Morgunblaðið - 31.10.2009, Side 1

Morgunblaðið - 31.10.2009, Side 1
L A U G A R D A G U R 3 1. O K T Ó B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 295. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Sunnudags Mogginn er nú borinn út með laugardagsblaðinu «TÓK ÞÁTT Í SÖNGKEPPNI Í TYRKLANDI SÖNG FYRIR FJÖGUR ÞÚSUND MANNS «HVORKI FUGL NÉ FISKUR Myndin This Is It fær tvær stjörnur Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is SAMANLAGÐAR skuldir Haga og móðurfélagsins, 1998 ehf., nema tæplega 60 milljörðum króna. Ljóst er að rekstri Haga er ætlað að standa undir bæði eigin skuld- um og skuldum 1998 ehf. Greint hefur verið frá því að 1998 hafi nokkrar vikur til að koma með fjárframlag upp á 5-7 milljarða kr. inn í félagið til að geta haldið yfir- ráðum í Högum. Fulltrúar Nýja Kaupþings hafa þegar tekið sæti í stjórn 1998. Hagar, sem reka m.a. versl- anirnar Hagkaup, Bónus og 10-11, eru eina eign eignarhaldsfélagsins 1998 sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og fjölskyldu. Hagar voru nýverið endurfjármagnaðir með því að greiða upp skuldabréfa- flokk með lánum frá Nýja Kaup- þingi og NBI. Þá var haft eftir Finni Árnasyni, forstjóra Haga, í Morgunblaðinu að uppreiknað verð hefði verið 10-11 milljarðar kr. 1998 fékk 263,5 milljónir evra að láni hjá Kaupþingi á árinu 2008 til að kaupa Haga út úr Baugi. Á gengi dagsins í dag nemur upp- hæðin ríflega 48 milljörðum króna. Óvíst með arðgreiðslur Engar breytingar hafa orðið á eignarhaldi 1998, að sögn Jóhann- esar Jónssonar, og skriflegur samningur um samstarf um fjár- mögnun félagsins liggur fyrir. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við Morgunblaðið að félagið hafi ekki greitt út neinn arð síðan 1998 keypti reksturinn af Baugi. Hann segir forgangsmál að Hagar standi við skuldbindingar sínar og ekki sé ljóst hvenær eig- endur geti vænst arðgreiðslna. Högum ætlað að standa undir 60 milljarða skuld » Skuldir 1998 ehf. nema 48 milljörðum » Engar breytingar á eignarhaldi » Arður ekki verið greiddur Morgunblaðið/Golli Hagar Ljóst þykir að rekstri Haga sé ætlað að standa undir bæði eigin skuldum og skuldum móðurfélagsins 1998.  Stjórnarmenn í Nýja Kaupþingi neita allir að tjá sig um mögulegar afskriftir  Hagar hafa ekki greitt út neinn arð síðan 1998 ehf. keypti reksturinn af Baugi  Fá frest 22 Enginn stjórnarmanna Nýja Kaup- þings vildi tjá sig um málefni eign- arhaldsfélagsins 1998 þegar eftir því var leitað í gær eða hvort rætt hefði verið innan stjórnar bankans að afskrifa hluta skulda 1998. Finnur Sveinbjörnsson, forstjóri bankans, vildi heldur ekki tjá sig þegar Morgunblaðið náði af hon- um tali í gærkvöldi. Í stjórn Nýja Kaupþings sitja Erna Bjarnadóttir formaður, Jón- ína Sanders, Helga Jónsdóttir, Drífa Sigfúsdóttir, Jóhannes Rúnar Jóhannsson og Theódór Sigur- bergsson. Fengust ekki til að tjá sig um málið  Uppboð hefjast í næstu viku á 56 íbúðum í fjöl- býlishúsinu á Sjónarhóli 20 á Bifröst í Borg- arfirði. Íbúða- lánasjóður er gerðarbeiðandi uppboðanna sem eru tilkomin vegna