Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009 Við Reykjavíkurhöfn Ekki er alltaf nóg að ná í stól eða stiga þegar ljósaviðgerðir standa fyrir dyrum. RAX MEÐ lögum nr. 96/2009 sem samþykkt voru 2. september sl. samþykkti Alþingi rík- isábyrgð vegna hinna svokölluðu Icesave- lánasamninga. Samþykki Alþingis var með nokkrum veigamiklum fyrirvörum sem í reynd gerbreyttu þeim hugmyndum sem fram komu í lánasamningunum sem undirritaðir voru 5. júní sl. Varð þetta niðurstaða margra vikna vinnu alþingismanna til að ná sáttum í þessu máli. Það kom þó skýrt fram í þjóð- félagsumræðunni að fjölmargir töldu engu að síður of langt gengið í veitingu ríkisábyrgðar. Lítið bar hins vegar á því að menn teldu of skammt gengið. Sá grundvallarmunur er á lánasamning- unum frá 5. júní sl. og fyrirvörunum sem fram koma í lögum 96/2009 að samkvæmt lána- samningunum var ábyrgð íslenska ríkisins á skuldbindingum Tryggingarsjóðs skilyrð- islaus að mestu og háð túlkun breskra dóm- stóla. Í vissum tilvikum gátu íslensk stjórn- völd þó óskað endurskoðunar en gagnaðili var hinsvegar ekki að neinu leyti bundinn af þeirri ósk. Lög nr. 96/2009 fólu hins vegar í sér að ábyrgð íslenska ríkisins varð skilyrt og því hefði ekki komið til hennar eða ábyrgðin tak- markast verulega ef tiltekin atvik gerðust, sbr. síðar. Hin skilyrta ábyrgð ríkisins taldist eðlileg og rökrétt með hliðsjón af því að ís- lenska ríkið hefur ekki viðurkennt skuldbind- inguna sjálfa og hefur að auki ýmislegt að at- huga við fjárhæð hennar. Þessa hugsun má einnig orða þannig að skilyrðislaus rík- isábyrgð við þessar aðstæður sé lögfræðilega ótæk niðurstaða. Fyrirvararnir Rétt er að rifja upp hvaða breytingar/ fyrirvarar höfðu mesta þýðingu til að tak- marka ábyrgð ríkisins samkvæmt lögunum. 1. Gildistími ábyrgðarinnar var tímabund- inn til 5. júní 2024. Eftir það féll hún nið- ur. 2. Sett voru efnahagsleg viðmið sem tak- mörkuðu ábyrgð ríkisins við ákveðið há- mark af vexti vergrar landsframleiðslu á hverju ári. Þetta átti að tryggja að greiðslur yrðu ávallt innan greiðsluþols íslenska ríkisins. (Nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar 19/8 2009, þingskjal 335) 3. Gerður var fyrirvari um það að Ísland hafi ekki fallið frá þeim rétti sínum að fá úr því skorið hvort aðildarríki EES- samningsins beri ábyrgð gagnvart inni- stæðueigendum við fall banka. Ákvæðið miðaði að því að fengist sú niðurstaða hjá þar til bærum úrskurðaraðila, sem gæti t.d. verið íslenskur dómstóll, að slík skylda væri ekki til staðar að einhverju leyti eða öllu, þá gæti íslenska ríkið losn- að undan ábyrgðinni samkvæmt því. 4. Þá miðaðst ábyrgðin við að farið yrði að íslenskum lögum við uppgjör og úthlutun eigna úr Landsbanka Íslands. Var ábyrgðin takmörkuð við að látið yrði á það reyna hvort kröfur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta gengju ekki samkvæmt íslenskum lögum framar öðr- um hlutum krafna vegna sömu innstæðu við úthlutun úr búi Landsbankans. Yrði niðurstaðan tryggingarsjóðnum í hag skyldi ábyrgð íslenska ríkisins lækka samsvarandi. Sú hugsun sem bjó að baki fyrirvörunum má segja að hafi fyrst og fremst lotið að því að tryggja réttarstöðu Íslands. Í fyrsta lagi með því setja þessi tímamörk þannig að margar kynslóðir Íslendinga þurfi ekki að gjalda bankahrunsins. Í öðru lagi að takmarka greiðsluskyldu íslenska ríkisins þannig að því væri mögulegt að standa undir þeim skuld- bindingum sem ríkisábyrgðinni fylgir. Í þriðja lagi að reyna að fá hnekkt ábyrgð íslenska rík- isins á innistæðum áður en til greiðslu af lána- samningunum kæmi. Í fjórða lagi að tryggja að réttarstaða krafna