Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 31
Umræðan 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 APAR eru bráð- skemmtileg en samt hrokafull dýr. Þeir eru líka þekktir fyrir að vera duglegir við að taka án leyfis það sem þeir eiga ekki. Það eru kannski mjög fáir sem vita að þessi dýr eru snillingar í að vara önnur dýr við hættunum í skóginum. Í skóginum er að finna tegundir dýra sem gera sömu mistökin aftur og aftur þrátt fyrir margar til- raunir apanna til að vara þau við. Kudu heitir eitt slíkt dýr sem hunsar oft viðvaranir með hörmu- legum afleiðingum. Því miður er það staðreynd að stjórnvöld á Íslandi, sumir stjórn- málamenn og sumar stofnanir sem heyra undir ríkisstjórnina haga sér nákvæmlega eins og dýrin kudu. Þess vegna eru menn að eyða milljörðum í byggingu tónlistar- húss en eru á sama tíma að setja starfsemi SÁÁ í verulega hættu í nafni sparnaðar. Fyrir vikið er líf margra veikra manna og fjölskyldna þeirra sett í hættu. Þá er mönnum vísað úr landi til lands sem er þekkt fyrir að mis- þyrma flóttamönnum í nafni einhvers samn- ings. Á sama tíma er hættulegum erlendum glæpa- og ofbeld- ismönnum leyft að vera í samfélaginu til að þróa sína glæpa- starfsemi áfram. Sumum þessara manna finnst það alveg fáránlegt hversu lint íslenska dómskerfið er og virkar það í sjálfu sér sem hvatning fyrir þá til að halda áfram án þess að hvika frá. Þá eru kyn- þáttafordómar, mismunun og van- virðing daglegt brauð hjá Útlend- ingastofnuninni gagnvart fólki utan EES. Þeir gera allt til að neita fólki um tækifæri, frá löndum utan EES, til að heimsækja ættingja, sækja um leyfi eða framlengja leyfi sitt. Eru menn alveg gersamlega búnir að tapa allri heilbrigðri skyn- semi, siðsemi, sómatilfinningu og viti eða loka menn með vilja aug- unum fyrir staðreyndum og raun- veruleikanum. Í meira en 30 ár hefur starfsemi SÁÁ bjargað mörgum mannslífum, hlúð að fjöl- skyldum og aðstandendum og frætt almenning um sjúkdóminn alkóhólisma. Þetta er staðreynd sem öllum er kunnungt um sem hér búa. Meira að segja hafa sér- fræðingar erlendis frá heimsótt sjúkrahúsið Vog til að forvitnast og læra um starfsemina. Samt hefur það verið eilíft streð fyrir forsvars- menn SÁÁ að fá viðeigandi fjár- mögnun til að tryggja björg- unarstarfsemi af þessu tagi. Menn geta deilt um það en staðreyndin er sú að hugmyndafræði SÁÁ, hvað áfengis- og vímuefnameðferð varðar, er ein sú besta í heiminum. Ég segi það sem einstaklingur sem kemur erlendis frá og hefur ferðast mikið. Núverandi lagakerfi mismunar fólki eftir uppruna þegar menn þurfa að sækja um landvistarleyfi eða flýja ofsóknir, hörmung og/eða stríð í sínu heimalandi. Það er sið- ferðislega rangt að láta flóttamenn bíða í óvissu í langan tíma og henda þeim svo út en á sama tíma er ofbelldisfullum glæpamönnum leyft að ganga lausum. Það er eitt- hvað stórundarlegt og illilega gall- að við kerfið okkar. Við flækjum oft einföld mál fyrir okkur með því að vísa til einhverra laga eða samn- ings sem stjórnvöld hafa skrifað undir sem þjóna engum tilgangi fyrir land og þjóð. Af þessu stend- ur samfélaginu ógn því hér gæti skapast andúð og hatur í garð fólks af erlendum uppruna almennt. Dómsmálaráðherra er nú dóms- mála- og mannréttindaráðherra. Með fyrstu verkefnum ráðherrans, eftir að nafninu var breytt, var að brjóta mannréttindi þessa fólks. Þessi sami ráðherra tók þátt