langvarandi vanskila Selfells ehf., sem er þinglýstur eigandi byggingarinnar. Um hríð hefur verið uppi ágreiningur vegna meintra galla á umræddri bygg- ingu og hafa leigugjöld því ekki verið greidd, sem er rót þeirrar stöðu sem málið er nú komið í. „Þetta mál tengist ekki skólanum en hefur eigi að síður valdið okkur ýmsum vanda,“ segir Ágúst Ein- arsson, rektor Háskólans á Bifröst, í samtali við Morgunblaðið. Háskólinn á Bifröst leysti nýlega til sín á annað hundrað íbúðir sem áður voru í eigu Mosturs, dóttur- félags Nýsis hf. sem nú er gjald- þrota. Íbúðalánasjóður fjármagn- aði á sínum tíma framkvæmdir við byggingu íbúðanna. Þau lán eru nú komin í vanskil og fara eignirnar því að óbreyttu í uppboðsmeðferð hjá sýslumanni, að sögn Guðmund- ar Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs. sbs@mbl.is 56 íbúðir á Bifröst verða seldar á nauðungaruppboði Háskólinn á Bifröst  Endurbygging Domus Medica er á teikniborðinu og gæti kostnaður við framkvæmdir orðið einn millj- arður króna. Byggt verður nýtt þjónusturými með aðalinngangi og bílakjallari á tveimur hæðum. Starfsemi læknamiðstöðvarinnar við Egilsgötu kallar á aukinn húsa- kost, meðal annars vegna aukins tækjabúnaðar og rannsóknarstofa. aij@mbl.is | 14 Ætla að stækka Domus Medica fyrir milljarð króna Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MB BANKI skoðar nú hvort eitthvað sé á bak við fréttir norsks dagblaðs af athafna- manninum Endre Røsjø, að sögn Margeirs Péturssonar, stjórnarformanns bankans. Til stendur að Røsjø leggi MP banka til nýtt hlutafé og greiði fyrir það 1.400 milljónir króna. Eftir það verði hann næststærsti hluthafi bankans á eftir Margeiri. Røsjø hefur kært dagblaðið Dagens Næringsliv (DN) til lögreglu fyrir umfjöllun þess um viðskipti hans og norska olíufyrirtækisins DNO. Fullyrðir blaðið jafnframt að Røsjø hafi bæði hótað blaða- manni sem og boðið honum háar fjárhæðir fyrir upplýsingar um heimildarmenn. Fullyrðir norska blaðið að félag í eigu Røsjøs, Pinemont Securities, hafi haft milligöngu um greiðslur frá DNO til bandaríska erindrekans Pet- ers Galbraiths. Segir jafnframt að DNO hafi greitt Galbraith fyrir að hafa auðveldað fyrirtækinu að fá olíusamninga við stjórnvöld í Kúrdahéruðum Íraks árið 2004. Tengsl Røsjøs við norska olíufyrirtækið og for- stjóra þess, Helga Eide, eru enn nánari sam- kvæmt frétt DN. Árið 2004 ákvað Eide að ráða Røsjø sem ráðgjafa. Skömmu síðar lánaði félag í eigu Røsjøs, Centennial AS, Eide fimm milljónir norskra króna, andvirði um 110 milljóna íslenskra króna á núvirði. Lánsféð notaði Eide til að kaupa hlutabréf í DNO, sem ári seinna höfðu nær fjórfaldast í verði. Mun Røsjø hafa boðið blaðamanni DN um 10 millj- ónir íslenskra króna fyrir upplýsingar um heim- ildir fréttarinnar, sem hann telur byggða á stoln- um gögnum. | 22 MP skoðar málefni Røsjøs Endre Røsjø  Endre Røsjø, sem til stendur að verði hluthafi í MP banka, er borinn þungum sökum í norsku dagblaði  Er sagður hafa hótað blaðamanni og borið á hann fé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.