Morgunblaðið - 22.10.2009, Qupperneq 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
✝ Guðný Erla Jóns-dóttir fæddist á
Skeggjastöðum á Jök-
uldal 13. júlí 1937.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 17. október sl.
Guðný Erla var dóttir
Önnu Grímsdóttur og
Jóns Björnssonar
bónda á Skeggjastöð-
um á Jökuldal og ólst
þar upp ásamt fimm
systrum. Systur Guð-
nýjar eru: Áslaug, gift
Ragnari Björnssyni,
þau bjuggu á Höfn í Hornafirði og
eru bæði látin, Guðríður, gift Hösk-
uldi Jónssyni, búsett á Vopnafirði,
Auður, gift Helga Árnasyni, búsett á
Egilsstöðum, Sigríður, gift Þorvaldi
Þorsteinssyni, búsett í Reykjavík, og
Ásdís gift Hallbirni Jóhannssyni, bú-
sett á Finnsstöðum í Eiðaþinghá.
Eiginmaður Guðnýjar er Völundur
Jóhannesson, húsasmíðameistari frá
Haga í Aðaldal, f. 23. ágúst 1930. Þau
byggðu sér myndarlegt hús með
stórum garði við Hjarðarhlíð 5 á
Egilsstöðum. Dætur þeirra eru tvær
og eru báðar búsettar í
Reykjavík: 1) Anna Ósk,
f. 11. apríl 1956, gift
Tryggva Ólafssyni, f.
1953, þau eiga a) Bjarna
Óskar, f. 1979, kvæntur
Mötju Dise, f. 1978, þau
eiga Ólaf Gunnar, f.
2006, og Völund Inga, f.
2009, b) Guðnýju Völu, f.
1980, c) Elínu Láru og d)
Eyrúnu Önnu, f. 1991. 2)
Harpa, f. 12. janúar
1961, í sambúð með
Kristjáni Guðmunds-
syni, f. 1960. Harpa á Ív-
ar Eyjólfsson, f. 1988. Kristján á sex
börn og barnabörn hans eru Sigrún
Björg, f. 2004, Ásgeir Örn, f. 2006, og
Ólöf Harpa, f. 2007.
Guðný fór í Alþýðuskólann á Eið-
um og Húsmæðraskólann á Laugum.
Hún vann ýmis störf utan heimilis,
m.a. á prjónastofunni Dyngju, en
lengst vann hún hjá Kaupfélagi Hér-
aðsbúa á Egilsstöðum, síðar Sam-
kaup.
Útför Guðnýjar Erlu fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 22. október, kl
11.
Komið er nú að kveðjustund.
Margs er að minnast og margt að
þakka eftir rúmlega 30 ára kynni.
Mig langar að reyna að kveðja
tengdamóður mína með nokkrum
orðum.
Fyrsta hugsun er óendanlegt
þakklæti. Ég vil þakka fyrir hvað hún
tók mér vel frá fyrstu kynnum og var
góð við börnin mín, fyrir allt það sem
hún gerði fyrir þau sem og alla fjöl-
skylduna. Sérstaklega voru Bjarni og
Guðný hænd að henni og afa sínum.
Þau dvöldu hjá þeim oft heilu sumrin
í svo góðu yfirlæti að erfitt var að
telja þau á að koma heim á haustin. Í
minningunni er alltaf sól í Hjarðar-
hlíðinni úti og inni. Þar er fullt hús af
fólki og Guðný tengdamóðir mín að
dúka og leggja á borð fyrir alla.
Þrátt fyrir að búa í öðrum lands-
hluta tók hún mikinn þátt í lífi fjöl-
skyldunnar í Reykjavík og fylgdist
vel með öllu. Hún mætti í flesta
merkisviðburði hjá okkur eins og
skírnir, fermingar og aðrar stórar
veislur og rétti alltaf fram hjálpar-
hönd. Sérstaklega var mikil tilhlökk-
un þegar stóri jólakassinn kom frá
Egilsstöðum fullur af smákökum,
laufabrauði, jólafötum á börnin og
svo gjafirnar – þá voru jólin komin
hjá okkur.
