Morgunblaðið - 22.10.2009, Page 35

Morgunblaðið - 22.10.2009, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009 Jóhannes kl. 4 - 6 - 8 - 10 LEYFÐ Jóhannes kl. 4 - 6 - 8 - 10 Lúxus 9 kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10 ára The Ugly Truth kl. 10:15 B.i.14 ára Guð blessi Ísland kl. 5:45 LEYFÐ Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:45 LEYFÐ Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára HHH T.V. – Kvikmyndir.is HHHH – ÞÞ, DV HHH MMJ – kvikmyndir.com HHHH – VJV, FBL HHH –S.V., MBL HHH „...frumleg og fyndin í bland við óhugnaðinn“ – S.V., MBL „Kyntröllið Fox plumar sig vel sem hin djöfulóða Jennifer!“ – S.V., MBL SÝND Í REGNBOGANUM Ekki fyrir viðkvæma HHHH „Verður vafalaust titluð meistarverk...“ – H.S., Mbl SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI HHHH „Gainsbourg er rosaleg...“ – E.E., DV Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8Sýnd kl. 6, 9 og 10:10 HHH „Ef þú sást fyrstu myndina og fílaðir hana, þá máttu alls ekki sleppa þessari!“ T.V. – Kvikmyndir.is Mikil grimmd og logandi frásögn. Lisbeth Salander er orðin klassísk og ein eftirminnilegasta persóna glæpabókmenntana. F.E. Rás 2 HHH „Skylduáhorf fyrir alla aðdáendur Larssons, – sannarlega eldfim spennumynd.” MMJ – kvikmyndir.com HHHH „Öllu því svalasta, magnaðasta og flottasta úr þykkri spennusögu er þjappað saman í alveg hreint frábæra spennumynd.“ – ÞÞ, DV Sýnd kl. 6 HHH „9 er fyrirtaks samansuða af spennu, ævintýrum og óhugnaði í réttum hlutföllum” B.I. – kvikmyndir.com HHH „9 er með þeim frumlegri – og drungalegri – teiknimyndum sem ég hef séð í langan tíma. Grafíkin er augnakonfekt í orðsins fyllstu merkingu.” T.V. – Kvikmyndir.is HHH „Teikningarnar og tölvugrafíkin ber vott um hugmyndaauðgi og er afar vönduð, sannkallað konfekt fyrir augað.” -S.V., MBL „9 er allt að því fram-andi verk í fábreytilegri kvik- myndaflórunni, mynd sem skilur við mann dálítið sleginn út af laginu og jákvæðan” -S.V., MBL SUMIR DAGAR... NÝ ÍSLENSK GAMANMYND HHH „Jóhannes er myndin hans Ladda, hún er röð af bráðfyndnum uppákomum sem hann og pottþétt aukaleikaralið koma frábærlega til skila svo úr verður ósvikin skemmtun. ...Sannkölluð „feelgood”-mynd, ekki veitir af.” – S.V., MBL HHHHH „Þetta er alvöru tær snilld.” A.K., Útvarpi Sögu HHH -Empire „10 ára sonur minn hafði mun meira gaman af því að horfa á þessa mynd en hina sykursætu Wall-E“ -K.G., Ynja.net HHHHH „Æðisleg. Þetta er það besta síðan Sódóma Reykjavík“ A.G., Bylgjan VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! 2 FYRIR 1 EF GREITT ER MEÐ MASTERCARD FORSÝNING Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ verður svaka partí í Búðardal um helgina þegar Haustfagnaður Dala- manna fer fram. Meðal viðburða er rokktónleikahátíðin Slátur sem fer fram í Dalabúð annað kvöld. Þar koma fram ekki ómerkari bönd en Dr. Gunni, Retro Stefson, FM Belfast, Rass, Agent Fresco, Reykjavík!, Grjóthrun í Hólshreppi og Black Sheep. „Bændur hafa haldið Haustfagnað í Dölum í nokkur ár og rokkhátíðin er haldin í tengslum við hann,“ segir Grímur Atlason, sveitarstjóri Dala- byggðar og tónleikahaldari. „Bændur töluðu við mig, vissu að ég hefði komið að rokkinu og vildu nýta sér meinta hæfileika mína til að halda tónleika í Dölunum. Ég ræddi við hljómsveitir sem mér þykir ferskar og skemmti- legar og það voru allir til.