Morgunblaðið - 22.10.2009, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.10.2009, Qupperneq 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009 ✝ Pétur Björnssonfæddist á Akra- nesi 30. júní 1954. Hann lést 12. október síðastliðinn. For- eldrar hans eru Björn Viktorsson, f. 1925, d. 1990, og Sig- ríður Pétursdóttir, f. 1928. Systkini Péturs eru Viktor, f. 1946, Helga, f. 1948, og Björn Vignir, f. 1961. Pétur kvæntist árið 1974 Ásdísi Gunn- arsdóttur, f. 11. ágúst 1956. Foreldrar hennar voru Gunnar Bjarnason, f. 1927, d. 2008, og Ása Hjartardóttir, f. 1930, d. 1998. Börn Péturs og Ásdísar eru: 1) Gunnar Örn, f. 1978. Sambýlis- kona Jóhanna Bjarnarson, f. 1976. Dóttir þeirra er Ásdís, f. 2008. Börn Jóhönnu eru Viktoría Hlín Ágústsdóttir, f. 1997, og Birkir Ágústsson, f. 2002. Sonur Gunnars af fyrra sambandi er Steindór Mar, f. 2002. 2) Bjarki Þór, f. 1980. Sonur hans Nikulás Ísar, f. 2002. 3) Sig- urður Ásbjörn, f. 1985. Sambýliskona Sólrún Perla Garð- arsdóttir. Sonur Péturs og Jóhönnu Sigríðar Gylfadóttur er Gylfi, f. 1974. Sambýliskona Selma M. Arnar- dóttir, f. 1979. Sonur þeirra Aron Ingi, f. 2008. Sonur Selmu er Ingvar, f. 1999. Sonur Gylfa frá fyrra sam- bandi er Snorri Fannar, f. 1996. Pétur ól allan sinn aldur á Akra- nesi. Var sjómaður, en starfaði lengst sem ofngæslumaður hjá Ís- lenska járnblendifélaginu. Útför Péturs fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 22. október, og hefst athöfnin kl. 14. Pétur bróðir er dáinn. Ég minnist þín sem góðs bróður, þú passaðir mig þegar ég var lítill og hvattir mig þegar ég varð eldri. Ég man fyrstu veiðiferðina sem ég fékk að koma með þér, þá var ég 12 ára gamall, við fórum til rjúpna. Að umgangast þig á þessum árum mót- aði mig sem veiðimann. Ég er af- leggjari af þinni visku og kunnáttu í veiðiskap sem ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta. Eftir að ég flutti á Blönduós voru ófáar ferðirnar sem þú komst og heimsóttir mig og við fórum á veiðar. Nú síðustu ár hafa veikindi þín tekið æ meiri toll af þér, bæði lík- amlega og andlega, það sá ég þegar við áttum ógleymanlegar stundir saman á tófugreni sumarið 2007 og í síðustu veiðiferð okkar bræðranna saman í Hólsá í ágúst síðastliðnum, þar varst þú á heimavelli. Nú ertu kominn á nýjar slóðir þar sem eru margar ókannaðar veiði- lendur. Ég kveð þig kæri bróðir með sökn- uði í hjarta og bið guð að geyma þig. Þinn bróðir, Vignir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Pétur, hvíldu í friði og guð geymi þig. Þín systir, Helga. Það var mér mikil sorg að heyra af ótímabæru andláti Péturs Björns- sonar. Það var fyrir tæpum fjörutíu árum að ég kynntist Pétri mági mínum. Það leyndi sér ekki að þar fór dugn- aðarmaður, hress og kátur og vílaði ekki hlutina fyrir sér. Þegar við hjónin hófum byggingu á sumarhúsi okkar í Borgarfirði og komið var að því að keyra grjót og möl í grunninn var náttúrlega hringt í Pétur og ekki stóð á viðbrögðunum, svarið kom strax; „ég kem og tek Sigga minn með mér“, og þvílíkir víkingar – verkinu lokið á mettíma. Ég man sérstaklega eftir því hvað veiðiskap- ur var alltaf ofarlega í huga Péturs, sérstaklega stangveiði, hann gat set- ið tímunum saman og rætt um veiði, þetta þótti mér dálítið spennandi. Svo var það síðastliðið sumar að við hjónin fórum í veiðitúr með Pétri og þá sá ég að þar var hann á heima- velli, geislaði af gleði og spenningi. Pétur var mikill húmoristi og gat sagt mjög skemmtilega frá. Það er huggun, – þó að húmoristum hafi fækkað á jörðu hér þá hefur þeim fjölgað á himnum. Pétur Björnsson Fallinn er frá félagi okkar Halldór Heiðar Jónsson. Hann gekk í Kiwan- isklúbbinn Eldey í Kópavogi árið 1985 og hafði því starfað þar í 24 ár. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir klúbbinn, átti sæti í flestum nefndum og sat í stjórn klúbbsins. Dóri var maður verka fremur en orða. Hann var ekki tíður gestur í ræðupúlti og því sem honum lá á hjarta varðandi starfið kom hann til skila með tveggja manna tali frekar Halldór Heiðar Jónsson ✝ Halldór HeiðarJónsson fæddist í Reykjavík 18. október 1935. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 10. októ- ber sl. og fór útför hans fram frá Hjalla- kirkju í Kópavogi 19. október. en ræðuhöldum. En alltaf mátti treysta því að þau verkefni sem honum voru falin voru unnin af öryggi og ná- kvæmni. Á skemmtun- um og öðrum uppá- komum voru þau Dóri og Helga fastir gestir og nutu þess að skemmta sér saman í góðra vina hópi. Við vissum af því að Dóri gekk ekki heill til skógar en þegar hann mætti á Eldeyjarfundi var auðvelt að gleyma því. Glaðlegt bros og hlýlegt viðmót breyttist ekk- ert þrátt fyrir baráttu við illvígan sjúkdóm. Eldeyjarfélagar kveðja góðan fé- laga og þakka fyrir samverustundir og óeigingjarnt starf í þágu klúbbsins og Kiwanishreyfingarinnar. Helgu, sem alla tíð hefur tekið virkan þátt í starfinu með manni sínum, börnum þeirra og fjölskyldum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Halldórs Heið- ars Jónssonar. Fyrir hönd Eldeyjarfélaga. Konráð Konráðsson. Það er margs að minnast og margt að þakka þegar sest er niður til að minnast Halldórs Heiðars Jónsson- ar. Okkar kynni hófust skömmu eftir að Halldór og Helga fluttust búferl- um af Seltjarnarnesinu, í Kópavog- inn ásamt börnum sínum. Það var eftir því tekið í bænum. Við félagarn- ir þekktum reyndar aðeins til þess- arar fjölskyldu því við höfðum oft mætt elsta syninum, Sissa, ásamt fé- lögum hans í Gróttu á handboltavell- inum og vorum fljótir að innlima hann í Breiðablik þegar hann flutti suður yfir læk. Það varð um leið upp- hafið að vináttu okkar strákanna, sem þá vorum skólapeyjar á tánings- aldri, og þessara heiðurshjóna, Helgu og Halldórs, eða Dóra eins og hann var jafnan kallaður í okkar hópi. Eins og títt er um unga menn, þá sem nú, var margt brallað á þessum árum en miðpunkturinn sem allt hverfðist um var samvera okkar fé- ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI BREIÐFJÖRÐ SVEINBJÖRNSSON, Skólastíg 16, Stykkishólmi, lést miðvikudaginn 14. október. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugar- daginn 24. október kl. 14.00. Anna Kristjánsdóttir, Jóhanna Bjarnadóttir, Ellert Kristinsson, Birna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN ÓLAFSSON, Þverbrekku 4, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 19. október. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 29. október kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Kolbrún D. Magnúsdóttir, Erla María Kristinsdóttir, Ómar Óskarsson, Hrafnhildur Björnsdóttir, Jón Magnús Katarínusson, Magnús Ólafur Björnsson, Aníta Ýr Eyþórsdóttir, Oddný Björnsdóttir, Róbert James Abbey, Eygló Björnsdóttir, Friðrik Þór Hjartarson, Berglind Björnsdóttir, Ólafur Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN S. SIGHVATSSON fyrrv. skólastjóri á Ísafirði, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 14. október, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 23. október kl. 15.00. Jóhanna Sæmundsdóttir, Sighvatur, Elín, Björgvin, Rúnar, Bryndís og fjölskyldur. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BOGASON frá Flatey á Breiðafirði, Sæbólsbraut 32, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum þriðjudaginn 20. október. Útförin verður auglýst síðar. Herdís Jónsdóttir, Halldór Snorri Gunnarsson, Sigurborg Inga Jónsdóttir, Einar Hafsteinsson, Bogi Jónsson, Narumon Sawangjaitham, Sigurbjörg Jónsdóttir, Jón Líndal, Berglind Jónsdóttir, Ari Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir, afi og langafi, SVEINN TORFI SVEINSSON verkfræðingur, Hraungörðum, Garðabæ, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 20. október. Vilborg Elín Torfadóttir, Stefán Sigurðsson, Ingibjörg Ásdís Torfadóttir, Sveinn Hallgrímsson, Ingibjörg Erna Sveinsson, Helgi Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, ÞORSTEINN KRISTINSSON, Hörgshlíð 20, Reykjavík, lést þriðjudaginn 20. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Frida Petersen, Kristinn Már Þorsteinsson, María Þorsteinsdóttir, Karl Sigurðsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Hans Jakob Beck, Ester Þorsteinsdóttir, Þröstur Jensson, Eyðstein Wardum, Súsanna S. Wardum, Alf Wardum, Unnur Sigurjónsdóttir, Hallur Wardum, Marjun F. Wardum, Klara Kristinsdóttir, Vignir Daníel Lúðvíksson, afabörn og langafabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.