Guðný var mér sannkölluð tengda-
móðir í orðsins bestu merkingu. Ég
vil þakka henni vináttu hennar við
mig sem aldrei bar skugga á. Skyndi-
legt fráfall hennar er mikið högg fyr-
ir alla fjölskylduna. Tengdaföður
mínum, systrum hennar svo og allri
fjölskyldunni votta ég innilega sam-
úð.
Hvíl í friði.
Tryggvi.
Elsku Guðný tengdaamma! Fyrsta
skiptið sem ég hitti þig var fyrir um
10 árum þegar Bjarni varð stúdent
og þú komst suður í stúdentsveisluna
hans. Komu „ömmu á Egilsstöðum“
var beðið með eftirvætingu og var ég
rosalega hissa að sjá svona unga
ömmu. Og þú varst ekki bara ung í
útliti heldur líka í sálinni enda hafðir
þú alltaf mikinn áhuga á hvað við
„unga fólkið“ værum að gera.
Þegar við heimsóttum ykkur Völ-
und á Egilsstöðum var alltaf dekrað
við okkur eftir bestu getu. Við Bjarni
vorum oft að grínast með það að við
fengum alveg nýtt magamál um leið
og við stigum út úr flugvélinni fyrir
austan. Það var nefnilega svo góður
matur sem beið okkar og eftir matinn
leið mér alltaf eins og ég þyrfti ekki
að borða næstu vikuna. En viti menn,
örfáum klukktímum síðar settist
maður aftur við borðið og þá var
borðað eins og maður hefði ekki séð
mat í marga daga. En um leið og við
fórum aftur í bæinn var magamálið
aftur eins og það var vant.
Það var líka mikið spjallað þegar
við vorum fyrir austan og ósjaldan
sýndir þú okkur hvaða bækur þú
hefðir verið að lesa, og sérstaklega ef
það voru skemmtileg ljóð eða vísur.
Svo voru ófáar sýnisferðir um fallega
garðinn ykkar sem mér fannst alltaf
vera alveg til fyrirmyndar. Síðast
heimsóttum við ykkur í sumar og vor-
um í tæpa viku með strákunum okkar
tveimur. Eins og venjulega var vel
tekið á móti okkur og leið mér eins og
ég væri á fimm stjörnu hóteli. Þú eld-
aðir fyrir okkur og sást um þvottinn
og passaðir börnin fyrir okkur. Við
vorum nú stundum með smásam-
viskubit yfir að láta þig hafa svona
mikið fyrir okkur, en við vissum að þú
vildir ekki hafa þetta öðruvísi, það
kom ekki til greina að fá að hjálpa
þér.
En það er langt til Egilsstaða og
því urðu heimsóknirnar færri en við
vildum. Við reyndum að bæta það upp
með símtölum. Þú varst alltaf hrein-
skilin og sagðir hispurslaust þína
skoðun á hlutunum og hafði ég mjög
gaman af. Það var ávallt gaman að
spjalla við þig og þú hafðir alltaf svo
mikinn áhuga á því hvað strákarnir
væru nú að bauka. Svo vantaði okkur
stundum ráð við eldamennskuna eða
uppskriftir og það stóð ekki á svarinu
hjá þér. Ég sendi þér stöku sinnum
myndir af strákunum og veit að þú
skoðaðir myndirnar með stækkunar-
gleri til þess að engin smáatriði varð-
andi umhverfi og klæðaburð þeirra
færu nú framhjá þér. Það er mjög
sorglegt að hugsa til þess að þeir fái
ekki að njóta þín lengur.