Tryggingarsjóðs inn- stæðueigenda við úthlutun úr búi Landsbank- ans sé ekki skert með lánasamningunum og þar með aukið á greiðsluskuldbindinguna. eru auðvitað ekki bundnir af þessum ákvæðum og samkvæmt lánasamning- unum er ábyrgð íslenska ríkisins skilyrð- islaus eins og áður sagði. Íslenska ríkið á það því alfarið undir breskum og hol- lenskum stjórnvöldum hvert framhald málsins verður. Niðurstaða dómstóla breytir því engu um Icesave ábyrgðina verði þetta frumvarp samþykkt nema Hollendingar og Bretar samþykki það. 4. Samkvæmt frumvarpinu er ekki lengur gert ráð fyrir að ríkisábyrgðin takmarkist við að úthlutun og uppgjör á eignum Landsbankans fari fram samkvæmt ís- lenskum lögum eins og þau verða skýrð af dómstólum landsins. Látið er duga að setja inn í viðaukasamninginn við Breta að þeim sé kunnugt um að Trygging- arsjóður innstæðueigenda kunni að leita úrskurðar um hvort hans kröfur gangi framar öðrum kröfum vegna sömu inn- lána. Eins og áður segir eru skuldbind- ingar íslenska ríkisins hins vegar skilyrð- islausar samkvæmt lánasamningnum og við túlkun hans gilda bresk lög. Af þess- um sökum verður ekki séð að neitt lög- fræðilegt hald sé í þessu ákvæði við- aukasamningsins við Breta að þessu leyti og fyrirvarinn því orðinn marklaus gagn- vart þeim. Í viðaukasamningnum við Hollendingana er því haldið opnu að hægt sé að bera málið undir íslenska dómstóla en með þeim fyrirvara þó að niðurstaða viðkomandi dómstóls sé ekki í and- stöðu við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins sem á að afla. Augljóslega er mun meira hald í þessu ákvæði. Á hitt ber þó að líta að verulega stærri hluti krafnanna á tryggingarsjóðinn er í gegnum samninginn við Breta. Niðurstaðan Niðurstaða þessa samanburðar er afdrátt- arlaus. Þeir fyrirvarar sem mestu skiptu til að takmarka ríkisábyrgðina vegna Icesave- samninganna eru nánast að engu orðnir út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Skuldbindingar ís- lenska ríkisins eru á ný orðnar óljósar og ófyr- irsjáanlegar bæði hvað varðar fjárhæðir og tímalengd. Vera kann að Alþingi samþykki umrætt frumvarp engu að síður og þá út frá öðrum brýnum sjónarmiðum en lögfræðilegum. Um það verður ekki rætt hér. Hins vegar er ljóst að fyrirvararnir sem settir voru fyrir rík- isábyrgðinni í haust geta ekki verið réttlæting fyrir því að samþykkja ríkisábyrgðina sam- kvæmt fyrirliggjandi frumvarpi. Eftir Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson » Sú hugsun sem bjó að baki fyrirvörunum má segja að hafi fyrst og fremst lotið að því að tryggja réttarstöðu Íslands. Lárus L. Blöndal Lárus er hæstaréttarlögmaður. Stefán Már er prófessor. Hvað stendur eftir? Stefán Már Stefánsson Nýja frumvarpið Nú er komið fram nýtt frumvarp sem gerir ráð fyrir breytingu á lögum nr. 96/2009 frá 2. september sl. Þó skammt sé um liðið síðan Al- þingi samþykkti lögin um ríkisábyrgðina eru breytingarnar verulegar. Sú grundvall- arbreyting hefur orðið samkvæmt frumvarp- inu að snúið er til baka til fyrra horfs, þ.e. ábyrgð ríkisins er nú aftur orðin hluti af lána- samningunum, dómsvald til að túlka samn- ingana fellur undir breska dómstóla og ábyrgð íslenska ríkisins er aftur orðin skilyrðislaus. Áhugavert er að skoða hvernig fer fyrir þessum veigamestu fyrirvörum sem hér að framan eru taldir ef frumvarpið verður sam- þykkt: 1. Tímabinding ábyrgðarinnar er felld út. Ríkisábyrgðin er sem sagt ótímabundin. Margar kynslóðir Íslendinga gætu því orðið ábyrgar fyrir Icesave-skuldbinding- unum. 2. Efnahagslegu viðmiðunum er breytt verulega. Þannig skal ávallt greiða vexti óháð því hvort hagvaxtaraukning verður á Íslandi eða ekki. Fjárhæð vaxtanna hleypur á mörgum tugum milljarða kr. á ári a.m.k. fyrstu árin. Hafi meirihluti fjár- laganefndar og þeirra ráðgjafar reiknað rétt þegar þessi fyrirvari um greiðsluhá- mark var settur inn í lögin um rík- isábyrgðina, er ljóst að þessar fjárhæðir eru líklega umfram það sem þjóðarbúið getur borið. Það þýðir að þjóðin getur væntanlega ekki staðið undir þessari rík- isábyrgð. 