Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009
Á ÍSLANDI, líkt
og annars staðar í
heiminum, eru ein-
staklingar sem
hvergi eiga höfði
sínu að að halla og
teljast þeir vera ut-
angarðs og/eða
heimilislausir. Hluti
þessa hóps er flest-
um dulinn á meðan
aðrir eru hluti af birtingarmynd
miðbæjarins. Hérlendis hafa
rannsóknir á þessum hópi verið
af skornum skammti og aldrei
hefur þessi hópur verið kortlagð-
ur og því hafa tölur um fjölda
einstaklinga sem teljast vera
utangarðs og/eða heimilislausir á
Íslandi verið mjög á reiki.
Síðastliðið sumar var fram-
kvæmd rannsókn á fjölda og hög-
um utangarðsfólks í Reykjavík.
Rannsóknin var unnin í samvinnu
við nýsköpunarsjóð námsmanna
og velferðarsvið Reykjavík-
urborgar og byggist á stefnumót-
un í málefnum utangarðsfólks
sem samþykkt var haustið 2008
af velferðarráði Reykjavík-
urborgar. Rannsókn þessi var
gerð með markmið stefnumót-
unarinnar í huga.
Nokkuð hefur verið deilt um
fjölda heimilislausra á Íslandi og
hefur sérstaklega verið talið að
konur og ungt fólkt í hópnum hafi
verið vantalin. Mikilvægt er að
skilgreina hverjir teljast til þessa
hóps svo hægt sé að koma til
móts við hann og þróa úrræði
sem henta. Við framkvæmd kort-
lagningarinnar og vettvangsrann-
sóknarinnar var notast við skil-
greiningu
félagsmálaráðuneytisins á hús-
næðisleysi frá árinu 2005 og skil-
greiningu framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins á heim-
ilisleysi, ETHOS.
Kortlagning á utangarðsfólki í
Reykjavík var unnin sumarið
2009 í samstarfi við þjónustu-
miðstöðvar Reykjavíkurborgar,
ennfremur fengust upplýsingar
um fjölda utangarðsfólks frá
Reykjavíkurdeild Rauða kross Ís-
lands, Samhjálp, lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, Fangels-
ismálastofnun ríkisins og Hjálp-
ræðishernum.
Samkvæmt niðurstöðum kort-
lagningarinnar taldist alls 121
einstaklingur utangarðs og/eða
heimilislaus í Reykjavík þetta
sumar en litið var til þriggja
mánaða tímabils meðan á taln-
ingu stóð. Af þessum 121 ein-
staklingi var 21 í langtíma-
búsetuúrræði á vegum
Reykjavíkurborgar.
Við kortlagninguna kom í ljós
að meðalaldur einstaklinganna
var 41 ár en þeir voru á aldrinum
18 ára til 75 ára. Fjórðungur
hópsins var konur, eða alls 29.
Kynjahlutfall og aldursdreifing
hérlendis er með svipuðum hætti
og annars staðar á Norðurlönd-
unum. 95% þeirra sem töldust
vera utangarðs og/eða heim-
ilislausir voru íslensk að uppruna.
Þegar búsetuaðstæður voru skoð-
aðar kom í ljós að langflestir
gistu við ótryggar aðstæður inni
á vinum og ættingjum eða í neyð-
arskýlum eins og Konukoti og
Gistiskýlinu ásamt því að stór
hópur gisti að einhverju eða öllu
leyti á götunni. Fjórðungur hóps-
ins var einstaklingar sem brátt
myndu ljúka stofnanavist á borð
við fangelsis-, sjúkra- eða með-
ferðarvist og ekki var vitað um
fastan samastað að henni lokinni.
Konur gistu mun oftar við
ótryggar aðstæður inni á vinum
og ættingjum en karlar. Þær
gistu ennfremur hlutfallslega oft-
ar í neyðargistiskýli en karlar og
einungis ein kona var skráð í
langtímabúsetuúrræði. Tæp 60%
hópsins höfðu verið heimilislaus í
meira en tvö ár.
Við kortlagninguna kom í ljós
að ákveðinn hópur sem virtist fá
þjónustu í Reykjavík var með
lögheimili utan borgarinnar en
það er nokkuð ljóst að sveit-
arfélögin þurfa að standa saman
þegar kemur að þessum mála-
flokki.
Aðalorsökin fyrir því að fólk
varð utangarðs eða heimilislaust
var samkvæmt kortlagningunni
áfengis- og/eða vímuefnam-
isnotkun ásamt geðrænum vanda-
málum. Rúmlega tveir þriðju
þeirra sem töldust heimilislausir
og/eða utangarðs í Reykjavík
neyttu áfengis og/eða vímuefna
að staðaldri. Meira en þriðjungur
hópsins átti við geðræn vandamál
að stríða og virðast einstaklingar
sem bæði eiga við neysluvanda
og geðrænan vanda að stríða
vera í sérstaklega viðkvæmri
stöðu gagnvart því að verða ut-
angarðs eða heimilislausir. Und-
irliggjandi geðræn vandamál
geta því mögulega verið ástæða
þess að viðkomandi neytir áfeng-
is og/eða fíkniefna í óhóflegu
magni en stundum getur neysla
áfengis og/eða fíkniefna verið
ástæða þess að geðræn vandamál
geri vart við sig.