Þar sem þú varst ennþá svo hress
og ungleg þá var mikið áfall að frétta
það þriðjudaginn 6. október að þú
værir milli lífs og dauða. Ég er fegin
að við fengum að kveðja þig á spít-
alanum og er viss um að þú vissir af
okkur þarna. Ég veit að þú kveiðst
alltaf fyrir vetrinum og er fegin að þú
sleppur við myrkrið og kuldann sem
honum fylgir.
Þú munt alltaf vera í hjarta okkar.
Matja og fjölskylda.
Elsku amma! Það er svo erfitt að
kveðja, við hefðum viljað hafa þig svo
miklu lengur hjá okkur. En sem bet-
ur fer eigum við margar góðar minn-
ingar. Sérstaklega var skemmtilegt á
jólunum. Okkur fannst jólin ekki vera
byrjuð fyrr en stóri jólakassinn frá
Egilsstöðum var kominn í hús. Í hon-
um voru laufabrauð, kleinur, kökur,
flatbrauð og að sjálfsögðu langflott-
ustu jólagjafirnar.
Amma var mjög myndarleg í hönd-
unum og öll barnabörnin komu heim
af fæðingardeildinni í fötum sem hún
hafði prjónað. Áður en við fæddumst
saumaði hún mörg vöggusett handa
okkur, heklaði milliverk í þau og
merkti. Einnig saumaði hún gullfal-
lega skírnarkjóla svo ekki sé minnst á
jólakjólana flottu.
Ömmu fannst allt fallegt sem við
áttum. Hún skoðaði skartgripina okk-
ar og fötin vel og vandlega. Hún sagð-
ist öfunda okkur yfir að vera ungar í
dag og eiga svona mikið fallegt, öfugt
við þegar hún var á okkar aldri.
Amma vildi hafa alltaf hreint og
snyrtilegt í kringum sig. Alltaf þegar
við fréttum að hún væri að koma til
Reykjavíkur urðum við ofsa glaðar
en þá var líka eins gott að allt væri
hreint og fínt. Og þegar hún kom vor-
um við búnar að gera okkar besta við
að þrífa og pússa allt. En ekki hafði
hún stoppað lengi þegar hún bauðst
til að hjálpa okkur að þrífa í her-
bergjunum – og þá sprungum við úr
hlátri.
Á Egilsstöðum var alltaf svo gott
að vera. Amma hugsaði svo vel um
okkur. Á kvöldin áður en við fórum að
sofa bar hún alltaf krem á okkur og
fór með bænirnar. Hvergi var betri
matur en hjá ömmu, svo maður tali
nú ekki um terturnar. Þær voru líka í
öllum veislum hjá okkur. Elsku
amma, við vorum búnar að tala um að
fá góðu terturnar í útskriftarveisl-
urnar okkar en það verður víst ekki.
Það er óbærilegt að amma sé farin
og hún taki ekki brosandi á móti okk-
ur framar í Hjarðarhlíðinni. Þú varst
alveg sérstök amma og viljum við
þakka fyrir alla þá umhyggju og ást
sem þú gafst okkur.
Elín Lára og Eyrún Anna.
Nú kveð ég þig elsku amma mín.
Þegar ég hugsa til baka til þín sé
ég hvað ég var heppin að hafa þig
sem stóran hluta af minni barnæsku.
Hjarðarhlíðin var mitt annað
heimili og gat ég varla beðið eftir sem
ung stelpa að skólanum mínum lyki á
vorin svo ég gæti farið austur til þín
og afa.
Að vakna við morgunleikfimina í
útvarpinu og borða ristað brauð og
drekka heitt kakó með þér á morgn-
ana var yndislegt, svo straukstu mér
og kysstir áður en þú hélst til vinnu
og ég tók við yfirvaldinu í Hjarðar-
hlíðinni á meðan.
Að sjálfsögðu var mikið brallað á
sumrin hjá ömmu og afa en aldrei
skammaðir þú mig fyrir hin ýmsu
uppátæki sem mér duttu í hug, ekki
einu sinni þegar ég stal dýrum úr
öðrum húsum og kom með þau heim,
– held að afi hafi í mesta lagi verið
skammaður fyrir það.