3. Íslenska ríkið getur ekki tryggt að rík- isábyrgðin falli niður jafnvel þó þar til bær úrskurðaraðili kæmist að þeirri nið- urstöðu að ríkið bæri ekki ábyrgð á inni- stæðum. Samkvæmt frumvarpinu skal ríkisábyrgð vera bundin þeim fyrirvara að viðræður fari fram milli Íslands og við- semjenda þess um áhrif slíkrar nið- urstöðu á lánasamningana og skuldbind- ingar ríkisins. Bretar og Hollendingar ÞAÐ er mikill misskilningur hjá leið- arahöfundi Morgunblaðsins þegar hann fjallar um rekstrarþrengingar fjölmiðla að Ríkisútvarpið hafi ekki þurft „… að fara í sársaukafullar aðgerðir eins og keppinautar komast ekki hjá“. Þvert á móti greip RÚV strax um síðustu áramót til róttækra sparnaðaraðgerða til að bregðast við versnandi rekstrarað- stæðum í kjölfar bankahrunsins. Ríkisútvarpið þá – eins og Morgun- blaðið nú – þurfti að segja upp tugum góðra starfsmanna, lækka laun og grípa til margháttaðra annarra ráðstafana. Samtals höfðu aðgerðirnar í för með sér sparnað upp á 16% af rekstrarkostnaði RÚV, eða um 700 milljónir króna á árs- grundvelli. Þegar þær voru að fullu komnar til framkvæmda nú á vormán- uðum hafði tekist að snúa rekstri RÚV úr tapi í hagnað. Þannig er staðan nú – þótt aftur séu blikur á lofti því fjárlaga- frumvarpið gerir ráð fyrir að tekin verði 10% af tekjum RÚV á næsta ári til ann- arra nota. En ég vona sannarlega að Morgun- blaðinu takist jafn vel og Ríkisútvarpinu að rétta af rekstur sinn, – ekki mun af veita. Það er reyndar líka misskilningur að liður í fjáraukalögum upp á 630 milljónir króna sé tilkominn „vegna erfiðrar fjár- hagsstöðu“ RÚV. Þetta er þó skilj- anlegur misskilningur því orðalagið í greinargerð með fjáraukalögunum er af- ar villandi. Rétta skýringin er þessi: Þeg- ar rekstrarformi RÚV var breytt og ákveðið samhliða að taka upp nefskatt í stað afnotagjalda var gengið út frá því að tekjur RÚV af almannaþjónustu yrðu óbreyttar – hvorki meiri né minni en áður – og miðað yrði við raungildi afnotagjalda á árinu 2006. Þess vegna var útvarps- gjaldið tekjumegin í fjárlögum ársins 2009 ákveðið 17.200 krónur. Gjaldamegin var hins vegar fyrir misgáning áfram not- uð gamla margfeldistalan frá árinu 2006, sem var um 14.600 krónur. Um leið og þetta uppgötvaðist var RÚV tilkynnt að strax yrði greitt í samræmi við rétta tölu og leiðréttingunni síðan fundin lagastoð í fjáraukalögum. Það er verið að gera nú. Það er síðan önnur og kannski for- vitnilegri spurning að velta fyrir sér af hverju ritstjóra Morgunblaðsins er svona óskaplega uppsigað við Ríkisútvarpið. Hann byrjaði á þessum hnýtingum í fyrsta viðtalinu sem nýr ritstjóri blaðsins og hefur ekki linnt látum síðan. Hann tók meira að segja upp á því um daginn að uppnefna RÚV, sem maður taldi vera mælskulist sem tilheyrði öðru aldurs- og þroskaskeiði. Ritstjóri Morgunblaðsins er annálaður stríðsmaður – og rómaður fyrir fádæma baráttuhug og vígfimi. Það er miklu skemmtilegra fyrir svoleiðis menn að atast þar á vellinum sem óvinina er að finna – í stað þess að berjast um þar sem enginn er. Ríkisútvarpið er ekki óvinur Morgun- blaðsins. Páll Magnússon Ritstjórinn, Ríkis- útvarpið og reksturinn Höfundur er útvarpsstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.