Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 ✝ Kristján TryggviJónasson fæddist á Ísafirði 4. október 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 17. október sl. Foreldrar hans voru Jóna Petól- ína Sigurðardóttir verkakona frá Ísa- firði, f. 19. júní 1902, d. 18. apríl 1966 og Jónas Sigurðsson sjó- maður frá Ísafirði, f. 16. júní 1903, d. 11. mars 1962. Systkini Tryggva sammæðra voru Svanfríður Kristín Benediktsdóttir, f. 1925, d. 2009, Högni Jónasson, f. 1934, d. 1974, og Kristján Knútur Jónasson, f. 1934, d. 1994. Systkini Tryggva sam- feðra eru Leifur, f. 1924, d. 1976, Jón Snorri, f. 1924, d. 1979, Ingibjörg, f. 1926, og Ragnar Guðmundur, f. 1927. Tryggvi kvæntist 12. maí 1951 Jónu Margréti Júlíusdóttir, f. 2. feb. 1927. Foreldrar hennar voru Sig- urveig Björnsdóttir, f. 1891, d. 1934, og Gunnlaugur Júlíus Jónsson, f. 1895, d. 1978. Dóttir Tryggva og Eyrúnar Láru Loftsdóttur, d. 1993, er Ásgerður, f. að mennt og starfaði við það alla tíð. Hann hóf störf í Steinasmiðju við Urðarveg, síðan var hann einn af stofnendum og eigendum vélsmiðj- unnar Völundar, sem síðar meir sameinaðist vélsmiðjunni Magna við stofnun Skipalyftunnar og vann hann þar til starfsloka. Hann var einnig umboðsmaður breskra og belgískra togara og reyndi að að- stoða þá eftir megni. Mynduðust mörg innileg vinatengsl við þau störf. Tryggvi vann mikið að fé- lagsstörfum. Hann var einn af stofn- endum Kiwanisklúbbsins Helgafells. Hann var einnig meðlimur í Lúðra- sveit Vestmannaeyja. Á árum áður starfaði hann í Leikfélagi Vest- mannaeyja, Taflfélagi Vest- mannaeyja og var í Sjó- stangveiðifélagi Vestmannaeyja. Hann starfaði í ýmsum nefndum á vegum Vestmannaeyjabæjar og sat í stjórn Herjólfs hf. um árabil. Á seinni árum var hann félagi Hjarta- heilla í Vestmannaeyjum og í félagi eldri borgara. Á efri árum sat Tryggvi oft uppi í risi á Hásteinsveg- inum, þar sem hann mundaði pens- ilinn af mikilli ánægju og skapaði þar ófá listaverkin. Útför Tryggva fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 31. október, og hefst athöfnin kl. 14. 15. des. 1948. Börn hennar eru Gunnar Þór Sveinsson, f. 15. maí 1967 og Áslaug Tóka Gunnlaugs- dóttir, f. 22. des. 1974, sambýlismaður Björn Ingi Guðjónsson, synir þeirra eru Leiknir Logi og Víkingur Við- ar. Dætur Jónu og Tryggva eru: 1) Sig- urveig Júlía, f. 29. október 1951, gift Ólafi Tryggvasyni. Sonur Júlíu og Sæmundar Haf- steinssonar er Tryggvi Már, f. 26. apríl 1976. Dóttir Júlíu og Ólafs er Þórhildur, f. 9. september 1990. Fyr- ir á Ólafur, Tryggva Þór, Sigurð Ómar og Lindu Björk. 2) Guðrún Karen, f. 19. júní 1958, gift Sigurlási Þorleifssyni. Börn þeirra eru Jóna Heiða, f. 15. júní 1981, í sambúð með Erni Orra Ólafssyni, Sara, f. 19. ágúst 1985, í sambúð með Gunnari Steini Ásgeirssyni, Kristín Erna, f. 19. ágúst 1991 og Þorleifur, f. 28. október 1992. Fyrir á Sigurlás dótt- urina Kolbrúnu. Tryggvi var rennismíðameistari Elsku afi, nú sit ég hér og hugsa um allar skemmtilegu minningarn- ar sem við áttum saman. Nú síðast á áttræðisafmælinu þínu nú í byrj- un október. Þá varst þú nokkuð hress eftir þessa erfiðu aðgerð sem þú gekkst í gegnum í júlí sl. Stutt var í húmorinn hjá þér eins og vant var og var alveg með ólíkindum hvað þú lést veikindin lítið á þig fá. Alla tíð var ég mikið fyrir að vera með þér, þú náðir oft í mig sem barn á sunnudagsmorgnum og fórst með mér í sunnudagaskólann. Eins var gott að eiga