Matur og tertur voru alltaf dýrleg-
ar hjá þér. Kakósúpu og rabarbar-
agraut hef ég varla smakkað nema
hjá þér og enginn komst með hælana
þar sem þú varst með tærnar hvað
varðar loftkökubaksturinn fyrir jólin
og þunna laufabrauðið með stafnum
mínum á.
Mér finnst svo mikilvægt að hafa
hitt þig í skírninni hans Völundar
Inga í vor og fengið kossa þína og
strokur, ég var svo heppin að eiga þig
að elsku amma mín.
Mér finnst erfitt að kveðja þig, erf-
iðara núna en þegar ég flaug heim á
haustin þegar ég var lítil, en það var
oft erfitt þegar ég vildi varla fara. Ég
verð alltaf nafna þín eins og þú kall-
aðir mig svo oft. Ég mun alltaf varð-
veita minningarnar um þig. Ég hefði
viljað hafa þig svo miklu lengur hjá
mér og mun alltaf sakna þín, elsku
amma mín.
Hvíldu í friði, elsku amma mín, lof-
aðu mér að vera í sólinni núna eins og
þú sagðist ætla að gera.
Þín nafna,
Guðný Vala Tryggvadóttir.
Mig langar að minnast Guðnýjar
Erlu móðursystur minnar með fáein-
um orðum. Ég á erfitt með að trúa
því að frænka sé dáin. Ég ætlaði að
fara austur til Egilsstaða og heim-
sækja hana núna í haust en þá veikt-
ist hún allt í einu. Ég er fegin að hafa
haft tækifæri til að heimsækja hana á
spítalann.
Ég á margar góðar minningar frá
heimili frænku minnar og Völundar
og dætra þeirra, Önnu Óskar og
Hörpu. Þegar ég var yngri heimsótti
ég oft fjölskylduna á sumrin og einn-
ig ömmu mína sem bjó í kjallaranum í
sama húsi. Ég á margar góðar minn-
ingar frá þeim tíma. Við frænkurnar
lékum okkur saman, fórum í feluleik
og klæddum okkur í alls kyns bún-
inga.
Þegar ég var 13 ára dvaldi ég hjá
Guðnýju frænku minni í mánuð og
aðstoðaði hana við að passa Lindu.
Þetta var sólríkt sumar og ég var
mikið úti. Frænka mín hrósaði mér
fyrir það hvað ég væri fallega sólbrún
og sagði öllum hvað ég væri dugleg
að vera úti. Þótti mér vænt um þessi
orð. Við Harpa frænka mín fórum oft
í berjamó þetta sumar og borðuðum
svo ber með mjólk og sykri út á og
drukkum Fresca. Guðný frænka mín
var svo dugleg að tala við mig og
segja mér fréttir úr daglega lífinu og
mat ég það mikils.
Árið 2001 fórum við fjölskyldan
austur og heimsóttum þá Guðnýju
frænku mína og Völund. Þorvaldur
Freyr sonur minn horfði lengi á
frænku sína og hélt um stund að hún
væri amma sín, þar sem hún líktist
henni mjög. Tinna mín, sem þá var
tveggja ára, var ekki í neinum vafa og
kallaði hana ömmu. Eftir heimsókn-
ina var seðli laumað í lófa allra
barnanna minna.
Mér þótti vænt um frænku mína
og er þakklát fyrir allar góðu minn-
ingarnar frá þeim tíma þegar ég gisti
hjá henni og fjölskyldu hennar fyrir
austan. Blessuð sé minning hennar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Steinunn Lovísa Þorvaldsdóttir.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast elskulegrar móðursystur
minnar, Guðnýjar Jónsdóttur, sem
skyndilega og fyrirvaralaust var köll-
uð héðan, langt fyrir aldur fram.
