Morgunblaðið - 22.10.2009, Side 27
inlega þakklát fyrir þann stuðning og
traust sem ég naut af hans hálfu.
Guðjón var hugsjónamaður. Hann
hafði ríkan metnað fyrir hönd Rauða
kross Íslands og lagði drjúgan skerf
af mörkum til að efla starfsemina inn-
anlands sem utan. Hann var bjart-
sýnismaður sem var aldrei neitt of-
viða, alltaf boðinn og búinn og vékst
aldrei undan verkum. Sýn hans á
málefni einkenndist af þekkingu,
innsæi og lausnum til úrbóta.
En það var ekki bara Rauði kross
Íslands sem naut starfskrafta Guð-
jóns enda var hann heimsborgari í
eðli sínu. Hann lét mikið til sín taka í
samstarfi innan alþjóða Rauða kross-
ins. Þar var hann virtur, eftir honum
sóst í umræðu og tillögur um bæði
stjórnun og framtíðarsýn Rauða
kross hreyfingarinnar, og til ráða-
gerða um afmarkaðri málefni. Þegar
Guðjón tók til máls voru lagðar við
hlustir enda vissu menn að þar talaði
maður með mikla þekkingu og
reynslu. Hann hafði einstaka hæfi-
leika til að snerta kjarna málsins,
hrífa menn með og hvetja til dáða.
Það var lán fyrir Rauða kross hreyf-
inguna að Guðjón Magnússon gerðist
sjálfboðaliði hennar. Hann lagði þar
til ómælda vinnu og hugarfar hans og
afstaða einkenndist af jákvæðni og
velvilja. Hann hafði að leiðarljósi að
bæta kjör og aðstæður þeirra sem
búa við krappar og bágar aðstæður.
Guðjóns mun saknað víða um heim og
stórt er skarðið sem höggvið er með
fráfalli hans. Sigrúnu eiginkonu Guð-
jóns, sonum þeirra Arnari Þór, Hall-
dóri Fannari og Heiðari Má, og öðr-
um nánustu aðstandendum votta ég
dýpstu samúð. Missir þeirra er mik-
ill.
Sigrún Árnadóttir.
Guðjón Magnússon, læknir og pró-
fessor, er fallinn frá langt fyrir aldur
fram. Guðjón var frumkvöðull í lýð-
heilsumálum, mikilsmetinn læknir,
fræðimaður og mikið ljúfmenni. Guð-
jón lagði mikið af mörkum til sam-
félagsins og sinnti forvörnum, vísind-
um, hjálparstörfum og kennslu.
Hann vann mikilvæg trúnaðar- og
forystustörf hér heima og erlendis og
var sómi Íslands hvar sem hann kom.
Háskólinn í Reykjavík og nemend-
ur hans hafa misst einstakan fræði-
mann og kennara. Við, verðandi lýð-
heilsufræðingar, munum í
framtíðinni gera okkar besta til að
halda nafni Guðjóns á lofti með því að
starfa í hans anda. Við minnumst
hans með þakklæti og auðmýkt fyrir
allt það sem hann kenndi okkur og
gaf. Við biðjum góðan Guð að blessa
og vaka yfir fjölskyldu hans, vinum
og samstarfsfólki. Blessuð sé minn-
ing hans.
F.h. MPH nema við Háskólann í
Reykjavík,
Gyða Ölvisdóttir,
Huld Konráðsdóttir,
Halla Halldórsdóttir
og Dögg Árnadóttir.
Fleiri minningargreinar um Guð-
jón Magnússon bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
Kaupi
bækur
Kaupi bækur og bókasöfn.
Upplýsingar í síma
898 9475, Þorvaldur.
Dýrahald
Hundagallerí auglýsir
Kíktu á heimasíðu okkar:
www.dalsmynni.is
Sími 566 8417,
bjóðum visa og euro raðgreiðslur.
Gisting
AKUREYRI
Sumarhús (140 fm) til leigu við
Akureyri. TILBOÐ Á LEIGU - Sun -
Fim. verð 45 þús.
Glæsilegt útsýni yfir Akureyri.
www.orlofshus.is eða Leó, sími
897 5300.
Heilsa
REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI
STREITU- OG KVÍÐALOSUN
Notuð er m.a. dáleiðsla og
EFT (Emotional Freedom
Techniques).
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694-5494,
www.EFTiceland.com.
Hljóðfæri
Dúndurtilboð!!!!
Kassagítarar: 1/4 stærð kr
10.900. pakkinn með poka,
strengjasett og stilliflautu. 4/4
stærð 15.900.- Rafmagnsgítar-
pakkar frá kr. 39.900. Þjóðlaga-
gítarpakkar frá 19.900.-
Hljómborð frá kr. 8.900.-
Trommusett kr. 79.900.- með öllu.
Gítarinn, Stórhöfða 27,
sími 552 2125.
www.gitarinn.is
Atvinnuhúsnæði
Íbúð og atvinnuhúsnæði á
Kjalarnesi!! 250 fm íbúð og 500 fm
atvinnuhúsnæði til leigu á Kjalarnesi.
Laust strax. Hagstætt verð. Miklir
möguleikar. Tilboð óskast, s.6151226.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Tómstundir
Tilboð
á þrí-víddar klippimyndum.
Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími
587 0600
www.timstundahusid.is
Til sölu
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 • Sími 562 3614
Nýkominn
matarlitur
8 mismunandi litir
Verð kr. 450
Verslun
Vönduð frönsk armbandsúr
á gamla genginu
Eigum nokkur Pierre Lannier úr á
gömlu gengi sem við seljum þessa
viku. Gott tækifæri til að eignast
fallegt úr. ERNA, Skipholti 3,
s. 552 0775, www.erna.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi af fólki
og veiti ég góð ráð. Kaupi allt
gull, nýlegt, gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns.
Upplýsingar á demantar.is, í síma
699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13. Verið velkomin.
Bókhald
C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-,
eftirlits- og rannsóknarvinnu
ýmiskonar. Hafið samband í síma
893 7733.
Þjónusta
Skilríkjam. Barna- og fjölskyldu-
myndat. Ljósmyndastofa Gunnars
Ingimarssonar Suðurveri - Stigahlíð
45 - S. 553 4852.
Ýmislegt
Hólmaslóð 2
101 Reykjavík
Sími 568-7788
www.em.is
Hreinsar burt ryð á stáli
Hreinsar ryðfrítt stál
Hreinsar burt kísil
Lýsir ál og kopar
Fjarlægir oxun
Notendavænt
Engin eiturefni
Umhverfisvænn ryðleysir
VpCI-426
10 lítrar á 30% afslætti
í október og nóvember
á meðan birgðir endast
11.990,- kr
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Peysur - Nýkomið
Litir: Kóngablátt, dökkrautt,
fjólublátt, bleikt.
St. S – XXL, 75% Viscose,
25% Poyamide. Góðar.
Sími 588 8050.
TILBOÐ - TILBOÐ
Teg. Active - sundbolur í
D,DD,E,F,FF,G skálum og miklu
aðhaldi aðeins kr. 3.500,-
Teg. Romance - BH í D,DD,E,F,FF,G
skálum á aðeins kr. 3.000,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
laugard. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Nýkomið úrval af vetrarskóm.
Vönduð vara, gott verð.
Vandaðir og mjúkir dömuskór úr
leðri og skinnfóðraðir.
Stærðir 36 - 42.
Verð: 13.950 og 14.685.
Misty skór, Laugavegi 178,
sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18,
lau. 10 -14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Bílar
Til sölu Toyota LC-120 GX, dísel
Sjálfsk., topplúga, filmur, krókur,
húddhlíf, árg. 1/2009, ekinn 10 þ.
Verð 7990 þ. Uppl. í s. 894 6562.
Gæðaþvottur + bón á 2500 kr.
Bara að mæta. Bón & þvottur
Vatnagörðum 16 býður upp á dekur-
þjónustu fyrir bílinn þinn, önnumst
smærri viðgerðir, lakkmössun, færum
bíla til skoðunar og losum þig við að
skafa í vetur. www.bonogtvottur.is
sími 445-9090
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
KRINGLUBÓN ekið inn stóri-
litli turn. Opið mán.-fös. 8-18,
lau. 10-18. S. 534 2455
GÆÐABÓN Hafnarfirði bílakj.
Firðinum (undir verslunarm.)
Opið mán.-fös. 8-18. S. 555 3766
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái og leðurhreinsun
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Fellihýsi
Hef nokkur laus pláss fyrir
fellihýsi, tjaldv. o.fl. Upphitað og
loftræst. Löng reynsla með
blessunarlega tjónalaust orðspor.
Sími 897 1731.
Húsviðhald
Tökum að okkur að leggja PVC
dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands-
byggðinni einnig. Erum líka í
viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598.
Jón Hákon Jónsson
Íslandsmeistari
í einmenningi
Jón Hákon Jónsson er nýkrýnd-
ur Íslandsmeistari í einmenningi.
Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratit-
ill Jóns Hákons. Hann er vel að
sigrinum kominn en 64 einstak-
lingar tóku þátt í mótinu.
Efstu pör:
Jón Hákon Jónsson 57,4%
Brynjar Jónsson 56,4%
Erlendur Jónsson 56,1%
Kjartan Jóhannsson 56%
Gísli Þórarinsson 55,7%
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
Mjög góð þátttaka er í tveggja
kvölda hraðsveitakeppni félagsins
eða 13 sveitir. Sveit Huldu Hjálm-
arsdóttur skoraði best mánudaginn
19. okt.
Hulda Hjálmarsdóttir 37
Eðvarð Hallgrímsson 35
Haraldur Ingason 20
Tölvustoð 18
Indriði Guðmundsson 14
Metþátttaka
í Gullsmáranum
Metþátttaka var í Gullsmára
mánudaginn 19. október. Spilað
var á 15 borðum. Úrslit í N/S
Jón Stefánsson – Þorsteinn Laufdal 328
Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 320
Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss.
318
Jón Hannesson – Samúel Guðmss. 299
A/V
Ármann J. Láruss. – Sævar Magnúss. 343
Elís Kristjánsson – Páll Ólason 312
Birgir Ísleifss. – Bragi Bjarnason 296
Guðrún Gestsd. – Lilja Kristjánsd. 287
Minnt er á að sveitakeppnin
hefst næsta mánudag, 26. október.
Aðstoðað verður við myndun
sveita.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is