Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 24
24 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is ALLT útlit var fyrir að Manuel Zela- ya, sem var steypt af stóli forseta Hondúras fyrr á árinu, yrði settur í embætti að nýju í gær. Þegar Morg- unblaðið fór í prentun var þess beðið að þingið og hæstiréttur landsins samþykktu samkomulag um þetta. Pólitísk óvissa hefur ríkt í Hond- úras svo mánuðum skiptir, en á fimmtudag tókst samkomulag milli Robertos Michelettis, sem nú er leið- togi landsins, og Zelaya um að mynda stjórn, sem sitja á fram að forsetakosningum 29. nóvember. Í samkomulaginu fellst Zelaya á að reyna ekki að breyta stjórnarskrá landsins og bjóða sig fram að nýju, heldur muni hann víkja fyrir sigur- vegara fyrirhugaðra kosninga. Oscar Arias, forseti Kostaríka, miðlaði málum milli Zelaya og Michelettis og er sagður höfundur samkomulagsins, en það er ekki síst vegna mikils þrýstings Bandaríkja- manna, sem sagt höfðu að þeir yrðu að semja ætti alþjóðasamfélagið að viðurkenna úrslit kosninganna í næsta mánuði. Hillary Rodham Clinton, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, kvaðst í gær ekki muna eftir „öðru dæmi um ríki í Rómönsku-Ameríku, sem hefði þolað rof lýðræðis og stjórnarskrár- bundinnar reglu, og komist út úr erf- iðleikunum með samningum og við- ræðum“. Micheletti var þeirrar hyggju að með kosningunum yrði endi bundinn á hið póltíska óvissuástand, sem ríkt hafði í landinu, og var hann því treg- ur til að semja við Zelaya. Hótunin um að hvorki Bandaríkin, Samtök Ameríkuríkja, né Sameinuðu þjóð- irnar myndu viðurkenna úrslit kosn- inganna höfðu hins vegar greinilega sín áhrif. Zelaya, sem laumaðist aftur inn í Hondúras 21. september og hefur látið fyrirberast í sendiráði Brasilíu í höfuðborginni, Tegucigalpa, síðan, kvaðst vera ánægður með samkomu- lagið. Brottrekinn forseti sest í valdastól á nýjan leik Endi bundinn á pólitíska óvissu í Hondúras og Zelaya forseti fram að kosningum Reuters Forseti á ný Manuel Zelaya var hrakinn úr embætti forseta í júní, en á fimmtudag var gert samkomulag um að hann yrði forseti á ný. Í gær áritaði hann hatt stuðningsmanns eftir fund með samningamanni Bandaríkja- manna, Thomas Shannon, í sendiráði Brasilíu í höfuðborg Hondúras. Manuel Zelaya var neyddur í út- legð með vopnavaldi 28. júní. Hann var enn í náttfötunum þegar hann var sendur úr landi. Dómstólar í landinu, þingið og forustumenn í viðskiptum studdu það að Zelaya yrði bolað úr embætti. Fyrir valdaránið hafði hæstiréttur landsins sak- að hann um 18 glæpi. And- staðan við Zelaya á rætur að rekja til þess að hann tók póli- tíska vinstri beygju og spyrti sig við Hugo Chavez, forseta Vene- súela, og áforma hans um að breyta stjórnarskrá þannig að hann gæti sóst eftir endurkjöri. Zelaya steypt ÞAÐ þarf að skoða myndina tvisvar til að átta sig á að hér er ekki allt sem sýnist. Í stað kommúnistaleiðtog- ans Maó Zedong hefur andliti Baracks Obama Banda- ríkjaforseta verið komið fyrir á frægri ljósmynd. Verk- smiðjan, sem er í útjaðri Peking, prentar um 3.000 boli á dag með myndum af Obama. BANDARÍSKUR MAÓ Reuters Betlehem. AFP. | Það er af sem áður var þegar ungir Palestínumenn tóku virkan þátt í pólitískum fjöldahreyf- ingum þar sem heitar hugsjónir og útifundir voru í fyrirrúmi. Palestínumenn eru enda klofnir í herðar niður á milli Fatah, hreyf- ingar Mahmoud Abbas forseta, og Hamas, herskárrar hreyfingar ísl- amista sem fer með völdin á Gaza. Emad Ghiyada, prófessor við Bir- zeit-háskóla, hefur rannsakað náms- mannahreyfingar Palestínumanna og er niðurstaða hans sú að