Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „VIÐ erum með loforð frá forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra frá þessum samráðsfundi um að sveitar- félögin verði ekki fyrir útgjaldaaukn- ingu vegna þessarar hækkunar á tryggingagjaldi, komi hún til,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, um til- lögu Samtaka atvinnulífsins með stuðningi ASÍ um hækkun trygginga- gjalds. Umræddur samráðsfundur ríkisins, sveitarfélaganna og aðila vinnumark- aðarins fór fram um liðna helgi. Hall- dór bendir á að hækki tryggingagjald- ið um 16 milljarða, eins og rætt hefur verið um, þýði það um tveggja millj- arða króna útgjöld fyrir sveitarfélögin. Hann segir að sveitarfélögin hafi mót- mælt þessum álögum á þeirri forsendu að þau hefðu ekki svigrúm til út- gjaldaaukningar. Þola ekki meiri útgjöld Halldór segir að 2,66% hækkun tryggingagjaldsins í sumar hafi étið upp allan sparnað sveitarfélaganna vegna lækkaðra launa og þau geti ekki tekið á sig aukin útgjöld. Í ályktun, sem samþykkt var á fundi stjórnar sam- bandsins í gær, segir að stjórnin treysti því að staðið verði við það mikil- væga loforð sem gefið var í við- ræðum um stöð- ugleikasáttmálann af hálfu forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra með stuðningi aðila vinnumarkaðarins, „og felst í því að komi til hækkunar trygg- ingagjalds verði tryggt af hálfu rík- isins að hækkunin leiði ekki til út- gjaldaauka sveitarfélaga“. Slæm staða nú þegar Í samþykktinni er bent á að staða margra sveitarfélaga sé mjög erfið og stjórnin ítrekar „bókun frá fundi sín- um 28. ágúst 2009 þar sem minnt er á að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í rík- isfjármálum fyrr á þessu ári hafa veru- leg áhrif til hækkunar á útgjöldum sveitarfélaga á þessu ári og því næsta“. Fram kemur að áætlað sé að áhrifin af hækkun tryggingagjaldsins síðast- liðið sumar nemi um tveimur millj- örðum króna á árunum 2009 og 2010 og hafi í för með sér að öll hagræðing sveitarfélaganna í launaútgjöldum sé unnin fyrir gýg. „Sveitarfélögin hafa fram til þessa lagt höfuðáherslu á að verja störfin og forðast uppsagnir, þrátt fyrir verulega hækkun útgjalda, s.s. vegna félagsþjónustu þar sem fjárhagsaðstoð hefur hækkað um 70% og húsaleigubætur um 60% milli ára. Sveitarfélögin geta ekki við þess- ar aðstæður tekið á sig aukin útgjöld vegna ráðstafana í ríkisfjármálum.“ Sveitarfélög treysta loforði ráðherra  Geta ekki tekið á sig aukin útgjöld vegna hækkunar á tryggingagjaldi  Hækkunin í sumar át upp hagræðinguna Halldór Halldórsson FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og skilanefnd Kaupþings hafa orðið ásátt um að lengja frest skilanefnd- arinnar til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember nk. Fresturinn átti að renna út í dag. Samningar milli stjórnvalda og skilanefndarinnar, sem undirritaðir voru 3. september sl., kveða á um að í síðasta lagi 31. október 2009 liggi fyrir ákvörðun skilanefndarinnar um hvort Kaupþing eignist 87% hluta- fjár í Nýja Kaupþingi strax eða hvort Nýja Kaupþing verði áfram að fullu í eigu ríkisins, en Kaupþing ætti möguleika á að eignast allt að 90% hlutafjár í bankanum á síðari stigum. Telja sig þurfa aukinn tíma til kostgæfniathugunar Í tilkynningu sem barst í gær frá fjármálaráðuneytinu og skilanefnd Kaupþings segir, að það sé mat samningsaðila að aukinn tíma þurfi til kostgæfniathugunar áður en skilanefndin tekur afstöðu í málinu. Meðal annars liggi ekki fyrir end- anlegar fjárhagsupplýsingar fyrir árið 2008, né fyrstu níu mánuði árs- ins 2009. Þær upplýsingar hyggst Nýja Kaupþing afhenda innan tíð- ar. Lengja frest Kaupþings Lengja frest skilanefndar til að taka ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember Morgunblaðið/Ómar Tafir Nýja Kaupþing á að afhenda fjárhagsupplýsingar „innan tíðar“. ÁRNI Páll Árnason félagsmálaráðherra opnaði í gær nýjan samskiptavef Barnaheilla á slóðinni www.heyr- umst.is. Þar er börnum gert kleift að koma skoðunum sínum framfæri auk þess að veita þeim stuðning og upplýsingar. Vefurinn er á íslensku, ensku og pólsku. „Við viljum gera öllum kleift að tjá skoðanir sínar,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir hjá Barnaheillum sem að- stoðaði ráðherrann við að opna vefinn nýja. Morgunblaðið/Ómar Ráðherra opnar vef Barnaheilla Reykjavíkurborg greiddi 1.512.320.914 kr. í trygginga- gjald á árinu 2008 og er hæsti greiðandi í staðgreiðslu í Reykjavík á eftir ríkissjóði sem greiddi 6.112.812.184 kr. Álagningarskrá Reykjavíkur 2009 með gjöldum lögaðila var lögð fram í gær. Icelandair ehf. er þriðji hæsti greiðandi trygg- ingagjalds í Reykjavík með um 456 milljónir, en alls nema tryggingagjöldin í borginni um 28,6 milljörðum króna. Borgin borgar Stórfréttir í tölvupósti Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Bolur kr. 2.900 Krumpuleggins kr. 6.900 Ný sending af kjólum LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00 Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins Verður haldinn sunnudaginn 1. nóvember frá kl. 13 - 16 í húsi Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9. Á boðstólum verða fallegir handunnir munir er tengjast jólunum og heimabakaðar gómsætar kökur. Kaffisala Verið velkomin Allur ágóði af sölunni rennur til Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Jólajakkinn á 15% tilboði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.