á ráð- stefnu sem var haldin 16. október síðastliðinn í tilefni 50 ára afmæli Mannréttindadómstóls Evrópu. Þar flutti hún ávarp um mannréttinda- sáttmála Evrópu. Hvers konar samvisku gengur ráðherrann með þessa dagana. Hún er ekki sjálfri sér samkvæm í orðum og gjörðum. Það er reyndar ekki bara ráð- herrann sem er að verða frekar umdeildur heldur stofnanir undir hennar stjórn eins og Útlend- ingastofnun. Þar í bæ eru starfs- menn með mikla fordóma í garð fólks frá löndum utan EES og ESB og gera þeir vægast sagt allt til að gera leyfismál þessa fólks að algjörri martröð. Þannig að maður getur ekki annað en spurt hvaða gildismat stjórnvöld noti í for- gangsröðun sinna mála og hvað ræður ferðinni þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar? Öll skyn- semi segir manni að það sé lífs- nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að hlusta á raddir fagmanna og tryggja áframhaldandi starfsemi SÁÁ. Það þarf ekki að rífast og rembast við slíka staðreynd. Ef menn vilja fá meiri sannanir legg ég til að fulltrúar stjórnvalda gefi sér tíma til að heimsækja Vog og forvitnast. Sama er að segja um glæpagengið sem nú reynir allt til að þróa sína undirheima maf- íustarfsemi á Íslandi. Skynsemin segir ráðamönnum að klippa fötin af þessu strax og leyfa því aldrei að vaxa upp aftur. Þetta þýðir að lögreglumenn þurfa að vera í stakk búnir til að sinna sínu starfi en eins og alheimur veit er verið að skera verulega niður þar líka. Það virðist vera ólæknandi nið- urskurðaræði hjá Jóhönnu for- sætisráðherra og hennar fólki. Rík- isstjórn, alþingismenn og áhrifamiklir menn í samfélaginu þurfa að vakna og lifa í núinu. Það vinnur virkilega gegn markmiðum niðurskurðarins ef íslenska sam- félagið vaknar einn daginn til að upplifa ísöldina á ný. Það er oft ekki hægt að stöðva jarðskjálfta en það er hægt að forðast manntjón ef menn taka viðvaranir alvarlega. Eftir Akeem Cujo Oppong »Ráðamenn eru hægt og bítandi að grafa samfélagið okkar af kostgæfni. Akeem Cujo Oppong Höfundur er framkvæmdastjóri Ísland Panorama samtakanna. Hvað verður um þá sem eru með kramið hjarta UM ÞESSAR mundir heldur Norð- urlandaráð sinn ár- lega fund, nú í Stokk- hólmi. Norðurlöndin hafa gefið Íslandi lánsloforð undir stjórn AGS. Nú er orðið alveg ljóst að AGS ræður ekki við verkefnið og aðgerðir sjóðsins gera ekki annað en dýpka kreppuna á Íslandi. Attac-samtökin á Norðurlöndum telja að Norð- urlöndin verði að veita Íslandi lán sem leysi AGS undan skyldum sín- um hér. Nýfrjálshyggjan hóf sigurgöngu sína fyrir rúmlega þrem áratugum. Alfrjálsir fjármálamarkaðir voru drifkraftur þessarar útþenslu. Hag- vöxtur á forsendum nýfrjálshyggj- unnar byggðist á takmarkalausri skuldsetningu einstaklinga og fyr- irtækja vegna offramboðs á lánsfé. Kerfi þetta náði endimörkum sín- um í hrunadansi banka og fjár- málastofnana á árunum 2007 og 2008. Með hruni fjármálamarkaðanna gekk AGS því í endurnýjun lífdaga fyrir forgöngu þeirra sem hafa völdin á efnahagssviðinu, þrátt fyr- ir að þeir hefðu sjálfir lagt drögin að hruninu, og þrátt fyrir að sjóðn- um hefði mistekist í öllum yfirlýst- um markmiðum sínum: að tryggja efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir kreppur, stuðla að hag- vexti og draga úr fátækt. Sú ríkisstjórn sem var við völd á Íslandi þegar kreppan skall á af fullum þunga leitaði ásjár AGS. Sett var upp endurreisnaráætlun