Morgunblaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 35
glaður í bragði: „Dóri frændi, mikið
er gott að sjá þig.“ Þá vissi ég að
Flosa var óhætt og aðeins spurning
um daga þar til hann væri aftur
kominn heim að Bergi í Reykholts-
dal með Lilju sinni. En reyndin
varð önnur. Flosi frændi fór á und-
an okkur hinum upp í sinn kæra
Borgarfjörð og bíður okkar þar með
stríðnisglampa í augum.
Við Flosi erum systkinabörn. Ég
missti föður minn ungur að árum en
var svo heppinn að tengjast Flosa
og Lilju vináttuböndum, sem hafa
verið mér ómetanleg. Þar ber hæst
samverustundirnar á Bergi þar sem
rifjaðar voru upp sögur af ættingj-
um og vinum, sem margar voru
skrautlegar, en allar sagðar af
glensi og kærleika, sem Flosa var
einum lagið.
Þegar ég kveð Flosa frænda er
það eins og ég sé að kveðja föður
minn í annað sinn. Þannig reyndist
hann mér. Hann tengdi mig við
æsku sem ég hafði glatað en fundið
hjá honum og Lilju.
Halldór Bjarnason.
Líklega er enginn sannur háðfugl
án sorgar. Háðfuglinn er bogmaður,
sem lætur örvunum rigna að skot-
markinu án miskunnar og snýst síð-
an á hæli með hrossahlátri. En líkt
og trúðurinn missir háðfuglinn
marks gagnvart þeim, sem skynja
ekki að baki leynist tilfinningin, við-
kvæmnin, þunglyndið, sorgin.
Flosi lærði snemma að brynja sig
fyrir viðkvæmninni. Hann átti ættir
að rekja til tilfinningamanna, sem
margir voru líka breyskir og við-
kvæmir. Oddur afi okkar hvarf
langtímum saman á vit þess veru-
leika, þar sem hnjóskóttur hvers-
dagsleikinn er víðs fjarri. Flosi
gekk líka um þá dimmu dali árum
saman. Blíðlyndi hans og þörf fyrir
tilfinningahlýju fann varla fullnægj-
andi andlag fyrr en á fullorðins-
árunum í sambúðinni við Lilju.
Tossinn, sem var sendur í ögun
hjá séra Þorgrími á Staðastað, og
ungi stúdentinn, sem hrökklaðist
milli viðfangsefna í Hamborgarhá-
skóla urðu honum tilefni margra
hrossahlátra. Það var honum íron-
ískt gaman, þegar Óli Flosa lét þess
getið, að sonur hans hefði fengið
farmiða hjá þjóðleikhússtjóra aðra
leiðina til London eða þegar Þór-
arinn skólameistari ónýtti kosningu
hans sem formanns skólafélagsins í
Akureyrarskóla.
En hvernig skynjaði sálartetrið
þessa ósigra, þegar sjálfshæðninni
sleppti?
Ég er smeykur um að við fáum
ekki að vita það með neinni vissu úr
því sem komið er.
Hitt vitum við, að Flosi Ólafsson
fann sér furðusannfærandi skálda-
serk með árunum. Hann reis upp úr
öryggisleysi og viðkvæmni æskuár-
anna og naut þá til fullnustu þeirra
margvíslegu hæfileika sem honum
hlotnuðust. Drengurinn, sem lengi
kunni ekki fótum sínum forráð á
Löngubörum lífsins, fann að lokum
þá breiðgötu leikhúslistar og rit-
snilli, sem lá til frægðar og þjóð-
hylli. Fjölskylda og vinir skópu það
umhverfi sem til þurfti.
Flosi varð gamall maður, öndvert
við það sem hann sjálfur ætlaði.
Hann skilar öfundsverðri arfleifð.
Ekki verður þó þeirri hugsun bægt
frá að hann átti eina bók óskrifaða.
Það var bókin um Flosa Ólafsson,
óbrynjaðan íroníunni. Raunar var
hann búinn að lofa mér slíkri bók.
Þórður Harðarson.
