Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Til er hundakyn, sem menn rekaststundum á í útlöndum, sem hef- ur það sérkenni helst að vera svo loðið að ekki sést nema við ná- kvæma skoðun hvað snýr fram og hvað aftur á dýrinu. Dýrið sjálft getur þó auðveldað lausn gátunnar með því að hreyfa sig. Má þá slá því föstu að hausinn sé í þá áttina, sem hreyfingin er.     Einhverrahluta vegna minnir þetta hunda- kyn mjög á ís- lensku rík- isstjórnina.     ÁNorðurlandaráðsþingi segir Jó-hanna að Ísland sé á leið í Evr- ópusambandið. Úr sama ræðustól fullyrti formaður hins stjórn- arflokksins, Steingrímur J., að hann vissi ekki til að Ísland væri á leið þangað. Félagsmálaráðherrann dregur dár að íslenskum sjávarútvegi og hrakyrðir forystumenn hans, með- an Jón Bjarnason segir þveröfuga sögu. Iðnaðarráðherrann fullyrðir stöðugt að ríkur stuðningur sé við stóriðjustefnu í ríkisstjórninni en starfssystkin úr Vinstri grænum draga það allt til baka. Þessir til- burðir eru fremur regla en undan- tekning, svo fólkið í landinu veit ekki hvað snýr upp og hvað niður og enn síður hvað snýr fram og hvað aftur. Sem sagt sömu erfið- leikar og varðandi hundakynið sem fyrr er nefnt.     En það sem er til hagræðis viðhundinn hjálpar ekki við ríkis- stjórnina. Kyrrstaðan er svo rík að hún hreyfist ekki úr stað. Gerði hún það gætu menn hugsanlega greint hvað snýr fram og hvað aftur á henni.     En hitt á stjórnin og stefna hennarsameiginlegt með fyrrnefndu kyni að vera svo kafloðin að hún virðist að öðru leyti einkennalaus. Ríkisstjórnarborðið Tvö kafloðin kyn SIGMUNDUR Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, var til umræðu á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur, sem haldinn var á miðvikudaginn. Á fundinum var lögð fram eft- irfarandi fyrirspurn fulltrúa Sam- fylkingarinnar, Stefáns Benedikts- sonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur, og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sóleyjar Tóm- asdóttur: „Frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosinn í skipu- lagsráð sem fulltrúi Framsókn- arflokksins 21. ágúst á síðasta ári hefur hann lít- ið sést á fundum. Fulltrúar Sam- fylkingarinnar og Vinstri grænna í skipulagsráði óska eftir upplýs- ingum um á hvaða fundi Sig- mundur Davíð hefur mætt og á hvaða fundi ekki. Þá er óskað upplýsinga um launa- kjör hans fyrir umræddan tíma og kostnað við að kalla inn varamenn.“ Í fundargerðinni kemur ekki fram hverjar urðu lyktir þessa máls í skipulagsráði. sisi@mbl.is Spyrjast fyrir um Sigmund Davíð Lítið sést til hans í skipulagsráðinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Í TILEFNI frétta af skýrslu Rík- isendurskoðunar um að Háskólinn á Hólum sé í hópi þeirra ríkisstofnana sem hafi ekki brugðist við rekstr- arvanda sínum á þessu ári, vill skól- inn koma því á framfæri að um- fangsmikil hagræðing hefur átt sér stað í rekstri skólans á þessu ári og er reksturinn nú kominn í jafnvægi. Rekstraráætlun ársins 2009 gerði ráð fyrir um 113 milljóna kr. hag- ræðingu miðað við árið 2008 og að skólinn yrði rekinn innan fjárheim- ilda ársins. Í fréttatilkynningu segir að allt líti út fyrir að þessu marki verði náð að mestu og að umskiptin á þessu ári verði a.m.k. 100 milljónir króna. Rekstur Háskólans á Hólum kominn í jafnvægi Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 10 súld Lúxemborg 10 heiðskírt Algarve 24 heiðskírt Bolungarvík 4 alskýjað Brussel 12 heiðskírt Madríd 23 heiðskírt Akureyri 8 alskýjað