samastað á Há- steinsveginum. Það er vart hægt að hugsa sér betri stað til þess, hjá þér og ömmu. Það hafa verið forréttindi að fá að eiga með þér þessi tæpu 34 ár, elsku afi. Allt sem að við gerðum saman í gegnum tíðina er ógleym- anlegt, ferðirnar erlendis eða bara upp í bústað. Það var alltaf gott að vera með þér og ömmu, og alltaf voruð þið til staðar ef eitthvað bját- aði á. Ég kveð þig nú með miklum söknuði, en minningin lifir alla tíð í hjarta mér. Þú verður hér á jörð svo lengi sem ég verð hér, því þú átt vísan stað í mínu hjarta, elsku afi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Tryggvi Már. Elsku afi minn. Ég var stödd erlendis, þegar sím- inn hringdi laugardagskvöldið 17. október sl. Mamma var í símanum, að tilkynna mér um lát þitt, þetta reyndist mér afar erfitt. Þegar ég kom á Hásteinsveginn til að kveðja ykkur ömmu fyrir ferðina fannst mér þú bara svo hress, en þú hefur mátt þola mikil veikindi í gegnum árin, en nú varst þú nýkominn úr miklum uppskurði og allt virtist svo gott, þá kom þetta reiðarslag. Sorgin og söknuðurinn er mikill og margar góðar minningar á ég um þig, elsku afi. Nærvera þín var einstök. Alltaf komst þú á fótbolta- leiki hjá okkur stelpunum og hvatt- ir okkur óspart. Minningin um ynd- islegan afa varðveitist í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Blessuð sé minning þín og þakkir fyrir allt. Þórhildur. Elsku besti afi. Það er svo skrýt- ið hversu óútreiknanlegt lífið er. Eftir erfið veikindi þín í tæp þrjú ár vorum við farin að fyllast von um að þér myndi nú fara að batna og fara að hressast. En svo fengum við þær fréttir að þú hefðir veikst skyndi- lega og værir dáinn. Þótt búast hefði mátt við hinu versta vegna veikinda þinna í gegnum árin vor- um við ekki viðbúin því að missa þig frá okkur svona fljótt. Við huggum okkur þó við allar góðu minning- arnar um þig og stundirnar sem við áttum saman, og ylja þær okkur alla ævi. Við höfum sannarlega notið góðs af nærveru þinni. Þú varst alltaf svo góður og hafð- ir alltaf ótrúlega gaman af því að fylgjast með okkur barnabörnun- um, hvort sem það tengdist skóla, íþróttum eða vinnu, og varst alltaf tilbúinn að hjálpa okkur með hvað sem á vegi okkar varð. Þú varst alltaf svo galsafullur, með brandarana á hreinu og komst öllum til að hlæja. Þeir tengdust því yfirleitt að þú hefðir verið með ömmu alla þessa daga og saman hefðuð þið prjónað heilu lopapeysurnar. Við minnumst þess einnig með bros á vör þegar við komum í matarboð og þú sast í stólnum þínum í sjónvarpsherberg- inu og sagðir glettinn á svip: „Við amma þín erum nú búin að vera að elda í allan dag.“ Þú varst gjöf frá Guði góðum, afi kær. Þig skal mætan muna meðan hjartað slær. Orðin aldrei gleymast elskulega hlý. Vögguvísur þínar vaka minni í. Hljóp ég elsku afi, upp í faðminn þinn, hönd um háls þér lagði, höfuð þér við kinn. Þá var kysst á kollinn, klappað vangann á. En hve blítt þú brostir, besti afi þá. Við munum sakna þín ótrúlega mikið, en þú munt lifa í hjörtum okkar og verða okkur innblástur. Þú varst bæði góður afi og mjög góður vinur í senn og við vitum að þú munt halda áfram að fylgjast með okkur, þaðan sem þú hvílir. Guð veri með þér elsku afi. Elsku amma. Guð styrki þig á þessum erfiðu tímum. Þess biðja Jóna Heiða, Sara, Kristín Erna og Þorleifur. Elsku bróðir minn. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég vissi alltaf að ég ætti lítinn hálfbróður á Ísafirði en hafði aldrei fengið tækifæri til að kynnast þér. Það var svo einn daginn að þú komst til okkar, fjölskyldunnar þinnar í Súgandafirði, til að læra að synda. Þú varst bara átta ára. Það var gaman að kynnast þér, Tryggvi minn. Þú varst svo hugljúfur drengur og okkur systkinunum þótti strax undurvænt um þig. Þú varst reyndar svolítið feiminn við okkur í fyrstu en það var alltaf stutt í húmorinn og léttleikann hjá þér. Það kom fljótt í ljós hve lagviss og músíkalskur þú varst því þú vild- ir strax fá að fikta í harmonikkunni hans pabba. Þetta var stuttur tími sem þú varst hjá okkur en við systkinin náðum þó öll að mynda sterk tengsl sem hafa varað alla tíð. Þú varst einn af þeim heppnu vestfirsku strákum sem náðu sér í myndarlega stúlku í Húsmæðra- skólanum á Ísafirði og hún Jóna þín er mikil gersemi. Hún hefur alla tíð staðið þétt við hlið þér og sinnt þér og fjölskyldunni með miklum sóma og kom það best í ljós í veikindum þínum hve ómetanleg hún er. Þið Jóna heimsóttuð okkur Mumma vestur á Súgandafjörð ásamt dætrum ykkar og seinna komum við til ykkar ásamt Ragnari bróður og Heiðu konu hans og börnum okkar á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. Það var ógleymanleg ferð og móttökurnar höfðinglegar. Þú varst alla tíð mikill félagsmála- maður og varst oftar ein einu sinni í undirbúningsnefnd vegna þjóðhá- Tryggvi Jónasson Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ARINBJÖRNS SIGURÐSSONAR skipstjóra, Sóleyjarima 19, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 11E og heimahlynningu Landspítalans. Lilja Magnúsdóttir, Ólafía Arinbjörnsdóttir, Guðmundína Arinbjörnsdóttir, Emil Þór Sigurlaugsson, Magnús Arinbjörnsson, Sigurður Arinbjörnsson, Hulda Hafsteinsdóttir, Sigurmundur Arinbjörnsson, Hugborg Sigurðardóttir, afa-, langafa- og langalangafabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR MARÍU ODDSDÓTTUR, Espigrund 15, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar- heimilisins Höfða, heimahjúkrunar og A-deildar Sjúkrahúss Akraness. Guðný Ársælsdóttir, Helga Jóna Ársælsdóttir, Þráinn Ólafsson, Sigþóra Ársælsdóttir, Björn Björnsson og ömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR SIGVALDADÓTTUR, Sjávargrund 4a, Garðabæ. Við þökkum af hlýhug starfsfólki heimahjúkrunar í Garðabæ, heimahlynningu Krabbameinsfélagsins, líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og þeim læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust hana í veikindum hennar. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall elskulegs föður míns, bróður okkar og mágs, GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR, Eskihlíð 26, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá Gamlir Fóstbræður fyrir yndis- legan söng. Anna Björg Guðjónsdóttir, Jónfríður Sigurðardóttir, Rafn Sigurðsson, Guðmunda Lilja Sigvaldadóttir, Helga Nielsen, Ólafur Nielsen, Guðrún Nielsen. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MARKÚSÍNU ANDREU JÓHANNESDÓTTUR húsfreyju, Aflagranda 40, Reykjavík. Helga Bryndís Gunnarsdóttir, Baldur Ellertsson, Svala Karlsdóttir, Jóhanna Andrea Guðmundsdóttir, Hjalti Jónsson, Jóhannes Baldursson, Guðrún Sigurðardóttir, Ásta Guðríður Guðmundsdóttir, Ásta Björk Baldursdóttir, Guðmundur Karl Guðmundsson, María Guðjónsdóttir, Andrea Baldursdóttir, Ragnar F. Ragnars, Ellert Baldursson, Unnur Helga Gunnarsdóttir og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.