Flosi Gunnlaugur Ólafsson leikari
er látinn. Þess fregn kom eins og
þruma úr heiðskíru lofti. Við hjónin
vorum að lesa bráðskemmtilegt við-
tal við hann í Morgunblaðinu þegar
hringt var í mig og mér tjáð að
Flosi væri farinn frá okkur. Ég
hafði hitt hann hressan á frumsýn-
ingu á Biedermann og brennuvörg-
unum og hann var að rifja upp fyrir
mér gömlu sýninguna sem hann tók
þátt í fyrir margt löngu, jákvæður
að venju og skemmti sér hið besta á
þessari nýju sýningu á þessu merka
verki. Það næsta sem ég heyri er að
hann lendir í bílslysi á leið í sveitina
og svo hverfur hann skyndilega frá
okkur. Svona er nú stutt á milli lífs
og dauða.
Fyrir okkur í Félagi íslenskra
leikara er Flosi mikill harmdauði.
Það er erfitt að átta sig á því að
hann sé ekki lengur á meðal vor,
hann var alltaf jákvæður og upp-
byggilegur fyrir okkur hin. Flosi
hafði mikinn áhuga á félagsmálum
okkar leikaranna og var varafor-
maður félagsins á árunum 1983-
1985.
Félag íslenskra leikara sendir
innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Flosa. Fyrir mig persónu-
lega og konu mína Guðrúnu er frá-
fall Flosa mikið áfall – við vorum
miklir vinir í gegnum árin. Betri
vinnufélagi var vandfundinn. Það
var aldrei leiðinlegt í kringum
Flosa enda var hans lífsviðhorf að
maður skyldi hafa gaman af lífinu
og njóta hvers dags því hann kæmi
aldrei aftur.
Ég hef reynt þetta með misjöfn-
um árangri en ég held að Flosi hafi
lifað eftir þessu og að honum hafi
aldrei leiðst nema það kannski að
þurfa að eldast. Við Guðrún kveðj-
um þig með miklum söknuði. Vertu
sæll og takk fyrir allt. Samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar.
Randver Þorláksson,
formaður Félags
íslenskra leikara.
Flosi Ólafsson var leikari og leik-
stjóri við Þjóðleikhúsið í áratugi og
setti svip sinn á starfsemi leikhúss-
ins. Hann vann hug og hjörtu sam-
starfsmanna sinna í leikhúsinu, ekki
síður en áhorfenda og þjóðarinnar
allrar, enda var hann fjölhæfur sem
listamaður, skemmtilegur sem per-
sóna og hvers manns hugljúfi.
Flosi hóf sinn feril við Þjóðleik-
húsið árið 1957 og lék þar fjölda
hlutverka allt til þess að hann hafði
náð eftirlaunaaldri árið 1999. Hann
vann einnig sem leikstjóri, þýðandi
og höfundur fyrir Þjóðleikhúsið og
aðra. Flosi setti einnig mark sitt á
íslenskt útvarp og sjónvarp, auk
þess sem hann kom fram í fjölda
kvikmynda. Flosa verður án efa
helst minnst til framtíðar fyrir frá-
bæra túlkun sína á landnámsmann-
inum í „Hrafninn flýgur“ og hús-
verðinum Sigurjóni digra í „Með
allt á hreinu“.
Sjálf kynntist ég Flosa lítillega
sem barn, en hann var heimagang-
ur á heimili foreldra minna. Ég
man eftir glampandi glettninni sem
fylgdi honum hvar sem hann var.
Hann hafði þann fágæta hæfileika
að hafa einstakan húmor fyrir sjálf-
um sér, og geta sagt gamansögur,
þar sem hann sjálfur var gjarnan
miðpunktur ófaranna. Hann hafði
líka einstaklega gaman af því að
leika sér að trúgirni annarra á
spaugsaman hátt. Ég minnist þess
á fyrstu árum mínum sem leikari
við Þjóðleikhúsið að hafa heyrt ófá-
ar lyga- og skemmtisögur fluttar af
Flosa, eða hafðar eftir Flosa, í mat-
stofu leikara í leikhúskjallaranum.
