Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 47
Menning 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Áárunum 1930-1945 ljós-myndaði Sigurður Gutt-ormsson (1906-1998),bankastarfsmaður í Vest- mannaeyjum, á þriðja hundrað mannabústaða víðs vegar um landið. Tilgangurinn var að upplýsa um slæm kjör fátækrar alþýðu – raunar beinlín- is að færa sönnur á að hér á landi ríkti stéttaskipting. Myndaalbúm Sigurðar eru varðveitt í Þjóðskjalasafninu þar sem þau bar fyrir augu myndlist- armannsins Unnars Arnar sem unnið hefur bók og sýningu um þetta merka framtak Sigurðar. Sýningin er í Gall- eríi Ágúst við Baldursgötu og ber heit- ið „Um sérstakt framlag Íslands og ís- lensks samfélags til sögu ófullkomleikans“. Svarthvítar ljós- myndir Sigurðar eru hér sýndar í skyggnuformi, og er þeim varpað á vegg gallerísins. Á hverri mynd sést framhlið lítils húss eða kofa; gafl, burst, eða dyr; og er þarna á ferðinni skilmerkileg heimild um húsakost hinna efnaminni. Húsin eru í mörgum tilvikum í mikilli niðurníðslu en þó sést hvernig íbúar hafa af veikum mætti tjaslað hlutum saman og nýtt það sem til fellur. Myndir Sigurðar hafa á sér heimildabrag en sú aðferð Unnars að sýna myndirnar sem skyggnur í rökkvuðu rými ljær þeim vissan fortíð- arblæ, saknaðarkennd eða jafnvel upp- hafningu harðgerðrar alþýðu. List- rænt gildi myndanna er einnig dregið fram eða sú sérstæða fegurð sem fólg- in er í hinu óreglulega, ósamstæða, bjagaða og samsetta. Ljósir fletir magnast á uppstækkuðum myndunum og þeir dimmu renna á mystískan hátt saman við gallerívegginn. Myndirnar eru öðrum þræði lands- lagsmyndir þar sem form, torf og grjóthleðslur ríma við og renna saman við landið, bæði efnislega og á þann myndræna hátt sem margir sakna eft- ir að torfbæir voru flestir jafnaðir við jörðu á 20. öld. Þessi sýning varpar einmitt ljósi á hvernig þetta niðurrif tengdist löngun til að afmá fortíðina og líta einungis fram á veginn samfara vaxandi hagsæld þjóðarinnar. Ljós- myndir sem Unnar Örn hefur klippt út úr tímaritum sem sýna áferðarfalleg, alþjóðleg og nútímaleg húsakynni líkt og komust í tísku hér á landi á 7. ára- tugnum undirstrika nýjar aðstæður og áherslur þjóðarinnar. Ætla má að úrvinnsla Unnars á þessu fundna efni tengist m.a. viðleitni, nú á örlagaríkum tímum, til að líta inn á við, horfast í augu við fortíðina og draga af henni lærdóm, og rifja upp gleymda sögu – sem er ekki langt und- an þegar allt kemur til alls. Bókin er eiguleg og sýningin falleg í einfaldleika sínum. Þetta óvænta samstarf er bæði Sigurði og Unnari til sóma. Gallerí Ágúst Unnar Örn Til 12. desember. Opið mi.-lau. kl. 12-17 og eftir samkomulagi. Ókeypis inn. ANNA JÓA MYNDLIST Fátæklegt Ein af þeim ljósmyndum sem Sigurður Guttormsson tók af híbýlum Íslendinga á árunum 1930-45. Endur- fundir OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18 VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR Sími: 561-4114 Frá 30. október til 22. nóvember Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R O G D V D M Y N D U M við Valhallarstíg á Þingvöllum Sumarbústaður til sölu Þessi virðulegi bústaður var byggður 1929. Húsið er 125 fm og er á tveimur hæðum. Húsið hefur verið mikið endurnýjað gegnum árin. Lóðarstærð: 5600 fm. Útsýnið þarna er mikið og staðsetningin er einstök. Tilboð óskast. Hægt er að nálgast frekari upplýsinga á netfangi: gammak@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.