Hugurinn hvarflar til samvista lið-
inna ára og áratuga, allt frá því að ég,
krakkinn, var í sveit á Skeggjastöð-
um hjá afa og ömmu. Guðný bjó þá
þar ásamt fjölskyldu sinni sín fyrstu
búskaparár, meðan Völundur byggði
framtíðarheimili þeirra í Hjarðarhlíð
5, Egilsstöðum. Fallegt heimili
þeirra Völundar á Egilsstöðum stóð
ætíð opið öllum þeim sem leið áttu
um. Ósjaldan höfum ég og mitt fólk
notið góðs af þeirri gestrisni og hlý-
hug sem einkenndi Guðnýju. Ef von
var á mér eldaði Guðný oft fyrir
ömmu, svo hún gæti gefið „Skeggja
sínum“ gott að borða þegar hann
kæmi.
Alla tíð helgaði Guðný sig heimili
sínu og fjölskyldu, því þegar afi og
amma brugðu búi á Skeggjastöðum
fluttu þau til Guðnýjar og Völundar,
og hugsaði Guðný um þau, þar til yfir
lauk.
Guðný var ósérhlífin, hláturmild
og hafði ákveðnar skoðanir á hlutun-
um og það var gaman að tala við
hana. Síðustu árin töluðum við stund-
um saman í síma, til að fá fréttir.
Elsku Guðný, hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Manni hennar, Völundi, börnum
þeirra, Önnu Ósk og Hörpu, og fjöl-
skyldum þeirra sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Skeggi Ragnarsson.
Er ég lít yfir liðinn tíma,
ljúf sú minning er.
Ávallt bjartar allar stundir
átti ég hjá þér.
Góðvild ykkar, ást og yndi
aldrei gleymist mér.
(Þ.S.)
Ég kynntist Guðnýju og Völundi er
ég flutti í Hjarðarhlíðina fjögurra ára
gömul.
Ég var fljót að venja komur mínar
á heimili þeirra hjóna en þar var mér
alltaf vel tekið og þar hefur mér ætíð
liðið vel. Ég komst fljótt að því hvað
Guðný eldaði góðan mat og ég fór í
tíða rannsóknarleiðangra þangað og
valdi oft að borða hjá þeim frekar en
heima. Þar kynntist ég hversdags-
legum íslenskum mat á borð við
grjónagraut, kakósúpu og pönnukök-
ur og fleira góðgæti sem er gjarnan
uppáhaldsmatur hjá krökkum.
Mínar ljúfustu æskuminnningar
eru samverustundir með þeim hjón-
um, sveita- og fjallaferðir og hafa þau
ávallt komið mér í ömmu og afa stað
og það er ég þeim ævinlega þakklát
fyrir. Ég bjó á heimili þeirra í eitt ár
og leið afskaplega vel. Hjá Guðnýju
heyrði ég Búkollusöguna í fyrsta
sinn, Dýrin í Hálsaskógi, kynntist
Öddu-bókunum og svona gæti ég
lengi talið. Á unglings- og fullorðins-
árum hélt ég tengslum við Guðnýju
eftir bestu getu, hún hvatti mig ávallt
til náms og ferðalaga og var alltaf góð
í að halda tengslum með því að
hringja og skrifa. Hún tók ekki annað
í mál en að ég færi með dúnsæng með
mér til Frakklands, en þar væru hús-
in svo illa kynt.
Alltaf var gott að koma í kaffi til
þeirra hjóna og gátum við Guðný
ávallt spjallað saman um bækur, upp-
skriftir, handavinnu, garðinn og
blómin. Mínar bestu uppskriftir eru
frá Guðnýju, hjónabandssælan, af-
mæliskringlan, brúntertan og svona
gæti ég lengi talið. Allt sem Guðný
tók sér fyrir hendur var vel gert og
hún var góð fyrirmynd.
