál Helguvík ehf. (Norðurál), vegna fyrirhugaðs álvers við Helguvík. Í þeim samningi segir m.a. „að engin ráðstöfun verði gerð er gæti takmarkað eða á ann- an hátt haft neikvæð áhrif á framkvæmd verkefnisins og starfsemi Century og/eða félagsins“. Skilaboð ríkisstjórnarinnar sam- kvæmt stöðugleikasáttmála og fjár- festingarsamningi eru mjög skýr og þeir fjölmörgu aðilar sem vinna að því verkefni að reisa álver við Helgu- vík hafa reitt sig á þessi skilaboð. Þess vegna kemur ákvörðun um- hverfisráðherra flatt upp á marga, einkum þar sem erfitt er að skilja hvað þar býr að baki í ljósi þeirra fyr- irheita sem gefin hafa verið. Ráð- herra byggir á því að Skipulags- stofnun hafi ekki upplýst málið nægjanlega vel og þótti því rétt að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi. Rökrétt ákvörðun Skipulagsstofnunar Eftir að hafa kynnt mér gögn málsins get ég ekki verið sammála þeirri niðurstöðu ráðherrans að mál- ið sé ekki nægjanlega vel upplýst. Í ljósi fyrri úrskurða um sambærileg mál er ákvörðunin vel rökstudd og í anda góðrar stjórnsýslu. Skipulags- stofnun áleit að með athugasemdum sem borist höfðu frá Landvernd í kynningarferlinu hefði komið upp sú krafa að stofnunin tæki sérstaka ákvörðun um beitingu 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Umrætt ákvæði segir efnislega að Skipulagsstofnun geti að höfðu sam- ráði við málsaðila og leyfisveitendur ákveðið að umhverfisáhrif tengdra framkvæmda skuli metin sameigin- lega. Rökstuðningur Skipulagsstofn- unar fyrir þeirri ákvörðun að ekki skyldi fara fram sameiginlegt mat er m.a. að enginn umsagnaraðila taldi að Skipulagsstofnun ætti að nýta um- rætt heimildarákvæði. Þá væru áform um virkjanir óljós og í ljósi þess og hversu mislangt á veg þær framkvæmdir væru komnar í und- irbúningi, og hversu íþyngjandi ákvörðun um sameiginlegt mat yrði, taldi Skipulagsstofnun að það myndi stangast á við meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga að gera Landsneti hf. að bíða eftir því að farið yrði af stað með mat á umhverfisáhrifum vegna nýrra virkjanakosta. Stofnunin taldi að hinu lögmæta markmiði yrði náð með öðrum leiðum, t.d. með því að gera framkvæmdaraðila að fjalla um tengdar framkvæmdir í matsvinnu. Miklir hagsmunir í húfi Það þarf býsna neikvæða nálgun við ofangreindan rökstuðning til þess að lýsa úrskurðinn ógildan vegna þess að málið sé ekki nægjanlega vel upplýst. Norðurál og móðurfélag þess eiga ríkra hagsmuna að gæta í þessu máli. Um leið og kærur þess efnis að beita skyldi 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum um fram- kvæmdina Suðvesturlínu og tengja hana þar með við framkvæmdir vegna álvers í Helguvík vaknaði ótví- ræð aðild Norðuráls að málinu. Norðurál var ekki einu sinni gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri með formlegum hætti. Tafirnar, sem úrskurður ráðherra kann að valda, hafa víðtækar og nei- kvæðar afleiðingar á framkvæmd- irnar í Helguvík. Ef úrskurðurinn verður ekki afturkallaður mun það aðeins valda frekari óvissu, töfum á framkvæmdum og auka líkurnar á því að Norðurál og fleiri verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni. Þá eru ótalin þau samfélagslegu áhrif sem tafirnar valda á tímum efnahags- kreppu og atvinnuleysis. Eftir Árna Vilhjálmsson » Það þarf býsna nei- kvæða nálgun við ofangreindan rökstuðn- ing til þess að lýsa úr- skurðinn ógildan vegna þess að málið sé ekki nægjanlega vel upplýst. Árni Vilhjálmsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og lögfræðilegur ráðgjafi Norðuráls. Að skera á Suðvesturlínu SKYNSAMLEG og sjálfbær orkunýting er for- senda og aflvél end- urreisnar samfélags- ins. Endurnýjanlegar orkulindir eru sókn- arfæri okkar og sér- staða sem þjóðar til þess að fá hingað nauðsynlega erlenda fjárfestingu. Slíkar fjárfestingar geta breytt samdrætti í vaxtarskeið og unnið gegn atvinnuleysi og framkvæmdafalli í byggingariðnaði og orkugeira. Í þessu sambandi skiptir stöðugleika- sáttmálinn miklu máli og möguleg aðkoma lífeyrissjóðanna t.d. að byggingu Búð- arhálsvirkjunar og er það komið í ákveðinn farveg. Stærsta verkefnið við að koma orku- framkvæmdum í há- flug tengist fjár- mögnun þeirra; framleiðsluaukningu í Straumsvík, virkj- unum HS orku og OR vegna framkvæmda í Helguvík og gagnaveri Verne Holding á Vall- arsvæðinu, svo fátt eitt af því sem í kortunum er sé nefnt. Fjárfestingarkostirnir Til að varpa ljósi á þá fjölmörgu kosti sem við búum yfir í orkunýt- ingu og nýfjárfestingum er gagn- legt að fara