Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 44
44 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Sudoku Frumstig 1 9 8 7 4 2 3 9 3 5 4 8 6 5 4 3 9 7 1 5 2 9 1 2 1 4 7 3 1 2 6 2 8 2 3 6 8 5 3 1 4 7 1 5 2 9 4 6 5 6 5 7 3 1 3 9 5 2 3 9 1 5 2 8 6 1 4 3 1 2 9 1 9 3 4 5 8 6 2 7 6 8 5 2 9 7 1 3 4 2 7 4 6 1 3 8 5 9 7 5 6 8 3 2 4 9 1 8 4 9 1 7 5 3 6 2 3 1 2 9 6 4 5 7 8 4 6 7 5 2 1 9 8 3 9 2 8 3 4 6 7 1 5 5 3 1 7 8 9 2 4 6 9 4 6 7 5 1 8 3 2 8 1 3 4 9 2 6 7 5 7 2 5 6 3 8 1 4 9 6 3 7 8 2 5 9 1 4 1 8 2 9 4 3 5 6 7 5 9 4 1 6 7 3 2 8 4 5 9 2 1 6 7 8 3 3 7 1 5 8 4 2 9 6 2 6 8 3 7 9 4 5 1 9 7 8 2 6 3 4 1 5 3 1 5 9 4 8 2 6 7 4 2 6 7 5 1 9 3 8 5 6 1 4 3 7 8 2 9 8 4 2 6 9 5 1 7 3 7 3 9 1 8 2 6 5 4 2 9 3 5 1 4 7 8 6 6 8 7 3 2 9 5 4 1 1 5 4 8 7 6 3 9 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverj- um 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röð- inni. Í dag er laugardagur 31. október, 304. dagur ársins 2009 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrni- runni. (Lúkas 6, 44.) Víkverji vill hrósa þeim sem rekaKrambúðina á Skólavörðustíg. Þar er alltaf gott viðmót og gott að versla. Það skiptir ótrúlega miklu máli hvernig starfsmenn í svona hverfisbúðum taka á móti við- skiptavinum. Ef þeir eru fámálir og umla bara „afrit?“ þegar þeir eru bún- ir að renna kortinu er búðarferðin alltaf leiðinlegri en þegar viðtökurnar eru góðar. Sérstaklega saknar Vík- verji stórskemmtilegs búðarmanns í Krambúðinni, sem var af erlendu bergi brotinn. Sá var skrafhreifinn mjög og fær í íslenskunni. „Má bjóða þér eitthvað fleira, frú mín góð?“ spurði hann rosknar konur. „Eigðu frábæran dag, herra minn!“ sagði hann við karlana. x x x Annað sem ber að hrósa fyrir eruþættir Þóru Arnórsdóttur um Hrunið, byggðir á bók Guðna Th. Jó- hannessonar. Fræðandi þættir, settir fram á skýran og skilmerkilegan máta eins og Þóru einni er lagið. Til til- breytingar var mikið lagt í útlit þátt- anna og klippingar á milli atriða voru vel útfærðar. x x x Í lokin vill Víkverji skrifa eitthvaðkrassandi. Hjálpartæki ástalífsins verða því fyrir valinu. Víkverji hefur orðið þess áskynja að verulegt kynja- misrétti grasserar í þjóðfélaginu þeg- ar hjálpartæki ástalífsins eru annars vegar. Ekkert þykir í dag sjálfsagð- ara en að kvenfólk eigi slík tæki og noti óspart. Konur eru hvattar til þess við hvert tækifæri að fjárfesta í þeim og endurnýja svo þegar þau bila. Það þykir álíka hneykslanlegt og að end- urnýja miðann í Happdrætti Háskól- ans. x x x Þegar kemur að karlmönnum erannað upp á teningnum. Þeir sem kaupa sér slík heimilistæki eru ekki að kaupa neitt ástalífs-neitt, sam- kvæmt almenningsálitinu. Þetta er bara dónadót og þeir eru dónar. Það versta er meira að segja að Víkverji hefur verið alveg sammála þessari þversagnakenndu afstöðu. Er Vík- verji fordómafullur? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 kinnhestur, 8 styggjum, 9 járnkróks, 10 stúlka, 11 drekka, 13 ákveð, 15 svínakjöt, 18 dreng, 21 stefna, 22 af- komandi, 23 hefur tíma til, 24 þrotlaus. Lóðrétt | : 2 ósínk, 3 beiskt bragð, 4 blökku- mann, 5 ótti, 6 eldstæðis, 7 óvana, 12 blóm, 14 lengdareining, 15 flagg, 16 sjúkdómur, 17 skáld, 18 staut, 19 hlupu, 20 groms. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 björt, 4 bógur, 7 ódæði, 8 ávali, 9 náð, 11 alin, 13 miði, 14 ólæti, 15 lest, 17 skot, 20 gil, 22 sigla, 23 jag- ar, 24 afræð, 25 teiti. Lóðrétt: 1 blóta, 2 ölæði, 3 táin, 4 bráð, 5 grafi, 6 reiði, 10 ásæki, 12 nót, 13 mis, 15 lesta, 16 sigur, 18 kaggi, 19 Torfi, 20 garð, 21 ljót. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. c3 c5 5. dxc5 Bxc5 6. Bd3 dxe4 7. Rxe4 Be7 8. Rf3 Rf6 9. Rxf6+ Bxf6 10. Bf4 O-O 11. De2 Rc6 12. h4 e5 13. Be3 Re7 14. O- O-O Da5 15. Rg5 Bf5 16. g4 Bxd3 17. Dxd3 Bxg5 18. hxg5 Rg6 19. Dd5 Da4 20. f3 b5 21. Kb1 b4 22. cxb4 Hab8 23. Bc5 Hfc8 24. Dd2 a5 25. Dh2 Rf8 26. Bxf8 Kxf8 27. Dxh7 Dxb4 28. Dh2 e4 29. Hd7 Ke8 30. Hd2 Hc5 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Ohrid í Makedóníu. Rússneski stór- meistarinn Vasily Yemelin (2570) hafði hvítt gegn Dananum Stefan Christensen (2239). 31. Dxb8+! Dxb8 32. Hh8+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Dönsk tækni. Norður ♠6 ♥ÁG3 ♦ÁKDG432 ♣Á10 Vestur Austur ♠D32 ♠G9754 ♥98764 ♥KD5 ♦875 ♦ – ♣94 ♣K7652 Suður ♠ÁK108 ♥102 ♦1096 ♣DG83 Suður spilar 6G. Hjarta var ómeldaður litur og vestur hafði tilfinningu fyrir því að þar væri skynsamlegt að leggja til atlögu. Lauk- rétt því slemman er borðleggjandi með öðru útspili. En illu heilli valdi vestur níuna og afhjúpaði þannig háspilin í austur. Daninn Niels Kroejgaard var við stýrið. Hann drap á ♥Á, tók alla tígl- ana og henti meðal annars ♣DG8 heima. Tók svo ♠ÁK. Þegar austur átti að henda af sér í síðasta sinn var hann kominn niður á ♥KD og ♣K7. Inn- kastið blasti við og austur gerði sitt besta með því að henda ♣7. En Kro- ejgaard kunni líkindafræðina upp á sína tíu fingur: spilaði laufi á ás og felldi kónginn. Hann vissi að laufið skiptist 5-2 og fyrirfram er auðvitað mun líklegra að kóngurinn sé í hópi fimm spila en tveggja. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hef- ur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu opinn fyrir öllum möguleikum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þér er óhætt að fara eftir hugboði þínu í því máli sem þú og vinir þínir bera mest fyrir brjósti. Haltu því sem truflar í burtu frá þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hafðu ekki of miklar áhyggjur af öðru fólki því þú þarft að hafa tíma fyrir sjálfan þig. En á næstu þremur dögum muntu vinna vel. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur þitt á hreinu og þarft því ekki að hafa áhyggjur af því þótt vinnufélagarnir sæki að þér. Trú á sjálf- an þig er nokkuð sem þú getur tekið með þér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Einhver reynir að halda í við þig þegar þú stikar áfram á þínum ofur- hraða. Öryggi er forsenda sambands hjá sumum, en ekki endilega hjá þér. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Misstu aldrei trúna á sjálfan þig, þótt einhver ský kunni að draga fyrir. Tilfinningar og hugsanir eru góðar og skynsemin og yfirvegunin eftir því. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú skalt hugleiða og bægja burt óþægindunum. Stattu vörð um orðspor þitt og hlustaðu aldrei á sögur sem eiga ekki við nein rök að styðjast. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er svo sem í lagi að treysta á sína nánustu tilfinningalega. Stundum er erfiðara að þiggja en gefa, en rétt er að leyfa öðrum að sýna örlæti. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er mikil spenna í gangi milli þín og kunningja þíns og þú þarft að komast að því hvað veldur henni. Leitaðu aðstoðar ef með þarf. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Í dag hefur þú meiri áhyggjur en aðra daga. Vertu þolinmóður kennari, sem samþykkir að sumir nemendur geta ekki lært sumt. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Yfirmaður þinn virðist breyta dagskránni aftur og aftur svo að ú ert farin/n að efast um hvort viðkomandi viti yfirhöfuð hvað hann er að gera. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Láttu ekki deigan síga þótt menn sýni hugmyndum þínum takmarkaðan áhuga. Vertu opin/n fyrir því fólki og þeim tækifærum sem koma inn í líf þitt. Stjörnuspá Elsa Pétursdóttir, húsmóðir og saumakona, og Steinarr Guð- jónsson, fv. bóksali, eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 31. október. Elsa og Steinarr halda upp á daginn með fjölskyldunni í dag. Gullbrúðkaup BJÖRN H. Jónsson fornbókasali hyggst eiga af- slappaðan og áhyggjulausan 88 ára afmælisdag. „Ég segi bara að ég hverfi á bak við fjöllin,“ segir Björn og hlær, en bætir svo við að þar eigi hann við andleg fjöll frekar en íslenska hálendið. Dagsins hyggst hann líka njóta í vel völdum félagsskap þó að dagskráin sé að öðru leyti ómótuð. „Það er svo gaman að hinni óráðnu framtíð.“ Björn hefur annars í nógu að snúast þessa dag- ana, enda er hann að opna á ný bókasölu sína Pist- ilinn á Hjarðarhaga 24 og hyggst taka á móti við- skiptavinum strax eftir helgi. Salan verður síðan og opin virka daga fram að áramótum frá kl. 10-14. Hann tekur þó skýrt fram að lokað verði milli 11.30 og 12 er hann taki sér hádegishlé. Í Pistlinum verður Björn að þessu sinni með sitt eigið bókasafn í sölu og þó að hann sé þegar búinn að losa sig við fleiri tonn af bókum er nóg eftir. Hann kveðst líka tilbúinn að láta allar sínar bækur fara. „Ég er senn á förum þangað sem ég hef engar bækur með mér og þá er alveg eins gott að einhver fái að njóta þeirra,“ segir Björn sem einnig verður með í sölu eigin ævisögu, Undir verndarvæng. annaei@mbl.is Björn H. Jónsson fornbókasali 88 ára Hverfur á bak við fjöllin 31. október 1964 Aldarafmælis Einars Bene- diktssonar var minnst með ýmsum hætti. Meðal annars var afhjúpuð stytta af skáldinu á Miklatúni í Reykjavík, við há- tíðlega athöfn. Frummynd styttunnar gerði Ásmundur Sveinsson þrjátíu árum áður. 31. október 2007 Ítalski tenórinn Andrea Bocelli söng flest sín frægustu lög fyr- ir sex þúsund manns í Egils- höll. Með í för var 78 manna tékknesk sinfóníuhljómsveit. „Bocelli fór á kostum,“ sagði í Fréttablaðinu. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Haukur Hann- esson er fimm- tugur í dag, 31. október. 50 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.