Alltaf var grínið þó góðlátlegt og
endaði gjarna á stórri háturroku frá
viðkomandi.
Ég minnist þess að hafa sjálf lent
í því að Flosi tók mig á taugum. Þá
vann ég við kvikmyndina „Með allt
á hreinu“ og var send til Flosa til að
færa honum handrit og semja við
hann um kaup og kjör. Hann tók
mér ljúfmannlega, bauð mér upp á
kaffi og gluggaði svo í handritið í
dágóða stund. Svo leit hann á mig
alvarlegum augum og spurði hvort
við gerðum okkur ekki grein fyrir
því að stórleikari á borð við hann
yrði sóma síns vegna að fara fram á
háa upphæð fyrir að leika í svona
kvikmynd, það hlyti ég að vita. Síð-
an henti hann handritinu á borðið
og ég sá ekki betur en honum væri
freklega misboðið, ekki vottur af
glensi í augunum og þykkja í svipn-
um. Mér brá og ég sagði honum að
við vildum síst af öllu móðga hann,
en það auðveldaði umræðuna ef
hann gæti nefnt einhverja tölu.
Hann lét mig fara eins og kött í
kringum heitan graut í dágóða
stund, þar til hann sprakk sjálfur
úr hlátri, faðmaði mig að sér og
sagði; ekki trúa orði af því sem ég
segi, auðvitað tek ég bara taxta-
greiðslu!
Flosi Ólafsson var heiðursgestur
á frumsýningu á Brennuvörgunum í
Þjóðleikhúsinu hinn 16. október síð-
astliðinn. Tilefnið var að hann lék
sjálfur annan brennuvarginn í sama
leikriti árið 1961. Flosi var samur
við sig, þegar hann heilsaði upp á
leikarana baksviðs, með góðlátlegt
brosið og grín á vörum.
Þjóðleikhúsið þakka Flosa öll
gullnu augnablikin á langri starfs-
ævi og vottar eftirlifandi eiginkonu
hans, afkomendum og öðrum vand-
mönnum innilega samúð.
Tinna Gunnlaugsdóttir.
Flosa Ólafsson sá ég fyrst er ég
gekk inn í kennslustofu 4. bekkjar í
Menntaskólanum á Akureyri haust-
ið 1950. Ég var þá nýr í skólanum
en hann hafði verið þar viðloðandi í
eina tvo vetur. Þvílíkan gleðibrag
hafði ég aldrei séð á nokkrum
manni. Hýran í augunum og ljóm-
inn sem henni fylgdi voru slík að
þessari örskotsstund okkar allra
fyrsta fundar hef ég aldrei gleymt.
Svo sterk voru áhrifin að ég man
enn hvernig drengurinn var klædd-
ur – í húmbláum teinóttum, tví-
hnepptum jakkafötum. Í mennta-
skólanum vorum við aðeins samtíða
í tvo vetur en á þeim árum þróaðist
með okkur vinátta sem entist til
hinsta dags.
Haustið 1951 var Flosi kjörinn
formaður málfundafélags skólans,
reyndar tvíkosinn því fyrri kosn-
ingin var ógilt með hátíðlegu ráð-
herrabréfi þar eð ýmsir töldu þá
ljúfling vorn vera skæðan útsend-
ara höfuðstöðva heimskommúnism-
ans.
Í skólanum fyrir norðan var þessi
Reykjavíkurpiltur svolítið eldri en
flest okkar hinna og miklu lífs-
reyndari. Hann hafði lengi notið
glaðra stunda í Kvosinni, setið
löngum á Langabar í Aðalstræti og
alloft hjá þjóðkunnum gáfumönnum
á Hressingarskálanum – hafði verið
á togurum og í millilandasiglingum
á fraktskipum og fengið sér ærið
oft í staupinu, stundum ótæpilega.