fyrir landið undir stjórn AGS, en með kröfum Englands og Hollands um að láta íslenska skattgreið- endur greiða mun meira af skuld- um bankanna en kveðið er á um í reglum ESB um tryggingarsjóði. Gamalkunnir fylgifiskar fylgdu að- komu hans, hávaxtastefna sem gagnast erlendum fjármagnseig- endum en drepur niður innlendan atvinnurekstur, niðurskurður í vel- ferðarmálum, gengishrun, upp- sagnir opinberra starfsmanna. Allt þetta eykur á kreppuna/samdrátt- inn, vandamál heimilanna og at- vinnuleysið og drepur samfélagið í dróma. Hugmynd AGS er endurreisn efnahagslífsins drifin áfram með erlendri skuldsetningu og erlendum fjármagni. Þar sem valkosti skort- ir, valkosti sem raunar eru fyrir hendi og hafa meðal annars verið lagðir fram af kreppunefnd SÞ (Stiglitz-nefndin), eru íslensk stjórnvöld þvinguð til að fylgja stefnu AGS í því augnamiði að end- urheimta traust fjármálamarkaða heimsins. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld að grípa ekki til neinna þeirra ráðstafana, hvort sem er í skattamálum eða umhverfismálum, sem styggt gætu erlend fjárfesta. Nú stendur yfir hinn árlegi Norðurlandaráðsfundur. Norð- urlöndin hafa samþykkt að leggja Íslendingum lið í endurreisn- arstarfinu undir handleiðslu AGS með lánsloforðum. Norrænu Attac- samtökin telja að Norðurlöndin ættu að sneiða hjá AGS, og veita frekar tvíhliða stuðning. Þessi lána- fyrirgreiðsla ætti að vera í sam- ræmi við þarfir landsmanna en ekki þarfir alþjóðlegra fjár- málamarkaða. Til að losna undan þrýstingi og hótunum þeirra þarfn- ast Íslendingar allra tiltækra bandamanna, vinveittra þjóða, hreyfinga og einstaklinga. End- urreisn undir stjórn AGS er Ís- lendingum ekki í hag. AGS frá Ís- landi! Noregur gæti núna hjálpað Ís- landi með afgerandi hætti. Noregur á nægt fé. Með því að bjóða fram lítinn hluta olíusjóðsins væri hægt að losa Ísland undan hinum fárán- legu skilyrðum sem AGS þröngvar upp á landið. Lítil hætta er á að peningarnir fáist ekki greiddir, því sá hluti hins íslenska efnahagslífs sem er utan fjármálageirans, hinn „raunverulegi“ efnahagur, hefur gefið af sér öruggan arð allt fram að hruni. Þessi hluti íslensks hag- kerfis hefur staðið af sér óveðrið og mun gefa áfram arð, ef komið verður í veg fyrir að AGS sendi reikninginn fyrir hrunið til al- mennra Íslendinga. Við verðum að byggja upp sam- félag, grundvallað á gildum eins og félagslegu réttlæti, efnahagslegum stöðugleika og sjálfbærri þróun, um allan heim og í öllum sam- félögum. Við samþykkjum ekki áframhaldandi forræði nýfrjáls- hyggjunnar, og við megum ekki samþykkja afturhvarf til óbreytts ástands á komandi árum. End- urreisn undir stjórn AGS er Ís- lendingum ekki í hag. AGS frá Ís- landi! Eftir Emilie Eke- berg og Árna Daníel Júlíusson »Norrænu Attac- samtökin telja að Norðurlöndin ættu að sneiða hjá AGS og veita frekar tvíhliða stuðning. Árni Daníel Júlíusson Emilie Ekeberg er formaður Attac Norge. Árni Daníel er hjá Attac á Íslandi. Emilie Ekeberg AGS frá Íslandi ÉG ER gæfurík manneskja, mér hefur auðnast að vera með fólki sem mér þykir vænt um, finna að ég tilheyri hópi og hef haft möguleika til að hafa áhrif á umhverfi mitt. Hluti gæfu minnar hef- ur fólgist í að starfa með eða í tengslum við yngstu samborgarana síðustu 30 ár. Þessa sem við segjum á tyllidögum að eigi að erfa landið. Þessa sem við segjum að við séum að búa í haginn fyrir. Á