Hún hafði líka sínar ákveðnu skoð-
anir og gaman var að spjalla við hana
um alla hluti.
Guðný hefur ávallt hugsað vel um
sína nánustu og lifði fyrir fjölskyldu
sína. Hún var ákaflega stolt af barna-
börnunum og barnabarnabörnum
sínum og hafði gaman af að segja mér
frá þeim og sýna mér myndir.
Mér þótti ákaflega vænt um komu
þeirra hjóna í skírn sonar míns Tóm-
asar Franks, þá kom hún að sjálf-
sögðu með blóm úr garðinum sínum,
og heimsókn þeirra í Einarsstaði er
við fjölskyldan dvöldum þar í bústað.
Síðast heyrði ég í Guðnýju á af-
mælisdaginn minn 21. ágúst, en
mamma hennar og ég eigum sama af-
mælisdag og hún hringdi í mig og
spjölluðum við lengi saman. Já ég á
margar ljúfar minningar um Guð-
nýju sem munu lifa með mér og ylja
um ókomin ár. Þín er sárt saknað.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Samverustundirnar sælar ég átti
í samfélagi við þig.
Sakna ég þess að örlögin hafi
aðskilið okkar stig.
Andvarinn blíður beri þér kveðju
við blikandi sólarlag.
Blómstri minning þín blíð og fögur
um bjartan sumardag.
(Þ.S.)
Linda Elísabeth Pehrsson.
Þakklæti er orðið sem fyrst kemur
upp í hugann þegar ég hugsa til Guð-
nýjar. Þakklæti fyrir það sem hún
var fyrir mig og fjölskyldu mína.
Við kynntumst þegar ég flutti til
Egilsstaða haustið 1973. Dóttir henn-
ar, Harpa, og Linda dóttir mín
kynntust fyrst. Þegar Harpa fór svo
að passa fyrir okkur kynntumst við
Guðnýju og fjölskyldu smátt og
smátt í gegnum hana. Guðný var mér
svo hjálpleg með allt og gaf alltaf svo
góð ráð, alveg sama hvað það var, og
hún virtist alltaf hafa tíma. Ég var
búin að búa í nokkur ár á Íslandi á
þessum tíma og vantaði einhvern
sem ég gat leitað til með ýmislegt.
Guðný kenndi mér að sníða eftir
Burda-blöðum sem og allt í sambandi
við saumaskap – óteljandi uppskriftir
að gómsætum kökum ásamt því að
leiðbeina mér í sambandi við íslensk-
an mat. Hún var því minn besti kenn-
ari í þessu öllu og eins og amma fyrir
börnin mín, Lindu og Thómas heit-
inn, litlu systkinin eins og hún ávallt
sagði. Þá sérstaklega fyrir Lindu
sem var eins og þriðja dóttir hennar
að mörgu leyti og ég leit alltaf á hana
svolítið eins og stóru systur sem gat
allt og vissi alltaf best.
Guðný var mjög sérstök og hafði
sínar skoðanir og var afar hreinskil-
in, við vorum ekki alltaf sammála en
virtum skoðanir hvor annarrar. Sam-
bandið rofnaði þegar ég flutti suður
eins og gengur og gerist, en þegar ég
kom austur í heimsókn hittumst við í
kaupfélaginu þar sem Guðný vann til
fjölda ára eða heima hjá henni. Síðast
hittumst við í skírnarveislu hjá
Lindu.
Guðný var glæsileg kona, smekk-
leg í öllu og vel tilhöfð. Á kaffiborði
hennar voru ávallt heimsins bestu
kökur. Ég vil þakka þér fyrir allt,
Guðný, með þessum fátæklegu orð-
um og gangi þér vel á því nýja sviði
sem þú ert nú flutt til. Guð fylgi þér í
sínu ljósi.
Ég sendi Völundi, Önnu Ósk og
Hörpu og fjölskyldum þeirra mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Anne M. Pehrsson.
Guðný Erla Jónsdóttir