Dublin 15 súld Barcelona 20 skýjað Egilsstaðir 6 alskýjað Glasgow 13 skúrir Mallorca 21 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 rigning London 15 heiðskírt Róm 21 heiðskírt Nuuk -6 skýjað París 10 þoka Aþena 16 léttskýjað Þórshöfn 11 skúrir Amsterdam 13 heiðskírt Winnipeg 2 skýjað Ósló -1 skýjað Hamborg 8 heiðskírt Montreal 12 alskýjað Kaupmannahöfn 8 skýjað Berlín 7 skýjað New York 14 léttskýjað Stokkhólmur 4 heiðskírt Vín 7 skýjað Chicago 19 skúrir Helsinki 1 skýjað Moskva -1 alskýjað Orlando 28 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 31. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.40 3,6 10.52 0,9 16.54 3,6 23.06 0,7 9:09 17:15 ÍSAFJÖRÐUR 0.38 0,4 6.45 1,8 12.57 0,5 18.52 1,9 9:26 17:07 SIGLUFJÖRÐUR 2.32 0,3 8.49 1,1 14.48 0,3 20.58 1,1 9:10 16:50 DJÚPIVOGUR 1.50 1,9 8.04 0,6 14.09 1,8 20.09 0,5 8:42 16:41 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Úrkomulítið og víða bjart- viðri. Hiti 0 til 7 stig að deg- inum, en næturfrost víða um land. Á mánudag Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu eða slyddu S- og V-lands, en þurrt á N- og A- landi. Hiti 1 til 7 stig, en í kring- um frostmark NA-lands. Á þriðjudag Austan- og norðaustanátt, rign- ing eða slydda á austanverðu landinu en úrkomulítið vest- antil. Hiti 1 til 8 stig. Á miðvikudag Norðanátt með rigningu og síð- ar slyddu eða snjókomu N- og A-lands, en bjartviðri suðvest- antil. Kólnandi veður. Á fimmtudag Norðlæg átt og él N- og A- lands. Hiti í kringum frostmark. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s og skúrir fyrir hádegi, einkum S- og V- lands. Hægari vindur síðdegis, léttskýjað á NA- og A-landi en stöku skúrir annars staðar. Heldur kólnandi veður. UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Vinnumálastofnunar, KVASIS, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um náms- og starfsráðgjöf fyrir at- vinnuleitendur. Á vegum fræðslu- og símenntunar- miðstöðva starfa náms- og starfsráðgjafar, sem munu með þessum samningi taka þátt í að ná til at- vinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleys- istryggingakerfisins og hvetja þá til virkni. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur á grund- velli samnings ASÍ og SA við menntamálaráðu- neytið greitt fyrir náms- og starfsráðgjöf hjá sí- menntunarmiðstöðvum. Umfang þess starfs eru um 7 föst stöðugildi náms- og starfsráðgjafa á 10 fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um allt land. Auk þess hefur verið svigrúm til að greiða fyrir meiri vinnu námsráðgjafa eftir þörfum á hverju svæði fyrir sig. Það má því reikna með að sú aukn- ing sem verður í náms- og starfsráðgjöf með þess- um samningi sé á bilinu 7-9 þúsund einstaklings- viðtöl á ári. Það er viðbót við þá ráðgjafarþjónustu sem Vinnumálastofnun veitir en á þjónustuskrif- stofum hennar starfa um 20 ráðgjafar sem geta áorkað um 20-25 þúsund einstaklingsviðtölum á ári. Markmiðið með samningnum er fyrst og fremst að ná til þess stóra hóps sem er án framhaldsskóla- menntunar og hefur verið lengst á atvinnuleysis- skrá. Þeir sem hafa eingöngu grunnskólapróf, sem síðustu prófgráðu eru um 30% fólks á vinnumark- aði, en yfir 50% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Sami hópur er einnig stærstur af þeim sem eru at- vinnulausir til langs tíma. sisi@mbl.is Atvinnulausir hvattir til virkni Reynt að ná til atvinnulausra án framhaldsmenntunar sem lengi hafa verið á skrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.