yfir svið þeirra verk- efna sem stjórnvöld undir forystu iðnaðarráðherra vinna nú að. Til að undirstrika stærðirnar sem um ræðir má nefna að fjármálaráðu- neytið metur það svo í þjóðhags- spá sinni að stækkun álversins í Straumsvík og bygging álversins í Helguvík muni auka lands- framleiðsluna um 4,2% að raun- gildi og kosta yfir 400 milljarða króna á tímabilinu 2009-2015. Fyrst ber að nefna fjárfesting- arsamninginn vegna álvers í Helguvík. Samningurinn skipti sköpum um framgang þess verk- efnis, en hann afgreiddi Alþingi í vor fyrir kosningar. Century Al- uminum, móðurfélag Norðuráls, hefur samið við þrjá erlenda banka um fjármögnun framkvæmdanna og því skiptir mestu nú til að fram- kvæmdin gangi fram af fullu afli að orkufyrirtækjunum takist að fjár- magna verkefni sín. Þó að ákvörð- un umhverfisráðherra um Suð- vesturlínu hafi valdið nokkurri umræðu er engin ástæða til þess að gera meira úr því en efni standa til. Það gæti tafið línulagnirnar um allt að tveimur mánuðum en ekki framkvæmdirnar í raforkunýtingu á Reykjanesi sem slíkar. Þar ræð- ur fjármögnun orkufyrirtækjanna á verkefnum sínum úrslitum.Til að varpa ljósi á mikilvægi Suðvestur- línu þá snýst verkefnið um raf- orkuöryggi á Reykjanesi og í raun á öllu landsnetinu og er því miklu stærra mál en virðist í fyrstu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við Suðvesturlínu verði skipt í fimm áfanga og er reiknað með að vinna við verkið geti hafist sumarið 2010 og standi yfir, með einhverjum hléum, til ársins 2017. Áætlaður framkvæmdakostnaður vegna fyrstu fjögurra áfanga verkefn- isins er um 27,3 milljarðar króna, á verðlagi janúarmánaðar 2009. Lagning línunnar er óháð ein- stökum framkvæmdum á Suð- urnesjum. Hún snýst fyrst og fremst um raforkuöryggi á Reykjanesinu öllu. Lög um fjárfest- ingarsamninga Mörg önnur verk- efni eru á teikniborð- inu og sumum er lok- ið. Aflþynnuverksmiðja Becromal við Eyja- fjörð er orðin að veru- leika og nú er unnið að stækkun hennar. Fjárfestingarsamn- ingur við Verne Hold- ing um byggingu gagnaversins á Reykjanesi er á loka- stigi og verður senn undirritaður. Þá vinn- ur Greenstone að því að byggja gagnaver á Blönduósi og víðar í framhaldinu ef vonir ganga fram. Allt eru þetta dæmi um vist- væna nýtingu ork- unnar og hátækniiðn- að sem mynda brátt nýja stoð undir at- vinnulíf okkar. Þá undirritar iðn- aðarráðherra nú í vik- unni nýja viljayfirlýs- ingu við sveitarfélög í Þingeyjarsýslum, sem m.a. tryggir að orkurannsóknum á svæðinu lýkur fljótlega. Því er unnið hörð- um höndum að því að koma hinni miklu jarðorku fyrir norðan í verð og vinnu. Stundum er rökrætt um gildi og mikilvægi fjárfestingar- samninga. Að mínu mati er það mikið en nauðsynlegt er að skapa þeim almennan ramma. Að því vinnur Katrín Júlíusdóttir iðn- aðarráðherra nú og mun slík lög- gjöf leysa af hólmi ógagnsætt ferli við fjárfestingasamningagerð og setja um það skarpan og skýran ramma. Almenn lög um fjárfest- ingasamninga munu bæta sam- keppnisstöðu Íslands sem fjárfest- ingarkosts og því ber sérstaklega að fagna frumkvæði iðnaðar- ráðherra í málinu. Heildstæð orkustefna Þær ákvarðanir sem við tökum næstu mánuðina um nýtingu á orku fallvatna og jarðar skipta miklu máli við að ákvarða lífskjör og efnalega stöðu landsins í bráð og lengd. Þess vegna þarf að móta heildstæða orkustefnu og er sú vinna loks hafin. Orkuvinnsla er nýting á takmörkuðum gæðum og því þarf að vanda til vals og verka í því ferli frá upphafi til fram- kvæmda. Brýnt er að leggja mikla áherslu á grænu stoðina undir hagkerfinu sem meðal annars felst í hátækniiðnaði og endurnýjan- legum orkulindum. Gott dæmi um það er nýhafin bygging verk- smiðju Carbon Recycling Int- ernational við Svartsengi. Um liðna helgi var tekin fyrsta skóflu- stunga að henni en þar verður út- blæstri jarðvarmavera og álvera breytt í eldsneytið metanól. Merkilegt verkefni sem er leiðandi á heimsvísu í þess konar fram- leiðslu á metanóli. Möguleikarnir á nýfjárfestingum í fjölbreyttum orkuiðnaði eru fjöldamargir. Þeir eru aflvélarnar upp úr samdrætti og því skiptir miklu að stöðug- leikasáttmálinn gangi eftir til hins ýtrasta hvað þessi efni varðar sem önnur. Orkunýting er forsenda endurreisnar Eftir Björgvin G. Sigurðsson Björgvin G. Sigurðsson » Brýnt er að leggja mikla áherslu á grænu stoðina undir hagkerf- inu sem meðal annars felst í hátækniiðnaði og endurnýj- anlegum orku- lindum. Höfundur er 1. þingmaður Suðurkjördæmis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.