Íslandi er löng hefð fyrir umræðu um lýðræði, við höldum því fram að lýðræðislegar áherslur einkenni samfélagið og við erum dugleg að halda fram lýðræð- islegu hlutverki skólanna okkar. Þessu til áréttingar bendum við á að í lögum er tekið fram að skólar skuli stuðla að því að undirbúa börnin fyrir þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Hin opinbera áhersla er til staðar. Margir hafa hins vegar velt upp hvernig skólar geti kennt lýðræði og hvort það sé yfirhöfuð hægt. Til að geta svarað því verður fólk fyrst að skilgreina hvað það eigi við með lýð- ræði, í hverju felst það. Flest þekkj- um við þessa skilgreiningu sem bygg- ist á því að meirihlutinn ráði í skjóli þess að vera meirihluti. En þegar við hugsum aðeins dýpra komumst við að því að svo einföld getur skilgreiningin á lýðræði ekki verið. Ef við hugsum um það þá fylgja lýðræðinu önnur gildi. Meðal þeirra má nefna hugtök eins og virðingu, þátttöku, ábyrgð og hlustun svo einhver séu nefnd. Hugtök sem eru ákaflega mikilvæg öllum sem starfa með yngstu borg- urunum. Í raun má segja að þetta séu grunnhugtök alls starfs með börnum. Í hverju felst virðing í starfi með börnum? Virðing fyrir skoðunum barna, virðing fyrir fjölskyldulífi þeirra, virðing fyrir tíma þeirra, rými og verkum er á meðal þátta sem hægt er að nefna. Ég er sannfærð um að til að skólar geti sagst vinna á lýðræð- isgrunni verði allt starf þeirra að vera gegnsýrt virðingu. Þess vegna getur virðing ekki verið einkamál skóla. Hún er grundvallaratriði í lífi hverrar manneskju. Það sem við viljum öll upplifa. Að virðing sé borin fyrir okk- ur. Í leikskólum verðum við að vera tilbúin til að hlusta og rökræða við börnin. Það er að segja ef við í raun ætlum að sýna þeim virðingu. Við verðum að vera tilbúin til að hafa skoðanaskipti við þau. Hvernig á barn annars að læra að ígrunda og standa með sjálfu sér, ef aldrei er rætt við það? Hvernig á barn að geta þroskað hæfileika sína til að hugsa ef við hugs- um helst allt fyrir það? Ef við veljum alla kosti fyrir það? Eða setjum þeim svo afmarkaða kosti að þeir krefjast ekki ígrundunar? Þjóðfundurinn Hvers vegna vel ég að ræða þetta hér og nú? Það er vegna þess að ég tel að hugmyndin um Þjóðfundinn sem halda á í Laugardagshöllinni hinn 14. nóvember byggist á þessum sömu gildum og við viljum hafa í heiðri í starfi með börnum. Hug- myndin byggist á að til að vera þátt- takandi í endurreisn samfélagsins verði að veita þjóðinni tækifæri til að bera ábyrgð á mögulegum lausn- unum. Með Þjóðfundinum fáum við tækifæri til að hugsa saman fram til nýrra hugmynda, til þess að gera upp hvað það er sem skiptir okkur öll máli. Hvaða gildi, hvernig samfélag við viljum skila áfram til barna okkar og barnabarna. Kannski er það svo að Þjóðfundurinn er, þegar upp er stað- ið, fyrst og fremst fyrir börnin okkar og barnabörn. Með honum fáum við tækifæri til að sýna þeim virðingu í verki. Ég vona innilega að börnin okkar fái sömu möguleika og ég fékk, til að tilheyra og til að hafa áhrif á umhverfi mitt, að gæfa mín verði líka gæfa þeirra. Eftir Kristínu Dýrfjörð Kristín Dýrfjörð » Flestir þekkja skilgreiningu á lýðræði sem byggist á því að meirihlutinn ráði í skjóli þess að vera meirihluti. En dugar hún ein og sér? Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Lýðræði og virðing Stórfréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.