Rannsóknin hefur veitt nýja
sýn á málaflokkinn ásamt því að
gefa greinargóða mynd af fjölda
þeirra einstaklinga sem teljast
utangarðs og/eða heimilislausir í
Reykjavík. Vert er að taka fram
að fjöldinn gæti verið vanmetinn
þar sem ekki náðist í tæka tíð að
fá upplýsingar frá öllum þeim
sem koma að málaflokknum.
Þessi hópur hefur verið kort-
lagður hjá hinum Norðurlanda-
þjóðunum með reglulegu millibili
og líkt og þessi rannsókn hefur
leitt í ljós er rík ástæða til þess
að slíkt hið sama sé gert hér-
lendis þar sem hópurinn er tölu-
vert stærri en talið hefur verið.
Rannsóknin hefur því rutt leið-
ina í átt að betri og markvissari
þekkingu á málaflokknum hér-
lendis. Okkar von er sú að
Reykjavíkurborg haldi áfram að
leggja metnað sinn í vinnu með
þessum hópi svo byggja megi
upp þjónustu sem mætir
einstaklingnum þar sem hann er
staddur.
Hægt er að nálgast rannsókn-
ina á heimasíðu Reykjavík-
urborgar.
Eftir Elínu Sigríði
Gunnsteinsdóttur
og Erlu Guðrúnu
Sigurðardóttur
»Rannsóknin byggist
á stefnumótun í mál-
efnum utangarðsfólks
og sambærileg rann-
sókn hefur aldrei verið
gerð hérlendis.
Erla Guðrún
Sigurðardóttir
Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir er
félagsfræðingur og Erla Guðrún
Sigurðardóttir er MA-nemi
í félagsráðgjöf.
Elín Sigríður
Gunnsteinsdóttir
Heimilislausir í Reykja-
vík: fjöldi og aðstæður
NÚNA fer það
tímabil að hefjast
þegar menn og konur
læðast í felulitafötum
um hæðir og hóla og
reyna að sitja fyrir
jólasteikinni. Þar
sem veður hér á
landi er síbreytilegt
og aðstæður oft erf-
iðar viljum við hjá
Slysavarnafélaginu
Landsbjörg koma
nokkrum ábendingum til rjúpna-
skyttna. Þrátt fyrir að flestar
þeirra kunni vel til verka við veið-
arnar er alltaf einhver hópur sem
fer á fjöll vanbúinn og án þess að
hafa þekkingu og reynslu í verk-
efnið. Sá hópur er því miður of
stór. Segir það sína sögu að í nóv-
ember á síðasta ári voru björg-
unarsveitir á landinu kallaðar út
11 sinnum til að leita að eða að-
stoða rjúpnaskyttur í
vanda. Auðvitað geta
allir lent í óvæntum
aðstæðum sem þeir
ráða ekki við en mik-
ilvægt er að reyna að
koma hlutum þannig
fyrir að það gerist
sem sjaldnast.
Nú er einungis
leyfilegt að skjóta
rjúpur þrjá daga í
viku, þ.e. föstudag til
sunnudags og því
skiljanlegt að veiði-
menn vilji nýta hvert tækifæri
sem gefst. Á veturna er allra
veðra von og mikilvægt er að
fylgjast með veðri og veðurspám
þá daga sem til stendur að fara á
veiðar, og fara eftir þeim. Það er
betur heima setið en af stað farið
ef útlit er fyrir válynd veður.
Góð regla er að skilja eftir
ferðaáætlun, hvert skal halda og
hve lengi, hve margir eru saman.
Haldið ykkur við ferðaáætlunina
og látið vita ef hún breytist. Hafið
hugfast að á fjöllum er jafnan
kaldara, hvassara og meiri úr-
koma en á láglendinu. Verið því
viðbúin því versta en vonið það
besta. Nauðsynlegt er að hafa
meðferðis vatnsheldan skjólfatnað,
orkuríkt neyðarfæði, landakort og
áttavita eða gps-tæki. Einnig er
gott að hafa meðferðis flautu og
sjúkrabúnað. Það er þó ekki nóg
að taka með fínu og flottu tækin,
við þurfum líka að kunna að nota
þau. Hægt er að finna námskeið
þar sem kennt er á gps-tæki og
áttavita hjá ferðafélögunum og á
fleiri stöðum.
Snúið við í tæka tíð ef eitthvað
kemur upp á, það er engin skömm
að því að vera skynsamur. Kallið
eftir aðstoð áður en í óefni er
komið. Komum heil heim!
Eftir Sæunni Ósk
Kjartansdóttur
Sæunn Ósk
Kjartansdóttir
» Verið því viðbúin
því versta en vonið
það besta.
Höfundur er starfsmaður slysavarna-
sviðs hjá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg.
Rjúpnaskyttur
– meira fyrir áskrifendur
JÓLAGJAFIR FRÁ
FYRIRTÆKJUM
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan
16.00 mánudaginn 9. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn
í síma 569 1134 / 692 1010,
sigridurh@mbl.is
Glæsilegur blaðauki um
allt sem snýr að jólagjöfum
frá fyrirtækjum til starfs-
fólks og viðskiptavina
fylgir Viðskiptablaði
Morgunblaðsins
12. nóvember.
Þetta er handbókin í ár fyrir
stjórnendur sem eiga eftir að
ákveða hvað fyrirtækið ætlar að
gefa samstarfsaðilum, viðskipta-
vinum og eigin starfsfólki í
jólagjöf.