bilið á milli fylkinganna tveggja og lítill ár- angur af friðarferlinu leggist saman á eitt um að draga úr áhuga ungs fólks að ganga til liðs við veraldlegar og trúarlegar hreyfingar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að aðeins um 60 námsmenn hafi tekið þátt í mótmælum fyrir ut- an Al-Aqsa-moskuna á Vesturbakk- anum fyrr í mánuðinum. Búist hafi verið við um 9.000 námsmönnum, enda hafi lögreglu og námsfólki lent þar saman aðeins nokkrum dögum áður og moskan gegnt mikilvægu hlutverki í annarri uppreisn Palest- ínumanna gegn hernámi Ísraela sem hófst í septembermánuði 2000. Landtökubyggðir stækka Mohammed Abu Latifa, náms- maður við Betlehem-háskóla, kveðst hafa misst trúna á Fatah-hreyfingu Abbas, enda hafi henni ekki tekist að stöðva framkvæmdir við landtöku- byggðir Ísraela á Vesturbakkanum. „Abbas forseti segist ekki ætla að semja á meðan landtökubyggðirnar eru til, en framkvæmdir við þær standa enn yfir og friðarviðræð- urnar halda áfram,“ sagði hann. Nader Said, prófessor í félags- fræði við Birzeit-háskóla, tekur und- ir með kollega sínum Ghiyada að margt ungt fólk sé áhugalítið. Gjá sé á milli leiðtoga fylkinganna tveggja og unga fólksins og engin samræða þar á milli. „Unga fólkinu stendur enginn annar valkostur til boða“, segir Said, sem telur hreyf- ingarnar úr tengslum við vilja og gildismat alþýðunnar. Það sé mikið áhyggjuefni. baldura@mbl.is Kólnar í glæðum hugsjónaelds Ungir Palestínumenn á krossgötum Reuters Undantekning? Palestínsk stúlka tekur þátt í mótmælum í Líbanon. LÆKNIRINN Hadi Al-Jassim, sem starfar í Bretlandi, hefur þróað sprautumeðferð við hrotum sem hann full- yrðir að geti gert sama gagn og sársaukafull skurð- aðgerð. Um tvær mínútur tekur að sprauta sjúklinginn í efra munnholið með efninu natrín tetradecyl, sem hing- að til hefur verið notað við meðhöndlun á æðahnútum. Markmiðið er að stöðva titring í vöðvavef í munnhol- inu og þar með losa sjúklinginn við hroturnar. Um 400 manns hafa farið í meðferðina hjá Al-Jassim sem full- yrðir að hún hafi gagnast um 70% sjúklinga. Sumir þurfi eina sprautu á ári, aðrir þurfi að koma þrisvar á einu ári. Hroturnar úr sögunni Í værum blundi. NICOLAS Sar- kozy, forseti Frakklands, sagði í gær að hann og Angela Merkel, kanslari hefðu orðið ásátt um að styðja sama ein- staklinginn til að verða fyrsti for- seti ráðherraráðs Evrópusambandsins. Sagði Sarkozy að þeir, sem nefndir væru í upphafi, þyrftu ekki endilega að standa uppi sem sigurvegarar. Við þetta þykja líkurnar á að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hreppi embættið að engu orðnar. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur barist fyrir Blair, en ekki haft erindi sem erfiði. Meira að segja evrópskir sósíalistar vildu ekki styðja Blair. Smærri aðildarríki andsnúin Smærri aðildarríki sambandsins létu í ljós andstöðu við framboð hans í vikunni og hreyfing sósíalista á Evrópuþinginu lagðist gegn því. Blair nýtur ekki einu sinni stuðn- ings heima fyrir. Í skoðanakönnun, sem birtist í gær, kvaðst aðeins þriðj- ungur Breta styðja Blair í embættið. Merkel og Sarkozy úti- loka Blair Eining milli leiðtoga Frakka og Þjóðverja Tony Blair Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold virka daga 10–18, laugardaga 11–16, sunnudaga 14–16 Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Síðasta sýningarhelgi Nína Sæmundsson „Hafmeyjan“ Lilja Kristjánsdóttir & Ingunn Jónsdóttir „Hús:Heimili” Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Abba Hvítur söngur Listmunauppboð Yfirstandandi sýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.