Svo eignaðist hann barn veturinn
sem við vorum í 5. bekk. Það var
varla von að vel gengi að hemja svo
harðfullorðinn mann og lífsþyrstan í
skóla þar sem heimavistarnemend-
um var bannað að fara út eftir
klukkan 10 á kvöldin. Enda fór það
svo að Flosa var meinuð skólavist
þegar kom að 6. bekk. Þann vetur
lásu hann og vinur okkar, Stefán
Scheving Thorsteinsson, utanskóla
hjá séra Þorgrími á Staðastað en
fengu að taka með okkur stúdents-
próf vorið 1953.
Hálfan vetur bjuggum við Flosi
saman í kjallaraherbergi í Hrafna-
gilsstræti 6 og voru það síðustu
mánuðir hans í norðlenska skólan-
um. Þarna lágum við í náttmyrkr-
inu, hvor á sínum dívan, og ræddum
allt milli himins og jarðar eins og
ungum mönnum er títt. Af þessum
góða félaga lærði ég margt, ekki
síst þá list að geta nær alltaf séð
sjálfan sig í skoplegu ljósi sem er
dýrmætt hnoss. Tuttugu árum síðar
tókst mér að lokka hann til að hefja
pistlaskrif í Þjóðviljann og urðu
þeir um 700 áður en lauk.
Tveir staðir voru Flosa kærari en
aðrir, hinn gamli miðbær Reykja-
víkur og Borgarfjarðarhérað. Vor-
gleðin í Kvosinni og haustharmur
Borgarfjarðar kallast nú á. – „Síðan
gráta hrímgar hlíðar og holt um
Borgarfjörð“, sungum við forðum
fullum hálsi, „á Sal“ menntaskólans
og treguðum Snorra sem veginn
var í Reykholti árið 1241. Nálægðin
við þá gömlu, Egil og Snorra, var
Flosa dýrmæt síðustu æviárin. Til
þeirra sótti hann unað.
Er nýliðnu sumri tók að halla
hitti ég síðast þennan gamla æsku-
vin. Við stóðum á hlaðinu á Bergi.
Það var kveðjustund. Hann strauk
hesti sínum blíðlega um makkann,
aftur og aftur. Ljóminn í augunum
var enn hinn sami og svipurinn hýr
en líkaminn orðinn hrörlegur. Við
hörmum Flosa Gunnlaug Ólafsson
en góðvild hans, glaðværð og viska
mun fylgja okkur, vinum hans, spöl-
inn sem fram undan er.
Kjartan Ólafsson.
Mig langaði til þess að minnast
kollega míns og vinar til margra
ára, Flosa Ólafssonar, með nokkr-
um orðum.
Við Flosi kynntumst fyrst í leik-
listarskóla Þjóðleikhússins 1956 og
áttum svo eftir að vinna saman í
fjölda verkefna eftir það.
Mér er minnisstætt þegar Flosi
bað mig að syngja með sér í „óp-
eru“ í sjónvarpinu sem átti að sýna
á gamlárskvöld. Það var svo
skemmtilegt! Textinn var eftir
Flosa, afskaplega gamansamur,
eins og hans var von og vísa, og
tónlistin var í höndum Magnúsar
Ingimarssonar. Þetta var upphafið
að áralangri hefð fyrir grínþætti í
sjónvarpinu á gamlárskvöld. Flosi
sá um áramótaskaup sjónvarpsins í
fjöldamörg ár af sinni alkunnu
snilld.
Mikill listamaður og góður vinur
er fallinn frá.
Við skildum hvort annað, við
Flosi. Ég mun sakna hans mikið.
Lilja mín, ég samhryggist þér
innilega.
Sigríður Þorvaldsdóttir (Didda).
Mikið er gott að eiga góðar minn-
ingar. Ég tala nú ekki um ef þær
eru líka fyndnar. Þannig var það
bara, þegar Flosi var annars vegar.
Allar erfiðu stundirnar voru aldrei
leiðinlegar, ekki einu sinni timb-
urmennirnir, sem á stundum voru
ansi erfiðir, jafnvel þótt reynt væri
að drekka þá frá sér!
Við Flosi vorum búnir að þekkj-
ast í áratugi, svölluðum saman út
um hvippinn og hvappinn okkur til
óbóta, vorum samt lengur edrú
saman og unnum lengst af saman í
Þjóðleikhúsinu að hinu og þessu.