“ Eiga þessar hljómsveitir erindi til sauðfjárbænda? „Já klárlega og sauðfjárbændur eiga erindi til þeirra. Það er mjög mikilvægt að Ísland sé opið í báða enda í staðinn fyrir að landamær- in séu Hvalfjarðargöng. Þegar maður horfir á tónlistarhátíðir eins og Aldrei fór ég suður og Bræðsluna má sjá að það er pláss fyrir menningu út um allt land,“ segir Grímur. Er Búðardalur næsti rokkbær? „Hér hefur alltaf verið rokk. Það gleymist oft að einn fyrsti dægurlaga- textahöfundur þjóðarinnar, Stefán frá Hvítadal, var úr Dölunum. Áður en hann samdi ljóðið „Erla, góða Erla“ voru örfáar konur á Íslandi sem báru nafnið Erla, nokkrum árum síðar skiptu þær hundruðum og það má þakka Stefáni. Friðrik Sturluson, bassaleikari Sálarinnar, er héðan og það hefur lengi verið rekinn öflugur tón- listarskóli á staðnum. Ég vil hafa líf í kringum mig og þess vegna legg ég mig fram um að koma svona hlut- um á koppinn enda segi ég að það séu ekki aðeins vegirnir sem skipta máli heldur líka menning og menntun. Ef það er ekki menning deyja mennirnir út.“ Greitt í dilkum og kjömmum Það verður meira um að vera í Döl- unum um helgina en rokktónleikar því dagskrá Haustfagnaðarins er þétt- skipuð frá föstudegi fram á laug- ardagskvöld. „Forsetinn kemur hingað á föstu- daginn og vígir Guðrúnarlaug sem við erum búin að hlaða upp í Sælingsdal. Hann verður líka heiðursgestur á stofnfundi landssamtaka ungra bænda á föstudaginn. Svo verður hagyrð- ingakvöld og sviðaveisla, Íslands- meistaramótið í rúningi, hrútasýning, fótboltamót og ball með Pöpunum. Dagskráin er fjölbreytt þótt sauðféð sé í aðalhlutverki. Við erum að hylla sauðkindina og þess vegna höldum við hljómleika,“ segir Grímur og bætir við að haustið sé skemmtilegur tími í sveitinni og bændur upp á sitt hress- asta. „Við stefnum að því að tónleik- arnir verði árlegur viðburður hjá okk- ur í tengslum við Haustfagnaðinn ef hljómsveitir eru til í að koma, en í þetta skipti fá allar hljómsveitir greitt í dilkum og sviðakjömmum eins og hver maður torgar. Þetta eru vöru- skipti. Ef ég ætti að bera saman krón- ur og dilka eru dilkar miklu betri gjaldmiðill en íslenska krónan núna, þetta eru gríðarlega góð laun,“ segir Grímur kankvís. Mun eitthvert brúðarval bíða þeirra sem koma í Búðardal um helgina? „Það er allt hér, bæði brúðarval og brúðgumaval.“ Rokktónleikar í lok sláturtíðar í Dölunum  Retro Stefson og FM Belfast meðal hljómsveita sem spila á Rokkhátíðinni Slátri í Dalabúð á föstudagskvöldið  „Hér hefur alltaf verið rokk,“ segir sveitarstjórinn Morgunblaðið/Eggert Sláturkeppir FM Belfast sló í gegn á Airwaves um síðustu helgi. Grímur Atlason Nánari dagskrá Haustfagnaðar í Dölum má finn á www.dalir.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.