Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 9

Morgunblaðið - 31.10.2009, Síða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „VIÐ erum með loforð frá forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra frá þessum samráðsfundi um að sveitar- félögin verði ekki fyrir útgjaldaaukn- ingu vegna þessarar hækkunar á tryggingagjaldi, komi hún til,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, um til- lögu Samtaka atvinnulífsins með stuðningi ASÍ um hækkun trygginga- gjalds. Umræddur samráðsfundur ríkisins, sveitarfélaganna og aðila vinnumark- aðarins fór fram um liðna helgi. Hall- dór bendir á að hækki tryggingagjald- ið um 16 milljarða, eins og rætt hefur verið um, þýði það um tveggja millj- arða króna útgjöld fyrir sveitarfélögin. Hann segir að sveitarfélögin hafi mót- mælt þessum álögum á þeirri forsendu að þau hefðu ekki svigrúm til út- gjaldaaukningar. Þola ekki meiri útgjöld Halldór segir að 2,66% hækkun tryggingagjaldsins í sumar hafi étið upp allan sparnað sveitarfélaganna vegna lækkaðra launa og þau geti ekki tekið á sig aukin útgjöld. Í ályktun, sem samþykkt var á fundi stjórnar sam- bandsins í gær, segir að stjórnin treysti því að staðið verði við það mikil- væga loforð sem gefið var í við- ræðum um stöð- ugleikasáttmálann af hálfu forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra með stuðningi aðila vinnumarkaðarins, „og felst í því að komi til hækkunar trygg- ingagjalds verði tryggt af hálfu rík- isins að hækkunin leiði ekki til út- gjaldaauka sveitarfélaga“. Slæm staða nú þegar Í samþykktinni er bent á að staða margra sveitarfélaga sé mjög erfið og stjórnin ítrekar „bókun frá fundi sín- um 28. ágúst 2009 þar sem minnt er á að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í rík- isfjármálum fyrr á þessu ári hafa veru- leg áhrif til hækkunar á útgjöldum sveitarfélaga á þessu ári og því næsta“. Fram kemur að áætlað sé að áhrifin af hækkun tryggingagjaldsins síðast- liðið sumar nemi um tveimur millj- örðum króna á árunum 2009 og 2010 og hafi í för með sér að öll hagræðing sveitarfélaganna í launaútgjöldum sé unnin fyrir gýg. „Sveitarfélögin hafa fram til þessa lagt höfuðáherslu á að verja störfin og forðast uppsagnir, þrátt fyrir verulega hækkun útgjalda, s.s. vegna félagsþjónustu þar sem fjárhagsaðstoð hefur hækkað um 70% og húsaleigubætur um 60% milli ára. Sveitarfélögin geta ekki við þess- ar aðstæður tekið á sig aukin útgjöld vegna ráðstafana í ríkisfjármálum.“ Sveitarfélög treysta loforði ráðherra  Geta ekki tekið á sig aukin útgjöld vegna hækkunar á tryggingagjaldi  Hækkunin í sumar át upp hagræðinguna Halldór Halldórsson FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og skilanefnd Kaupþings hafa orðið ásátt um að lengja frest skilanefnd- arinnar til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember nk. Fresturinn átti að renna út í dag. Samningar milli stjórnvalda og skilanefndarinnar, sem undirritaðir voru 3. september sl., kveða á um að í síðasta lagi 31. október 2009 liggi fyrir ákvörðun skilanefndarinnar um hvort Kaupþing eignist 87% hluta- fjár í Nýja Kaupþingi strax eða hvort Nýja Kaupþing verði áfram að fullu í eigu ríkisins, en Kaupþing ætti möguleika á að eignast allt að 90% hlutafjár í bankanum á síðari stigum. Telja sig þurfa aukinn tíma til kostgæfniathugunar Í tilkynningu sem barst í gær frá fjármálaráðuneytinu og skilanefnd Kaupþings segir, að það sé mat samningsaðila að aukinn tíma þurfi til kostgæfniathugunar áður en skilanefndin tekur afstöðu í málinu. Meðal annars liggi ekki fyrir end- anlegar fjárhagsupplýsingar fyrir árið 2008, né fyrstu níu mánuði árs- ins 2009. Þær upplýsingar hyggst Nýja Kaupþing afhenda innan tíð- ar. Lengja frest Kaupþings Lengja frest skilanefndar til að taka ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember Morgunblaðið/Ómar Tafir Nýja Kaupþing á að afhenda fjárhagsupplýsingar „innan tíðar“. ÁRNI Páll Árnason félagsmálaráðherra opnaði í gær nýjan samskiptavef Barnaheilla á slóðinni www.heyr- umst.is. Þar er börnum gert kleift að koma skoðunum sínum framfæri auk þess að veita þeim stuðning og upplýsingar. Vefurinn er á íslensku, ensku og pólsku. „Við viljum gera öllum kleift að tjá skoðanir sínar,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir hjá Barnaheillum sem að- stoðaði ráðherrann við að opna vefinn nýja. Morgunblaðið/Ómar Ráðherra opnar vef Barnaheilla Reykjavíkurborg greiddi 1.512.320.914 kr. í trygginga- gjald á árinu 2008 og er hæsti greiðandi í staðgreiðslu í Reykjavík á eftir ríkissjóði sem greiddi 6.112.812.184 kr. Álagningarskrá Reykjavíkur 2009 með gjöldum lögaðila var lögð fram í gær. Icelandair ehf. er þriðji hæsti greiðandi trygg- ingagjalds í Reykjavík með um 456 milljónir, en alls nema tryggingagjöldin í borginni um 28,6 milljörðum króna. Borgin borgar Stórfréttir í tölvupósti Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Bolur kr. 2.900 Krumpuleggins kr. 6.900 Ný sending af kjólum LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00 Jólabasar Kvennadeildar Rauða krossins Verður haldinn sunnudaginn 1. nóvember frá kl. 13 - 16 í húsi Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9. Á boðstólum verða fallegir handunnir munir er tengjast jólunum og heimabakaðar gómsætar kökur. Kaffisala Verið velkomin Allur ágóði af sölunni rennur til Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki. Laugavegi 63 • S: 551 4422 Jólajakkinn á 15% tilboði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.