Svo af nægu er að taka í minning-
unum. Svo miklu að ég held ég
sleppi bara að fara út í einhver ein-
stök atvik. Og þó. Um daginn vor-
um við að spjalla í síma og hann
sagði við mig: „Þegar ég fór inn á
kontór áðan var lítil fluga að skríða
eftir gluggarúðunni og ég hugsaði
með mér: „Æ, litla fluga, hvort okk-
ar skyldi nú fara fyrr?““
Örlög flugunnar eru mér ekki
kunn, en sem ég sit hér með það í
huga að reyna senda fáein minning-
arorð héðan frá Mexíkó, verður mér
ljósara og ljósara hvílík eftirsjá það
er að missa Flosa. Dýpsta skarðið
er höggvið í runn ástvina hans og
vina og reyndar íslensku þjóðarinn-
ar allrar, þvílíkur karakter var
Flosi, maður sem átti engan sinn
líka.
En Flosi var fyrirferðarmikill
hvar sem hann fór og kannski hefur
hans frábæra eiginkona, Lilja, orðið
mest allra vör við það. Þeirra sam-
band var einstaklega fagurt enda
óvenjugóðar og viðkvæmar mann-
eskjur bæði tvö, þótt Flosi felldi
stundum viðkvæmnina með látum!
Við Erna sendum þér, Lilja, og
ykkur öllum í fjölskyldunni, stórum
sem smáum, okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Benedikt Árnason.
Hvað ég sakna hans Flosa. Ég
held það sé sérstaklega hlýjan í
augunum, þegar maður stóð svolítið
ráðvilltur, ekki alveg klár á hvort
hann var að grínast eða hvort hon-
um var fúlasta alvara. Ég minnist
þess þó að mörg séu árin síðan að
ég átti leið niður Skothúsveginn og
á horninu við Tjarnargötuna sá ég
átrúnaðargoðið – leikarann sem átti
aðdáun mína alla – önnum kafið við
að reyta arfa þar fyrir framan hús-
ið. Hann leit upp úr erfiðinu og
heilsaði mér. Ég varð auðvitað
mjög feimin þegar hann sendi mér
hlýja brosið sitt og heilsaði. Ég gat
því miður ekki stært mig af að vera
í vinahópi hans. En við þekktumst
auðvitað, vorum bæði í leikhús-
bransanum. Við brosið sem hlýjaði
mér ofan í tær, reyndi ég í örvænt-
ingu að finna eitthvert umræðuefni
og spurði hvort hann fengist mikið
við garðyrkju. „Já, elskan mín,
þetta er lífið fyrir mér, að horfa á
viðkvæman gróðurinn brjótast til
lífs upp úr kaldri moldinni …“ Og
nú kom undurfagurt skáldlegt ein-
tal um ást hans á viðkvæmum
gróðri móður jarðar. Ég reyndi að
halda andlitinu, var satt að segja
ekki alveg viss um hvort hann væri
að grínast, kannski var þetta bara
ný hlið á snillingnum sem elskaði
allt sem lifði.
Það var ekki fyrr en mörgum ár-
um seinna að ég fékk að kynnast
Flosa og Lilju. Var það fyrir vin-
áttu okkar þriggja við Ingu Huld að
mér var boðin gisting hjá þeim
hjónum í Borgarfirðinum. Og það
var sko ekki leiðinlegt að sitja með
þessum frábæru hjónum og borða
morgunverð í heita pottinum. Þá
loksins gat ég spurt Flosa hvort
eintalið um gróður jarðar þar fyrir
Morgunblaðið/Jim Smart
Flosi Ólafsson í hlutverki vínguðsins Bakkusar í balletti Nönnu Ólafsdóttur, Dafnis og Klói, við tónlist Ravel. Á
myndinni er hann með Guðmundu Jóhannesdóttur ballettdansara. „Þetta var áður en ég varð þorstaheftur,“ sagði
Flosi þegar myndin var rifjuð upp fyrir honum fyrir nokkru.
SJÁ SÍÐU 36
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2009